Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. nóvember 1989
Tíminn 9
ÚTLÖND
FRETTAYFIRLIT
PEKING — Richard Nixon
fyrrum forseta Bandaríkjanna
mistókst greinilega að bæta
tengslin milli kínverskra og
bandarískra stjórnvalda ao
nýju. Nixon sem verið hefur í
heimsókn í Kína sagði kín-
verskum leiðtogum að þeir
hefðu misst tiltrú og trausti
Bandaríkjamanna. í ræðu sem
Nixon hélt í boði hjá Jang
Shangkung forseta Kína sagði
Nixon að flestir Bandaríkja-
menn litu á blóðbaðið á Torgi
hins himneska friðar órétt-
lætanlegt.
AUSTUR-BERLÍN - Ein
helsta stjórnarandstöðuhreyf-
ing Austur-Þýskalands, Neues
Forum, er nú við það að fá
viðurkenningu stjórnvaldasem
opinber samtök. Stjórnvöld
hafa lýst yfir að banni því sem
sett var á starfssemi samtak-
anna í septembermánuði yrði
brátt aflétt. Vestrænir sendi-
menn telja að yfirlýsing þessi
sé fyrsta skrefið í átt til þess að
samtökin fái löglega stöðu, en
talið er að 30 þúsund manns
séu meðlimir í þessum sam-
töku. Hins vegar er talið að
kommúnistar krefjist í staðinn
að samtökin sætti sig viðforysti
kommúnista í stjórnmálum í
Austur-Þýskalandi.
BANKOK — Kambodíu-
stjórn hefur sent 10 þúsund
hermenn til vigstöðvanna (
vesturhluta landsins þar sem
þeir eiga að liðsinna þeim
hermönnum sem fyrir eru að
berjast við skæruliða. Stjórnar-
herinn hefur átt undir högg að
sækja.
NIKOSÍA — íranska þingið
setti ný lög sem veita sendi-
mönnum ríkisstjórnarinnar rétt
til að elta uppi bandaríska
ríkisborgara í öðrum löndum
og færa þá til Iran ef þeir hafa
verið sakfelldir af írönskum
dómstólum. Þessum lögum var
hraðað gegnum þingið, en nú
ríkir sérstök stemming gegn
Bandaríkjamönnum, enda
brátt tíu ár frá töku bandaríska
sendiráðsins í Teheran.
’RÓM - Dick Cheney varn-
armálaráðherra Bandaríkj-
anna varði harðlínuafstöðu
sína gegn umbótastefnunni í
Sovétríkjunum og sagði að
gleiðni Vesturlanda fyrir
Mikhaíl Gorbatjsof virtist vera
að minnka. Cheney sem nú er
á för milli höfuðborga í Vestur-
Evrópu áður en hann heldur í
opinbera heimsókn til Ástralíu
sagði að sífellt fleiri embættis-
menn á Vesturiöndum gerðu
sér grein fyrir því hve gífurlega
erfitt væri að ná lokamarkmiði
Sovétleiðtooans.
Sandínistar segja skilið
við vopnahlé í Níkaragva
Sandínistastjómin í Níkaragva hafa nú slitið vopnahléi því sem
ríkt hefur í landinu síðastliðna nítján mánuði og mun að nýju hefja
hernað sinn gegn skæruliðun Kontraliða sem kunna að halda inn
fyrir landamæri landsins. Með þessari ákvörðun Sandínistastjórnar-
innar er stefnt í voða fyrirhuguðum frjálsum kosningum sem halda
átti í febrúar samkvæmt friðarsamkomulagi forseta Mið-Ameríku-
ríkja.
Ákvörðun þessi hefur legið í
loftinu að undanförnu, sérstak-
lega í ljósi þess að árásarferði
Kontraliða inn í Níkaragva hef-
ur fjölgað á undanförnum vikum
og illa gengur að afvopna skær-
uliðana í Hondúras eins og ráð
var fyrir gert í friðarsamkomu-
laginu. Hafa Kontrar felld nær
fimmtíu manns í árásum sínum
undanfarna tíu daga.
Pá er ljóst að sandínista vant-
ar þó nokkuð á til að njóta
stuðnings meirihluta kjósenda.
Því er það freistandi fyrir Sand-
ínistastjórnina að grípa tækifær-
ið sem árásarferðir Kontra gefa
og hefja hernað gegn þeim í von
um að kosningarnar í febrúar
verði ekki viðurkenndar.
Sandínistastjórnin hefur
endurnýjað vopnahléð mánað-
arlega frá því það komst á fyrir
nítján mánuðum. Það sem gerð-
ist í gær var að stjómin endur-
nýjaði ekki vopnahléð.
-Við hyggjumst halda áfram
að verja Níkaragva og við mun-
um ekki framlengja vopnahlé-
inu. Okkur ber skylda að vernda
líf fólksins í landinu, sagði Dan-
iel Ortega forseta á frétta-
mannafundi í gær.
í yfirlýsingu sandínistastjórn-
arinnar segir að vopnahlé gæti
komist á á ný ef Kontaliðar
hætta árásum sínum inn í Níkar-
agva og að sveitir Kontra verði
afvopnaðar. Ortega sagði að
stjórn Níkaragva hefði gert allt
til þess að koma á varanlegum
friði, en Bandaríkjamenn hefðu
haldið áfram stríðsstefnu sinni
gegn Níkaragva.
Bandaríkjamenn hættu hern-
aðaraðstoð sinni við Kontraliða
þegar vopnahlé komst á á síð-
asta ári, en hafa haldið uppi
annars konar birgðasendingu til
þeirra. Það telja Sandínistar
hernaðarlegan stuðning.
Adolfo Calero leiðtogi
Kontraliða sagði að hinir 4000
Kontraliðar sem væru innan
landamæra Níkaragvamyndu
áfram virða vopnahléið, en hins
vegar verja hendur sínar af
stjórnarherinn réðist á þá. Hins
vegar minntist hann ekkert á
þær árásir sem Kontraliðar hafa
gert að undanförnu.
Nú hafa bæði Sandínistar og Kontrar tekið fram byssur sínar til að
hreinsa þær ef átök skyldu brjótast út í Níkaragva að nýju, en
Sandínistar hafa ekki framlengt vopnahléi því er ríkt hefur síðustu
nítján mánuði.
-Ortega veit að hann er undir
í skoðanakönnunum og vill því
koma í veg fyrir kosningar, sagði
Calero.
Jihad með myrkraverk í Beirút:
Myrtu síðasta
sendiráðsmann
Saudi-Arabíu
Hin íslömsku hryðjuverkasamtök
Jihad sem njóta stuðnings írana
myrtu í gær síðasta sendiráðsmann
Saudi-Arabíu í Beirút. Segja sam-
Vantrauststillaga í pakistanska þinginu:
Benazir Bhutto
heldur völdum
Benazir Bhutto forsætisráðherra
Pakistan stóð af sér vanti auststillögu
í pakistanska þinginu í gær. Hún
getur hrósað sigri því einungis 107
þingmenn stjórnarandstöðunnar
greiddu tillögunni atkvæði, en 119
atkvæði þurfti til að fella Bhutto.
Benazir Bhutto sem braut blað í
sögu heimsins með því að verða
fyrsta konan sem gegnir forsætisráð-
herraembætti í ríki múslíma, mun
því halda áfram um stjórnartaum-
anna í Pakistan þó flokkur hennar
hafi ekki hreinan meirihluta í þing-
Þegar stjómarandstaðan lagði
fram vantrauststillöguna töldu þeir
sig hafa stuðning 129 þingmanna, en
annað kom ádaginn. Hins vegar
sagði Ghulam Mustafa Jatoi leiðtogi
stjómarandstöðunnar að þetta yrði
ekki síðasta vantrausttillagan á
Bhutto. Jatoi hefur sakað Bhutto
um að leiða Pakistan í átt til fasisma.
Hann sakaði hana einnig að breiða
yfir víðtæka spillingu og að hún fari
ekki eftir lögum og reglum.
tökin morðið vera hefnd þess að
Saudi-Arabar hefðu hálshöggvið
sextán Shíta frá Kuwait í septem-
bermánuði. Shítarnir voru fundnir
sekir um sprengjutilræði á hátindi
pílagrímsfara múslíma til Mekka í
júlímánuði.
Ódæðið var drýgt í þeim hluta
Beirútborgar sem Sýrlendingar ráða
yfir. Þrír menn vopnaðir byssum
óku hraðskreiðri bifreið upp að
bifreið Mohammed al-Marzouki
sendiráðsmannu eftir að hann yfirgaf
heimili sitt í Tallet al-Khayat hverf-
inu og skutu á hann mörgum
skotum. Sendiráðsmaðurinn lést
samstundis, en bílstjóri hans særðist
alvarlega.
Mohammed al-Marzouki var eini
sendiráðsmaður Saudi-Araba sem
ákvað að verða eftir í Beirút eftir að
öfgafullir Shítar réðust á sendiráð
þeirra í Beirút árið 1984.
Þetta er ekki fyrsta árás Jihad
öfgasamtakanna á sendiráðsmenn
Saudi-Araba. í síðasta mánuði
missti sendiráðsmaður Saudi-Araba
báða fæturnar á sprengjutilræði sam-
takanna í Ankara höfuðborg
Tyrklands.
Pik Botha utanríkisráð-
herra Suður-Afríku:
SWAPO
brýtursam-
komulag
SÞí
Namibíu
Pik Botha utanríkisráðherra
Suður-Afríku fullyrti að skæru-
liðar SWAPO hefðu að undan-
förnu brotið friðarsamkomulag
Sameinuðu þjóðanna með því að
halda inn yfir landamæri Namibíu
frá Angóla þarsem bækistöðvar
skæruliðanna eru. Áskanir þessar
koma tæpri viku fyrir kosningar
þær sem halda á í Namibíu á
þeirri braut sem Namibía á að
vera áleið til sjálfstæðis í sam-
ræmi við fyrrgreint samkomulag.
-Ástandið er viðkvæmt, ég
endurtek, viðkvæmt, sagði Pik
Botha á blaðamannafundi í gær.
Botha sagði að öryggisgæslu-
sveitir frá Suður-Afríku væru í
viðbragðsstöðu og hefur ríkis-
stjórn Suður-Afríku farið fram á
það við Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna, að friðargæsluliða SÞ
reyni að stöðva liðflutninga
skæruliða.
Botha sagði að ef ekki yrðu
gerðar viðunandi ráðstafanir til
að koma í veg fyrir að skæruliðar
SWAPO næðu tangarhaldi innan
Namibíu, þá áskyldu Suður-Afr-
íkumenn sér að taka hvert það
skref sem nauðsynlegt gæti
talist...
Enn kraumar kynþáttaólgan í Kosovo:
Albanskir verkfallsmenn sóttirtilsaka
Námaverkamenn af albönsku
bergi brotnir sem stóðu fyrir þriggja
daga verkföllum í sjálfstjórnarhér-
aðinu Kosovo í Júgóslavíu í síðustu
viku hafa verið reknir og munu
verða sóttir til saka fyrir að brjóta
verkfallsbann stjómvalda.
Stjómendur Trepca sinknámanna
í Kosovo þar sem verkföllin urðu
sögðu í viðtali við dagblaðið Vecern-
eje Novosti að sextíu og tveir náma-
verkamenn, allir albanskir, hafi ver-
ið reknir og sumir þeirra verði sóttir
til saka fyrir glæpsamlegt athæfi.
Verkamennirnir lokuðu sjálfa sig
inni í námunum til að mótmæla
réttarhöldum yfir Azem Vlasi fyrr-
um leiðtoga kommúnistaflokksins í
Kosovo. Hann studdi verkföll
verkamanna síðastliðið vor þegar
fólk af albönsku bergi brotnu mót-
mælti því að sjálfstjórn Kosovo hér-
aðs yrði skert og flutt undir yfirstjóm
Serbíu. Albanir eru í miklum meiri-
hluta í Kosovo, en miklum minni-
hluta í Serbíu þar sem þeir em illa
liðnir.
Vlasi er nú fyrir rétti ásamt fjórtán
öðrum mönnum af albönsku bergi
brotnu. Mennirnir eiga allir yfir sér
dauðadóm sannist að þeir hafi staðið
fyrir gagnbyltingu.
Víðtæk mótmæli hafa verið í Kos-
ovo eftir að réttarhöldin hófust á
mánudag og varð að fresta yfir-
heyrslum vegna þessa.