Tíminn - 14.12.1989, Side 4

Tíminn - 14.12.1989, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 14. desember 1989 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Staðfest hefur verið að Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna bauðst til að segja af sér embætti á fundi miðstjórnar sovéska kommún- istaflokksins um síðustu helgi eftir að harðlínumenn höfðu ráðist harkalega á umbóta- stefnu hans. Brást Gorbatsjof reiður við þegar háttsettir meðlimir kommúnistaflokksins sögðu að stefna hans væri röng. Fréttir þessa efnis birtust á mánudag, en voru ekki stað- festar fyrr en nú. Þá gerðist það á þessum vígstöðvum að Nikolai Ryzkhov forsætisráð- herra Sovétríkjanna hvatti að- ildarríki Comecon, viðskipta- bandalags Austur-Evrópu- ríkja, til þess að hefja undir- búning að því að láta viðskipti innan bandalagsins fara eftir heimsmarkaðsverði og frjáls gjaldeyrisviðskipti myndu að líkindum hefjast árið 1991. BRUSSEL — Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn mun að líkind- um veita efnahagsstefnu pólsku ríkisstjórnarinnarbless- un sína, en það er grundvöllur þess að Pólverjar fái milljarða dollara lán úr sjóðnum. PARÍS — Francois Mitter- rand forseti Frakklands tók af öll tvímæli um það að franska hernum yrði ekki beitt til að koma evrópskum málaliðum frá völdum á Comoro eyjum. Hins vegar sagði Mitterrand að Frakkar myndu tryggja þegn- um sínum á eyjunum fullt ör- yggi með öllum tiltækum ráð- um ef þess gerðist þörf. Þrjátíu málalioar halda nú öllum völd- um á þessum eyjum í Ind- landshafi undir forystu hins reynda franska málaliða Bob Denard og hafa gert frá því Ahmed Abdallah forseti lands- ins féll fyrir byssukúlu 26. nó- vember, Ríkisstjórnir Frakk- lands og Suður-Afríku eru enn í samningaviðræðum við Den- ard og eru samningamenn staddir í Moroni höfuðstað eyj- anna. KAÍRÓ — Líbýumenn hafa ákveðið að leggja blessun sína yfir fund stjórnarerindreka Ar- abaríkja með embættismönn- um Evrópubandalagsins í næstu viku og hafa dregið til baka hótanir um að setja við- skiptabann á þau Arabarfki sem taka þátt í fundarhöldun- um. Frá þessu gekk Hosni Mubarak forseti Egyptalands, en hann dreif sig í heimsókn í Bedúínatjald Muammars Gaddafis leiðtoga Líbýu nú í vikunni. Suöur-Afríka: De Klerk forseti Suður-Afríku fékk Nelson Mandela leiðtoga Afríska Þjóðarráðsins í heimsókn í gær og voru lögð drög að viðræðum blökkumanna og hvítra um framtíð landsins. Nelson Mandela leiðtogi Afr- íska þjóðarráðsins sem setið hef- ur í fangelsi utanfarna áratugi sakaður um að vilja kollvarpa hinum hvítu valdhöfum, hitti F.W. de Klerk forseta Suður- Afríku að máli á skrifstofu for- setans í Höfðaborg. Fundurinn var haldinn að kröfu Mandela og var rætt um það hvernig hægt væri að koma á raunverulegum viðræðum milli blökkumanna og stjórnvalda þar sem lagðar yrðu línurnar fyrir nýja Suður-Afríku þar sem aðskilnaðarstefnan heyrði sögunni til. Viðræðum þessum mun verða framhaldið strax eftir áramótin, ef marka má yfirlýsingu dómsmálaráð- herra Suður-Afríku, sem skýrði frá fundarhöldunum. -Forsetinn fagnaði þessu tækifæri sem væri áframhald viðræðna sem fyrirrennari hans hafði hafið, auk þess sem viðræðurnar pössuðu inn í áætiun De Klerks um að kynna sér öll viðhorf í stjórnmálalífinu, sagði í yfirlýsingunni. Talið er að Nelson Mandela verði brátt sieppt úr haldi, en slíkt er talið forsenda þess að viðræður getir haf- ist milli stjórnvalda í Pretoríu og leiðtoga Afríska þjóðarráðsins um framtíð landsins. Fyrsta skrefið í þá átt var stigið í októbermánuði þegar sjö öldnum blökkumannaleiðtogum var sleppt úr fangelsi. Á fundi Mandela og De Klerks voru einnig þeir Kobie Coetsee dómsmálaráðherra og Gerrit Vilj- oen stjórnarskrárráðherra, en De Klerk hefur falið honum um að semja drög að nýrri stjórnarskrá þar sem aðskilnaðarstefnan verði útlæg gerð. Herskáirmúslímarí Kasmír fengu kröfum sínum framgengt: Dóttir innan- ríkisráð- herrans frelsuð í gær hlaut Rubia Sayed 23 ára gömul dóttir Mufti Mohammad Sayed innanríkisráðherra Indlands frelsi sitt, en hún hafði verið í höndum herskárra aðskilnaðar- sinna múslíma í Kasmír í sex daga. Mannræningjarnir sem tilheyra hinni herskáu Þjóðfrelsishreyfingu Jammu í Kasmír, sem berst fyrir aðskilnaði Kasmír frá Indlandi, höfðu hótað að myrða stúlkuna ef fimm félögum þeirra yrði ekki sleppt úrfangelsi. Héraðsyfirvöld í Kasmír sáu sér þann kost vænstan að sleppa fimmmenningunum og var Rubia Sayed þá látin laus. Þjóðfrelsishreyfing Jammu og Kasmír er stærsta skæruliðahreyf- ingin sem berst gegn yfirráðum Indverja. Skipan Mufti Moham- mads Sayeds sem innanríkisráð- herra í nýrri stjórn V.P. Singh var ekki hvað síst hugsuð til að ganga til móts við múslíma í Kasmír og á Indlandi öllu, því Sayed er bæði múslími og frá Kasmír. Sayed er fyrsti múslíminn sem gegnir emb- ætti innanríkisráðherra Indlands og hafði hann aðeins gegnt því embætti í þrjá daga er dóttur hans var rænt. Forystuhlutverki kommúnista- flokks Búlgaríu nú lokið UMSJÓN: Hallur Mamússon Forystuhlutverk kommúnista- flokksins í Búlgaríu er nú á enda runnið. Miðstjórn flokksins ákvað á fundi sínum í gær að fara þess á leit við þing landsins að tvær greinar stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um forystuhlutverk kommún- istaflokksins verði á brott numdar. Er talið næsta víst að þingið verði við þessari bljúgu bón kommúnista- flokksins. Það var hin opinbera fréttastofa Búlgaríu sem skýrði frá þessari ákvörðun miðstjórnarinnar. -Búlgarski kommúnistaflokkurinn hefur látið af forystuhlutverki sínu í þjóðfélaginu og innan ríkisins, sagði í frétt fréttastofunnar. Yfirýsing þessi kom í lok þriggja daga fundarhalda miðstjórnar kommúnistaflokksins þar sem framt- íð flokksins var rædd. Hafa tugþús- undir manna með kertaljós í hendi safnast saman fyrir framan höfuð- stöðvar flokksins í Sofíu þar sem fundurinn var haldinn og krafist þannig fullkomins lýðræðis í land- inu. Fyrr um daginn í gær hafði komm- únistaflokkurinn rekið Todor Zhik- ov fyrrum leiðtoga sinn og forseta Búlgaríu úrflokknum ásamttveimur öðrum fyrrum stjórnarnefndar- meðlimum. Filippseyjar: Þingið fær Aquino víðtæk neyðarvöld Þingið á Filippseyjum samþykkti í gær að gefa Corazon Aquino sér- stakt neyðarvald næstu níutíu daga til að takast á við efnahagsringulreið- ina í landinu og koma á röð og reglu eftir uppreisnartilraunina sem gerð var gegn henni á dögunum. Mun Aquino að líkindum undirrita neyð- arlögin í næstu viku og hefur eftir það mun frjálsari hendur til ýmissa efnahagsaðgerða og aðgerða gegn hugsanlegum uppreisnarseggjum. Aquino mun fá völd til þess að fyrirskipa víðtæka vopnaleit og láta gera skotvopn upptæk, taka yfir almenningsfyrirtæki og skyld fyrir- tæki, ákveða verðlag og útdeila mat- vælum. Reyndar fékk Aquino ekki öll þau völd sem hún viidi. Þingið samþykkti ekki að veita Aquino rétt til að banna verkföll og afnema lög er varða vinnumarkað, auk þess sem hún vildi fá ákveðna heimild til lagasetningar. Þá hafði Aquinofarið fram á að neyðarlögin giltu í hálft ár, en þingið fékk henni neyðarvöld í einungis þrjá mánuði. Skref stigiö í átt til friðar í Miðausturlöndum: Arafat býður fsraelum til viðræðna í Varsjá Yasser Arafat leiðtogi Palestínumanna hefur boðið ísraelum til friðarviðræðna í Varsjá, höfuðborg Póllands. Frá þessu skýrði pólska utanríkisráðuneytið í gær. Stefan Staniszewski talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að Jan Majewski utanríkisráðherra Póllands hefði hitt Arafat að máli í Túnis í gær og hefði Arafat farið þess á leit við Majewski að hann kæmi boðinu um fríðarviðræður til fsraela. -Við munum upplýsa ísraela um að Pólverjar bjóða bæði Palestinu- menn og ísraela velkomna til Póllands, sagði Staniszewski við fréttamenn í gær. Talsmaður sendiráðs Palestínu í Varsjá staðfesti að Arafat hefði Jagt tilboðið fyrir Majewski, en ísraelskir stjórnareríndrikar neituðu að tjá sig um málið að sinni. Majewski utanríkisráðherra Póllands var staddur í Tunis til að ræða við forsvarsmenn PLO um þær fyrirætlanir Pólverja að taka upp stjórnmála- samband við ísraela að nýju í byrjun næsta árs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.