Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. nóvember 1989 Tíminn 17 Steingrímur Steinunn Alexander StefánJ. 30. kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi veröur haldið á Hótel Borgarnesi dagana 3. og 4. nóvember nk. Dagskrá: Föstudagur 3. nóvember Kl. 17.00 Þingsetning: Kosning starfsmanna og nefnda; skýrslur og reikningar. Umræður og atgreiðsla. Kl. 18.00 Sveitarstjórnarkosningar 1990. - framsögur (Steinunn Sigurðardóttir, Akranesi og Stefán Jóh. Sigurðsson, Ólafsvík), umræður. Kl. 19.30 Þinghlé. Kl. 20.30 Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi í Hótel Borgarnesi. Laugardagur 4. nóvember Kl. 9.30 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra. Kl. 10.40 Ávörpgesta. Kl. 11.00 Málefni kjördæmisins. Alexander Stefánsson, alþingis- maður. Kl. 11.30 Almennar umræður. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 Framhald umræðna. Afgreiðsla mála, kosningar, önnur mál. Kl. 16.00 Þingslit. Stjórn K.S.F.V. Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Borgarnesi föstudagskvöldið 3. nóvember. Dagskrá hefst kl. 20.30. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Miðapantanir og nánari upplýsingar f sfmum: Bjarni, s. 70068, Ingimundur, s. 71777, Þorvaldur, s. 38951 og Sædís, s. 71509. Kvöldfagnaður K.S.F.S. Haldinn í Hótel Selfossi laugardaginn 4. nóvember 1989. Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20.00. Matseðill: Rjómalöguð grænmetissúpa. Glóðarsteikt lambafillet með bakaðri kartöflu, salati og grænmeti. Mintu- og kókostriffle. Dagskrá: Ávörp. Gamanmál. Einsöngur: Loftur Erlingsson. Karl Sighvatsson leikur „dinner“-músík. LÚDÓ og STEFÁN Allir velkomnir - Góða skemmtun Ull Skagfirðingar - Stefán Guðmundsson alþingismaður Stefán Guðmundsson alþingismaður verður með viðtalstíma föstu- daginn 3. nóvember kl. 16-19 f Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. Sauðárkróksbúar Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Árnesingar Lokaumferð í 3ja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu, verður á Borg föstudaginn 10. nóv. kl. 21.00. Allir velkomnir. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. 1I1II11I1I1I11H1I SPEGILL Paulina Porizkova þykir standa sig jafn vel í ieiklistínni og í fyrírsætustarfinu. Hér er hún að leika ástaratríði á móti Tom Selieck í myndinni „Her AIibi“ Tom Selleck þykir alltaf einn af „stóru sjarmörunum“ á hvita tjaldinu Tom Selleck: „Einkalífið er mér enn dýrmætara síðan Hannah litla fæddist“ „Tvær nýjar kvenpersónur hafa komið inn í líf mitt á sl. ári,“ segir Tom Selleck, en hann á þar við Paulinu Porizkova, fyrrum fyrir- sætu en nú ieikkonu. Hún Iék á móti Tom f myndinni „Her Alibi“. En svo er það auðvitað aðal- prinsessan, litla dóttirin sem verð- ur ársgömul í desember nk. Þau Jillie Mack og Tom Selleck höfðu verið gift í nokkur ár og urðu svo hamingjusöm yfir að eignast nú loksins bam. Tom Selleck kvikmyndastjarna og kona hans Jillie segjast hafa sagt viljandi rangt til um hvenær þau áttu von á langþráðu bami sínu. „Barnið fæðist síðast í janúar,“ sögðu þau bæði grafalvarleg í blaðaviðtali í lok nóvember sl., - en hún Hannah Margaret Mack Selleck fæddist fullburða rúmum tveimur vikum síðar, eða þann 16. desember. Þau hjónin vildu fá að vera í friði og þess vegna gripu þau til þess ráðs að villa um fyrir fjölmiðlafólk- inu með smáskreytni. Tom Selleck, Ted Danson og Steve Guttenberg léku saman í myndinni „Three Men and a Baby“, þar sem þrír einhleypir menn sitja uppi með lítið bam til að annast. En Tom Selleck segir, að þó að hann hafi þar fengið nokkra reynslu í að skipta á bleiu á bami og fleira viðkomandi smá- börnum, þá muni hann aldrei leyfa neinar myndatökur þegar hann sé að annast litlu dóttur sína. - Einka- lífið og friðhelgi þess er mér enn meira virði nú eftir að við höfum eignast dótturina, segir Tom. Tom Selleck er 44 ára og verður því um sextugt þegar Hannah dótt- ir hans er orðin 16 ára. Hann segir að þegar herramir fari að koma og spyrja eftir ungu dömunni, muni hann heldur betur yfirheyra þá - og líklega verði „stóri bróðir“ ekki síðri vemdari hennar en „gamli pabbi“. Stóri bróðirinn er Kevin, stjúpsonur Toms Selleck frá fyrra hjónabandi, en Kevin er nú 21 árs og verður því orðinn 37 ára og sjálfsagt ráðsettur herramaður, þegar kemur að því að litla systir fer að fara út á lífið. Þau hjónin JUUe og Selleck rétt áður en Hannah fæddist, - en þau sögðu þá mánuð vera til þess að myndi fjölga hjá þeim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.