Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 18. janúar 1990 Jlllllllllllllllllllli AÐUTAN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Landamæri Þýskalands og Póllands erfitt úrlausnarefni: Voru þau dregin eftir vitlausri á? í breska blaðinu The Sunday Times er nýlega fjallað um vandræöamálið landamæri Póllands og Þýskalands, sem aldrei hefur veriö gengið frá eftir stríðslok með formlegum samningum. Grunur hefur nú vaknað um að þau muni á sínum tíma hafa verið sett við vitlausa á, Neisse eystri í stað vestarí Neisse, sem vesturveldin hafi haft í huga. Nú, þegar hillir undir að hér verði um að ræða austurlandamæri sameinaðs Þýskalands verður brennandi að ganga skýrt og greinilega frá málum. Landamærín skipta borgum í dögun á föstudagsmorgni þrammar lítill hópur Pólverja yfir brú yfír ána Oder inn í Austur- Pýskaland. Aðeins 10 klukku- stundum síðar halda þeir til baka, eftir að hafa unnið dagsverkið sitt og keypt inn. Þetta gera þessir sömu menn á hverjum degi. Pólski landamæra- bærinn Slubice er gervibær - fyrr- um austurúthverfi Frankfurt an der Oder, gamallar iðnaðarborgar sem í eina tíð teygði sig á báða bakka árinnar Oder, þar sem flest störfin voru öðrum megin og nokk- ur heimilanna hinum megin. 1945 varð Oder landamæralínan milli Póllands og Austur-Þýska- lands, landamæri sem Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands neitaði að viðurkenna í nýárs- ávarpi sínu nú um áramótin, frjáls- lyndum samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórninni til mikillar gremju en við fagnandi hneykslun stjórn- arandstöðunnar. Eins og búast mátti við hefur vofa þýskrar út- þenslustefnu aftur gert vart við sig til að ofsækja friðsamlega þróun í átt að endursameiningu þýsku ríkj- anna, sem virðist óhjákvæmileg. Pólverjum er ekki skemmt. Landamærin „óútkljáð“ vandamál Austurlandamæri Þýskalands hafa verið á lista yfir „óútkljáð“ vandamál Evrópu í fimm áratugi. Á opinberum landabréfum í Vest- ur-Þýskalandi eru landamærin milli Austur-Þýskalands og Póllands yfirleitt dregin með punktalínu fremur en heilli. Það er ekki vegna þess að embættismönnum sé ekki ljóst hversu viðkvæmt mál hér er um að ræða, sérstaklega þeim sem eru vinstra megin við miðju í pólitík. Þeir forðast að horfast í augu við það og gefa bara út kort með Vestur-Þýskalandi einu. Hófsamir hægri menn studdust við þá afsökun að „Sambandslýð- veldið á engin landamæri með Póllandi, því er það ekki okkar að viðurkenna þau.“ En hrun Austur- Þýskalands gerir þessa afsökun léttvæga. Landamæramálið er tilfinninga- hlaðið. Þegar þess var minnst í september sl. að 50 ár voru liðin frá því síðari heimsstyrjöldin hófst með innrás Þjóðverja í Pólland var aftur vakin í Þýskalandi gamla Willy Brandt laut höfði og fuss- aði þegar hann hlýddi á ára- mótaboðskap kanslarans. sektarkenndin. Vestur-þýskir vinstri menn, sem þegar hafa áhyggjur af því að hrun sósíalism- ans í austurhluta Evrópu kunni að smita út frá sér, hafa hafið árás á hugmyndina um einingu Þýska- lands og gefa í skyn hliðstæður við hina frægu yfirlýsingu Hitlers um „síðustu landakröfu í Evrópu", auk þess sem þeir saka Kohl um að stefna öryggi Evrópu í hættu til að sleikja sig upp við íhaldssama kjós- endur. Frammámaður í flokki Frjálsra demókrata, flokki Hans-Dietrich Genschers utanríkisráðherra, lét í ljós óánægju með að forseti stjóm- lagadómstólsins hefði lýst því yfir að Þýska ríkið væri enn við lýði og landamæri þess 1937 - og þar undir félli helmingur Póllands eins og það er nú og nokkur skiki af Sovétríkjunum. Enn engir friðarsamningar efftir heimsstyrjóldina síðari Kjami vandamálsins er að kalda stríðið kom fast á hæla „heita stríðsins" í Evrópu. Það hefur aldrei verið gerður friðarsamning- ur milli Þýskalands og bandamann- anna sigursælu 1945. Þegar stríðinu lauk var „Þýskaland" frekar lifnað- arháttar- og menningarhugtak en land og sigurvegaramir vom ekki lengur bandamenn. Á fundinum í Jalta í febrúar 1945 hafði verið komist að sam- komulagi um að afhenda Póllandi eitthvað af þýsku landsvæði í skaðabætur, sérstaklega vegna þess að Stalín hafði gert það lýðum ljóst að hann hygðist halda fast í það sem fyrir stríð hafði verið austurhluti Póllands en hann hafði lagt undir sig 1939 skv. samningi hans við Hitler. Þar sem stríðið var þá ekki enn unnið var þetta atriði eitt af þeim sem vestrænu banda- mennirnir vom bara ekkert að þrasa um við „Jóa frænda“. Á fundinum í Potsdam sex mán- uðum síðar, þegar Þýskaland var þegar bútað niður í hemámssvæði bandamanna, var mikilvægara að taka afstöðu til niðursetningar skriðdreka en pólitískrar niður- stöðu. Orðalag samkomulagsins í lok fundarins var snilldarverk í diplómatískri tvíræðni og dró bráðabirgðalandamæri eftir ánum Oder og Neisse en lýsti því yfir að „endanleg mörkun vesturlanda- mæra Póllands ætti að bíða friðar- sáttmála". Heimurinn bíður enn. Var niglað saman ám? Því hefur verið haldið fram að vestrænu bandamennirnir hafi mglað saman ám og hafi haft í huga eystri ána Neisse (Nyse á pólsku), sem hefði haldið meiri- hluta Slésíu, m.a. borginni Breslau (nú Wroclaw) innan Þýskalands. Hins vegar hafi Pólverjar af öfga- sinnaðri þjóðerniskennd teygt land sitt að vestari Neisse og það verið umborið um skamma hríð af kald- hæðnum sovéskum einræðisherra með ruddalegar áætlanir um að ná fullri stjórn á landinu. Þar með var sögulegur armur Þýskalands inn í Austur-Evrópu aflimaður. Helmut Kohl kom af stað miklu fjaðrafoki með áramótaávarpi sinu þar sem hann neitaði að viðurkenna núverandi landa- mæri Póllands og Austur- Þýskalands. Stalín hafði líka staðið fast á því að landamærin sveigðu í vestur frá Oder í norðri þannig að hin æva- foma þýska hafnarborg Stettin (Szczecin) lenti innan landamæra Póllands. í augum Rússa virtist það snjallt á þessum tíma, enn vom engar áætlanir uppi um að skipta Þýskalandi og sovéski ein- ræðisherrann hafði skapað eilífa uppsprettu fjandskapar milli gam- algróinna óvina Rússaveldis. Þetta tókst. Ekki síðaren á fyrra ári átti Austur-Þýskaland í rifrildi við yfirvöld í Varsjá út af hverjum bæri að annast dýpkunarfram- kvæmdir í Szczecin-flóa og vegna aðgangs að höfninni, og það þrátt fyrir að Austur-Þýskalandi bæri að standa vörð um óbreytt ástand skv. áætlunum Stalíns. Á öðmm stöðum skám landa- mærin í sundur fom samfélög. Bærinn Görlitz, sem er snyrtilega skorinn í tvennt af Neisse, var neyddur til að taka upp pólska tilveru undir nafninu Zgorzelec. Þessi brotnu landamæri hafa mynd- að undarleg afbrigði eins og Slu- bice, þar sem Pólverjar, sem flestir hafa verið fluttir þangað frá land- svæðum sem Rússar hafa lagt undir sig, hafa í reynd verið neyddir til að vera daglegir „Gastarbeiter" í Austur-Þýskalandi. Þegar Stalínistamir í Austur- Berlín lokuðu „vináttulandamær- unum“ til að verjast frjálslyndis- mengun frá Samstöðu, var verka- mönnum frá Slubice áfram leyft að fara yfir landamærin til vinnu, m.a.s. af sínum eigin stjórnvöldum á hinum dapurlega vetri eftir að herlög vom sett 1981, þegar þeir gerðu innrás í hinar tiltölulegu velbirgu verslanir í Frankfurt til að kaupa pylsur og jólatré. Brottreknir Slésíumenn vilja leiftréttingu sinna mála Það var ekki bara að Oder- Neisselínan skæri mikilvægan bút af Þýska ríkinu. Hún varð líka til þess að 13 milljónir Þjóðverja vom reknir frá heimilum sínum með valdi og settir niður vestar, í Þýska- landi, undir því yfirskini að verið væri að „senda þá heim“. Margir þeirra brottreknu vom gamal- menni og börn sem höfðu ekkert haft með stríðsreksturinn að gera. Það er kannski skiljanlegt að örlög þessa fólks hafi vakið litla samúð á meginlandi sem hafði orðið að líða mikið vegna mddaskapar þýsks hroka. En það er líka jafnskiljan- legt að flest þessa fólks lét ekki staðar numið á hemámssvæði Rússa heldur hélt ferðinni áfram til vesturhluta Þýskalands, þar sem „útlagaklúbbar" þeirra em áhrifa- miklir kjósendaþrýstihópar nú á dögum. Þetta skiptir miklu máli fyrir Kohl, sem hefur farið halloka í skoðanakönnunum og horfist í augu við kosningar á þessu ári. Hann má ekki til þess hugsa að missa völdin einmitt þegar helst lítur út fyrir að þýski draumurinn um einingu ríkjanna tveggja sé að rætast. YAMALUBE-2 olían frá YAMAHA fyrir vélsleðann BUNADARDEILD KTT ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.