Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 2. nóvember 1989 Fimmtudagur 2. nóvember 1989 — — Tíminn 11 — ”1 tak gegn sívaxandi ofbeldi Eftir Sigrúnu S. Hafstein „Unglingar gegn ofbeldi" er yfirskrift kynningar- og fræðsluátaks sem hefst næstkomandi mánudag í skólum og fé- lagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og mun standa til 16. nóvemver. Efnt er til átaksins vegna vaxandi ofbeldis meðal unglinga og er markmiðið fyrst og fremst það að efla umræðu um þessi mál. Að átakinu standa Tómstundaráð Kópa- vogs, Æskulýðsráð Hafnarfjarðar, Rauði Kross íslands, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur og Útideild ung- linga í Reykjavík. Ofbeldið meira og harðara Aðdraganda þessa átaks má rekja til þess að starfsfólk í félags- og æskulýðs- starfi varð vart við sívaxandi ofbeldi meðal unglinga í fyrravetur. Útideildin í Reykjavík boðaði til fundar um málið og bar mönnum saman um að líkamsmeið- ingar hafi aukist verulega meðal ung- linga, sem einnig beinist gagnvart þeim sem yngri eru, jafnöldrum og eldra fólki. Einnig töldu menn að andlegt ofbeldi eins og einelti og áníðsla hafi aukist svo og skemmdarverk. Alvarlegast þótti af- stöðuieysi unglinga til ofbeldis sem þeim þyki gjarnan spennandi og hugsa lítið um afleiðingar þess. í tilkynningu frá undirbúningshópi átaksins segir einnig: „Þótt gerendurnir væru ef til vill tiltölu- lega fáir var greinilegt að þeir voru afkastamiklir og höfðu mótandi áhrif á aðra. Þannig að sumir hrifust með, en aðrir óttuðust hópana.“ Undirbúningsnefndin ákvað að um ofbeldi yrði fjallað út frá fjórum megin skilgreiningum: Líkamlegt, andlegt, fé- lagslegt og kynferðislegt ofbeldi. Ofbeldi sem tómstundagaman hjá myndbandakynslóð Á fundi sem undirbúningsnefnd átaks- ins átti með fréttamönnum kom fram að eðli ofbeldis hjá unglingum hefur breyst á allra síðustu árum. Ofbeldið er orðið harðara og algengara. Unglingar eru farnir að beita yfirveguðum og lærðum aðferðum eins og spörkum og sköllum. Einnig hefur notkun vopna af ýmsu tagi færst í vöxt. Tilgangslaust ofbeldi, þar sem markmiðið er að meiða og meiða sem mest hefur orðið meira áberandi og dæmi eru um að unglingaklíkur stundi ofbeldi sem tómstundagaman. Er þetta tilefnislausa ofbeldi það sem veldur mönnum hvað mestum áhyggjum. Því má einnig bæta við að starfsfólk útideild- arinnar hefur orðið vart við að ofbeldi hefur ekki hvað síst aukist hj á stelpum. Á fundinum komu fram fleiri atriði sem eru dæmi um að ofbeldi meðal unglinga hafi breyst. Á undanförnum tveimur árum hefur starfsfólk í félags- og æskulýðsstarfi orðið meira vart við klíku- myndanir meðal unglinga og er oft á tíðum um að ræða harðar klíkur sem stunda það að hrella skólafélaga sína og yngri krakka, oft á tíðum með fantaleg- um uppátækjum. Með markvissum að- gerðum hefur oft á tíðum reynst unnt að brjóta þessar klíkur upp og beina með- limum inn á aðrar brautir. Engir bæjar- hlutar eða hverfi eru laus við hópa af þessu tagi. Menn hafa mikið velt fyrir sér orsök- um þess að ofbeldið hefur aukist og breyst með fyrrnefndum hætti. Hafa ýmsir orðið til að benda á að unglingar sem nú eru á aldrinum 14-16 ára eru fyrsta kynslóðin sem ólst upp við mynd- bandabyltinguna svokölluðu. Þ.e.a.s. hömlulaust framboð kvikmynda til notk- unar í heimahúsum án aldurstakmark- ana. 1*2% í harða ofbeldinu Rétt er að taka fram að lítill hluti unglinga stendur fyrir svokölluðu hörðu ofbeldi eða beinum líkamsárásum. Talað er um að þessi hópur sé á bilinu 1-2% unglinga. Orsakir ofbeldis hjá þessum hópi má yfirleitt rekja til vanrækslu þeirra á heimilunum og í skólanum. Hinn almenni unglingur, ef svo má segja, verður frekar var við svokallað andlegt ofbeldi og félagslegt ofbeldi. Er markmið átaksins fyrst og fremst að ná til þeirra og vekja til umhugsunar um ofbeldi á sem breiðustum grundvelli. Eðlilegur þáttur samfélagsins? Tölur úr skýrslum lögreglunnar eru til marks um hve ofbeldi og skemmdarverk eru orðnir áberandi þættir í samfélaginu. Ef miðað er við tölulegar upplýsingar um kærð mál byggðar á rituðum lög- regluskýrslum kemur eftirfarandi í ljós miðað við fyrstu sex mánuði ársins. Tölurnar í svigunum er yfir tíðni afbrota í miðbæ Reykjavíkur: Skemmdarverk 357 ( 65) Rúðubrot 382 (110) Líkamsárásir 189 ( 71) Bílastuldir 134 Innbrot 609 Þjófnaðir 330 Reiðhjólastuldir 176 Kærð mál samtals: 2177 Rétt er að leggja áherslu á að hér er einungis um kærð mál að ræða. Byrjað var að tölvuvæða skráningu lögreglunnar um síðustu áramót. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns og forvarnarfulltrúa hjá lög- reglunni liggja enn sem komið er ekki fyrir upplýsingar um aldursskiptingu varðandi afbrot en þó væri ljóst flest afbrot væru framin af einstaklingum á aldrinum 15-24 ára. Þess má geta að á næstu dögum verður skilað til lögreglustjóra greinargerð um ástandið í miðbæ Reykjavíkur hvað varðar tíðni afbrota og er þar að finna ákveðnar tillögur til úrbóta sem Ómar var ekki tilbúinn að láta upp á þessu stigi málsins. Ómar sagðist vera sammála þeim sem starfa á félagsmálasviðinu um að ofbeldi meðal unglinga hafi breyst og aukist. „Ofbeldi meðal unglinga hefur alltaf viðgengist í einhverjum mæli og það breystist eins og svo margt í þjóðfélag- inu. Ofbeldið er orðið harðara og óvæg- ara en verið hefur. Skýrslur lögreglunnar bera oft á tíðum vitni um það tilgangs- leysi sem einkennir beitingu ofbeldisins. Það er eins krakkarnir geri sér síður grein fyrir því hvað þau eru að gera og þetta virðist vera eðlilegur hluti af þeirra tilveru að sýna af sér ofbeldi. í skýrslum eftir helgarnar í miðbænum er algengt að finna dæmi um fólk sem hefur leitað aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir árás án nokkurs sýnilegs tilefnis." Ómar bætti Aðeins lítill hluti unglinga beitir „hörðu“ ofbeldi. við að rétt væri að taka fram að lang stærsti hluti unglinga hagi sér að öllu jöfnu vel og tiltölulega lítill hluti taki þátt í því samviskulausa ofbeldi sem til dæmis viðgangist í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Leiðirtil úrbóta Um það hvort einhverjar leiðir væru færar til úrbóta sagði Ómar: „Menn mega alls ekki líta á ofbeldið sem eðlilegan hlut í samfélaginu. Við erum heppin að því leytinu til að við getum litið til nágrannalandanna og lært af reynslu þeirra. Við fáum þau vanda- mál sem þeir eru að fást við yfirleitt fjórum til fimm árum seinna. Við getum því horft til þess hvaða ástand hefur skapast í þeim löndum og eins hvaða leiðir hafa verið færar til úrbóta og hvaða árangri þeir hafa náð. Meðan þetta er ekki viðurkenndur þáttur af tilverunni er kannski erfitt að taka á honum, en samt sem áður mjög nauðsynlegt því meðan svo er þá er ennþá von um árangur.“ Ómar sagði ennfremur að það væri mjög mikilvægt að efla umræðuna og gera fólk meðvitaðra um þetta vanda- mál. Átak af því tagi sem hefst á mánudaginn væri því af hinu góða. Mikilvægt væri að unglingarnir gerðu sér grein fyrri þessu vandamáli því ef ekkert verði að gert verði þetta að vandamáli sem þeir seinna meir verða að takast á við. Markmiðið Markmið átaksins „Unglingar gegn ofbeldi“ er fjórþætt. Að vinna gegn ofbeldi í hverri mynd sem það birtist. Að skapa umræðu meðal almennings og ekki síst meðal unglinga um ofbeldi, þar með talið líkamlegt, andlegt, félagslegt og kynferðislegt ofbeldi. Að stuðla að því að umræða, fræðsla og aðgerðir gegn ofbeldi haldi áfram eftir átakið. Þá tíu daga sem átakið stendur yfir verður margvísleg starfsemi í gangi. Félagsmiðstöðvar, félags- og tómstunda- starf í skólum, æskulýðsfélög og fleiri aðilar munu skipuleggja umræður og þemaverkefni um ofbeldi sem ungling- arnir munu vinna. í Sjónvarpinu verður sýnd sænska myndin „Natten som... “ sem fjallar tildrög þess að unglingur var stunginn til bana. í myndinni er meðal annarra rætt við tvíburabróður þess sem var myrtur. í tengslum við sýningu myndarinnar verður sérstakur umræðuþáttur þar sem efni hennar verður tekið fyrir. í vinnslu er skuggamyndaröð sem á að nota sem fræðsluefni og til umræðu í klúbbum og félögum. í myndaröðinni, sem fylgir fræðsluhefti, er tekið fyrir hvemig ofbeldi birtist á mismunandi hátt og hvaða afleiðingar það getur haft. Er myndaröðin gerð til að bæta úr brýnni þörf, því segja má að ekkert fræðsluefni sé til um ofbeldi hér á landi. Einnig má geta þess að gert hefur verið sérstakt veggspjald og barmmerki í tilefni átaks- ins. Átakinu mun verða hleypt formlega af stokkunum með opnunarhátíð í Há- skólabíó næstkomandi mánudag klukk- an 16:00. Átakinu lýkur 16. nóvember með svokallaðri menningarhátíð á Broadway þar sem sýnd verða verk sem unglingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa unnið. Sýningin verður opin al- menningi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.