Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. nóvember 1989 Tíminn 5 Jón Helgason í fullum rétti við setningu umdeildra reglugerða árið 1987. Lögfræðileg álitsgerð samin að beiðni hagsmunasamtaka í landbúnaði óhlutdræg: Lagastofnun Háskólans tekur af öll tvímæli Forsetum Alþingis hefur nú borist í hendur álitsgerð frá Lagastofnun Háskóla íslands þar sem m.a. eru tekin fyrir tiltekin lögfræðileg atriði í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörulaganna. Samkvæmt heimildum Tímans kemur fram í álitsgerð Lagastofnunar gagnrýni á Ríkisendur- skoðun fyrir að fara út fyrir verksvið sitt og virða ekki rétt þeirra aðila sem skoðun hennar beinist að. Þá er í henni vitnað í rökstuðning álitsgerðar sem lögfræðingamir Tryggvi Gunnarsson og Þorgeir ör- lygsson sömdu að beiðni Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, Lands- samtaka sláturleyfishafa og Stéttar- sambands bænda. 1 skýrslu lögfræðinganna tveggja, sem fjallað var um í Tímanum fyrir skömmu, kom fram hörð gagnrýni á vinnubrögð Ríkisendurskoðunar. Þar vom hraktar fullyrðingar hennar um að ríkissjóður væri ekki greiðslu- skyldur vegna verðábyrgðar sem úthlutað var á gmndvelli reglugerða sem Jón Helgason, þáverandi land- búnaðarráðherra, setti árið 1987. í álitsgerð Lagadeildar segir að eftir að þeim hafi verið falið þetta verk- efni hafi Tryggvi og Þorgeir samið álitsgerð sem dagsett sé 2. okt. sl.. í henni komi fram rökstutt svar við þeirri spurningu sem beint sé til Lagastofnunar varðandi lögmæti reglugerða Jóns Helgasonar. Þeir telji ekki ástæðu til þess að fjalla nánar um hana, enda heyri það undir dómstóla að skera endanlega úr um stjómskipulegt gildi reglu- gerðarinnar. Höfundar álitsgerðarinnar frá Lagastofnun benda á að Ríkisendur- skoðun hafi farið út fyrir verksvið sitt. Þeir segja að álit Ríkisendur- skoðunar á því hvort reglugerðimar eigi sér stoð í eða séu andstæðar lögum sé að sjálfsögðu ekki bindandi fyrir aðra aðila innan eða utan ríkiskerfisins. Það að svara spum- ingum um gildi reglugerða sé lög- fræðilegt atriði sem ekki verði séð að löggjafinn hafi ætlað Ríkisendur- skoðun að leysa. Þá er bent á að Ríkisendurskoðun hafi ekki virt svo kallaðan andmælis- rétt, sem ríkjandi hefð sé fyrir í íslenskum lögum. Samkvæmt þeim rétti á sá sem skoðun Ríkisendur- skoðunar beinist að, rétt á því að tala máli sínu áður en hún lýkur sínu verki. Hvorki Guðrún Helgadóttir for- seti sameinaðs Alþingis, né Jón Jón Helgason, fyrrverandi landbún- aðarráðherra. Eftir því sem næst verður komist tekur ný álitsgerð frá Lagastofnun Háskólans af öll tví- mæli um að reglugerðirnar tvær frá árínu 1987 eru innan ramma búvöru- laganna. Helgason forseti efri deildar, vildu tjá sig um málið í gær og bám því við að samkomulag væri meðal for- seta þingsins um að fjalla ekki um skýrsluna opinberlega fyrr en að hún hefði verið tekin fyrir á sameiginleg- um fundi. Forsetar Alþingis fóm þess á leit við Lagastofnun í vor að samin yrði álitsgerð á þeirra vegum, um athuga- semdir Ríkisendurskoðunar. Ekki var beðið um þessa vinnu eingöngu út af deilum um lögmæti reglugerð- anna sem Jón Helgason setti árið 1987, en síðasta vor sóttu þingmenn óvenju mikið eftir því að fá álit Ríkisendurskoðunar á einstökum málum. Forsetar Alþingis munu væntan- lega taka álitsgerð Lagastofnunnar Háskólans fyrir á næstunni, en hve- nær það verður fengust ekki nákvæm svör við í gær. -ÁG Nýtt fyrirtæki tekur yfir útgáfustarf- semi Frjáls framtaks hf: Utgáfustarfsemin opnuð almenningi Frjálst framtak hf. stofnaði í gær nýtt fyrirtæki um útgáfustarfsemi sína. Fyrirtækið heitir Fróði hf. og tekur það til starfa um næstu áramót. Áformað er að Frjálst framtak eigi 20 til 25% hlutafjár í félaginu og að öflugir utanaðkomandi aðilar verði einnig með stóran hlut. Að auki verður almenningi gefínn kostur á að kaupa hlutabréf í Fróða hf. og hefst sala þeirra til almennings á næstunni. Á undanfömum árum hefur aðal- starfsemi Frjáls framtaks greinst í tvær áttir. Annars vegar útgáfustarf- semi, sem hófst fyrir um 20 ámm og hins vegar byggingarstarfsemi. Fyrirtækið hefur aukið mjög umsvif sín á báðum þessum sviðum að undanfömu, en þar sem um gjöró- líka starfsemi er að ræða töldu forráðamenn fyrirtækisins að æski- legra væri að starfsemin væri rekin í tveim aðskyldum fyrirtækjum. Fróði hf. tekur við útgáfu 15 tímarita, bókaútgáfu, útgáfu á upp- lýsingaritinu íslensk fyrirtæki og Póstmarki sem hefur með höndum rekstur á tölvuvæddum upplýsinga- banka til notkunar við beina mark- aðssetningu. Engar breytingar verða á högum starfsfólks fyrirtækisins, því allir munu taka til starfa hjá Fróða um næstu áramót og sinna sömu störfum og áður. -ABÓ Menntamálaráðuneytið: Nefnd skipuð til að fjalla um framtíð LÍN 'Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd til að fjalla um framtíðar- verkefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna og stöðu sjóðsins á næsta ári. Nefndinni er annars vegar ætlað að meta fjárþörf sjóðsins til frambúðar-með hliðsjón af líklegum fjölda námsmanna og miðað við líklega getu þjóðarbúsins til að standa undir námslánakerfinu. Hins vegar á nefndin að gera tillögur um fjármál sjóðsins á næsta ári með hliðsjón af fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1990 og breytingum á skuldum sjóðsins meðan nýjar lánareglur eru í undirbúningi. Nefndinni er heimilt að gera tillögur um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki aðaltillögugerð sinni fyrir næstu áramót. í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra . stjómmálaflokka nema Sjálfstæðis- flokks og Kvennalista sem kusu að tilnefna ekki fulltrúa í nefndina. Auk þess eiga sæti í nefndinni full- trúar námsmannasamtakanna. For- maður nefndarinnar, tilnefndur af menntamálaráðherra, er Bjöm Rún- ar Guðmundsson. -EÓ Stefnt er að því að Ijúka sölu á öllu dilkakjöti frá í fyrra um næstu mánaðamót. Núertil ílandinuum800tonnafdilkakjöti frá því ífyrra: Ársgamalt kjöt lækkar um 5-16%íeinnmánuð Ákveðið hefur verið að bjóða neytendum upp á að kaupa það sem eftir er af dilkakjöti frá haustinu 1988 á lægra verði. Um er að ræða um 800 tonn af dilkakjöti. Kjötið verður sagað niður í neytenda- umbúðir. Feitir og rýrir bitar verða ekki settir með. Einn poki, sem er tæplega hálfur skrokkur, verður seldur á 2.780 krónur sem er um 16% verðlækk- un. Fyrirhugað er að halda áfram að bjóða neytendum upp á „lamba- kjöt á lágmarksverði" þegar þessu söluátaki lýkur, én því lýkur um næstu mánaðamót. Að sögn Þórhalls Arasonar sem á sæti í samstarfshóp um' sölu lambakjöts er vonast eftir að með þessu söluátaki takist að klára að selja allt kjötið frá því fyrra fyrir mánaðamót. Ef það tekst er það allmikil breyting frá fyrra ári því að þá tókst ekki að kíára að selja kjötið fyrr en í mars. Tilboðið stendur aðeins til loka þessa mán- aðar, en þá verður hætt að selja kjöt á þessum kjörum til verslana jafnvel þó að eitthvað verði eftir af því. Það kjöt sem um er að ræða er dilkakjöt í úrvalsflokki, Dl-A, D2- B og C. Kjötið verður selt í hálfum skrokkum, snyrt á sama hátt og kjötið sem var selt sem „lambakjöt á lágmarksverði" í sumar. í pokun- um verður súpukjöt 1/2 hryggur (heill eftir endilöngu), grilirif og læri í heilu. Um er að ræða um 20 þúsund poka sem vega að meðaltali 6,5 kíló en smásöluverðið verður 428 kr/kg, þannig að pokinn kostar um 2.780 krónur. Verðlækkunin í smásölu nemur um.16%. Kjpt úr Dl-A flokki verður einnig selt í'heilum skrokkum beint til verslána og kjötvinnslna á 5% lægra verði. Treyst verður á að frjáls samkeppni kaupmanna skili þessari verðlækkun til neytenda. Úr Dl-B og C flokki verða aðeins framhryggir, læri og „mjóir hryggir" settir á markað eftir að hafa verið snyrtir sérstaklega. Þetta er um 63-65% af þyngd skrokksins. Megnið af fitunni er skorið í burtu. Það er því aðeins besti hluti skrokksins sem fer á markað. Þórhallur Arason sagði að með því að snyrta kjötið á þennan hátt og skilja eftir fitu og rýrari bita væri verið að koma á móts við kröfur neytenda. Verðlækkunin ætti heldur ekki að spilla fyrir. Þórhallur sagði að samstarfshóp- urinn um sölu á lambakjöti sem var stofnaður á síðasta sumri, muni halda áfram að vinna að sölu á dilkakjöti. Væritanlega verður gert átak innan fárra mánaða til að selja kjöt frá 'því haust. Hugsanlega verður boðið upp á lambakjöt á lágmarksverði fyrir næstu jól. „Söluátakið tókst mjög vel í sumar. Við seldum yfir 100 þúsund poka á tveimur mánuðum. Við gerðum neytendakönnun í kjölfar söluátaksins og vonumst til að hún hjálpi.okkur til að læra betur inn á öskir neytenda. Við teljum að þessi könnun og salan í sumar sýni að „lambakjöt á lágmarksverði" sé sá vettvangur sem við eigum að einbeita okkur að,“ sagði Þórhallur að lokum. Kostnaður ríkissjóðs vegna þess- ara aðgerða getur numið allt að 40,5 milljónum króna, ef allt kjötið selst nú í nóvember. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.