Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 18. janúar 1990 Tíminn 19 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur - VÍS-keppnin: Bikarinn á leið í Fjörðinn Mikil barátta ríkti á fjölum Laug- ingar tóku á móti FH-ingum í 1. ardalshallar í gærkvöld þegar KR- deildinni í handknattleik. Spenna var einnig mikil lengst af, en undir lok leiksins misstu dómararnir endanlega tökin á leiknum, en það breytti engu um úrslitin sem voru öruggur FH sigur. Þar með er Hafn- arfjarðarliðið komið með aðra hönd á íslandsbikarinn. KR-ingar tóku þá Héðinn Gilsson og Óskar Ármannsson báða úr um- Guðjón Árnason lék vel í gærkvöldi fyrir lið sitt FH og hér er eitt 5 marka hans í leiknum í uppsiglingu. Tímamynd Pjelur ferð og við það riðlaðist sóknarleikur FH-inga mjög. Guðjón Árnason lék þó lausum hala og hélt FH á floti. Hinu megin á vellinum voru þeir allt í öllu í sóknarleik KR-inga Páll Ólafsson eldri og Stefán Kristjáns- son. Hálfleikurinn var hnífjafn, en undan er skilinn kafli þar sem FH- ingar náðu tveggja marka forystu. Jafnt var í leikhléinu 10-10. FH-ingar gerðu út um leikinn með góðum leik í upphafi síðari hálfleiks. Þeir komust í 14-11 og KR vörnin svaf værum blundi. Þessi munur hélst nokkurn vegin út hálfleikinn, en um tíma leit út fyrir að FH-ingar væru að missa leikinn úr höndum sér er þeir misstu 18-13 forskot niður í 18-16. Undir lok leiksins misstu þeir Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson dómarar leiksins endanlega tökin á leiknum, en þeir höfðu verið ákaflega óöruggir í gerð- um sínum. Leifur Dagfinnsson markvörður KR trylltist vegna þess hve óánægður hann var með störf þeirra svartklæddu og fékk fyrir vikið rautt spjald. FH-ingar höfðu betur í því upp- lausnarástandi sem ríkti á vellinum síðustu mín. leiksins og tryggðu sér öruggan 24-22 sigur. „Við áttum í erfiðleikum fyrir þennan leik vegna þess að tveir leikmenn meiddust, en vörnin gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleik. Slæmi kaflinn í upphafi síðari hálfleiks gerði út um leikinn fyrir okkur, við misstum taktinn og FH vann verð- skuldaðan sigur. Dómararnir misstu tökin á leiknum, þeir leyfðu hörku og mótmæli leikmanna í 54 mín. en Margt smátt London. Hinn 30 ára gamli Mick Harford, sem er fyrrum ensku lands- liðsmaður í knattspymu hefur verið seldur frá Luton til Derby fyrir 800 þúsund pund. Harford lék á laugar- daginn sinn fyrsta heila leik á þessu keppnistímabili þegar Luton gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield Road. Harford hefur gengist undir fjórar hné og þrjár ökkla aðgerðir á síðustu fjórum árum. London. Úrslit í ensku deildarbik- arkeppninni í fyrrakvöld urðu þau að Southampton vann Swindon 4-2 í framlengdum leik, en Swindon hefði náð 2-2 forystu í leiknum. South- ampton mætir Oldham í 8-liða úrslit- um keppninnar. London. Tveir leikir voru í fyrra- kvöld í 8-liða deildarkeppninni á Evrópumóti bikarhafa í körfuknatt- leik. PAOK Salonika frá Grikklandi vann Partizan Belgrad frá J úgóslavíu 93-81. í Sovétríkjunum urðu þau úrslit að Zhalgiris Kaunas sigraði Ostend frá Belgíu 101-82. New York. í NBA-körfuknatt- leiknum voru fjórir leikir í fyrrinótt. Úrslit urðu þessi: Milwaukee Bu.-Golden State W. . 134-126 L.A.Clippers-Charlotte Hom. . . . 106- 98 PortlandTrailBl.-DenverNu. ... 120-115 Sacramento Kings-Atlanta Hawks . 108- 91 Blak: Þróttarar ekki í vandræðum með HK Um síðustu helgi fóru fram sex leikir í 1. deild karla og kvenna í blaki. Á Akureyri sigruðu KA lið HSK 3:0, Þróttur Neskaupstað vann Fram 3:1 og Þróttur Reykjavík bar sigur- orð af HK 3:0 í karlaflokki. í kvennaflokki sigraði Breiðablik Þrótt Neskaupstað fyrir austan 3:1. Reykjavíkurþróttur vann HK í Digranesi 3:0 og Víkingur hafði betur gegn ÍS, 3:0. Létt hjá KA KA sigraði HSK auðveldlega 3:0, 15/9, 15/6 og 15/9. HSK mætti með varalið sitt til Akureyrar og léku án Sigfinns Viggóssonar og Péturs Guðmundssonar. Þetta varalið hafði lítið í KA liðið að gera. I fyrstu hrinu komst KA í 7/0 en HSK mönnum tókst að jafna. Þá skreið KA framúr og sigraði hrinuna 15/9. Seinni tvær hrinumar vom síðan léttar hjá KA og gátu þeir leyft sér að nota 1. flokks lið sitt. Hjá HSK var skástur af slöku liðinu Bjarki Guðmundsson en hjá KA var það Stefán Magnús- son sem reyndist HSK mönnum Karlar ÍS 9 9 0 27 7 18 létt æfing fyrir KA. KA 9 8 1 26 6 16 Barátta í Neskaupstað ÞrótturR. 10 5 5 19 19 10 Botnliðin Þróttur Neskaupstað og HSK 10 4 6 16 22 8 Fram áttust við í Neskaupstað. HK 9 3 6 13 20 6 Þróttur sigraði í leiknum 3:1 15/9, ÞrótturN. 11 3 8 16 27 6 15/13, 14/16 og 15/10. Þessi leikur Fram 8 1 7 7 23 2 þótti frekar slakur og ekki vel leik- inn. Fyrsta hrina var örugg hjá Þrótti Konur en næstu tvær einkenndust af mikilli Víkingur 9 7 2 25 10 14 baráttu. f síðustu hrinu gaf sig UBK 7 6 1 19 6 12 úthaldið hjá Fram og Þróttur sigraði KA 8 6 2 20 10 12 örugglega 15/10. Hjá Þrótti vakti ÍS 9 5 4 20 15 10 athygli 3. flokks piltur, ívar Kristins- ÞrótturN. 11 4 7 17 26 8 son, en hann þykir með hærri mönn- ÞrótturR. 9 3 6 9 19 6 um þar fyrir austan. Lið Fram var HK 9 0 9 27 0 jafnt og eru þeir í lélegri æfingu. Lið UBK átti ekki í vandræðum með kvennalið Þróttar og vann 3:1 5/15, 15/5, 15/1 og 15/4. í fyrstu hrinu voru Þróttarar sprækir en síðan hrundi liðið og átti sér ekki viðreisnar von eftir það. Þar með náði Þróttur ekki að fylgja eftir góðum leik, en þær sigruðu íslands- meistara Víkings um síðustu helgi. Hjá Þrótti vakti athygli Sesselja Jónsdóttir, en liðið átti ekki mögu- leika í þessum leik. Hjá Breiðablik var best í jöfnu liði Sigurborg Gunn- arsdóttir. Þær lentu ekki í mikilli mótspyrnu og eiga nú mikla mögu- leika á deildarmeistaratitlinum. Þróttur á aðeins fræðilega möguleika á að komast í 4 liða úrslitin. Þróttur bætir stööu sína f Digranesi áttust við HK og Þróttur. í karlaflokki sigraði Þróttur 3:0 15/12, 15/13 og 15/12. Þessi leikur var mikill baráttuleikur og oft sáust skemmtileg tilþrif, fastir skellir og góðar lágvarnir. Fyrsta hrinan var mjög jöfn allan tímann. Jafnt var 11/11 en þá sigu Þróttarar fram úr og sigruðu 15/12. f annarri var Þróttur með örugga forystu framanaf. Tölur eins og 10/5 ogh 13/8 sáust. Þá tóku HK menn sig á og minnkuðu muninn í 14/13 með mjög góðum leik en náðu ekki að fylgja því nógu vel eftir. f þriðju hrinu náði HK 4 stiga forystu 12/8 en þá misstu þeir alla trú á sjálfa sig. Þróttur gekk á lagið og sigraði 15/12. Eins og áður sagði var þetta mjög skemmtilegur leikur. Einar Þór Ásgeirsson Þróttari reyndist fyrrverandi félögum sínum erfiður, skellti oft mjög vel. Aðrir Þróttarar höfðu sig ekki í frammi, en æ sjaldgæfara er að sjá gott miðjuspil hjá þeim, sem var þeirra sterkasta vopn hér áður fyrr. Hjá HK voru bestir Vignir Hlöðversson og Stefán Sigurðsson. Karl Sigurðsson átti einnig góða spretti. HK menn áttu alls ekki skilið að tapa þessum leik 3:0. Liðið er mjög ungt og léttleik- andi og á ekkert lið er eins gaman að horfa og HK. Þá vantar hins vegar meiri stöðugleika í leik sinn og í krítískri stöðu reyna þeir stundum leikkerfi sem þeir ráða ekki almenni- lega við. Einnig hefði mátt nota meira Geir Hlöðversson í uppspil- arahlutverkið í fyrri tveim hrinun- um, en hann ræður yfir meiri reynslu en flestir aðrir í liðinu. Annars virðist mikið lánleysi fylgja liðinu. Þrátt fyrir góða frammistöðu gengur illa að klára dæmið. HK menn þurfa þó ekki að kvíða framtíðinni. Ef þeir ná að halda þessum mannskap verður íslandsmeistaratitillinn þeirra innan fárra ára. Þróttur sigraði einnig í kvenna- flokki þessara liða 3:0 15/8, 15/1 og 15/13. Jafnt var í fyrstu hrinu 7/7 en þá seig Þróttur fram úr og sigraði 15/8. Onnur hrinan var einstefna og tók heilar 10 mín. í þriðju komst Þróttur í 14/5 en HK tókst að minnka muninn í 14/13 áður en Þrótti tókst að ná síðasta stiginu. Hjá Þrótti voru bestar uppspilarinn Metta Helgadóttir en HK liðið var lélegt, eins og í flestum leikjum í vetur. Þessi leikur var frekar dapur og greinilega um leik botnliða að ræða. Víkingur sigraði ÍS 3:0 í kvenna- flokki 15/11,15/5 og 15/12. Víkingur átti ekki í vandræðum með ÍS eftir tvo tapleiki í síðustu leikjum. Helst var það í síðustu hrinunni sem ÍS stóð í Víkingi. Leikurinn var frekar slakur og lítið um góð tilþrif. Staðan í 1. deild karla og kvenna er nú þessi: 6 síðustu mín. breyttu þeir út af og slíkt er ekki eðlilegt,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari KR-inga eftir leikinn. Bestir hjá FH voru markverðirnir, Guðmundur í fyrri hálfleik og Berg- sveinn í þeim síðari og Guðjón var góður í fyrri hálfleik og Héðinn í síðari hálfleik. Hjá KR Vörðu þeir Leifur og Gísli Felix ágætlega og Stefán stóð fyrir sínu og Páll var mjög góður framan af. Mörkin KR: Páll 8, Stefán 7, Sigurður 4, Konráð Konráð 2 og Einvarður 1. FH: Héðinn 6, Guðjón 5, Jón Erling 4, Óskar 3/3, Gunnar 3, Þorgils Óttar 2 og Hálfdán 1. BL LESTIINARÁfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Skip.......... 10/2 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIPADEIID r^SAMRANDS/NS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 Á Á A á k l A ÍAKN IRAUSIPA IUJININC.A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.