Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 ri SAMVINNUBANKINN ~ í BYGGÐUM LANDSINS Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði ^oi0IL aS7-0^ ÞRDSTUR 68 50 60 VANIR MENN Tímiim FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 Leituðu síldar á stóru svæði við Vesturland í nótt: SALTSILDARSAMNINGAR VIÐ SOVETIBIDSTODU Sfldarsölusamningar við Sovétmenn ganga hægt þessa dagana. Að söng Gunnars Jóakimssonar hjá Síldarútvegs- nefnd er verið að reyna að ýta á um að frekari gjaldeyrishei- mildir verði veittar til þessara kaupa. „Staðan er í raun sú að verið er að bíða niðurstöðu úr því,“ sagði Gunnar. Utanríkisráðherra, Jón Baldvin aðilaumkaupásaltsíldfráíslandi. Hannibalsson ritaði utanríkis- og viðskiptaráðherra Sovétríkjanna bréf á dögunum, þar sem hann lýsir áhyggjum vegna viðræðna Síldarútvegsnefndar og sovéskra Samkvæmt bókun í ramma- samningi þjóðanna er gert ráð fyrir að Sovétmenn kaupi af okkur 200 til 250 þúsund tunnur. Gjaldeyris- heimildin sem sovésku aðilarnir hafa er um helmingur af efri mörkunum eða fyrir um 120 til 130 þúsund tunnum. Stefnt hefur verið að því að selja þeim ekki færri en 200 þúsund tunnur í þessum samn- ingaviðræðum. Síðdegis í gær fóru um tíu bátar til síldarleitar fyrir Vesturlandi. Að sögn Halldórs Brynjólfssonar skipstjóra á Skagaröst KE, er ætl- unin að leita í nótt á svæðinu frá Kollál og suður fyrir Reykjanes- sker. „Það á að fínkemba svæðið," sagði Halldór. Hver bátur hefur sína lóranlínu til að keyra eftir, þannig að fimm til sjö mílna bil sé milli bátanna, að sögn Halldórs. Hann sagði að því miður hefðu menn ekki orðið varir við síld á þessum slóðum nú, en á undan- förnum tveim árum hefur síld hald- ið sig í Miðnessjó og þar í kring. Aðspurður sagði hann þessi leit ætti ekki að taka nema nóttina og kannski eitthvað fram á morgun- inn. í gær var búið að salta í um 52500 þúsund tunnur upp í þá samninga sem þegar hafa verið gerðir. Mest var búið að salta í Grindavík, eða 8700 tunnur, á Fáskrúðsfirði var búið að salta í um 6700 tunnur, á Eskifirði var búið að salta í 6400 tunnur og á Hornafirði var búið að salta í 6300 tunnur. -ABÓ Karvel Pálmason alþingismaöur segir skatta of háa og kaupmátt of lítinn: Skorar á laun- þegahreyfinguna Karvel Pálmason alþingismaður segir að ef launþegahreyfingin sé ekki tilbúin til þess að standa að því að loforð ríkisstjórnarinnar frá því við kjarasamningana í vor verði efnd, sé hún að hans mati einskis nýt. Við umræður í efri deild þingsins um lánsfjárlög fyrir árin 1989 og 1990 á þriðjudag gagnrýndi Karvel fjármálaráðherra harðlega, sagði skatta of háa og að ekki hefði verið staðið við ioforð gagnvart launþeg- um um kaupmátt tekna. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði í svari sínu til Karvels að staðið hefði verið við öll loforð sem gefin voru við samninga í vor, og að sumu leiti gott betur. Umræðum var frest- að og stóð til að taka þær aftur upp í gær, en það reyndist ekki unnt þar eð fjármálaráðherra var bundinn við umræður í neðri deild þingsins. Lánsfjárlögin koma aftur á dagskrá næstkomandi þriðjudag samkvæmt ákvörðun þingforseta. „Það er ýmislegt sem ekki hefur verið staðið við að mínu viti og það mun koma fram á þriðjudaginn þeg- ar málið verður tekið til áframhald- andi umræðu“, sagði Karvel. „Það eru til dæmis fæðingarorlofin, at- vinnuleysistryggingarnar, og líka að því er varðar kaupmáttinn sem slíkan. Það mun muna að minnsta kosti um þremur prósentum sem kaupmátturinn er lægri heldur en menn gerðu ráð fyrir þegar gengið var frá samningaborði 1. maí. Karvel sagðist tilbúinn að ganga jafn langt og hann gæti til þess að tryggja að við það yrði staðið sem fyrirheit voru gefin um. Hann kvaðst ekki vera einn um að benda á þessi atriði. Þing Verkamannasambands- ins hefði gert það, miðstjórn Al- þýðusambandsins, þing Alþýðu- sambands Norðurlands, stjórn Al- þýðusambands Vestfjarða, svo og Landssambandsþing verslunar- manna. Allir þessir aðilar hefðu bent á að ekki hefði verið staðið yið þau fyrirheit sem gefin hefðu verið við gerð síðustu samninga. Karvel sagðist telja að hann væri ekki einn stjórnarliða um að vera óánægður með efndir ríkisstjórnar- innar við launþegahreyfinguna, en hann væri kannski sá opinskásti. Varðandi það hvort hann væri tilbú- inn til að láta af stuðningi við ríkisstjórnina ef ekki kæmu fram úrbætur í þessum málum, kvaðst Karvel aldrei hafa lýst yfir neinum sérstökumstuðningi viðhana. -ÁG Karvel Pálmason. Forsvarsmenn Bok- och Bibliotekmássan eru staddir hér á landi. Á myndinni (f.v.) eru Bertil Falck, Anna Falck, Conny Jacobsson, Christina Uhlin og Sven Hallonsten. Tímamynd Ámi Bjama Norræn bóka- og menningarhátíð aö ári: í brennidepli Island ísland og íslensk menning verð- ur í brennidepli á „Bok- och Biblio- tekmássan", norrænu bóka- og menningarhátíðinni í Gautaborg á næsta ári. Á þeim fimm árum sem hún hefur verið haldin er hún orðin þriðja stærsta bókastefna í Evrópu. í ár komu um 60 þúsund manns þá fjóra daga sem hún stóð yfir. Á fréttamannafundi sem haldinn var í gær kom fram hjá þeim Bertil Falk og Conny Jacobsson að hátíð- in að ári verður sú veglegasta fram að þessu, en þeir áttu frumkvæðið að þessari bóka- og menningarhát- íð í Gautaborg. í fyrsta skiptið sýndu 100 aðilar, en í ár voru þeir 800 og að ári er gert ráð fyrir að sýningaraðilar verði 1000 talsins. Sem áður sagði verður ísland í brennidepli á hátíðinni, sem fram fer dagana 13. til 16. september á næsta ári. Það hefur það í för með sér að veggspjöld, bæklingar og allt upplýsingaefni hafa fsland sem viðfangsefni. íslensk menning verður til umræðu á mörgum sér- stökum ráðstefnum sem haldnar verða í tengslum við hátíðina. Bertil Falck og Conny Jacobs- son, sem einnig standa bak við Bokklubben Norden, hafa á með- an þeir dvöldu hér á landi hitt frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta og Svarar Gestsson menntamálaráð- herra að máli. Frú Vigdís mun setja menningarhátíðina og einnig taka þátt í ráðstefnu um tungumál og þjóðarvitund. Svavar tekur þátt í dagskrá með menntamálaráð- herrum Norðurlandanna. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.