Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 2. nóvember 1989 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir úr Þróunarsjóði Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki úr Þróunarsjóði grunn- skóla skólaárið 1990-91. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að nýjungum, tilraunum og nýbreytni í námsefni, kennsluaðferðum, námsmati og skipu- lagi náms og kennslu í grunnskólum landsins. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1989. Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í menntamála- ráðuneytinu og á fræðsluskrifstofum. Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur sinn árlega kökubasar í Kirkjubæ næst- komandi laugardag kl. 2. Þær sem ætla aö gefa kökur eða muni vinsamlegast komið með það eftir kl. 16 á föstudag eða fyrir hádegi á laugardag. Nefndin. Bændur Bændur athugið. Höfum til sölu fiskimjöl og síldarmjöl í 50 kg. pokum. Njörður hf. Eyrarbakka. Sími 90-31170 Vetrar- hjólbarðar Hankook há- gæðahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúklr og sterkir. Hraðar hjól- barðaskiptingar BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 84844. TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu — PRENTSMIÐJAN C^ddct J— Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 + Móðir okkar Herdís Jónsdóttir frá Hurðarbakl, Kjós Hrauntungu 97, Kópavogl andaðist i Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 31. október. Guðrún Berglind Sigurjónsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir Hermann Pálmi Sigurjónsson + Þökkum innilega öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Stefaníu Gissurardóttur frá Hraungerði Páll Sigurðarson Lára H. Jóhannesdóttir Ólafur Sigurðsson Albína Thordarson Ingibjörg S. Cordes Richard Cordes Ing veldur Sigurðardóttir Halldór Helgason Sigurður Sigurðarson Arndís Jónsdóttir Gissur Sigurðsson Auður Aðalsteinsdóttir Agatha S. Sigurðardóttir Baldur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Sigrún Edda Bjömsdóttir og Þór Túliníus í hlutverkum sínum. BORGARLEIKHÚSIÐ TIL SÝNIS Á laugardaginn nk. 4. nóv. gefst fólki kostur á að skoða nýja Borgar- leikhúsið undir leiðsögn. Fólk getur komið í anddyri leikhússins Id. 13-16 og gengið síðan hríng um húsið. Um helgina verða sýningar á báð- um sviðum leikhússins. Á Litla sviði sýnir Leikfélagið UÓS HEIMSINS, fyrsta hluta HEIMSLJÓSS Halldórs Laxness í leikgerð og leikstjóm Kjartans Ragnarssonar. Helgi Bjömsson leikur aðalhlutverkið, Ólaf Kárason Ljósvíking. Á Stóra sviði er sýning á HÖLL SUMAR- LANDSINS, öðram hluta sömu skáldsðgu í leikgerð Kjartans og leikstjóm Stefáns Baldurssonar. 1 höUínni leikur Þór Túliníus Ljósvík- inginn. Sýndinar hefjast á báðum sviðum klukkan 20. Aðgöngumiðasalan í Borgar- leikhúsinu er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-20. Auk þess er tekið á móti pöntunum í síma alla virka daga Id. 10-12. Og á mánudög- um kl. 13-17. Sími miðasölunnar er 680 680. __ 48. Fiskiþing: Breytt viðhorf til efnamengunar „Á þessu ári hefur orðið mikil og skyndileg viðhorfsbreyt- ing meðal erlendra kaupenda okkar á sjávarafurðum“ sagði Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins í ræðu sem hann flutti á Fiskiþingi. Hann segir þess jafnvel dæmi að eriendis séu sérfræðingar og yfirvöld farin að ræða um það að ráðleggja almenningi að takmarka neyslu fískjar vegna lífrænna mengunarefna. Hann sagði að aukin efnamengun ýmissa hafsvæða og mikil fjölmiðla- umræða um hana, samfara betri þekkingu á skaðsemi lífrænna meng- unarefna hafi gefið þessum mála- flokki nýtt vægi. Þau lífrænu meng- unarefni sem menn hafa helst áhyggjur af eru lífræn kolefnasam- bönd, sem skipta hundruðum og eru mörg þeirra mjög eitruð og brotna seint niður í náttúrunni. Þessi efni safnast ríkulega fyrir í fituvef lífver- anna og berast upp eftir fæðukeðj- unni. Vegna þessa sagði Grímur að mæla yrði efni í mismunandi fiskteg- undum og afurðum. Hann sagði að fyrir lægi að gera átak í þessum rannsóknum hér á landi og fær stofnunin væntanlega á næsta ári, nauðsynlegan tækjabúnað til þessa verkefnis. RF ásamt Hafrannsókna- stofnun mun taka þátt í fjölþjóða verkefni sem miðar að því að fylgjast með mengun í Atlantshafi. Hann sagði að gerðar hefðu verið mælingar, takmarkaðar þó, á kol- efnasamböndum í þorsklifur og lifur erlendis. Þær benda til þess að íslensk lifur inniheldur 5 til 10 sinn- um minna magn þessara efna en lifur þorsksins úr Eystrasalti og 2 til 3 sinnum minna en lifur þorsks úr Norðursjó. En þorsklifur frá þessum tveim stöðum er ekki talin hæf til manneldis, vegna efnamengunar. Þörfin fyrir mengunarmælingar kemur ekki hvað síst til vegna þess að nú standa yfir samningaviðræður við Frakka um tæknileg skilyrði fyrir verslun með lifandi skelfisk, en þar í landi er skelfiskmarkaðurinn stór. Grímur sagði að RF búi sig nú undir að geta gert nauðsynlegar úttektir á heilnæmi skelfisksvæða, þannig að það standi ekki í vegi fyrir útflutningi á lifandi skelfiski. Þá hefur einnig verið unnið að rannsóknum við út- breiðslu svokallaðs Listeria sýkils í íslenskum fiskafurðum og hvernig hann dreifist, en hann getur valdið alvarlegum sýkingum. Grímur kom einnig inn á £ ræðu sinni mögulega nýtingu á því sem annars er ekki nýtt eða fer í marning og þá með framleiðslu tilbúinna sjávarrétta í huga. Hann sagði að oft hafi t.d. verið bent á það að við gætum tífaldað framleiðslu okkar á marningi. Eftir mikið þróunarstarf hefur fyrirtækinu Kvikk tekist að smíða vél sem gerir kleift að vinna mikið magn af mamingi á ári, sem nýst geti í ýmis konar fiskborgara og fiskbollur. Starfsemi stofnunarinnar hefur breyst mikið í þá veru að meira er nú unnið að samningsbundnum rannsóknum. Dæmi um slíkt eru með hvaða hætti megi geyma lifur til niðursuðu, annars vegar má kæla hana í fjóra til fímm daga þannig að hún sé niðursuðuhæf og í öðru lagi má frysta hana ef unnt er að sjóða hana niður áður en hún þiðnar upp. Þá hefur stofnunin þróað aðferð sem gerir kleift að hirða alla lifur sem til fellur i skipunum og rotverja hana með sýra, sem gerir það að verkum að hún er fullkomlega hæf í gott lýsi. Gerðar hafa verið tilraunir með að vinna úrgang frá fiskiðjuverum, sem til þessa fer nær eingöngu í mjöl- vinnslu, í gæludýrafóður og hefur eitt fyrirtæki hafíð framleiðslu á slíku fóðri og selur til Danmerkur. Þá eru í gagni tilraunir með að rotverja afskurð og úrgang frá fisk- iðjuverum og frystitogurum, sem síðan væri hægt að vinna í fiskimjöl. Að lokum má nefna að vel yfir 10 þúsund tonn af roði falla til á ári, en þau innihalda bindiefni, gelatín, eða matarlím. Þetta má t.d. nota í fiska- fóður, sem bindiefni og spara þannig innflutning dýrra bindiefna. - ABÓ Borgarráð: Rýmt fyrir þinghúsi Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að heimila niðurrif á húseigninni að Kirkjustræti 10A að ósk forseta Sameinaðs Alþingis. Húsið verður rifið til að rýma fyrir nýja Alþingishúsinu. Minnihlutinn í umhverfismálaráði greiddi atkvæði gegn niðurrifi hússins. Fulltrúar Sjáifstæðisflokksins sam- þykktu niðurrifið en athygli vekur að Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, lét bóka mótmæli gegn þessari ákvörðun og að hún væri ekki hlynnt þessari byggingu. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.