Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 2. nóvember 1989 Tíminn 19 ÍÞRÓTTIR Skoska knattspyrnan: Kerfisfræðingurinn í liði St. Mirren sem talar 4 tungumál Heilsíðuviðtal við Guðmund Torfason í skosku vikublaði um síðustu helgi Guðmundur Torfason landsliðsmaður í knattspyrnu hefur vakið athygli í Skotlandi síðan hann gekk til liðs við St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni í sumar. Þar í landi eiga menn því ekki að venjast að knattspyrnumennimir hafi háskólamennt- un eða tali framandi tungumál. Guðmundur, sem er kerfis- fræðingur að mennt talar, fjögur tungumál en hinn skoski framburður á máli engilsaxa hefúr þó nokkuð vafist fyrir honum frá því hann kom til Skotlands. í vikublaðinu Glasgow Weekly News um síðustu helgi er að finna heilsíðuviðtal við Guðmund og fer það hér á eftir í lauslegri þýðingu. Frá því St. Mirren keypti Guð- sýnt íslenskum knattspymumönnum mund Torfason frá Rapid Vfn í Austurríki fyrir 200 þúsund sterl- ingspund s.l. sumar, hefur stjóm skoska félagsins átt í miklum vand- ræðum með að útvega atvinnuleyfi fyrir framherjann marksækna. Um síðir tókst að herja leyfið út gegnum skrifræðiskerfið, en sökum þess hve langan tíma það tók og einnig vegna þess að Guðmundur átti við meiðsl að stríða, var undirbúningur hans fyrir keppnistímabilið ekki uppá það besta. Guðmundur lék aðeins tvo heila leiki með liðinu fyrir sjálft keppnistímabilið, sem er ekki gæfu- leg byrjun með nýju liði í nýju landi. í upphafi viðtalsins segir Guð- mundur frá ferli sínum með Fram á íslandi og hvernig hann varð at- vinnumaður í íþróttinni. „Ég vann í 5 ár hjá Flugleiðum meðan ég lék með Fram. Við leik- mennirnir í liðinu unnum 6-8 tíma á dag og fórum síðan á æfingu. Síðan voru leikir tvisvar í viku. Jafnhliða vinnunni stundaði ég nám í kerfis- fræðum í háskólanum". „Mér gekk mjög vel með Fram liðinu. Sfðasta árið sem ég lék með þeim skoraði ég 30 mörk í 39 leikjum, þar 19 mörk í 18 deildar- leikjum, sem enn er met í íslensku knattspyrnunni. Erlend lið sýndu mér áhuga og úr varð að ég hélt til Beveren í Belgíu." „Félög um gjörvalla Evrópu hafa áhuga og margir íslenskir leikmenn leika á meginlandinu sem stendur. Það er mjög uppörvandi fyrir unga leikmenn heima á íslandi að vita til þess.“ „Reyndar gafst mér tækifæri til þess að halda utan þegar ég var 21 árs, en ég hafnaði því þar sem ég var ákveðinn í því að ljúka fyrst námi.“ „Mér fannst gott að hefja atvinnu- mannsferilinn í landi þar sem ég þekkti einhvem, en vinur minn Arn- ór Guðjónsen leikur með liði Ander- lecht. Ég var nokkuð kvíðinn að vera að flytja úr landi, en ég er feginn því nú vegna þess að sú reynsla sem ég hef aflað mér hefur gert mig að betri leikmanni.“ „Eftir eitt keppnistímabil hjá Bev- eren fór ég til Genk og þar var ég í 2 ár og skoraði um 25 mörk. Belgíska deildin er mjög sterk og margir leikmenn þar hafa mjög góðri tækni yfir að ráða og eru líkamlega sterkir. Ég lærði margt af dvölinni þar. Ég kunni mjög vel við mig í Belgíu, en þegar tilboð kom frá Rapid Vín í Austuríki, gat ég ekki neitað því, þar sem liðið er eitt af stóm nöfnun- um í evrópskri knattspymu.“ „Ég byrjaði vel í Austurríki, gerði 7 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en var þá færður aftur í stöðu miðvallarleik- manns. Ég tel mig ekki passa í þá stöðu og undi þessu því illa. Þar að auki vom 5 útlendingar fyrir hjá Guðmundur Torfason með tölvuna klára á Love Street, heimavelli St. Mirren í Skotlandi. liðinu og aðeins má nota 2 þeirra í senn. Ég sá því ekki fram á að ég ætti bjarta framtíð í Austurríki.“ Guðmundur hefur leikið knatt- spyrnu í 4 löndum þar sem töluð em 4 mismunandi tungumál, en það hefur ekki komið að sök. „Það er lögð rík áhersla á tungu- málanám í íslenskum skólum. Ég lærði ensku og þýsku og það hefur komið sér vel í Austurríki og síðan hérna á Skotlandi. í Belgíu er töluð flæmska, sem er blanda af ensku, frönsku og þýsku. Ég lærði málið smám saman og þar sem ég kunni ensku og þýsku þá var þetta allt í lagi.“ „Reyndar er stærsta vandamálið hér í Skotlandi að skilja framburð- inn. Nokkrir félagar mínir tala mál sem hljómar ekkert líkt ensku. Um daginn heyrði ég einhvern segja „doon the hull“ og eftir töluverða umhugsun komst ég að því að hann var að segja „down the hill“. „Stundum verð ég að hlusta mjög gaumgæfilega á það sem menn segja, en vanalega endar það með því að ég fer að skellihlæja.“ Guðmundur er staðráðinn í því að standa sig vel í skosku úrvalsdeild- inni og hann sýndi hvað hann getur þegar hann gerði 2 mörk í sigri St. Mirren á Dundee. „Ég er nýbúinn að ná mér full- komlega af meiðslunum og það er erfitt að ná sér upp eftir að hafa misst úr þjálfun á undirbúningstíma- bilinu“. „Nú þá er ég einnig að koma undir mig fótunum utan vallar, því ég hef fest kaup á húsi í Erskine, en undanfarnar vikur hef ég búið á hóteli. Þar sem ég er einhleypur hefur það reynst einfaldara að flytja frá einu landi til annars, en að búa á hóteli er ekki mjög hagkvæmt. Þess vegna hef ég keypt hús og nú ætla ég að fara að koma mér vel fyrir hér í Skotlandi". í viðtali blaðsins við Guðmund kemur einnig fram að Guðmundur telur að íslenska landsliðið í knatt- spyrnu eigi eftir að gera góða hluti í undankeppnum fyrir næsta Evrópu- mót og Heimsmeistarakeppni. Því til staðfestingar bendir Guðmundur á úrslitin gegn Sovétmönnum í Moskvu og í Reykjavík og þá stað- reynd að íslenskum knattspyrnu- mönnum með liðum á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum fjölgi stöðugt. „Um það bil helmingur íslenska landsliðsins eru leikmenn sem leika erlendis og það hefur komið okkur til góða. Ef fleiri leikmenn fylgja í kjölfarið þá verður landsliðið ennþá betra en það er nú“. þýtt og endursagt-BL Vetraríþróttahátíð á Akureyri í mars: Listdanspar kemur f rá Sovétríkjunum Frá HaOdóri Ingi Ásgeirssyni frcttaritara Timans á Akureyri: Dagana 23. mars til 1. apríl verður þriðja vetraríþróttahátíði ÍSÍ haldin á Akureyri og Dalvík. Undirbúning- ur hátíðarinnar er nú kominn á fullan skrið, enda ætlunin að hátíðin verði hin veglegasta. Búist er við miklum fjölda innlendra og erlendra keppenda og gesta á svæðið, og verður þeim, auk hinna ýmsu íþróttaviðburða á skíðum og skaut- um, boðið uppá ýmislegt úr smiðju menningar og lista á Akureyri, hestaíþróttir, vélsleðamót o.fl. Þessa dagana er verið að ganga frá frumdrögum að dagskrá mótsins. Endanlegur fjöldi keppenda liggur enn ekki fyrir, en ljóst er að bæði innlendir og erlendir keppendur munu leiða saman hesta sína. Keppt verður á skíðum og skautum, auk sýninga á viðkomandi íþróttagrein- um. Einnig verður boðið uppá al- menningsíþróttir, og alþjóðlegt skíðamót fer fram bæði í alpagrein- um og göngu. Hátíðin verður sett föstudaginn 23. mars á Akureyri, og síðan rekur hver atburðurinn annan fram til 1. apríl. Á svæði Skautafélags Akur- eyrar verður íshokkíkeppni, listdans á skautum, sýningar, skautatrimm o.fl. Starfræktar verða æfingabúðir þar sem skautaáhugamönnum gefst kostur á að kynnast skautaíþrótt- inni. Mesta athygli varðandi skauta- íþróttina mun þó eflaust vekja heimsþekkt listdanspar frá Sovét- ríkjunum, sem leika mun Iistir sínar á svæði skautafélagsins. Keppt verður í norrænum grein- um, göngu og stökki bæði í unglinga og fullorðinsflokkum. Þá verður boðið uppá „göngutrimm“ og sér- staka dagskrá fyrir böm. Keppt verður í svonefndu „skíða- krossi" en það felst í því að 2 aðilar keppa samtímis. Þeir fara stuttan hring og leysa á leiðinni ýmsar þrautir og klöngrast yfir torfærur. Efnt verður til landskeppni í skíða- göngu milli íslendinga, Dana og Englendinga, en þessar þjóðir eru í svipuðum styrkleikaflokki. Kepp- endur frá þessum þremur þjóðum taka síðan þátt í Alþjóðlegri keppni í 15 km göngu, ásamt keppendum frá Austurríki, Finnlandi og e.t.v. fleiri löndum. Mestur fjöldi þátttakenda verður þó í alpagreinum. Keppt verður í unglingaflokki, og alþjóðlegt mót verður bæði í karla og kvennaflokk- um bæði í svigi og stórsvigi, auk sýninga og skíðatrimms fyrir al- menning. Alþjóðlega alpagreinamótið fer fram bæði í Hlíðarfjalli og Böggvis- staðafjalli við Dalvík. Um er að ræða 40 stiga FIS mót, sem þýðir að einungis sterkir skíðamenn hafa rétt til þátttöku. Auk besta skíðafólks fslendinga er búist við nokkrum erlendum keppendum, þar á meðal þekktum nöfnum. Á meðan á hátíðinni stendur mun íþróttasamband fatlaðra sýna marg- breytilegar vetraríþróttir fatlaðra, t.d. á ís, göngu- og svigskíðum og þotum. Að lokum má nefna að. skátar á Akureyri hafa tekið að sér að skipuleggja fjallgöngur, leiki og útlegur fýrir almenning. Framkvæmdastjóri vetraríþrótta- hátíðarinnar er Þröstur Guðjónsson. -HIÁ Úrslitá Evrópumótunum í knattspy rnu í gærkvöldi voru leiknir síðari leikirnir á Evrópumótunum í knatt- spymu. Úrslit fara hér að neðan. Úrslitin í svigunum era samanlögð úrslit beggja leikjanna. Nafn liðsins sem kemst í 3. umferð er feitletrað. Evrópukeppni meistaraliða Mechelen Belgíu-Malmö Svíþjóð ............4-1 (4-1) AEK Aþena Grikkl.-MarseiUe Frakkl...........1-1 (1-3) CFKA Sofía Búlg.-Sparta Prag Tékkós.........3-0 (5-2) Real Madrid Spáni-AC Mílan Ítalíu ..........1-0 (1-2) Swarovski Tirol Austr.-Dnepropetrovsk Sovr. . 2-2 (2-4) Nentori Tirana Alb.-Bayem Múnchen V-Þýs.. . 0-3 (1-6) PSV Eindhoven HoII.-Steaua Búkarest Rúm. . 5-1 (5-2) Benfica Portúg.-Honved Ungv.................7-0 (9-0) Evrópukeppni bikarhafa Barcelona Spáni-Anderlecht Belgíu.........2-1 (2-3) Partizan Belgr. Júg.-Groningen Holl.......3-1 (6-5) Ferencvaros Ungvl.-Admira Wacker Austurr. . 0-1 (0-2) Sampdoria Ít.-Borussia Dortmund V-Þ.........2-0 (3-1) Dynamo Berlín A-Þýsk.-Monakó Frakkl.......1-1 (1-1) Djurgarden Sví-Real VaUadoUd Spáni..........2-2 (2-4) Dinamo Búkarest Rúm.-Panaþinaikos Aþenu Grikk. . 6-1 (8-1) Grassh. Zurich Sviss-Torpedo Moskva Sovr....3-0 (4-1) Evrópukeppni félagsliða Rapid Vín Austurr.-Club Brugge Belg.......4-3 (6-4) Sochaux Frakklandi-Fiorentina Ítalíu........1-1 (1-1) Karl-Marx Stadt A-Þýskal.-Sion Sviss......4-1 (5-3) Spartak Moskva Sovétr.-Köln V-Þýsk..........0-0 (1-3) Juventus Ít.-París St-Germain Frakkl......2-1 (3-1) Zalgiris Vilnius Sovr.-Red Star Belgrad Júg. . . 0-1 (1-5) Banik Ostrava Tékkósl.-Dynamo Kiev Sovétr. . 1-1 (1-4) Auxerre Frakkl.-Rovaniemi Palloseura Finnl. . 3-0 (8-0) Austria Vín Austurr.-Werder Bremen V-Þýskal. . . . 2-0 (2-5) Stuttgart V-Þýs.-Zenit Leningrad Sovr.....5-0 (6-0) Napólí Ítalíu-Wettingen Sviss.............2-1 (2-1) Valencia Spáni-Porto Portúgal.............3-2 (4-5) BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.