Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn v:.Art j / 1 Fimmtudagur 2. nóvember 1989 BÓKMENNTIR Kyrrlátar myndir Slgmundur Ernir Rúnarsson: Stundir úr lifi stafrófsins, IJóð, Almenna bókafélagið, Rv. 1989. LESTUNMMTUIN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell.......25/11 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miövikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIPADEIU) r^SAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 Llll A 1 Á A A !AKN IRAlJSfKA rUJININGA PÓSTFAX TÍMANS 687691 Það er eiginlega ekki annað að segja um þessa bók en að yfir henni sé ákaflega kyrrlátt svipmót. Hún samanstendur nánast eingöngu af rólegum ijóðmyndum, myndum sem oftar en ekki bera það með sér að vera vel yfirvegaðar. Höfundi er með öðrum orðum síður en svo mikið niðri fyrir, og boðskapur er hér allt annað en fyrirferðarmikill. Markmið hans virðist fyrst og síðast vera að setja fram kyrrlátar myndir og kveikja með þeim þægileg hughrif í huga þeirra sem lesa. í staðinn fyrir boðskap beitir hann aðferðum í ætt við þversagnir, til dæmis í upphafs- ljóði bókarinnar sem heitir Þagnir: Þögnin greinir frá óþægindum sem felast í ósögðum orðum eins vilja orð skýra frá kostum þagnarinnar. En það er vandi að yrkja með þessum hætti. Slík ljóð, eins og hér virðist stefnt að, verða að sækja styrk sinn í einfaldleikann, og í þeim sama einfaldleika verður að felast einhver sá kjarni sem vekur lesand- ann til umhugsunar, kveikir upp í honum nýja sýn á yrkisefnið, stað- festir með honum fyrri sannfæringu, eða þá espar hann upp til andstöðu eða jafnvel reiði. Einar saman kyrr- látar ljóðmyndir bjóða alltaf þeirri hættu heim að þær verði einhæfar, geri í rauninni ekkert annað en að sýna okkur hóp af fallegum orðum sem máski sé raðað snyrtilega saman en segi okkur í rauninni ekki neitt. Þó vil ég ekki halda því fram að þetta eigi hér við um ljóðin sem heild, því að ýmislegt er þarna áhugavert. Meðal annars er þarna vel gert ljóð, Helga, sem lýsir smekklega tryggð sonar við móður sína og virðingu hans fyrir henni. Þá er þarna sömuleiðis vel gert ljóð um tiifinningahliðina á sambandsslitum karls og konu, Slit heitir það, og lýsir býsna smekklega þeirri heift sem fylgt getur vandamáli sem víst þarf ekki að efast um að sé nú orðið töluvert meira uppi á yfirborðinu Sigmundur Ernir Rúnarsson. hér í þjóðfélaginu en lengstum fyrr á tímum. En hitt fer, að því er mér virðist, ekki á milli mála að höfundi tekst öllu best til þegar hann yrkir um böm og atferii þeirra. Það er ljóst að í honum býr vænn skammtur af þeirri hlýju af ætt föðurkærleika sem fullvaxta karlar eiga oft til handa ungum börnum, jafnt sínum eigin sem öðrum. Og þessa hlýju á hann greinilega létt með að túlka í Ijóði. Ég nefni sem dæmi lítið ljóð úr bókinni, Þriggja ára, sem er svona: Við kvöldmatarkall skýtur rauðum kolli upp í rabarbarabeði Strýkurmoldugrihendi horafvör stekkur inn með orma í lófa. Hér má vissulega segja að sú aðferð höfundar að leggja áherslu á stutt- orðar en myndrænar lýsingar njóti sín til fulls. Hér eru notuð fá orð, sem þó segja töluvert margt. Og það sem mestu máli skiptir er að hér tekst höfundi jafnframt að koma á framfæri vinsamlegu viðhorfi sínu til þessa unga en athafnasama einstakl- ings og gera úr því hlýja og vinalega ljóðmynd. Ég held með öðrum orðum að höfundur eigi enn talsvert eftir ólært í meðferðsmámyndaformsins. Aftur á móti sýnast mér barnaljóð hans hér, því að þetta er ekki það eina, bera með sér að hann eigi að geta náð töluvert góðum tökum á ljóð- forminu með meiri yfirlegu og þjálf- un í meðferð þess. Það er ekki annað að sjá en að hann hafi til þess alla burði. Eysteinn Sigurðsson. LESENDUR SKRIFA Hrynjandi íslenskra steinhúsa Eins og flestum vegfarendum mun kunnugt hafa undanfarið staðið yfir viðgerðir víða í borginni á nýlegum steinhúsum sem eru meira eða minna sprungin og víða að detta stykki úr, t.d. ein fjögurra hæða blokk í Háaleitinu. Þar voru stór stykki plokkuð úr veggjunum og eitt homið langt inn í vegg. Þetta, sem átti að heita steinsteypa, líktist helst sæmilega pressuðum öskuhaugi. Að þessu verki, að hreinsa burt ruslið, fylla upp í glompumar og pússa yfir, unnu að staðaldri 3 menn, og drógu ekki af sér, að staðaldri í marga mánuði. Þetta lítur nú prýðilega út og er verkið þeim til mikils sóma. Ljósasta dæmið um þesa hroða- legu svikastarfsemi í byggingarstarf- semi undanfarið er turnspíra Hall- grímskirkju. Hún er ekki komin til ára sinna en var samt dæmd að hmni komin þegar byrjað var á viðgerð. í steinsteypunni svonefndri, sem líkt- ist gmnsamlega steypunni í áður- nefndri blokk, kom m.a. í ljós áður óþekkt skeljategund, heilar samlok- ur með fiskinum innan í. Sumir vilja nefna þessa tegund „Alcaliensis Is- landicum“ og veit ég engin skil á því. Ekki mun fiskurinn hafa verið ætur úr skeljunum, jafnvel þótt ýmis jarðefni, sem taka nafn eins og ýmis skáldskapur, væm til staðar sem meðlæti. Kostnaður við þessa viðgerð var áætlaður 12 milljónir er er kominn í 25 hvað sem við bætist. En ekki nóg með það, nú er komið í ljós að stólpamir undir spímnni em að fara sömu leiðina og er viðgerð þeirra áætluð á um 12 milljónir eins og sú fyrri. Verður kannski haldið svona áfram með tuminn niður í grunn? Hvað verður þá orðið um sjálft húsið? Hvemig getur svona nokkuð átt sér stað? Vitað er að byggingarfulltrúi borg- arinnar hefur eftirlit með byggingu allra húsa í umdæminu. Nú er það gefið mál að einn maður með fáa aðstoðarmenn annar þessu ekki og þá er eðlilegt að leitað sé til sérfræð- inga fyrirtækja, annaðhvort af Freyðivín og froðusnakkar Enn hafa háttsettir íslenskir emb- ættimenn brennt sig á forsetavínsaf- slættinum. Nú var það Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sem vildi á ódýran hátt gleðja vini og samherja. Einhverjir kerfiskarlar fettu fingur út í hans afslátt. Jón borgaði mismuninn en viðurkennir ekki að hafa haft rangt við. Á síðasta ári var forseta Hæstaréttar vikið úr embætti meðan verið var að rann- saka hans áfengiskaup. Kerfiskarlar höfðu talið þau vaxin út úr öllu velsæmi. Dómaraforsetinn telur sig hafa farið eftir gildandi reglum. Þorvaldur Garðar, fyrrum forseti Sameinaðs Alþingis, hafði notað töluvert þann rétt, sem hann taldi sig hafa, en neitaði öllu óhófi og þessir em ekki þeir einu sem nefndir hafa verið í þessu máli. Hvaða lög og reglur gilda um þessi mál? Venjuleg- ir menn hafa ekki hugmynd um hvort hér er um lögbrot að ræða, alþingismenn virðast ekkert betri og lögfræðingar em eins og venjulega bæði með og á móti. Hverjir settu þessi lög? Vom þeir fullir og vildu vera fullir áfram? Er ekki best fyrir alþingismenn á næsta þingi að ganga hreint til verks og afnema í eitt skipti fyrir öll þessi þjóðhættulegu rétt- indi? Þessir menn sem rétt hafa, að sínu áliti, til að fá ódýrt áfengi eru flestir eða allir í þeim embættum að þar ættu aðeins að sitja algerir bindindismenn. Bílstjórar mega ekki hreyfa bíl sinn hafi þeir smakk- að áfengi, þeir em taldir hættulegir sér og öðmm. En utanríkisráðherra, sem víða á að koma fram fyrir landsins hönd í flóknum og við- kvæmum málum, má hann vera kenndur, eða dómari að dæma, nú eða alþingismenn að búa til lög, til dæmis um virðisaukaskatt eða lög um áfenga ölið? Á báðum þessum lögum sýnist mér að þingmennimir hafi komist í ódýrt vín og eins er það með mörg lög sem frá þinginu koma. Nýverið átti Lúðvík Jósepsson 75 ára afmæli. Hann virðist enn í fullu fjöri. Heyrst hefur að fjármálaráð- herra hafi fengið sér vín á ráðherra- verði til að leggja í hans afmælis- veislu og enginn segir neitt. Lands- bankinn vill kaupa Samvinnubank- ann. Frá Landsbankanum heyrist mér Sverrir Hermannsson vera aðal- samningamaðurinn. Einn af banka- ráðsmönnum Landsbankans sagði í sjónvarpi að Sverrir hefði ekki neina heimild til slíkrar verslunar, það væru bankaráðsmenn sem þar réðu. Þessi maður heitir Lúðvík Jósepsson og er 75 ára. Væri hann hreppstjóri í sveit, þótt lítil væri, hefði hann orðið að hætta fyrir fimm árum, hvemig sem líkamleg og andleg heilsa hans væri, og svo er um flesta opinbera embættismenn og starfs- menn hjá mörgum fyrirtækjum. Er Lúðvík alveg ómissandi? Sverrir keypti en seldi Gaui Sambandsskuldimar. LJxu þar sem arfi á haugi og urðu milljarðar. Lúðvík úlfgrár illur gýtur augunum á næstu menn. Hans úr kjafti herptum þýtur helvísk kommalygi enn. Guttormshaga, 4. október 1989. Þorsteinn Daníelsson nefndum fulltrúa eða þeim sem fjár- magna byggingamar með hans sam- þykki í því trausti að vel sé fyrir öllu séð. En hér hefur eftirlitið sýnilega brugðist. Hverjir höfðu eftirlit með bygg- ingu Hallgrímskirkju? Hverjir seldu steypuna í hana? Hverjir annast viðgerðina? Og hverjir hafa eftirlit með henni? Vinna þeir e.t.v. eftir sömu reglu og svonefndir arkitektar (íslenska?) sem hafa einokun á að teikna hús fyrir einstaklinga og opin- berar stofnanir, ákveða sín laun án samninga við þolendur, lýsa því yfir að þeir beri enga ábyrgð á verkum sínum og tryllast ef einhver gerist svo djarfur að gera smálagfæringar á þeirra hugdettum? Fjöldi fólks gaf mikið, hver eftir sínum efnum, til byggingar Hall- grímskirkju, borgarstjóm og ríkið úr sínum sjóðum í umboði almenn- ings, allir þessir aðilar eiga heimt- ingu á því að fá skýr og undan- bragðalaus svör við þeim spuming- um sem hér hafa verið settar fram. Þetta á ekki að varðveita eins og eitthvert feimnismál sem enginn má vita neitt um. 3963-8673 Vísitölur fjár- magns og vinnu Ég leyfi mér að vísa til greinar eftir Guðjón Jónsson í Tímanum 17. þ.m., þar sem hann fer enn einu sinni fögmm orðum um lánskjara- vísitöluna og telur hana allra meina bót. Taflan sem fylgir grein Guðjóns hefur þann ágalla að forsendur henn- ar em rangar og framsetningin óljós. Vandamálið að mati Guðjóns er ekki vísitalan heldur verðbólgan. Hann virðist ekki skilja að þetta tvennt verður ekki aðgreint. Vísitöl- ur ala verðbólgu. Vfsitala getur að vísu bætt einum samfélagshóp tap af völdum verðbólgu, en aðeins á kostnað annars samfélagshóps. Vérðtrygging peninga skaðar laun- þega nema kaupgjald sé verðtryggt líka. Þetta veit Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins. Ráðuneyti Steingríms Hermanns- sonar 1983 afnam kaupgjaldsvísitöl- una. Forsætisráðherrann varð fyrst- ur til að sjá að þetta voru mistök, nema lánskjaravísitalan væri afnum- in líka. Hann hafði kjark og dreng- skap til að viðurkenna þetta og hefir beitt sér fyrir afnámi lánskjaravísi- tölunnar æ síðan. En þar á hann í höggi við hávaxtamennina í Seðla- bankanum með dr. Nordal í broddi fylkingar. Nordal telur erfiðleika okkar í dag vera „misskilning“, eins og hann komst að orði f sjónvarpi. Kaupgjaldsvfsitalan ól verðbólgu hér áður fyrr, en sfðustu árin hefir verið tiltölulega kyrrt á vinnumark- aðinum. Lánskjaravfsitalan er mikl- um mun meiri verðbólguvaldur en kaupgjaldsvfsitala. Það stafar af því að hin síðamefnda eykur launa- kostnað aðeins frá þeim tíma sem hún gildir. En lánskjaravísitala kem- ur á allar uppsafnaðar skuldir liðins tíma, hversu háar sem þær eru svo fremi að þær séu verðtryggðar. Hún eykur því vaxtakostnað margfalt. Guðjón ætti að láta reikna fyrir sig, hversu mikið samanlagðar skuldir útvegs og fiskvinnslu hækka við 1% hækkun lánskjaravísitölu. Síðan gæti hann reiknað, hve mikið nefnd- ar skuldir hækka við 35% hækkun lánskjaravísitölu, sem er árleg með- alhækkun hennar sl. 7 ár. Það er einmitt þetta, sem er að sliga útflutn- ing okkar og raunar þjóðarbúið allt. Skrifstofumaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.