Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 2. nóvember 1989
DAGBÓK
Frá Félagi eldri borgara
Félag eldri borgara í Reykjavík hefur
opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag,
fimmtudag. KJ. 14:00 er frjáls spila-
mennska, kl. 19:30 félagsvjst- hálft kort
og kl. 21:00 er dansað.
Athugið: Kökubasar og fatamarkaður
verður haldinn sunnudaginn 5. nóv. kl.
14:00 í Sigtúni 3.
Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27:
Sýning og basar í tilefni
10 ára afmælis staðarins
Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá
þvi Þjónustuíbúðir aldraðra við Dalbraut
27 voru teknar í notkun.
t tilefni af því er haldin sýning og basar
á handunnum munum íbúa og dagdeild-
argesta.
Jafnframt verður sýning á handunnum
brúðum gerðum af yfirmanni handa-
vinnudeildar Dalbrautar, Arndísi Sigur-
björnsdóttur.
Sýningin verður opin laugardaginn 4.
nóv. og sunnud. 5. nóv kl. 14:00-17:00
báða dagana.
Aðalheiður Valgeirsdóttir
sýnir í Ásmundarsal
Aðalheiður Valgeirsdóttir opnaði sýn-
ingu á grafík- og þurrkrítarmyndum sín-
um í Ásmundarsal, Freyjugötu 41 í
Reykjavík, laugardaginn 28. október.
Á sýningunni eru 36 verk, 15 þurrkrít-
armyndir og 21 dúkrista. verkin eru öll
unnin á þessu ári.
Aðalheiður er fædd 1958, lauk stúd-
entsprófi frá MH 1978 og prófi frá
Myndlista- og handíðaskóla íslands, graf-
íkdeild 1982. Þetta er fyrsta einkasýning
Aðalheiðar, en hún hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum.
Sýningin stendur til 12. nóvember og
verður opin kl. 14:00-20:00 alla sýningar-
dagana.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands:
Edda Erlendsdóttir leikur
Píanókonsert eftir Grieg
Fimmtu áskriftartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands verða í Háskólabíói
fimmtudaginn 2. nóvember og hefjast kl.
20:30. Á efnisskránni verða þrjú verk:
Sinfónía nr. 3 eftir Schubert,
Píanókonsert eftir Grieg og
Adagio úr sinfóníu nr. 10 eftir Mahler.
Einleikari verður Edda Erlendsdóttir,
en hljómsveitarstjóri Militiades Caridis.
Edda Erlendsdóttir hlaut píanókennslu
sína hjá Jóni Nordal og Áma Kristjáns-
syni í Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hún útskrifaðist þaðan með kennarapróf
1972 og hélt til framhaldsnáms til Parísar,
sem hún lauk 1978.
í rúman áratug hefur hún haldið ein-
leikstónleika á öllum Norðurlöndum,
Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Belgíu,
Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Edda
býr í Lyon í Frakklandi og starfar þar sem
konsertpíanisti auk kennslustarfa í Tón-
listarháskólanum í Lyon.
Militiades Caridis er af grisk-þýskum
uppruna, ólst upp í Dresden og Aþenu,
en stundaði nám við Tónlistarháskólann
í Vínarborg. Hann hefur starfað víða um
lönd, var m.a. um skeið fastur stjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar danska útvarpsins
og í rúm 10 ár var hann aðalstjórnandi
Fílharmóníusveitarinnar í Osló.
Militiades hefur tvisvar áður stjórnað
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Miðasala er daglega í Gimli við Lækj-
argötu kl. 09:00-17:00 og fyrir upphaf
tónleika í miðasölunni í Háskólabíói.
ri«vivi\u«> ■ Mnr
34. kjördæmisþing framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi-eystra
Haldiö á Hótel KEA, Akureyri 11. nóv. 1989
Dagskrá:
Kl. 9.00 Setning.
Skýrsla stjórnar og relkningar.
Kl. 10.00 Ræður þingmanna.
Lögð fram stjórnmálaályktun.
Almennar umræður.
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.00 Kosningar.
Kl. 13.30 Sér mál þingsins: Umhverfismál og náttúruvernd.
Framsögumenn: Jón Sveinsson aðst.m. forsætisráðh.
Hermann Sveinbjörnsson aðst.m. sjávarútv.ráðh.
Ki. 16.00 Ávörp gesta.
Kl. 16.30 Afgreiðsla mála.
Úrslit kosninga.
Önnur mál.
Kl. 18.30 Þingslit.
Kl. 20.00 Kvöldskemmtun á Hótel KEA.
Jón
Sveinsson
Sveinbjörnsson
Guðmundur
Bjarnason
Sigurður
Sigurgeirsson Geirdal
Gissur
Pétursson
Guðrún
Jóhannsdóttir
Kvöldfagnaður K.S.F.S.
Haldinn ( Hótel Selfossi iaugardaginn 4.
nóvember 1989.
Húsið opnaö kl. 19.30.
Borðhald hefst kl. 20.00.
Matseðill:
Rjómalöguð grænmetissúpa.
Glóðarsteikt lambafillet með bakaðri kartöflu,
salati og grænmeti.
Mintu- og kókostriffle.
Dagskrá:
Ávörp.
Gamanmál.
Einsöngur: Loftur Erlingsson.
Karl Sighvatsson leikur „dinner“-músík.
LÚDÓ og STEFÁN
Borðapantanir á Hótel Selfossi í síma 22500.
Allir velkomnfr - Góða skemmtun
Loftur Erlingsson
i
Sigríður Hagalín í hlutverki Bemörðu
Alba og Guðbjörg Thoroddsen sem
Magðalena dóttir hennar.
Leikfélag Akureyrar:
Hús Bernörðu Alba
Föstudaginn 3. nóvember og laugar-
daginn þann 4. verða 6. og 7. sýningar á
Húsi Bernörðu Alba hjá Leikfélagi Akur-
eyrar. Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, mun verða sérstakur gestur sýn-
ingarinnar á föstudagskvöldið.
Sýningin hefur fengið mjög góðar við-
tökur og lof gagnrýnenda og aðsókn verið
miki! og vaxandi.
Sýningar á leikritinu verða aðeins 12 og
er áætlað að síðasta sýning verði laugar-
daginn 2. desember.
Sýningar verða sem hér segir: 8. sýning
föstud. 10. nóv. kl. 20:30.
9. sýning laugard. 11. nóv. kl. 20.30.
10. sýning sunnud. 12. nóv. kl. 20.30.
11. sýning föstud. 17. nóv. kl. 20.30.
12. sýning laugard. 2. des. kl. 20.30.
Basar Kvenfélags
Háteigssóknar
Kvenfélag Háteigssóknar heldur sinn
árlega basar, ásamt kaffi og vöfflum,
sunnudaginn 5. nóvember kl. 13:30 í
Tónabæ.
Tekið verður á móti gjöfum á basarinn
á föstudaginn í kirkjunni kl. 17:00-19:00
og í Tónabæ á sunnudag kl. 10:00-12:00.
Konur, munið fundinn þriðjudaginn 7.
nóvember kl. 20:30 í Sjómannaskólanum.
Sýnishom af basarvörunum á Hrafnistu
í Reykjavík.
BASAR á Hrafnistu í Reykjavík
Á Hrafnistu í Reykjavík hefur verið
unnið að undirbúningi á sölu handavinnu.
Hér er um að ræða árlega fjáröflun
vistfólks. Hver vistmaður fær andvirði
þeirra muna sem hann hefur unnið.
Þama er um að ræða hvers kyns
handavinnu, t.d. ofna borðdregla, stóra
og smáa heklaða dúka og rúmteppi,
trévörur, handmálaðar silkislæður, tau-
þrykkta dúka, litla skinnskó og úrval af
prjónavörum.
Basarinn verður opinn kl. 13:30-17:00
laugard. 4. nóv. og kl. 10:00-15:00
mánud. 6. nóv. á fjórðu hæð ■ C-álmu
Hrafnistu ■ Reykjavík.
Hlutavelta og kaffihlaðborð
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík stend-
ur fyrir hlutaveltu og kaffihlaðborði laug-
ardaginn 4. nóvember í Húnabúð, Skeif-
unni 17 og hefst kl. 14:30.
Tekið er á móti kökum og munum á
föstudagskvöld eftir kl. 20:00 og á laugar-
dagsmorgun frá kl. 10:00.
Sex kvenfélög til styrktar
Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu:
Fjölskylduhátíð haldin á Hellu
Næstkomandi laugardag, 5. nóv. kl
14:00 halda kvenfélögin í Hellulæknishér-
aði, sex talsins, fjölskylduhátið til styrktar
byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða
á Lundi á Hellu. Ljósmyndasýning frá
fjallferð og réttum á Landmannaafrétti
prýða veggi. Margt verður sér til gamans
gert, sameiginlega kaffiveitingar og kunn-
ir skemmtikraftar koma í heimsókn. Þá
munu kvennfélagskonur selja blóm, kök-
ur og fl. Að sögn aðstandenda þessarar
fjölskylduhátíðar er orðið brýnt að koma
upp hjúkrunarheimili fyrir aldraða í
læknishéraðinu en fyrir er í héraðinu
dvalarheimili.
ÁRNAÐ HEILLA
iiiiiittiiiiiiiiiiiniKiii
Þórður Hall.
Sýning Þórðar Hall
I Gallerí Borg
Þórður Hall opnar sýningu á verkum
sínum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9,
fimmtud. 2. nóv. kl. 17:00.
Þórður er fæddur í Reykjavík 1949.
Hann nam við Myndlistaskólann í
Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla
lslands, einnig var hann við nám í Kon-
unglega listaháskólanum í Stokkhólmi.
Hann hefur verið kennari við Myndlista-
og handíðaskóla Islands frá 1974.
Þetta er fjórða einkasýning Þórðar, en
síðast sýndi hann í Norræna húsinu 1983.
Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýn-
inga, bæði hér heima og erlendis, m.a. í
sýningum félagsins fslensk grafík í
Reykjavík, Á Norðurlöndum, í Kraká,
Varsjá, San Francisco, New York og
vfðar á árunum 1975-1986.
Verk hans í eigu opinberra stofnana og
safna eru m.a. á Listasafni fslands, Lista-
safni Reykjavíkurborgar Kjarvalsstöð-
um, Listasafni Háskóla fslands, Seðla-
banka fslands, Norræna hússins f Reykja-
vík. Einnig í Finnlandi, Svíþjóð og í
Færeyjum.
Þórður Hall hlaut starfslaun listamanna
í ár 1989. Hann dvaldi þrjá mánuði sl.
sumar í norrænu gestavinnustofunum í
Sveaborg í Finnlandi.
Á sýningu Þórðar nú eru nýjar teikn-
ingar, bæði í lit og svart hvítar.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-
18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00.
Henni lýkur þriðjudaginn 14. nóvember
1989.
Fundur Ættfræðifélagsins
Almennur félagsfundur verður haldinn
í Ættfræðifélaginu föstudaginn 3. nóv. kl.
20:30 að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 í
Reykjavík. Húsið opnað kl. 20:00.
90 ára:
Olína Soffía Benediktsdóttir
Ágætur nágranni minn og góður
vinur, Ólína S. Benediktsdóttir,
prófastsekkja frá Steinnesi, sagði
mér að hún yrði 90 ára fimmtudaginn
2. nóvember.
Hugur minn hvarf aftur í tímann,
um marga áratugi, og glaðar og
góðar minningar rifjuðust upp. I
byrjun þriðja tugar aldarinnar var
margt af glæsilegu fólki að alast upp
í Vatnsdalnum. Þar á meðal voru
þær fóstursysturnar í Ási, Ólína og
Anna. Benediktsdætur voru þær
báðar, þó ekki væru þær systur nema
að fóstrinu til. Fósturforeldrar þeirra
voru þau Guðmundur Ólafsson,
bóndi og alþingismaður í Ási, og
kona hans Sigurlaug Guðmunds-
dóttir, afkomandi hinna gömlu
Ásverja í Vatnsdal.
Ólína er dóttir Guðrúnar, systur
Guðmundar Ólafssonar, er gift var
Benedikt bónda á Hrafnabjörgum í
Svínadal. Systkini eru þau sr. Guð-
mundur, er prestur var að Barði í
fljótum, og Ólína. Er sr. Guðmund-
ur látinn fyrir nokkrum árum.
Árið 1922, þann 13. júlí, gekk
Ólína að eiga ungan bamfæddan
Vatnsdæling, sem vígður hafði verið
til þess að þjóna Þingeyraklausturs-
prestakalli, þá nokkru fyrr um vorið.
Þessi ungi prestur var sr. Þorsteinn
B. Gíslason. Fluttu ungu hjónin að
Steinnesi, sem var prestssetur, vorið
1923, en fráfarandi prestur var sr.
Bjarni Pálsson og hafði hann setið
jörðina um fjörutíu ár. Dvöl ungu
hjónanna varð þó öllu lengri eða
fjörutíu og fimm ár, allt til þess er
sr. Þorsteinn lét af embætti árið 1967
og þau hjón fluttu til Reykjavíkur.
Hafði sr. Þorsteinn þá verið prófast-
ur í Húnavatnsprófastsdæmi frá ár-
inu 1951.
Heimili þeirra Ólínu og Þorsteins
í Steinnesi var fastmótað af hefðum
hins gamla tíma. Gróinn búskapur á
gjöfulli jörð og hófsemi í öllum
háttum. Um árabil hélt sr. Þorsteinn
unglingaskóla á heimili sínu og þótti
mikill fræðari. Sjálfur hafði hann
brotist til mennta af litlum efnum en
miklum og farsælum hæfileikum.
Var Steinnesheimilið í miklu jafn-
vægi dagfarslega í tíð þeirra hjóna,
enda hjúasæld mikil. Gleði og gam-
ansemi var þó ósvikin og viðhöfð á
góðum stundum. Sr. Þorsteinn var
mjög kvaddur til trúnaðarstarfa fyrir
sveit sína og sýslu, auk kirkjulegra
starfa og þjónustu, sem hann gegndi
af trúmennsku. Við hlið hans stóð
kona hans, fíngerð og háttvís. Hún
veitti ungu fólki tilsögn í nótnalestri
og hljóðfæraleik og var organisti
bæði í Undirfells- og Þingeyrakirkj-
um um árabil. Þannig studdi hún
mann sinn í starfi bæði heima og að
heiman. Var oft gamansemi á söng-
æfingum hjá prestskonunni er hjálp-
aði til þess að halda söngfólkinu
saman og ná góðum árangri, miðað
við kröfur þess tíma.
Sr. Þorsteinn B. Gíslason fermdi
þann er þetta ritar á þriðja prests-
þjónustuári sínu. Síðar gifti hann
okkur hjónin, skírði öll börn okkar
og fermdi þau. Hann gifti þrjú af
fjórum þeirra og skírði síðar tvö
barnabörnin. Allra þessara atburða
minnist ég með miklu þakklæti til
þeirra hjóna beggja. Ég minnist
margra gjafa er þau færðu við þessi
tækifæri. Kærust er mér þó biblía
áletruð með hinni stílhreinu hendi
sr. Þorsteins. Hún er mikill kjörgrip-
ur í augum mínum.
Börn þeirra Steinneshjóna eru
þrjú: Elst er Sigurlaug bankastarfs-
maður. Næstur að aldri er sr. Guð-
mundur Ólafs dómprófastur, kvænt-
ur Lilju Bjarnadóttur sjúkraliða, og
yngstur er Gísli geðlæknir, kvæntur
Lilju Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi.
Öll eru systkinin búsett í Reykjavík.
Þegar þau Steinneshjónin fluttu
til Reykjavíkur árið 1967, að loknum
starfsdegi hér fyrir norðan, keyptu
þau íbúð að Bugðulæk 13. Þar býr
Ólína ennþá. Mann sinn missti hún
árið 1980. Mágkona hennar, Sigur-
laug Sigurjónsdóttir, hafði flutt með
þeim hjónum frá Steinnesi. Bjuggu
þær mágkonurnar saman um nokkur
misseri eða þar til Sigurlaug andað-
ist.
Fast að sjö áratugum eru síðan
Ólína S. Benediktsdóttir, þá ung
prestskona, hvarf úr Vatnsdalnum.
En hún fór aðeins í næstu sveit og
sambandið við sveitungana hélt
áfram. Frú Ólína var hún nefnd í
daglegu tali fólksins, hér norður frá.
Og nú er hún orðin níutíu ára. Af
því tilefni leyfi ég mér að tjá henni
hlýjar kveðjur og óskir okkar gömlu
vinanna hér í Húnavatnsþingi. Börn
hennar, tengdadætur og barnabörn
eiga sinn hlut í þeirri kveðju.
Megi milt aftanskin langrar og
heillaríkrar æfi Ólínu S. Benedikts-
dóttur umvefja hana á æfikvöldinu.
Grímur Gíslason
frá Saurbæ.