Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 3
.. . i j.< >' s )urjJ5bu.trn(wR Fimmtudagur 2. nóvember 1989 1 Vi’l't l Tíminn 3 Byrjað að frysta svil úr villtum íslenskum laxastofnum í gær: Tvö hundrað ára gömul nýklakin laxaseiði? Starfsmaður Veiðimálastofnunar frystir svil með því að skammta dropa og dropa á —70 gráðu kaidan þurrís. Dropamir eru síðan settir í fljótandi köfnunarefni sem er tæplega 200 mínusgráður neðan við frostmark. Tímamynd; Pjetur. Jakob Hafstein mjóikar Eliiðaáahæng. Svilin verða síðan fryst og ættu að verða jafn kröftug eftir tvær aldir. Tímamynd; Pjetur. I gær var byrjað að frysta svil úr hængum af villtum íslenskum laxastofnum. Þetta er gert vegna þess að villtum stofnum stafar hætta af erfðablöndun, fisk- sjúkdómum og mengun af ýmsu tagi. Byrjað var á þvi að mjólka hænga úr EUiða- ánum og frysta svil þeirra og stjómaði verkinu heims- þekktur sænskur sér- fræðingur og frumkvöðull á sviði frystingar erfðaefnis laxa; dr. Joachim Stoss. Ámi ísaksson veiðimálastjóri sagði í gær að sviljabanka, þar sem svil hinna íslensku laxastofna verða geymd, hefði verið komið á fót að Hvanneyri í samvinnu Veiðimála- stofnunar og Búnaðarfélags ís- lands en frumkvöðull að stofnun hans væri Stangaveiðifélag Reykja- víkur sem gaf hálfa milljón króna til þessa verkefnis f tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins þann 17. maí s.l. Ámi sagði að afar mikilvægt væri að geyma erfðaefni villtra laxa þar sem stofnar þeirra em víða taldir í hættu vegna laxveiða í sjó, ky nblöndunar við eldislax og vegna mengunar og sjúkdóma eins og áður er nefnt. Það er viðeigandi að byrja þessa starfsemi hérlendis í Elliðaánum en eldislax sem sloppið hefur úr kvíum í nágrenni Reykjavíkur hef- ur mjög leitað í Elliðaámar og jafnvel blandast Elliðaáastofnin- um. Frysting á sviljunum fer þannig fram að hængamir em mjólkaðir í plastbolla. Svilin em síðan skoðuð í smásjá til að ganga úr skugga um frjóvgunargetu þeirra en hún getur verið nokkuð misjöfn. Svilin em síðan blönduð sérstökum efnum og fryst í dropavís á þurrís við -70 selsíusgráður. Dropunum er síðan hellt ofan í fljótandi köfnunarefni sem er -197 gráður. Þá em svilin orðin rækilega djúpfryst og eiga að geta verið jafngóð eftir tvær aldir eða meir. Nú í haust er um að ræða tilraunafrystingu en búist er við að þegar veiðitímanum lýkur næsta haust, þá verði byrjað að frysta erfðaefni íslenskra laxa af fullum krafti. Dreifing og þjónusta vill verða senbibílastöð. Kristinn Arason: Fjölgum ekki sendi- bílstjórum að marki „Það em nú orðin tvö ár síðan við fyrst sóttum um að stofna sendibíla- stöð og það kostaði læti og undir- skriftalista þá eins og nú. Við fylgd- um málinu síðan ekki eftir þar sem við töldum að við gætum stundað verktakastarfsemi í flutningum án þess að vera með sendibílastöð," sagði Kristinn Arason en Kristinn er einn þriggja manna sem sótt hafa um til borgaryfirvalda að stofna nýja sendibílastöð. Kristinn var um langt skeið fram- kvæmdastjóri Sendibílastöðvarinnar við Borgartún og félagar hans tveir; þeir Jón Hjartarson og Skúli Magn- ússon vom lengi á Nýju Sendibíla- stöðinni. Kristinn sagði að þeir hefðu kynnt sér flutninga- og dreifingarþjónustu erlendis, meðal annars í Danmörku en þar em þessi mál með nokkuð öðmm hætti en hérlendis. Þar fer öll vara frá framleiðendum eða innflytj- endum inn í pakkhús hjá dreifingar- aðilanum og dreifingaraðilinn fær síðan skilaboð á faxi eða telexi frá eiganda vömnnar um hvert hún eigi að fara og hvemig eigi að greiða hana. Á þennan hátt hefði tekist að lækka verulega dreifingarkostnað. Kristinn sagði að þessu lfkur væri tilgangur fyrirtækis þeirra þremenn- inga; Dreifingar og þjónustu. Þeir tækju að sér, sem verktakar, að dreifa vömm fyrir fyrirtæki og væm í vissu samstarfi við Vömleiðir. Þannig önnuðust þeir dreifingu í Reykjavík á vörum fyrirframleiðslu- fyrirtæki og heildverslanir á Akur- eyri. Vegna samninga sem t.d. Am- aro á Akureyri hefði gert við Dreif- ingu og þjónustu þá vissi Amaro nákvæmlega hvað varan kostaði og engir eftirmálar yrðu því af kostnaði við síðasta liðinn; dreifinguna á höfuðborgarsvæðinu. B'ílamir hjá Dreifingu og þjónustu ækju síðan með vömr fyrir marga heildsala og framleiðendur í einu þannig *að bílamir og vinnutími bíl- stjóranna nýttist miklu betur en þegar kannski einn bílstjóri á stöð ekur fyrir einn heildsala í einu og hefur síðan ekkert að gera í milli. „Það má því segja að þessir 600 sendibílstjórar á stöðvunum búi við dulið atvinnuleysi vegna verkefna- skorts og skorts á skipulagi. Það er alls ekki ætlun okkar að fjölga sendibílum og hér er ekkert nýtt Steindórsmál í uppsiglingu. Það er hins vegar verið að vinna að því að loka þessari starfsgrein á svipaðan hátt og leigubílstjórastéttinni. í framhaldi af því hafa bílstjórar á sendibílastöðvunum farið að ýta við fyrirtækjunum sem við skiptum við og sagt að þau skipti við ólöglega menn og það verði allt stoppað. Þess vegna sækjum við nú um að stofna stöð. En að við ætlum að fara að róta inn nýjum bílstjórum er alrangt," sagði Kristinn Arason. -sá Hannes Hauksson framkvæmdastjóri Rauða Krossins: Bregðumstviðkallinu Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kveðst vilja beita sér fyrir því að ísland, með milligöngu Rauða Krossins, sendi Palestínu- mönnum á Jierteknu svæðunum sjúkrabíl og' lækningatæki. Þetta kom fram þegar dr. Uri Davis, ísraelskur gyðingur og fræðimaður í málohmm Austúrlanda nær og baráttumaður fyrir réttindum Pal- estínumanna, var staddur hér á landi í vikunni. Hannes Hauksson framkvæmda- stjóri Rauða Kross íslands sagði í samtali við Tímann að formleg beiðni þessa efnis hafi ekki borist frá stjómvöldum, en við því yrði brugðist þegar slík beiðni kæmi. Það að Rauði Krossinn komi inn í þetta, gefur ákveðna tryggingu að gögnin komist á leiðarenda, þar sem móttakandinn er Rauði Krossinn, eða Rauði hálfmáninn í þessu tilviki, þar sem um múham- eðstrúarmenn er að ræða. -ABÓ Athugasemd við ummæli Þorkels Bjarnasonar f Tímanum 1. nóvember er viðt- al við Þorkel Bjamason hrossa- ræktarráðunaut Búnaðarfélags ís- lands um númer á stóðhestum og fleira. í viðtalinu er eftirfarandi meðal annars haft eftir Þorkatli: „Þorkell tók fram að það væri fráleitt að halda að Búnaðarfélagið væri að taka upp eitthvert nýtt númerakerfi að gamni sínu. Nýtt kerfi væri nauðsynlegt til að tölvur gætu unnið úr tölunum. f þeim fælust margþættar upplýsingar og hægt væri að lesa úr þeim skyld- leika og ættartengsl hesta aftur- ábak og áfram“. Þessar staðhæfingar Þorkels em rangar, eins og raunar ýmislegt annað, sem eftir hrossaræktarráðu- nautunum hefur verið haft um númer á stóðhestum undanfarna daga. Hin nýju nafnnúmer, sem Búnaðarfélagið er farið að gefa hrossum við fæðingu innihalda aðeins eftirfarandi upplýsingar: Fæðingarár hrossanna, kyn þeirra (það er hvort um karlkyn eða kvenkyn er að ræða), fæðingar- sýslu eða kaupstað og loks þriggja stafa raðtöðu, sem er númer við- komandi firossa af fæddum hross- um á viðkomandi ári á viðkomandi stað. Aðrar upplýsingar er ekki að finna í númerunum, og er þar til dæmis ekki unnt að finna upplýs- ingar um neinskonar ættartengsl. Ættir hrossa verða ekki raktar eftir nafnnúmemnum, hvorki „aftur- ábak né áfrarn", svo notuð séu orð Anders Hansen á stóðhestinum Sokka frá Koikuósi. í bókum eftir Anders Hansen, Jónas Kristjáns- son og Gunnar Bjamason hefur . Sokki ættbókamúmerið 1060. - Hjá Búnaðarfélaginu hefur Sokki hins vegar nafnnúmerið 81157001. Þorkels. Númerin segja ekkert um ættartengslin. - Það er svo spurnar- efni, hvers vegna ráðunautar Bún- aðarfélags íslands halda þessum rangfærslum fram æ ofan í æ, ár eftir ár. - Ef til vill gæti Tíminn leitað skýringa á því? Anders Hansen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.