Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS j 1 s •4 NORÐ- AUSTURLAND A f \ PÓSTFAX TÍMANS 687691 us rQ ____°o ÞRttSTIlR 685060 VANIR MENN Timinn RMMTUDAGUR 18. JANUAR 1990 Drög að reikningum Byggðastofnunar fyrir árið 1989 lagðir fram: Vanskilin við Byggðastofnun tvöfölduðust í drögum aö reikningum Byggðastofnunar sem lagöir voru fram á^stjórnarfundi á þriðjudag kemur fram að vanskil við stofnunina námu í árslok 1.064 milljónum króna. Það er tvöföldun á árinu, miðað við árið á undan. Þá þurfti að afskrifa lán samtals að upphæð 267 m. kr. á síðasta ári, auk þess sem stofnunin þurfti að leysa til sín allmörg veð á árinu og höfðu þau ekki verið seld á ný um áramót. I tilkynningu sem stofnunin hefur sent frá sér kemur fram að rekstur hennar á síðasta ári hafi verið mjög erfiður, en umsvif hennar veruleg. var til þess að gera sjávarútvegsfyrir- tækjum kleyft að falla undir reglur Hlutafjársjóðs og Atvinnutrygginga- sjóðs útflutningsgreina. Árið 1989 nam framlag af fjárlög- um til Byggðastofnunar 125 millj. kr. en með aukafjárlögum var fram- lagið aukið um 50 m. kr. Lántökur stofnunarinnar erlendis á síðasta voru að upphæð 1.670 m. kr., en innanlands voru 132 m. kr. teknar að láni. Á stjórnarfundinum á þriðjudag samþykkti stjórnin að að taka erlent lán að upphæð 300 millj. kr. frá Norræna fjárfestingabankan- um og er það ætlað til almennrar starfsemi stofnunarinnar. Þá var á stjórnarfundinum sam- þykkt að veita styrki að upphæð 40 m. kr. af 50 milljón króna fjárveit- Heildarútlán Byggðastofnunar um sl. áramót námu 8.464 millj. króna og höfðu þau aukist um 28% á árinu. Hlutur sjávarútvegs í heild- arútlánunum var 63%, en það er nokkru minna en árið áður. Er það vegna aukins hlutar fiskeldis í útlán- um. í drögum að reikningum Byggða- stofnunar kemur fram að útborguð lán á árinu 1989 námu 1.544 milljón- um króna og hlutafé var keypt fyrir 117 milljónir króna. Byggðastofnun veitti styrki á síðasta ári að upphæð krónur 50 milljónir. Þar af nam niðurgreiðsla á loðdýrafóðri 20 millj. króna. Þá var veittur styrkur að upphæð 10 millj. til Freyju hf. á Suðureyri. Var sú styrkveiting af sérstakri aukafjárveitingu sem ætluð ingu samkvæmt fjáraukalögum til eftirtalinna fyrirtækja. 15 millj. fara til Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf., 15 millj. til Hraðfrystihúss Stokks- eyrar hf., 10 millj. króna til Hrað- frystihúss Breiðdælinga. Skilyrði fyr- ir styrkveitingu til þess síðasttalda er að Hlutafjársjóður Byggðastofnunar gerist hluthafi í fyrirtækinu, sam- kvæmt fyrirliggjandi áætlun. Samkvæmt fyrri ákvörðun stjórn- valda tók Byggðastofnun að sér að fjármagna uppbyggingu tveggja stórra fiskeldisstöðva, Miklalax í Fljótum og Silfurstjörnuna ( Keldu- hverfi og á stofnunin 20% hlutafjár í þessum stöðvum. Skuldir þessara fyrirtækja við Byggðastofnun nema um 500 milljónum króna. Þar sem enn hefur ekki verið gengið frá skipulagi rekstrarfjármögnunar í fiskeldi og tvímælalausir hagsmunir stofnunarinnar að rekstur þessara fyrirtækja gangi með eðlilegum hætti, var ákveðið á stjórnarfundin- um að veita fyrirtækjunum rekstrar- lán til bráðabirgða samtals að upp- hæð 85 millj. kr. Þá má einnig geta þess að á síðasta ári voru veitt 179 lán að upphæð 255,2 milljónir króna í stofnlán til smábátaeigenda. -ABÓ Félagar í Félagi símsmiða standa vörð um slitinn símastreng á Arnarneshæð. Tímamynd: Pjefur Fjármála- og samgönguráðuneyti um símsmiðadeiluna: Aðgerðirnar ólöglegar Fulltrúar fjármálaráðuneytis og samgönguráðuneytis áttu í gærmorg- un fund með yfirmönnum Pósts- og símamálastofnunarinnar, þar sem ræddar voru uppsagnir símsmiða og aðgerðir þeirra síðustu daga. Niðurstaða fundarins varð sú að bæði fjármála- og samgöngumála- ráðuneytið telja verkfallsboðun símsmiða „ekki standast og aðgerðir Ný samninganefnd ríkisins: Indriði verður erlendis Fjármálaráðherra hefur skipað samninganefnd ríkisins að nýju og eiga nú 15 manns sæti í henni. I stað eins formanns eins og áður var hefur verið skipuð þriggja manna stjórn, sem hefur á hendi forystu í samn- inganefndinni og skipulag starfs hennar. Þetta er gert vegna síauk- innar fjölbreytni í samningastörfum og skiptir stjórnin með sér verkum eftir eðli máls hverju sinni. í stjórn samninganefndar ríkisins eiga sæti þær Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Amdís Steinþórsdóttir, deildarstjóri sjávarútvegsráðuneyti og Guðríður Þorsteinsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisspítala. Fyrrverandi formaður nefndar- innar Indriði H. Þorláksson lætur af störfum í nefndinni vegna starfsdval- ar erlendis. -ABÓ Heilbrigðisráöherra um Fæðingarheimilið: ÓSKA EFTIR MÁL- EFNALEGRIAFSTÖDU „Ef til vill telur borgarstjórí nægilegt að svara erindi mínu » fjölmiðlum en meðan ég hef ekki fengið svar Reykjavíkurborgar við málaleitan minni þá býð ég mcð frekarí viðbrögð í málinu. Ég óska eindregið eftir því að það verði tekin málefnaleg afstaða til beiðni okkar.“ Sagði Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra þegar Tíminn bar undir hann þau ummæli Daviðs Oddssonar borgar- stjóra í fjölmiðlum að ekkí komi til greina að leigja eða selja ríkinu Fæðingarheimilið. Guðmundur sagðist jafnframt vonast eftir því að í ijósi þessara óska ráðuneytisins verði athugaður sá möguleiki að taka til endur- skoðunar samning þann sem borg- in hafi gert við hóp lækna um leigu á tveimur hæðum Fæðingarheimil- isins. Um þá gagnrýni borgarstjórans að ósk ráðuneytisins hafi komið fram of seint sagði Guðmundur að málið hefði lengi verið í athugun í ráðuneytinu. Meðal annars hafi verið til athugunar sá möguleiki að breyta reglum um heimildir sér- fræðinga til að reka lækningastof- ur. Einnig hafi verið bcðið cftir því að fá upplýsingar frá stjórn sjúkra- stofnana Reykjavíkur um hug- myndir um breytingar á rekstri Fæðingarheimilisins og þar með Borgarspítalans, en þær hafi ekki borist. I lögunum sé kveðið á um það að þegar breyta á starfsemi sjúkrastofnana eigi að sækja um Ieyfi til þess til ráðherra. Guðmundur vildi ekki tjá sig um það á þessu stigi málsins hvort hann myndi synja bciðni lækna- hópsins um rekstrarleyfi hvað varðar leiguhúsnæðið í Fæðingar- heimilinu en það mál yrði athugað sérstaklega. „Það kemur kannski best í ljós nú það sem ég hef haldið fram í umræðunni um aðhald og sparnað, ' að það sé til lítils að draga úr framlögum til heilbrigðisstofnana og krefjast þess að þær hagræði í Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra. rekstrinunum ef það er opnaður annar krani í staðinn. Þetta sést kannski best á því að þegar Borgar- spítalinn beitir aðhaldi í rekstrin- um að þá skuli það þýða það að sérfræðingar sjái sér leik á borði og telji að þeir geti náð greiðslum út úr tryggingakerfinu með þessu móti. Þetta áréttar nauðsyn þess að reglur um rekstarleyfi sérfræð- inga séu teknar til endurskoðun- ar.“ SSH í skjóli hennar ekki í samræmi við lög“, eins og segir í greinargerð frá ráðuneytunum sem send var út í gær. Þar segir enn fremur að ekki verði gengið til samninga við Félag símsmiða þar sem samningsréttur vegna þeirra starfa sem hér um ræðir fellur undir þau lög og leikreglur sem gilda um opinbera starfsmenn. Guðmundur Björnsson aðstoðar Póst- og símamálastjóri sagði að- spurður að auðvitað væru þessar aðgerðir ólöglegar. „Þessir menn hafa sagt upp störfum og hættu um áramótin," sagði Guðmundur. Hann sagði að ákvarðanir um hvað gera ætti yrðu teknar í ljósi yfirlýsingar ráðuneytanna. Eins ogTíminn hefur greint frá hefur Félag símsmiða gengið í raðir Rafiðnaðarsambands- ins og stendur deilan um það að ríkið viðurkenni þá sem samningsað- ila. Félagar úr Félagi símsmiða hafa staðið verkfallsvörslu um slitinn símastreng á Arnarneshæð og eru nokkur símanúmer óvirk vegna þessa, á Arnarnesi og Garðabæ. Stórar bilanir sem sú á Amameshæð hafa ekki orðið á öðrum stöðum. Félag íslenskra símamanna sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem á það er bent að símsmiðir séu með samnings- og verkfallsrétt innan Félags íslenskra símananna. Þar eru símsmiðir deild í félaginu og starfa þar að sínum málum og hafa gert með ýmsum hætti, segir í tilkynning- unni. Skorað er á alla félagsmenn F.Í.S. að þjappa sér saman í þeim samningaviðræðum er nú standa yfir með það að markmiði að bæta kjör allra félagsmanna. Félagið hafnar allri ólöglegri starfsemi, sem leiðir það eitt af sér að veikja og sundra launafólki. Þá er það harmað að margir símsmiðir skuli hafa tekið þá ákvörðun að segja upp og láta af störfum hjá Pósti og síma. Ennfrem- ur segir í tilkynningunni að fram- koma forystumanna Rafiðnaðar- sambands íslands í þessu máli sé með eindæmum í sögu verkalýðs- hreyfingar á íslandi. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.