Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 2. nóvember 1989
SJÁVARSÍÐAN
Útdráttur úr ræðu Magnúsar Gunnarssonar á Fiskiþingi um Evrópubandalagið
og íslenskan sjávarútveg:
fslendingar þurfa fimmta frelsið
Grundvallarhugsjónin bak við aukið samstarf þjóða
byggist fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði, að með
fullu frelsi á samskiptum þjóða í viðskiptum með vörur,
þjónustu og fjármagn, ásamt flutningum á fólki, muni með
tíð og tíma leiða til þess að hver þjóð, hvert Iand og hvert
svæði, sérhæfi sig á því sviði sem er hagkvæmast að starfa
á, á hverjum tíma. Hugmyndafræðin um eðlilega verka-
skiptingu þjóða er ekki ný af nálinni og það er sú
grundvallarhugsun sem liggur að baki þeirri þróun sem á
sér stað innan Evrópubandalagsins og er drifkrafturinn í
viðræðum Eftalandanna við Evrópubandalagið.
Nær frelsið eingöngu
til iðnaðarvara?
Við verðum hins vegar að gera
okkur grein fyrir því, að í þeirri
umræðu sem nú á sér stað er fyrst
og fremst verið að tala um frelsi í
viðskiptum með iðnaðarvörur.
Þessi grundvallarstaðreynd er sá
blákaldi veruleiki sem við verðum
að horfast í augu við, Evrópu-
bandalagið vill að í þeim viðræð-
um, sem nú hafa átt sér stað, að
landbúnaðarvörur og sjávarafurðir
verði undanskildar og um þær
verði samið sérstaklega.
íslendingar náðu mjög merkum
áfanga í mars sl. þegar Efta-þjóð-
irnar féllust á þau sjónarmið að
viðskipti með sjávarafurðir skyldu
vera frjáls milli Efta-landanna. Það
er þó rétt að minna á það að
frumforsenda frelsis í viðskiptum
milli þjóða er ekki aðeins niðurfell-
ing á tollum og viðskiptahindrun-
um, heldur einnig að aflagðir verði
allir opinberir styrkir til atvinnu-
greinarinnar. Þó við höfum unnið
hér veigamikinn sigur í hugmynda-
fræðilegri baráttu okkar, er ég ekki
farinn að sjá ennþá hvernig þessi
fríverslun verður framkvæmd, þeg-
ar litið er til núverandi styrkjakerf-
is í sjávarútvegi Norðmanna og
reyndar sjávarútvegi annarra Efta-
þjoða. Efta-þjóðirnar hafa sett
fram þá skoðun í viðræðum sínum
við Evrópubandalagið að viðskipti
með sjávarafurðir skuli vera frjáls.
Evrópubandalagið hefur svarað
því til að það sé ekki reiðubúið til
að breyta sameiginlegri sjávarút-
vegsstefnu sinni. Þeir hafa á þann
hátt undirstrikað, að þó þeir séu
reiðubúnir í viðræður við Eftalönd-
in, og reyndar við aðrar þjóðir, um
aukna fríverslun með iðnaðarvör-
ur, ætli þeir að viðhalda þeim
tollamúrum sem umlykja Evrópu-
bandalagið og styrkjakerfinu á
sviði landbúnaðar- og sjávarút-
vegsmála og aðskilja umræðuna
um þessa málaflokka í sérstökum
viðræðum. Þetta er sá raunveru-
leiki sem við okkur blasir og jafn-
framt þær hindranir sem ryðja
verður úr vegi.
Sérstaða íslendinga
Hin sameiginlega sjávarútvegs-
stefna Evrópubandalagsins virkar
í reynd eins og hin sameiginlega
landbúnaðarstefna bandalagsins
þar sem bandalagið er girt með
tollamúrum til að hindra sam-
keppni utan frá og er hún notuð
sem tæki til þess að beina miklum
styrkjum til sjávarútvegs innan
bandalagsins. I umræðunni við
Evrópubandalagið um landbúnað-
ar- og sjávarútvegsmál hefur kom-
ið fram að ekki gilda sömu rök og
í viðskiptum með aðrar vörur.
Þessi stefnumörkun EB er í reynd
meginástæðan fyrir erfiðleikum ís-
Iendinga, að aðlaga sig enn frekar
auknu samstarfi Evrópuþjóða. Það
er nauðsynlegt að draga fram þessa
sérstöðu íslendinga í þeirri miklu
umræðu sem mun fara fram á
næstu vikum og mánuðum um
aukið frelsi á öllum sviðum. Okkur
er mikilvægt að gera okkur grein
fyrir hinum mikla áherslumun milli
íslendinga og Evrópubandalagsins
í þeim viðræðum - það er að
Evrópubandalagið er ekki, og vill
ekki, að ræða um sjávarafurðir
þegar rætt er um frelsin fjögur,
þ.e. frelsi í viðskiptum með iðnað-
arvörur, fjármagn og þjónustu
ásamt frelsi fyrir fólk að flytjast á
milli og starfa í öllum löndum
Evrópubandalagsins.
Við verðum að fá aukið frelsi í
viðskiptum með sjávarafurðir til
þess að við getum staðið jafnfætis
öðrum þjóðum, verið samkeppnis-
færir á erlendum mörkuðum og
verið samkeppnisfærir innbyrðis
um það hráefni sem við þurfum, til
þess að geta unnið íslenskt sjávar-
fang á íslandi.
Á árunum 1987-1992 verður t.d.
veitt til sjávarútvegsmála í Evrópu-
bandalaginu um milljörðum ECU
á þessu 5 ára tímabili, eða 70
milljarðar íslenskra króna. Sú upp-
hæð er á ári meiri en allur árlegur
brúttó útflutningur íslendinga á
saltfiskafurðum. Rétt er að leggja
áherslu á að hér er aðeins um að
ræða styrkveitingar Evrópubanda-
lagsins, en einstök lönd og héruð
innan Evrópubandalagsins leggja
oft jafnháa upphæð á móti Evrópu-
bandalaginu til ýmiss konar fram-
kvæmda og fjárfestinga. Er því
óhætt að hækka þessa tölu verulega
ef meta á heildarstyrki Evrópu-
bandalagsins til sjávarútvegsins á
ári hverju. Ljóst er, að á meðan
um slíkar styrkveitingar er að
ræða, getur sjávarútvegur innan
Evrópubandalagsins á engan hátt
fallið undir þau almennu lögmál
sem ættu að gilda um frelsi í
viðskiptum með sjávarafurðir og
samkeppnisstaða íslensks sjávarút-
vegs verður sem því nemur erfið-
ari.
Bókun 6 veldur
nú mismunun
Samningur sá sem gerður var við
Evrópubandalagið árið 1972 var
íslendingum hagstæður. Þegar
grannt er skoðað, kemur hins vegar
í ljós að bókun 6 getur haft áhrif til
grundvallarbreytingar á þróun ís-
lensks sjávarútvegs og veldur mis-
ræmi sem nú er farið að hafa
veigamikil áhrif á þróun sjávarút-
vegs og byggðar í landinu.
Með stækkun Evrópubandalags-
ins, þar sem þrír stærstu kaupendur
okkar á saltfiski hafa gerst meðlim-
ir, skapast ákveðið misræmi milli
vinnslugreina, þ.e. eftir því á
hvaða vinnslustigi fiskurinn er
fluttur út. Með bókun 6 fékk
frystiiðnaðurinn tollfrjálsan að-
gang að markaðnum, með ýmsar
af sínum veigamestu framleiðslu-
vörum og í reynd fékk íslenski
frystiiðnaðurinn árið 1972 betri
samkeppnisstöðu en ýmsir erlendir
samkeppnisaðilar okkar á Evrópu-
markaði, en með samningum síð-
ustu árin hafa þessar þjóðir jafnað
þennan mun.
Á hinn bóginn er saltfiskur toll-
aður með háum tollum frá 13 upp
í 20% og nýtur verri samkeppnis-
stöðu á Evrópubandalagsmark-
aðnum en flestir samkeppnisaðilar
okkar, svo sem Grænlendingar,
Færeyingar og Norðmenn, þrátt
fyrir kvótana sem Evrópubanda-
lagið ákveður einhliða með lægri
tolli eftir þörfum aðildarríkja
sinna. Þegar litið er til þess að 97%
af saltfiskútflutningi landsmanna
fara til Evrópubandalagsins, er
ljóst að þessar kringumstæður
skerða mjög stöðu íslensks saltfisk-
iðnaðar á erlendum mörkuðum og
jafnframt stöðu hans í samkeppni
um hráefni hér innanlands.
Það var mikið baráttumál fslend-
inga að fá lækkaðan tollinn á ísfiski
þegar samið var 1972. Þessi samn-
ingur hefur reynst okkur vel en
með bættri flutningatækni hefur
opnast leið fyrir okkur að flytja út
í auknum mæli fersk og unnin flök.
Þau eru hins vegar tolluð mjög hátt
af Evrópubandalaginu, eða 18%,
meðan óunninn fiskur er tollaður
3,7%. Með tilliti til þess hve mark-
aðurinn fyrir ferskan óunninn fisk
gefur mikið hærra verð fyrir
fiskinn, er ljóst að samkeppnis-
staða íslensku fiskvinnslunnar um
hráefni skerðist verulega þar sem
hún getur ekki keppt á jafnréttis-
grundvelli á mörkuðum sem vilja
t.d. fersk unnin flök.
Breyttar ytri aðstæður
Sérstaða okkar íslendinga er
mjög mikil hvað varðar viðskipti
með fisk. Við íslendingar erum
sjálfstæð þjóð án beins ríkjasam-
bands við aðra stærri aðila og
þurfum því að byggja eingöngu á
því sem við getum aflað á hverjum
tíma og getum ekki gert ráð fyrir
styrkjum frá öðrum löndum eða
ríkjasamsteypum þegar illa
gengur. Þannig voru t.d. árið 1987
sjávaráfurðir 78% af vöruútflutn-
ingi okkkar íslendinga en aðeins 2
til 6% hjá helstu samkeppnisþjóð-
um okkar á þessu sviði, Noregi og
Kanada. Það er því ljóst að ytri
skilyrð, svo sem tollar og styrkir til
samkeppnisaðila, hafa mikil áhrif
á það hvemig samkeppnisstaða
okkar er á hverjum tíma. Það er
rétt að sífelldar styrkveitingar
munu til lengri tíma eyðileggja
fyrirtæki og atvinnugreinar,
samanber í Noregi, en það tekur
alltaf langan tíma og það getur á
meðan eyðilagt mjög mikið fyrir
þeim, sem ekki njóta sömu styrkja.
Hverjir eru kostir
>9
Við hljótum því í ljósi þeirra
viðræðna sem nú eiga sér stað milli
Efta-ríkjanna og Evrópubanda-
lagsins að spyrja okkur hvaða kosti
íslendingar hafi á næstu árum.
- Við höfum að sjálfsögðu þann
möguleika að gera ekki neitt og
fylgjast aðeins með úr fjarlægð,
þeirri þróun sem á sér stað allt í
kringum okkur.
- í öðru lagi getum við án
þátttöku í viðræðunum aðlagað
okkur þeim breytingum sem eiga
sér stað innan Evrópubandalags-
ins, til að auðvelda okkur sam-
skiptinn við það í framtíðinni.
- f þriðja lagi getum við tekið
virkan þátt í þeim viðræðum sem
nú fara fram og séð með öðrum
þjóðum hversu langt er hægt að
komast í auknu viðskiptafrelsi í
þessum' viðræðum.
- í fjórða Iagi getum við farið í
tvíhliða viðræður við Evrópu-
bandalagið um sjávarútvegsmál
sérstaklega.
- f fimmta lagi getum við ákveð-
ið að sækja um aðild að Evrópu-
bandalaginu.
- Að lokum verðum við að gæta
vel að því hver þróunin verður á
fleiri stöðum en í Evrópubandalag-
inu, t.d. með tilliti til þeirra breyt-
inga sem eiga sér stað á okkar
mikilvægu mörkuðum í Ameríku
og Japan.
Það er persónuleg skoðun mín
að við eigum að taka virkan þátt í
þeim viðræðum sem nú eiga sér
stað milli Efta og Evrópubanda-
lagsins, en við verðum að gera
okkur fulla grein fyrir því, að þar
er verið að tala um iðnaðarvörur
og fyrstu viðbrögð Evrópubanda-
lagsins við kröfu Efta-landanna
um fríverslun með fisk eru að
benda á sameiginlega fiskveiði-
stefnu bandalagsins og segja að um
sjávarútvegsmál þurfi að semja
sérstaklega.
Forsendur Islendinga
í þessu samstarfi
Við hljótum að spyrja á hvaða
forsendum fslendingar geti verið
þátttakendur í samstarfi þegar tek-
ið er tillit til stöðu sjávarútvegsins.
- í fyrsta lagi er það að sjálfsögðu
grundvallaratriði, að íslendingar
stjórni einir nýtingu auðlindanna í
hafinu umhverfis okkur - það er
ófrávíkjanleg forsenda.
- í öðru lagi yrðu íslendingar að
hafa frjálsan aðgang að erlendum
mörkuðum án allra hindrana,
hvort sem um væri að ræða tolla
eða tæknilegar hindranir.
- f þriðja lagi yrði að leggja af
alla styrki til sjávarútvegs, sem
rekinn væri í beinni samkeppni við
íslenskan sjávarútveg og gæti á
Íiann hátt skert samkeppnisstöðu
slendinga.
- í fjórða lagi, til þess að við
getum verið fullgildir þátttakendur
í hinum fjórum títtnefndu frelsum
Evrópubandalagsins, verðum við
að byggja upp sterk íslensk fyrir-
tæki sem standa jafnfætis erlendum
fyrirtækjum í framleiðslu og sölu á
sjávarafurðum. Sagan kennir
okkur, að þegar erlendir aðilar
hafa sýnt íslandi áhuga eða þeim
auðlindum sem hér eru til staðar,
endist áhugi þeirra aðeins svo lengi
sem ekki eru aðrir hagkvæmari
kostir fyrir hendi. Sagan kennir
okkur einnig að þegar þessi fyrir-
tæki og aðilar hafa síðan yfirgefið
landið, hafa þau aðeins skilið eftir
sig tómar húsatóftir. Enginn að-
gangur að markaði, vinnslu eða
möguleiki á samstarfi hefur verið
skilinn eftir. Þess vegna er ein
frumforsenda fyrir þátttöku okkar
í nánu samstarfi við önnur ríki að
til séu íslensk fyrirtæki sem geta
verið fullgildir þátttakendur í bar-
áttunni á mörkuðunum.
Þegar tollamúrar, tæknilegar
hindranir og styrkir eru horfnir er
eðlilegt, að öllu óbreyttu, að áætla
að hagkvæmast sé að vinna þann
fisk sem veiddur er á íslenskum
fiskimiðum hér á landi.
Móta þarf íslenska
sjávarútvegsstefnu
Ljóst er að mikið vatn verður
runnið til sjávar áður en þær kring-
umstæður skapast, að við sjáum
viðskipti með sjávarafurðir í al-
þjóðaviðskiptum lúta sömu lög-
málum og viðskipti með iðnaðar-
vörur. Við þurfum því að setjast
niður og móta íslenska sjávarút-
vegsstefnu, þar sem við reynum að
átta okkur á hvemig við getum
hámarkað arðsemi fiskimiðanna,
miðað við þau samkeppnisskilyrði
sem núverandi umhverfi gefur
okkur. Við getum ekki lengur rætt
eingöngu um fiskveiðistefnu, eða
rætt afmarkað um það hvernig við
ráðstöfum aflanum, eða þá hvemig
við verðleggjum fiskinn milli út-
gerðar og fiskvinnslu. Öll þessi mál
þarf að skoða í samhengi. Við
verðum, um leið og við ákveðum
hverjir hafa réttinn til að veiða
flskinn, að taka afstöðu til þess
hvernig eigi að verðleggja og ráð-
stafa honum. Við verðum einnig
að gæta okkar á því að óeðlileg ytri
skilyrði skapi ekki þær aðstæður að
erlendum fiskvinnsluaðilum sé
auðveldara að bjóða hærra verð
fyrir íslenskt hráefni en íslenskri
fiskvinnslu.
Sjávarútvegsstefna íslendinga
verður að grundvallast á langtíma-
markmiðum með Iangtímaávinn-
ing að meginmarkmiði. Á meðan
umræðan erlendis um viðskipti
með sjávarafurðir og styrki til sjáv-
arútvegs er bundin á sama klafa og
umræðan um landbúnaðarvörur,
hljótum við og verðum eins og
Evrópubandalagið að móta sjálf-
stæða sjávarútvegsstefnu sem fyrst
og fremst hefur langtíma hagsmuni
íslendinga að leiðarljósi.
Fimmta frelsið
Það er sannfæring mín að ýmsar
nágrannaþjóðir okkar hafi skilning
á sérstöðu okkar og geri sér grein
fyrir því, að vilji menn búa hér
norður í hafi verða menn að geta
búið fólkinu viðunandi lífsskilyrði.
Að þeir geri sér betur og betur
grein fyrir því að til þess að íslend-
ingar geti verið virkir þátttakendur
í auknu samstarfi Evrópuþjóða
dugá ekki frelsin fjögur, heldur
verða þau að vera flmm. í viðbót
við frelsi í viðskiptum með vöru og
þjónustu, fjármagnsstreymi og
fólksflutningá, verður frelsi með
sjávarafurðir að bætast við.
Ég treysti því að sú mikla vinna
sem ráðamenn þjóðarinnar hafa
lagt í tii að kynna málstað okkar á
undanförnum árum muni bera
árangur og innan ekki of langs
tíma munum við hafa fundið viðun-
andi lausn á samskiptum okkar við
Evrópubandalagið á sviði viðskipta
með sjávarafurðir.