Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. janúar 1990
Tíminn 9
Ferðum til útlanda fækkaði um nær 8.000 síðari helming ársins 1989:
Þýskum og frönskum
fjölgar hér stórum
Um 130.500 erlendir ferðamenn komu hingað til lands
1989, sem var nokkur fjölgun frá árinu áður, þrátt fyrir nær
fækkun bandarískra ferðamanna um nær sex þúsund. Veruleg
fjölgun varð hins vegar á ferðamönnum frá Þýskalandi,
Frakklandi, Sviss og Austurríki.
íslendingar heim komnir frá út-
löndum töldust um 142.600 á árinu,
sem er um 6.600 manna fækkun frá
fyrra ári. Umskiptin urðu á miðju
ári, því tímabilið júlí-desember voru
íslenskir utanfarar um 7.700 færri
heldur en á sama misseri árið áður.
T.d. fóru nú um 3.000 færri til
útlanda (jólainnkaupaferðir?) í nóv-
ember og desember heldur en árið
áður.
Gífurleg fækkun ferðamanna frá
Bandaríkjunum vekur hvað mesta
athygli þegar yfirlit útlendingaeftir-
litsins er borið saman við yfirlit
síðustu ára. Fyrir 4-5 árunum kom
nær þriðjungur allra erlendra ferða-
manna frá Bandaríkjunum. Flestir
urðu þeir um 35.700 árið 1987. Á
nýliðnu ári komu hins vegar aðeins
tæplega 23.000 Bandaríkjamenn til
landsins (18%) og hefur því fækkað
um 12.700 manns á aðeins tveim
árum.
Þrátt fyrir það hefur erlendum
ferðamönnum heldur fjölgað í heild,
vegna stöðugrar fjölgunar heim-
sókna frá mörgum löndum, sérstak-
lega Mið- Evrópu nú síðustu árin.
Heimsóknir Norðurlandabúa hafa
nær staðið í stað s.l. þrjú ár, eftir
meira en tvöföldun næstu ár þar á
undan, t.d. úr um 22 þús. í 45 þús.
á árunum 1984-87. Svipað átti sér
raunar stað með t.d. Hollendinga og
Itali sem fjölgaði mjög 1986, en hægt
síðan. Frá Kanada má segja að sami
fjöldi, um 1.200 manns, hafi komið
árlega í mörg ár.
Tólf þjóðir áttu hérna yfir tvö
þúsund fulltrúa á síðasta ári. Breyt-
ingar á ferðamannafjölda frá þessum
löndum eru sem hér segir frá 1985 til
1989 (sléttaðar tölur):
1985: 1989:
Danmörk 9.950 16.160
Svíþjóð 8.170 16.430
Noregur 7.670 9.060
Finnland 2.600 4.410
Norðurl. alls: 28.700 46.100
Þýskaland 9.420 18.320
Bretland 9.720 11.990
Frakkland 4.480 8.190
Sviss 2.740 4.750
Austurríki 2.240 3.270
Ítalía 1.170 2.980
Holland 1.650 2.520
7 Evrópulönd 31.400 51.900
Bandaríkin 31.630 22.950
Útlendingar = 97.400 130.500
íslendingar = 95.700 142.800
Þróunin í ferðamannafjölda frá
Bandaríkjunum annars vegar og
framangreindum Evrópulöndum
hins vegar er athyglisverð. Einnig
kemur í ljós að Islendingum sem
fara til útlanda hefur fjölgað töluvert
meira á undanförnum árum (þrátt
fyrir töluverða fækkun í fyrra) held-
ur en erlendum ferðamönnum hér á
landi. - HEI
Aldrei
meira at-
vinnuleysi
Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga
hefur aldrei verið meiri en í fyrra frá
því að skráning þeirra hófst árið
1975. Á árinu voru skráðir 552
þúsund atvinnuleysisdagar en flestir
höfðu þeir áður orðið 385 þúsund
árið 1984. Atvinnuleysið 1989 jafn-
gildir því að 2100 einstaklingar hafi
að meðaltali verið á atvinnuleysis-
skrá ailt árið. Þetta samsvarar því að
atvinnuleysið hafi verið 1,6% á ár-
inu. Meðal kvenna á vinnumarkaði
var atvinnuleysið 2,2%, á móti 1,6%
karla.
Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í
desembermánuði síðastliðnum jafn-
gildir því að 2600 manns hafi að
meðaltali verið á atvinnleysisskrá í
mánuðinum. Það svarar til 2,1% af
áætluðum mannafla á vinnumarkaði
samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar.
SSH
Áfengisvarna-
lög undir
einn hatt
Skipuð hefur verið nefnd, sem á
að endurskoða þau ákvæði áfengis-
laga er snerta áfengisvarnir, og lög
um meðferð ölvaðra manna og dryk-
kjusjúkra, með það fyrir augum að
steypa ákvæðum þessara laga saman
í ein lög, áfengisvamarlög.
Nefndinni er ætlað að hafa samráð
við þá aðila sem vinna að áfeng-
isvörnum, s.s. Áfengisvarnaráð,
áfengisdeild rikisspítalanna og Sam-
band áhugamanna um áfengisvanda-
málið. Nefndin á að ljúka störfum á
árinu 1990.
Afli hjá Útgerðarfélagi Akureyringa dróst saman um þúsund tonn á síðasta ári:
Af laverðmæti varð
um 840 milljónir
Dagskrárgerðarfólk hjá útvarpi Skjóli á Blönduósi ber saman bækur sínar áður en útsending hefst.
Unglingar á Blönduósi í útvarpsrekstri:
Útvörpuðu í fjóra daga
f byrjun janúar var starfrækt út-
varpsstöð á Blönduósi. Það voru
unglingar í æskulýðsmiðstöðinni
Skjóli sem stóðu að útvarpsstöð-
inni og var þetta einn Íiður í
starfsemi æskulýðsmiðstöðvarinn-
ar.
Undirbúningur þessa verkefnis
hófst fyrir nokkrum vikum með
því að þrír unglingar fóru á nám-
skeið þar sem kennt var ýmislegt
er lýtur að hljóðvarpi og vinnslu á
efni fyrir útvarp. Þeirri kunnáttu
sem þar fékkst var síðan miðlað til
annarra þegar heim kom og síðan
ákváðu krakkarnir að spreyta sig á
útvarpsstarfi og voru síðustu dag-
arnir í jólafríinu notaðir í það. Að
sögn Harðar Ríkharðssonar æsku-
lýðsfulltrúa á Blönduósi gekk út-
varpsreksturinn hjá krökkunum
vel. Útsendingar hófust síðdegis
og stóðu til miðnættis, sent var út
í fjóra daga. Fjölbreytt efni var á
boðstólum, t.d. tónlist, viðtöl og
frásagnir þar sem meðal annars
áhugamálum og starfi unglinga
voru gerð góð skil. Hörður sagði
að unglingarnir hefðu lagt mikla
vinnu í þetta verkefni, ótal vanda-
mál hefðu komið upp en þau hefði
tekist að leysa þannig að útkoman
væri tvímælalaust jákvæð og
krakkarnir hefðu haft gott af að
spreyta sig á þessu starfi. Ö Þ.
Aflaverðmæti togara Útgerðarfé-
lags Akureyringa á síðasta ári nam
839,7 milljónum króna, en var 732,3
milljónir árið 1988. í fyrra var
heildarafli togara Útgerðarfélagsins
ríflega 22 þúsund tonn, dróst saman
um þúsund tonn frá árinu á undan.
Þetta kemur fram í nýútkominni
skýrslu um framleiðsluverðmæti og
afla Útgerðarfélags Akureyringa á
síðasta ári. Þar kemur ennfremur
fram að freðfiskverkun jókst um 496
tonn og fór í 6884 tonn. Saltfiskverk-
un minnkaði um 327 tonn, fór í 622
tonn. Skreiðarverkun var um 10
tonn og verkuð voru 183 tonn af
hausum. Birgðir voru mun minni í
lok ársins en við áramótin þar á
undan.
Kaldbakur var aflahæstur ísfisks-
togaranna og með mesta aflaverð-
mæti sem var 139 milljónir króna.
Aflaverðmæti frystitogarans Slétt-
baks var 291,7 milljónir. Afli Út-
gerðarfélagsins fór að stærstum hluta
í verkun hjá félaginu sjálfu. Um
4250 tonn voru fryst um borð og 158
tonn fóru í verkun hjá öðrum aðilum
á Akureyri. -HIA
Ólafur Rögnvaldsson oddviti tekur við afsali fyrir höfninni úr hendi
Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra. Tímamynd æþ
Landshöfnin á Rifi
undir nýja stjóm
Frá Ægi Þórdarsyni fréttarítara Tímans á HellLs-
sandi:
Nýverið var höfnin á Rifi, Snæ-
fellsnesi, afhent sveitarstjórn Nes-
hrepps utan Ennis formlega, en
sveitarfélagið tók við rekstri hennar
frá áramótum.
Viðstaddir athöfnina voru Stein-
grímur J. Sigfússon samgönguráð-
herra, ásamt Ólafi Steinari Valdi-
marssyni úr samgönguráðuneytinu,
Sveinbirni Óskarssyni fjármálaráðu-
neyti, Hermanni Guðjónssyni Vita-
og hafnamálastjóra, Sturlu Böðvars-
syni formanni hafnarstjórnar, ásamt
hreppsnefnd og hafnarnefnd.
Stjórn landshafnarinnar á Rifi af-
henti samgönguráðherra afsal og
fundargerðarbækur, en Ólafur
Rögnvaldsson oddviti tók við þeim
fyrir hönd Neshrepps.
Höfnin á Rifi hefur verið lands-
höfn frá árinu 1952 og tekur sveitar-
félagið við henni samkvæmt verka-
skiptingu ríkis og bæja. Höfnin fær
auk þess 23,3 milljónir króna sam-
kvæmt fjárlögum til að ljúka dýpkun
hennar, en Köfunarstöðin hf. hóf
þar framkvæmdir sl. haust og mun
það verk verða klárað næsta sumar.
Fyrir liggur viðgerð á smábáta-
höfninni og einnig þarf að lífga
svolítið upp á aðra hluta hafnarinn-
ar, en það verður látið bíða fyrst um
sinn. Áð sögn Gunnars Más Kristó-
ferssonar sveitarstjóra var hann
ánægður með að höfnin væri komin
undir hendur sveitarfélagsins. Sagði
hann að Neshreppur gæti sinnt henni
á viðeigandi hátt og ekki síður en
önnur sveitarfélög í landinu.
Rafmagns-
verðí
Reykjavík
hækkar
Flestar orkuveitur hafa orðið við
tilmælum iðnaðarráðherra frá 18.
desember síðastliðinn, um að fresta
þeim hækkunum á gjaldskrám, sem
fyrirhugaðar voru fyrsta janúar.
Borgarráð Reykjavíkur hefur
samþykkt hækkun á gjaldskrá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og sent
hina nýju gjaldskrá til staðfestingar
iðnaðarráðuneytisins.
Ráðuneytið hefur staðfest
gjaldskrána, en lögum samkvæmt
hafa sveitarfélög sjálfsforræði á
gjaldskrám eigin fyrirtækja og stofn-
ana. í viðræðum iðnaðarráðherra og
borgarstjóra hefur hins vegar komið
fram, að borgaryfirvöld eru strax
reiðubúin til þess að endurskoða
gjaldskrána til lækkunar í ljósi vænt-
anlegra kjarasamninga, ef niður-
stöður þeirra breyta þeim forsend-
um, sem hækkun gjaldskrárinnar er
byggð á. -EÓ