Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavik. Slmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Mannréttindi Ein þeirra bóka sem kemur út árlega er skýrsla Amnesty International, sem er alþjóðlegt heiti á mannúðarsamtökum, sem beita sér fyrir náðun fanga, sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar fyrir pólitískar sakir eða geymdir í fangelsum fyrir engar sakir og án dóms og laga. Ekki er lát á því að skýrsla Amnesty Internation- al um árið 1988 er jafn ógnvænleg og aðrar ársskýrslur samtakanna svo langt sem rakið verður. Ástand mannréttindamála í heiminum breytist sáralítið í heild og er yfirleitt sömu sögu að segja af þeim málum, að það er verst í fátæktar- og ójafnaðarlöndum þriðja heimsins, Afríku, Asíu og Suður- og Mið-Ameríku. Ýmis lönd í kommúnista- heiminum halda áfram að fá á sig áfellisdóma mannréttindasamtaka, en vestræn lýðræðislönd bera einfaldlega af hvað snertir dóms- og réttarfar og mannúðlegt stjórnarfar yfirleitt. Pað verður a.m.k. lítið úr áfellisdómum sem stundum heyrast um íslenskt réttarkerfi og lög- reglumál, þegar skýrslur Amnesty International eru lesnar. Þá fer margur að efast um að miklu sé til kostandi að setja íslensku lögreglu- og dóms- málastjórnina undir smásjá útlendra eftirlitsnefnda og alþjóðasamtaka, hvort heldur það nú er Evr- ópuráðið eða Alþjóðavinnumálastofnunin. Skýrslur Amnesty International hafa sennilega fremur takmarkaðan lesendahóp og ekki víst hversu áhrifamiklar þær eru utan síns eigin áhuga- mannahrings. Þrátt fyrir það eru þessar skýrslur svo ómissandi heimildir um samtímann, að framhjá þeim verður ekki gengið, ef menn ætla að gera sér einhverja mynd af heiminum eins og hann er. Lestur þessara skýrslna um sama ástandið ár eftir ár gefur ekki beinlínis vonir um bjarta framtíð heimsbyggðarinnar eða að það dragi úr harðstjórn þar sem hún er viðvarandi, ef ekki innbyggð í menningu og þjóðfélagsgerð. Þess er getið í ársskýrslunni að mannréttindamál hafi farið batnandi í Sovétríkjunum. Það er í samræmi við daglegar fréttir, sem þaðan berast um aukið málfrelsi og bætta stjórnarhætti. Sömu sögu er að segja frá Póllandi og Ungverjalandi. í öllum þessum ríkjum er verið að slaka á og eyða alræði kommúnistaflokkanna. Afnámi flokkseinræðis fylgja aukin mannréttindi. Slíkt gerist hins vegar ekki þar sem í engu er hróflað við flokkseinræði kommúnista. Þrátt fyrir allt er það þó á áhrifasvæði Sovétríkj- anna, þar sem mannréttindaástandið fer skánandi. Hinsvegar situr allt við það sama í Rómönsku Ameríku, sem ekki er að svo litlu leyti á áhrifa- svæði Bandaríkjanna. Stjórnarfar Mið- og Suður- Ameríkuríkja gefur þessum löndum engan rétt til þess að kallast í hópi lýðfrjálsra ríkja. Það kemur m.a. í'ljós að Kólumbía er ekki aðeins veik og vansæl vegna ofurveldis kókaínfurstanna, heldur er stjórnarfarið sjálft máttlaust og spillt og réynir að viðhaldá sjálfu sér með ofbeldi og mannrétt- indabrotum. Fimmtudagur 2. nóvember 1989 GARRI Ráðuneytið á Blönduósi Innhcimtumcnnn ríkissjóðs cru margir og þurfa oft á tíðum að standa stífir á meiningunni, eink- um nú þegar fiestir eru að fara á hausinn vegna fjármagnskostnað- ar. En Samverjar eru þó þeirra á meðal, þótt þeir lini ekki á inn- heimtunni. Þeir varpa hins vegar yfir sig skikkju fjárveitingavaldsins og láta drjúpa af innheimtunni nokkurt fé til brýnna verkefna heima fyrír, sem svikist hefur veríð um að senda „að sunnan“. Þannig fór a.m.k. sýslumanni Húnvetn- ingá. Hann kom sér upp eins konar Ijármálaráðuneyti á Blönduósi og veitti fé til Dvalarheirailis aldraðra á Skagaströnd, en framlög til þeirr- ar byggingar höfðu brugðist. Þá veitti ráðuneyti sýslumannsins á Blönduósi fé til heilsugæslustöðv- ar. Ríkisendurskoðun sá strax af glöggskyggni sinni, að fjárveitingar á borð við þessar áttu að vera í höndum Ólafs Ragnars, eða a.m.k. ekki í höndum Jóns tsbergs sýslu- manns. Ólafur Þ. Þórðarson, al- þingismaður, hafði nýlega verið á ferð í ráðuneytisumdæmi Jóns ísbergs, þar sem bQstjórí hans veríð tekinn fyrir of hraðan akstur. Segir ekki frekar af því, nema hvað Jón ísberg gat þessa atviks svona í framhjáhlaupi til að undirstrika að í Húnavatnssýslum væru allir jafnir fyrir lögunum. Ráðherraígildið á Blönduósi En það var einmitt Ólafur Þ. Þórðarson, sem upplýsti á Alþingi að samkvæmt niðurstöðum Ríkis- endurskoðunar væri nýtt ráðuneyti tekið til starfa á Blönduósi og lýsti um leið furðu sinni á fjárveitingum þaðan í heimildarleysi. Ólafur hef- ur sýnilega ekki áttað sig á þvi, að ekki einungis ganga lög jafnt yfir alla norður þar í umdæmi Jóns Jón ísberg. ísbergs; Húnvetningar hafa líka ráð undir rifjum sínum við að koma upp byggingum, sem virðast hafa gleymst á ákveðnu byggingar- stigi vegna skorts á fjármunum. Nú er aðeins eftir að vita hvort fjár- málaráðuneytið samþykkir fjár- veitingar ráðuneytisins á Blöndu- ósi. Svo var að heyra á fjármálaráð- herra á Alþingi, að hann væri ekki alls kostar ánægður með Jón ísberg, hinn nýja fjármálaráðherra norður þar. En landsbyggðin fagn- ar eflaust frumkvæði sýslumanns, og vitnar til Ingjaldar í Hergilsey, sem kvað svo að orði, að föt sín væru fomleg og Ijót, svo líkingin sé færð upp á tötrastöðu heilsugæslu- stöðvar og dvalarheimilis. Elliheimili yffir Bjöm á Löngumýri Jón ísberg hefur veríð tæp þrjá- tíu ár sýslumaður Húnvetninga og er ekki mikið laskaður eftir mynd- um að dæma. Hafa þó sýslumenn á þessu svæði oft þurft að sækja á móti stríðum straumi. Jón ísberg hefur einum tvisvar sinnum lent í skemmtiatriðum Bjöms á Löngu- mýri, og fengið að leika þar nokk- uð stór hlutverk ásamt Löngumýr- ar-Skjónu, Bimi sjálfum og bað- fénaði á Löngumýri. Þessi skemmtiatriði hafa gert þá báða vinsæla. Jón ísberg fyrir að vera gamansamt yfirvald, sem talað hef- ur mildilega um Löngumýrarbónd- ann og Björa fyrír að sækja hvert málið af öðra gegn sýslumanni aUt til Hæstaréttar. Það vakti athylgi á sínum tíma, þegar sýslumaður fór að Bimi til að láta baða fé hans, fékk Björa liðsstyrk frá Skaga- strönd. Nú hafa þeir á SkagastrÖnd einmitt notið góðs af fjárveitingum Jóns ísbergs, þ.e. þegar þeir hafa aldur til. En eins og alkunna er, þá er Björa á Löngumýri fyrir löngu kominn á aldurinn og ekki við öðru að búast, en að hann fari á Dvalar- heimilið á Skagaströnd þegar hon- um finnst stórbúskapurinn á Löngumýri orðinn of þungur göml- um manni, en á Strönd hefur hann alltaf átt vinum að mæta. Jón ísberg er því efiaust að gera sitt til að koma þaki yfir Bjöm gamlan með því að flýta fjárveitingum til byggingar dvalarheimilisins. Hinn eini rétti kassi En góðverkin eru ekki alltaf metin eða skilin, einkum ef þau era framin í Ijarlægð frá valdastól- um. Og Ríkisendurskoðun varðar náttúrlega ekkert um elliheimili handa Bimi á Löngumýri og þaðan af siður Ólaf Ragnar. Opinbert fé er opinbert fé og því ber að skila í þennan eina rétta kassa, sem við erum öll að strita fyrir. Ráðuneytið á Blönduósi er að vísu nokkurt alvöramál og lagst er gegn því að sýslumenn yfirleitt fari að taka upp ráðherratakta Jóns fsberg. En Húnvetningar eru manna glað- beittastir og skemmtilegastir og geta hafið stór málaferli út af hrossum eða baðfé ef þeim sýnist svo. TUbrigði við athafnir fjármál- aráðuneytis hlaut því að koma þaðan. Niðurstaðan er að húsin standa, en stendur ísberg? Garri VÍTT OG BREITT Ólögin fæðast heima Það á að auka framleiðslu á kindakjöti á íslandi. Þetta kann að hljóma fáránlega, en samt er þetta trúlega eina ráðið til þess að bjarga bændastéttinni frá algeru hruni, eins og nú blasir við. Aðlögun framleiðslu að innan- landsmarkaði hefur mistekist. Framleiðslan hefur minnkað í kjölfar fækkunaraðgerða stjórn- valda og Stéttarsambands bænda. Vandamálið er samt óleyst vegna þess að neyslan hefur minnkað ennþá meira. Sauðfjárbændum var í upphafi úthlutaður kvóti og sam- kvæmt honum máttu þeir fram- leiða ákveðið magn af kindakjöti á ári. Þegarsábúvörusamningursem nú er í gildi var tekinn upp, var kvótinn skertur stórlega (þó mjög mismunandi eftir bændum) og skírður fullvirðisréttur. Það er það magn sem hver bóndi má framleiða og fá fullt verð fyrir. Vegna þess að sala kindakjöts fer enn minnkandi þarf enn að skerða framleiðslurétt bænda og það verður væntanlega gert í næsta búvörusamningi. Með þetta hefur hinn almenni sauðfjárbóndi ekkert að gera. Hann á einungis að hneigja sig djúpt þegar honum berst í hendur enn eitt skerðingar- plaggið frá rfkisvaldinu og Stéttar- sambandinu og lofa Guð og góðar vættir fyrir að íhaldið og kratarnir eru ekki byrjaðir að græða á inn- flutningi landbúnaðarvara, Smáskammtalækning ríkisins og Stéttarsambandsins felst í því að skera sauðfjárstofn íslendinga nið- ur í áföngum. Eftir því sem fénu fækkar verður dýrara fyrir bónd- ann að framleiða hvert kíló af kjöti, dýrara fyrir afurðastöðvarn- ar að slátra og vinna innlegg bænd- ■ anna og dýrara fyrir neytendur að kaupa kjötjð út úr búð. Framleiðsl- an verður sífellt óhagkvæmari, raddir sem heimta innflutning landbúnaðarvara sífellt háværari og sífellt minnkar salan vegna þess að enginn hefur efni á að kaupa kjötið. Léleg sala og lítill fram- leiðsluréttur neyðir bændur og neytendur til þess að versla án milliliða, á svörtu. Smáskammtalækningunni,. sem er engin lækning, má líkja við að tannlæknir geri ekki við tennur sjúklinga sinna, heldur dragi þær úr honum. Sjúklingurinn á æ erfið- ara með að tyggja og getur loks ekkert tuggið þegar engin tönn er eftir. Þá getur tannlæknirinn líka snúið sér að einhverju öðru. Með þessu er ekki verið að segja að þeir sem stjóma landbúnaðarmálum á Islandi séu slæmir menn. Þvert á móti, vel hugsandi og vel viljandi, en haldi þeir áfram á sömu braut verður lítið fyrir þá að gera. Vandamál íslenskra bænda er að ríkið hefur verið allt of mikið með puttana í þeirra málum. Ríkið hefur ákveðið út á hvaða fram- kvæmdir ménn fá lán og styrki, hvernig gripahús þeir byggja, hvað þeir framleiða, hversu mikið o.s.frv.. Ríkið tekur skatta af land- búnaðinum, endurgreiðir hluta af þeim í formi niðurgreiðsla og styrkja, og ákveður um leið hvað bændur mega gera og hvað ekki. Við næstu búvörusamninga á að ríkið að hætta að greiða niður landbúnaðarvörur. Frá þessu má gera eina undantekningu. Hún er sú að skattleggja innflutt fóður og verja þeim peningum til þarflegra málefna í þágu bænda. Til að vega upp á móti niðurgreiðslunum á að afnema alla skattlagningu á land- búnað og úrvinnslustöðvar fyrir landbúnaðarafurðir. Bændur eiga síðan sjálfir að koma sér saman um hvað mikið þeir treysta sé til að framleiða og á hve Iágu verði, án þess að þeir setji hvem annan á hausinn. Þeim er betur treystandi en rtkinu til þess að reka bú sín og afurðastöðvar á hagkvæman hátt og tryggj a neytendum ódýra vöru. Hlutverk ríkisins á að vera að koma í veg 'fyrir innflutning á stórlega niðurgreiddum landbún- aðarvörum frá EB-ríkjunum, sem enginn græðir á nema kaupmenn. Innflutt fóður er líka niðurgreitt og það á þess vegna að skattleggja. Islenskur landbúnaður byggir á því að lifa af landsins gæðum, ekki innflutningi. -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.