Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. nóvember 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Jón Gunnarsson: Neytendasamtökin úti að aka? íslenskir neytendur og innri markaður EB: „Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með þeim stöðlum og reglum, sem ákveðnar verða af EB, svo að hægt verði að samræma okkar reglur að þeirra.“ (Feitletrun mín - JG) Orð sem þessi eru farin að verða næsta kunnugleg í venjulegri um- fjöllun fjölmiðla um ísland og EB. Og skilja má það, sem að baki liggur, þegar meiri háttar aðilar útflutningsatvinnugreina eiga í hlut. Ofangreind tilvitnun er þó ekki til þeirra sótt. Hvort sem menn trúa því. eða ekki, er hér verið að tala máli íslenskra neyt- enda, og orðin tekin úr niðurlagi greinarinnar „Evrópubandalagið og þáttur neytenda" eftir talsmann Neytendasamtakanna, en sú grein var birt í blaði viðskiptafræðinema „ísland og Evrópa 1992“, sem út kom nú f vor. Þessi orð eru niðurstaða um- fjöllunar höfundar um nokkur þau atríði {nýskipan Evrópubandalags- ins, sem neytendur varða. Og fara má nærrí um, að þau hljóti þá að vera lofsverð, þau atríði, sem höf- undur telur svo brýnt, að við tökum okkur til fyrirmyndar. Og dálftið undarlegt að sjá svo Iofsam- legum orðum farið um þær hliðar EB, sem að neytendum snúa, ekki síst ef greinin er borin saman við það, sem fulltrúar danskra neyt- enda hafa látið fara frá sér undan- farið. Þeir eru hneykslaðir, þeim blöskrar og þeim ofbýður margt af þeim atriðum, sem EB hefur gert Dönum að taka upp. En vamaðar- orð eða efasemdir um ráðstafanir og háttalag EB er ekki að finna í þessari grein, öðru nær. Og í reyndinni virðist hún samin upp úr því sjálfslofi og sjálfslýsingum Evr- ópubandalagsins, sem nú flæða yfir allt og hliðstæðu má helst finna við í sjálfslýsingum Sovétmanna fyrir daga Gorbatsjovs. Ríki, sem búa við alræðisskipulag og vita þó af veikleikum sínum, þurfa einatt á slíkum áróðri að halda. Og það kemur fyrir, að menn leggi trúnað á þann áróður. Þar hygg ég, að oftar ráði hrekkleysi en illur ásetn- ingur, en afleiðingamar geta orðið jafnslæmar allt um það. Lítið dæmi um þetta er umgetin grein um EB og íslenska neytendur; m.ö.o. um EB og íslendinga. Markmið EB önnur en neytendavemd Höfundur rekur eitt dæmið af öðra um það, til hvílíkra ágæta stofnun EB horfi fyrir neytendur. Og þau dæmi þarf að skoða nánar, hvert og eitt. Höfum hugfast, að EB rekur öldungis ekki sögu sína til vemdarsamtaka neytenda af neinu tagi. Samtök hagsmunaaðila stóriðnaðar komu fyrst, Kola- og stálsamsteypan svonefnda, samtök með ljós, skiljanleg og yfirlýst markmið, hagsmunamarkmið firam- leiðenda. Sömu markmið réðu ferðinni, er Rómarsáttmálinn var gerður, þar var staðfest því sem næst ótakmörkuð samvinna sterk- ustu fjármagnsaðila ( aðildar- löndunum, ratt skyldi úr vegi hverju því, sem hamlað gæti frjálsu flæði fjármagns, vamings og vinnu- afls milli landanna, svo sem landa- mæragæslu, höftum hvers konar og ekki síður menningarlegum mismun þjóða. Hefði mátt vona, að neytendasamtök aðildarþjóð- anna þekktu sinn vitjiunartíma þá. Stefnt var að ríkisheild; Einingar- lögin, sem síðar komu, lágu þegar milli lína í Rómarsáttmálanum, og má kalla það gæfu okkar íslend- inga, að Bjami heitinn Benedikts- son sá, hvert stefndi og hafnaði með öllu aðild að því, sem þá hét Efnahagsbandalag Evrópu, mein- leysislegu nafni, sem margan glapti þá. Þetta tvennt, Rómarsáttmáli og Einingarlög, er í raun orðið jafngildi stjórnarskrár Evrópu- bandalagsins. Á grandvelli þeirrar „stjórnarskrár" er Evrópudóm- stólnum í Lúxemborg nú heimilt að nema úr gildi lög og stjórnar- skrárákvæði hvaða aðildarríkis sem vera skal. Og það hefur þegar gerst oftar en einu sinni. Að gerð Rómarsáttmálans stóðu valdamenn á sviði efnahagslífs og stjómmála; þar vora fulltrúar neyt- enda ekki hafðir til ráðuneytis. Gæti ofangetinn greinarhöfundur leitað sér til fróðleiks að ákvæðum um hagsmuni eða rétt neytenda í því plaggi. Fólkið, „neytendumir“ í EB komu naumast við sögu fyrr en drjúgu eftir að öll meginskipan EB var orðin föst í sessi og grand- völlur lagður að stofnun allsherjar- ríkis árið 1992. Þá fyrst - þremur áratugum eftir stofnun EB, - fara óbreyttir Evrópubúar að koma við sögu þessarar Evrópu fyrirtækj- anna; þá fyrst er farið að tala um hina „félagslegu hlið“ EB, Evrópu- búa sjálfa og hag þeirra. Líkt og illa gerður hlutur og frekar óvel- FYRRI HLUTI kominn er þessi svonefnda „félags- lega hlið“; svo illa sem hún fellur að áður settum markmiðum EB. Hún er raunar næstum einvörð- ungu afgreidd með loforðum þessi árin. EB-stjórar tala að jafnaði um „félagslegu hliðina" í framtíð og orðalag varaformanns Neytenda- samtakanna vísar eftir því einnig til framtíðar, þess, sem „verður gert“, „tillögur hafi verið gerðar um“ eða „stefnt sé að“. En menn verða að setja hrekkleysi sínu takmörk, ekki síst þeir, sem taka á sig að vera í forsvari fyrir neytend- ur. Danskir neytendur muna lof- orðin, sem þeim vora gefin 1972, og þeir vita, hverjar efndir hafa orðið. Forbragerrádet í Danmörku hefur fylgst náið með framvindu hagsmuna neytenda innan EB og fundið þar mörg og ósmá um- kvörtunarefr.i. Að þeim atriðum verða íslenskir neytendur nú líka að hyggja. En nokkur takmörk langar mig að setja hrekkleysi varaformanns Neytendasamtaka okkar, fara nán- ar í saumana á þeim dæmum, sem réttlæta tilvitnunina hér í upphafi máls og rekja dæmi, sem benda til allólíkrar niðurstöðu og ættu von- andi að geta orðið íslenskum neyt- endum nokkur hvatning til að skyggnast betur á merkingar þeirar vöra, sem þeir kunna að kaupa frá löndum Evrópubandalagsins. Krófumarsjó Sjö meginkröfur Alþjóðasam- taka neytenda rekur höfundur í upphafi máls síns: 1) ákvæðið um að vara skuli hættulaus lffir og heilsu; 2) ákvæðið um rétt til fullra upplýsinga um innihald vöra; 3) ákvæðið um frjálst vöruval, sem aftur tengist allri löggjöf um trygg- ingu frjálsrar samkeppni á mark- aði; 4) ákvæðið um bótarétt, reyn- ist vöra ábótavant; 5) ákvæðið um rétt til að krefjast opinberrar íhlut- unar, sé gengið á rétt neytanda; 6) ákvæðið um þá fræðslu, sem neyt- endum er nauðsynleg til að geta fylgt hagsmunum sfnum eftir, og 7) ákvæðið um rétt til heilsusamlegs umhverfis. Hér er um alþjóðlega yfirlýsingu að ræða, og þarf lesandi varla að leita Iengi dæmanna um það, hve víða þær era brotnar, sumar eða allar. Um stefnu EB segir höfund- ur, að hún sé „mjög samsvarandi ofangreindum atriðum". Sannleik- ur er hins vegar sá, eins og neðar mun tfundað, að EB brýtur þessi ákvæði í sífellu, beint og óbeint, svo sjálfsögð sem þau annars virð- ast sem viðmiðun baráttu neyt- endasamtaka. Það vantar enda all- mikið á, að neytendasamtök aðild- arríkja EB séu jafnhrifin af ráð- stöfunum EB og hin íslensku virð- ast vera. Og samtök neytenda og umhverfisvemdunarsinna innan EB hafa nú alllengi háð árangurs- litla baráttu fyrir því, að ákvæði sem þessi séu virt í verki. Aukið fylgi Græningja á Evrópuþingi er þeim atriðum öldungis ekki ótengt. Kröfurnar sjö og EB Málavaxta vegna er ástæða til að fjalla jöfnum höndum um fyrstu og aðra meginkröfu Alþjóðasamtaka neytenda, þ.e. kröfuna um óskað- semi vöra og kröfu um tæmandi upplýsingar. Vitneskja um skað- semi krefst réttra upplýsinga og nægra. Því er þetta í raun ein og sama krafan, eins og þessi atriði horfa við okkur. Og séu til skóla- bókardæmi um siðferðislegt ábyrgðarleysi framleiðenda, era það einmitt þær reglugerðir um vöramerkingar sem EB hefur sem óðast verið að lögleiða og gert aðildarríkjum sínum að hlfta, ein- att nauðugum viljugum. í sem stystu máli er það nú orðið refsivert ' athæfi í Evrópubandalaginu að framfylgja kröfu nr. 2, kröfunni um rétt til fullra upplýsinga. Og illgerlegt verður þá að ná vissu um að fullnægt hafi verið ofangetinni kröfu nr. 1. Samkvæmt reglugerð- um Evrópubandalagsins era tekin fram nokkur skaðleg efni, sem greina má frá í merkingu vamings, jafnt vöra til nota í iðnaði eða til neyslu. Þau efni era skráð sem sá staðall, sem miðað skal við; þau má skrá á umbúðir þess vamings, sem um ræðir. Hins vegar er blátt bann lagt við því og varðar refsing- um, ef einhver framleiðandi eða ' aðildarríki tekurfram fleiri skaðleg efni í vöramerkingu en EB-staðl- amir kveða á um. Slíkt athæfi telst nú til ólöglegra samkeppnishátta á markaði í Evrópubandalaginu. Framleiðendum er með öðram orðum skipað að þegja yfir skað- legum efnum sem kann að leynast í vamingi þeirra. Hyggjum nánar að þessu. Álþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) annast skrán- ingu efna í markaðsvamingi, sem era ýmist sannanlega skaðleg lífi og heilsu manna eða talin líkleg til skaðsemda. Skrá WHO er dreift til aðildarríkja, þar á meðal ríkja Evrópubandalagsins. Hún telur hátt á þriðja hundrað efna, sem era sannanlega skaðsamleg lífi og heilsu manna. Á skrá Eýrópu- bandalagsins era hins vegar aðeins rúmlega áttatíu þessara efna. Öll Norðurlönd miða við rækilegri merkingarkröfur og rækilegri upp- lýsingar, og sama máli gegnir um FDA, matvæla- og lyfjaeftirlitið bandaríska. VEIÐIMÁL Alþekktar eru áhyggjur laxveiði- manna hérlendis og erlendis vegna úthafsveiða Færeyinga á laxi og laxveiða Grænlendinga. Að þessum veiðum hefur verið sótt bæði fyrr og síðar í þeim tilgangi að stöðva þær eða minnka þær til muna. Árangur hefur náðst í þá veru að draga úr veiðunum. En nú er unnið að því að kaupa upp laxveiðikvóta Færeyinga til tveggja ára. Hér eru á ferð samstarfshópur sem nefnir sig „Samtök um kaup á úthafsveiðikvóta". Þar er fremstur í flokki hérlendra manna Orri Vigfús- son, formaður Laxárfélagsins, leigu- taka Laxár í Aðaldal um áratuga skeið. Gert er ráð fyrir að þær þjóðir aðrar, sem hagsmuna hafa að gæta, verði með í þessum viðskiptum, eins og Norðmenn og veiðisamtök á Bretlandseyjum. Á vegum Laxaverndunarstofnun- arinnar, sem aðsetur hefur í Edin- borg, og hinar ýmsu laxveiðiþjóðir við Atlantshaf eiga aðild að, hefur náðst sá árangur, að árlegur laxveiði- kvóti er bæði hjá Færeyingum og Grænlendingum. Þannig hafa Fær- eyingar um 600 lesta kvóta og kvóti Grænlendinga er 2.520 lestir á þriggja ára tímabili eða að jafnaði 840 lestir á ári. Hins vegar varð veiði Færeyinga á veiðitímabilinu 1987-88 aðeins 207 lestir en afli á Grænlands- miðum varð 1988 þ.e. haust- og vetrarveiðin 893 lestir af laxi. Frá Klakksvík í Færeyjum. Línuveiðar Færeyinga eru háðar hámarksveiðikvóta. Laxakvóti Færeyinga keyptur upp? Færeyingar era tiltölulega nýbyrj- á heimaslóð. Þær veiðar snerta vera- af norður-amerískum upprana. aðir á þessum veiðum, miðað við lega bandaríska og kanadíska hags- f viðræðum við Færeyinga mui grænlenska veiðimenn, sem hafa muni, þar sem um helmingur af væntanlega m.a verða bent á þ lengi haft lífsviðurværi af laxveiðum laxinum sem veiðist við Grænland er auknu laxaræktun og eldi, sem átt hefur sér stað f heimalöndunum, svo sem hina gífurlegu aukningu í laxa- hafbeit. En um 7 íslenskar hafbeitar- stöðvar slepptu sl. vor um 5 milljón- um gönguseiða í sjó. Nú er svo komið, að talið er að fjöldi laxa í kvíaeldi sé svipaður og stærð villta laxastofnsins við Atlants- haf. Aukið framboð á laxi hefur orðið til þess að lækka verð á sláturlaxi í heiminum og rekstur laxveiðiúthalds í sjó því verra en áður. Vitað er að þessi rekstur er lélegur hjá Færeyingum, sbr. sein- ustu veiðitölur, og því er nú lag að semja við þá um kvótann. Það yrði vafalaust í viðræðum við Færeyinga höfðað til mikilla vin- sælda stangaveiði í heimalöndum laxins, sem margir stunda. Ogþeirra viðhorfa fjöldans, að villta laxinn úr hafi eigi einvörðungu að veiða í ánum. Færeyingar myndu því, ef þeir mæta til leiks og semja um sinn að hætta laxveiðum gegn gjaldi, skapa sér sérstakan velvilja æði margra áhugamanna um laxveið- ar og almenna náttúruvernd. Fróðlegt verður að fylgjast með hvemig Orra Vigfússyni og félögum hans tekst í þessum tilraunum að hlú að aukinni laxgengd í heimaár Atl- antshafslaxins. Spumingin er því þessi: Vilja Færeyingar ræða þessi mál og semja um þau? eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.