Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 18. januar' 1990 Flatlúsarstofninn stækkar og minnkar í bylgjum líkt og rjúpnastofninn: Flatlúsarstofn á uppleið Ljóst er að flatlús er sjúkdómur sem gengur í bylgjum og má reikna með aukningu á flatlús innan 3ja ára, segir m.a. í ársskýrslu kynsjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur fyrir árið 1988. Af loðnumiðum Gangi sú áætlun eftir ætti flatlúsar- stofninn nú að vera á uppleið og ná hámarki á þessu og næsta ári. Flat- lúsartilfelli voru í lágmarki á kyn- sjúkdómadeild 1988, rúmlega50 yfir árið, sem var svipað og 1984. En á árunum þar mitt á milli fóru þau upp í um 200 á ári. Dæmi eru um að fólk hafi fengið óværu þessa á bekkjum sólbaðsstofa. Kannað hefur verið að „kvikindið“ er einkar lífseigt. Getur t.d. verið hið sprækasta eftir tveggja klukkustunda bað í sótthreinsunar- spritti. Að sögn Jóns Hjaltalín Ólafsson- ar, yfirlæknis deildarinnar, er það víða þekkt fyrirbrigði að flatlúsar- smit, og raunar lús yfirleitt, gengur í bylgjum. Skýringar þessa séu hins vegar ekki Ijósar. I raun þurfi þær þó ekki að vera neitt skrítnar. Svo virðist sem að þetta liggi að ein- hverju leyti í erfðaeindum stofnsins. En hugsanlega geti þetta líka verið einhverjum tilviljunum háð. Þegar faraldur gengur yfir sé hann með- höndlaður grimmt þannig að stofn- inn detti niður fyrst á eftir, en nái sér svo aftur á strik á næstu árum. Jón Hjaltalín sagði þetta vel þekkt fyrirbrigði erlendis, sérstaklega í litlum samfélögum þar sem auðveld- ara er að átta sig á slíku ferli heldur en t.d. í milljónaborgum. Afþvíhafi menn dregið þá ályktun að þær sveiflur sem hér hafi komið fram séu raunverulegar fremur en einungis tilviljanakendar. Hann tók fram að alltaf væru þó óvissuþættir hvað fjölda tilfella varðar. Mikið færi t.d. eftir því hvert þeir sem sýktir eru leita eftir aðstoð og hversu greiðan aðgang þeir eiga að þjónustu á hverjum tíma. Þetta geti t.d. ráðist af mismunandi fjölda heimilislækna, hversu skólahjúkrun og eftirlit er gott og aðrir slíkir þættir. Jón Hjaltalín tók fram að flatlús- arsmit sé ekki stórt vandamál hér á landi. Hann kannast m.a. við tilfelli sem komið hafi upp á sólbaðsstof- um. Eftir eitt slfkt tilfelli sagðist hann hafa gert smá tilraun með því að láta flatlús liggja í 70% spritti, í ár? sem notað er til að þrífa sólbekkina. Kvikindið reyndist hið sprækasta eftir 2ja klukkutíma sprittbað. Þróun annarra sjúkdóma sem fólk leitar lækninga á hjá kynsjúkdóma- deild er rakin í ársskýrslunni. Þar kemur m.a. fram að kynfæravörtum hefur fjölgað mjög (úr 180 í 270 tilfelli milli ára). Ný sárasóttartilfelii nær fjórfölduðust (úr 3 í 11) en meira en helmingur þeirra sjúklinga voru frá Grænlandi þar sem sárasótt er mjög útbreidd. Herpes hefur heldur aukist. Á hinn bóginn hefur lekandasmituðum fækkað. Um 2.500 einstaklingar Ieituðu aðstoðar deildarinnar árið 1988, þar af greind- ust rúmlega 1.400 með kynsjúk- dóma. -HEI Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem á að kanna hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðanakannan- ir. Ákvörðunin byggir á ályktun sem samþykkt var á Alþingi í maf 1988. Nefndin á jafnframt að kanna hvort fullnægjandi er að koma á fót Þrjátíu og þrjú norsk og tvö færeysk loðnuveiðiskip eru nú á miðunum, 50 til 60 mílur austur af Gerpi. Á mánudag flaug Landhelgis- gæslan yfir flotann fyrir austan land og mátti sjá færeysk, norsk og ís- lensk skip. Færeyingar og Norðmenn hafa veitt frá áramótum á milli 13 og 14 þúsund tonn, og er megnið af því sem þeir veiða fryst um borð. Eftir að skipin hafa veitt ákveði magn af loðnu halda þau yfirleitt inn á firði samstarfi þeirra sem fást við gerð skoðanakannana og tryggja að þeir setji sér starfs- og siðareglur sem eftir verði farið án þess að lagasetn- ing komi til. Leitað verður eftir tilnefningum í nefndina frá eftirtöldum aðilum: Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, þar sem loðnufrystingin fer fram, en samkvæmt samningum mega 20 er- lend skip veiða í einu. íslensku loðnuskipin eru á svipuð- um slóðum, og tilkynntu 13 skip um afla í fyrradag, samtals um 9200 tonn og fjórir bátar í gær. Eru því um 167 þúsund tonn komin á land frá áramótum. Þróarrými er víða takmarkað á Austurlandi, þar sem mikil afli hefur borist á land síðustu daga. —ABÓ/Tímamynd Tómas Hclgason Félagsvísindadeild Háskóla íslands, Blaðamannafélagi fslands, Gallup á íslandi og Heimspekideild Háskóla íslands og er óskað sérstaklega eftir að tilnefndur verði kennari í sið- fræði. SSH Nefnd um skoðanakannanir Tómas Gunnarsson, hæstaréttarlögmaður f.h. Inga B. Ársælssonar: Opið bréf til dómsmálaráðherra Tímanum hefur boríst eftirfarandi opið bréf til Óla Þ. Guðbjartssonar, dómsmálaráðherra: Ég leita til þín, herra dómsmálaráðherra, fyrir hönd umbj. míns, Inga B. Ársælssonar, kt. 24.07.32-3949, og óska eftir að skipaður verði sérstakur setusaksóknari til að rannsaka atriði tengd brottvikningu umbj. míns úr starfí fulltrúa við Ríkisendurskoðunina snemma árs 1984, sem ber að gera samkv. meginreglu III. kafla laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Beiðninni er beint til dómsmála- ráðherrans með vísun til megin- ákvæða laga, sem koma fram m.a. í 22 gr. laga nr. 74/1974 um með- ferð opinberra mála og þess sér- staklega, að hinn skipaði ríkissak- sóknari er undir Ríkisendur- skoðunina settur, vegna fjármála- legs eftirlits. Einnig vegna þess að umbj. minn telur, að misbrestur hafi orðið við starfrækslu Ríkis- saksóknaraembættisins, þegar þurft hefur að vinna í málum sem tengjast skylduliði skipaðs ríkis- endurskoðanda, Halldórs V. Sig- urðssonar. Hafi það gerst þegar uppvíst varð um meinta fjármála- óreiðu sonar ríkisendurskoðand- ans á árunum 1983/1984, en sonur- inn var þá starfsmaður Ríkisendur- skoðunarinnar. Telur umbj. minn að blaðaskrif um fjármálaóreiðu ónafngreinds starfsmanns Ríkis- endurskoðunarinnar hafi verið tengd umbj. mínum, vegna fyrir- varalausrar brottvikningar hans snemma árs 1984, þá hefur legið fyrir a.m.k. síðan í ársbyrjun 1989, að tengdasonur ríkisendur- skoðandans var talinn uppvís að meintri fjármálaóreiðu sem starfs- maður Orkubús Vestfjarða. Hvor- ugt þessara mála virðist enn hafa fengið lögmælta meðferð hjá Ríkissaksóknaraembættinu, þótt ýmsum nýrri málum hafi verið lokið með dómi, eða ákæra a.m.k. gefin út. Beiðninni er beint til dómsmála- ráðherrans í opnu bréfi vegna þess að hér er um að ræða mál, sem nokkrir helstu embættismenn þjóðarinnar hafa tengst, vegna þess að til þeirra hefur verið leitað vegna málsins og að kunnug eru þau viðbrögð ýmissa opinberra stofnana að svara ekki bréfum borgaranna eða svara út úr. Telur umbj. minn vænlegra til árangurs að fjölmiðlar upplýsi almenning um málið ef þess er kostur. Tilefni beiðnarinnar um opin- bera rannsókn er skortur á gögnum, sem umbj. minn hefur viljað byggja á rekstur máls síns nr. 17155/1988 fyrir Bæjarþingi Reykjavikur: Ingi B. Ársælsson gegn Ríkisendurskoðuninni og fjármálaráðuneytinu fyrir hönd Ríkissjóðs íslands. Grundvallarskjal í því máli er dskj. nr. 9, afrit bréfs dags. 9. apríl 1984, sem umbj. mínum var afhent þann dag, sem liður í samkomulagi hans við fjármálaráðuneytið og Ríkisendurskoðun vegna ólög- mætrar brottvikningar hans úr starfi. í þessu afrit bréfs, sem vera átti til færslu á launaskrá ríkisins, stóð: “Fjármálaráðherra hefur ákveð- ið að Ingi B. Ársælsson, fyrrver- andi stjómarfuiltrúi í Ríkisendur- skoðun, taki laun skv. efri launa- flokki stjómarráðsfulltrúa, þ.e. 19. Ifl. (grunnröðun) frá 1. janúar 1984 til 29. febrúar 1984.“ Viðstaddir afhendingu þessa af- rits til umbj. míns voru þáverandi fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson, Þorsteinn Geirsson, þáverandi skrifstofustjóri fjár- málaráðuneytisins, Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og Gestur Jónsson hrl., lögmaður umbj. míns. Efni þessa bréfs var í sam- ræmi við aðra þætti samkomulags- ins, þ.e. bætur til umbj. míns voru ráðherra. miðaðar við ellefuföld þau laun sem bréfið tók til og umbj. minn fékk greiddar. Það var hins vegar veigamikið fyrir umbj. minn að frá þessa launahækkun fyrir mánuðina janúar og febrúar 1984, vegna þess að þeir voru síðustu mánuðimir sem umbj. minn var talinn vera starfsmaður Ríkisendurskoðunar- innar og eftirlaun hans og önnur lífeyrisréttindi eftir tæplega tutt- ugu og sjö ára starf hjá Ríkisendur- skoðuninni átti að miðast við þenn- an launaflokk. Lögmaður stefnda Ríkissjóðs, Hákon Ámason hrl., hefur í grein- argerð dskj. nr. 22 í málinu mót- mælt efni þessa skjals. Þar segir: „Er rangt og ósannað að samið hafi veríð um afturvirka launa- hækkun til stefnanda fyrír janúar og febrúar 1984 í tengslum við starfslausn hans svo sem stcfnandi heldur fram.“ Af hálfu umbj. míns hefur ítrek- að verið leitað eftir því við Hákon Árnason hrl., sem lögmann Ríkis- endurskoðunar og fjármálaráðu- neytis, Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, sem forsvars- mann fjárfmálaráðuneytisins, for- seta Alþingis og umboðsmann Al- þingis að aðstoða við öflun upplýs- inga um tilurð þessa skjals og fleira. Árangurinn er enginn til þessa. Lögmaður stefnda Ríkis- sjóðs telur sér óskylt að afla þess- ara gagna og vill ekki vinna að því. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra hefur ekki fengist til að svara skriflega bréfum og sím- skeytum. Forseti Sameinaðs Al- þingis, Guðrún Helgadóttir, hefur svarað skriflega en hefur byggt svar sitt á því að það væri Bæjar- þingsins að afla umbeðinna upplýs- inga, sem dómstóllinn hefur rétti- lega ekki talið í sínum verkahring. Árni Gunnarsson alþm., nýkjörinn forseti neðri deildar Alþingis, tók málaleitan umbj. míns um að hann hlutaðist til um gagnaöflun í mál- inu vel, í fyrstu. En þegar gengið hefur verið eftir svörum, fyrst munnlega og síðan skriflega, hafa þau engin fengist. Leitað hefur verið til umboðsmanns Alþingis, Gauks Jörundssonar. Hann féllst ekki á að veita aðstoð sína til öflunar upplýsinga í málinu. Hann hefur lýst þeirri skoðun að reglur um umboðsmann Alþingis banni afskipti af Ríkisendurskoðuninni, þrátt fyrir að í 2. gr. laganna um umboðsmann Alþingis nr. 13/1987, segi: „Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borg- aranna gegn stjórnvöldum landsins.“ Umboðsmaðurinn hefur ekki skýrt frá hvers vegna hann vill ekki aðstoða við réttmæta upplýsinga- öflun hjá fjámiálaráðuneytinu, en hann hefur bent umbj. mínum á að vænlegast væri að leita til dómstóls um úrskurðun um gagnaöflun. Það kann að vera rétt metið hjá um- boðsmanninum. En á það er að líta að um leið er hann að víkja sér undan því að gegna starfsskyldum sínum. Ég veit að umbj. minn vill treysta dómstólum landsins, en hann vill ekki að stjórnvöld lands- ins víki sér undan lögmæltum starfsskyldum sínum til að komast hjá að afla upplýsinga sem varða hann miklu og hann á rétt á að fá hjá þeim. Úrskurðun dómstóls um upplýsingaöflun yrði, ef til kæmi, síðasta úrræði umbj. míns til að afla upplýsinga. Og hann vill ekki nota það nema hann sé neyddur til. Á það er líka að líta að réttaróvissa hefur verið í landinu um allmargra ára skeið. Hæstiréttur hefur um átatugaskeið vikið frá þeirri grund- vallarreglu mmannréttindasátt- mála og laga um að rannsókn og dómur í sakamáii skuli ekki vera í höndum sama manns eða á hans valdi. í síðustu viku breytti Hæsti- réttur fyrri afstöðu sinni gagnvart þessari reglu, sem er bæði veiga- mikið og ánægjulegt. En þetta hefur hingað til verið talið eitt af mjög mörgum álitamálum í réttar- farinu. Má því ljóst vera hver réttaróvissan er í landinu og örðugt fyrir menn að fullyrða um mála- lyktir. Til frekari upplýsinga sendast hjálagt skjöl nefnds bæjarþings- máls og er vísað sérstaklega til tl. 2-6 í dskj. nr. 23 um rannsóknartil- efni. Viroingarfyllst, Tómas Gunnarsson lögm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.