Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. janúar 1990 Tíminn 3 Láglaunafólk tekur minnst lán til íbúðakaupa, borgar þau fyrst upp og lendir síst í erfiðleikum: Fimmti hver íbúðakaupandi fjármagnar kaup án lántöku Meira en helmingur hús/íbúðareiganda hefur keypt/byggt sér íbúðarhúsnæði á þessum áratug. Og um 5. til 6. hver þeirra gerði það án þess án þess að taka nokkur lán til framkvæmdanna. Húsnæðisöflun án lántöku hefur verið tvöfalt algengari á þessum áratug heldur en 1970-1980. Sérstaka athygli vekur að það er fólkið með hæstu tekjurnar sem sjaldnast kaupir/byggir án lána, er hlutfallslega færra skuldlaust, skuldar töluvert meira og hefur jafnvel fremur lent í alvarlegum fjárhags— (26%) og fjölskylduerfiðleikum (12%) vegna kaupanna heldur en láglaunafólkið. Þeir sem oftast slepptu lántöku og skulda að jafnaði minnst eru aftur á móti í hópi láglaunafólksins og sömuleiðis lang hæsta hlutfall (37-38%) skuldlausra húseigenda. Þessar upplýsingar (sem ekki ólík- lega stinga í stúf við almannaróm- inn) má lesa út úr umfangsmikilli húsnæðiskönnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði fyrir Húsnæðisstofnun meðal landsmanna á aldrinum 20-70 ára. Tekið skal fram að „húseigend- ur“ voru hlutfallslega álíka margir í hópi hinna tekjulægri og þeirra tekjuhærri. Þau hlutföll sem að framan er vitnað til byggjast á svör- um þeirra sem voru húseigendur þegar könnunin var gerð á miðju ári 1988. Nær allir húseigendur fyrir miðjan aldur Könnunin leiðir m.a. í ljós mjög almenna húsnæðiseign á íslandi og eðlilega því meiri sem fólk er eldra. Um 97% allra yfir fimmtugt eru í hópi húseigenda, rúmlega 90% fólks 40-50 ára, 85% fólks milli þrítugs og fertugs og um 2/3 allra (66%) á aldrinum 25-30 ára. Ef hins vegar er litið á fjölskyldu- gerð kemur í ljós að 98% allra hjóna/para með börn yfir 7 ára aldri eru í hópi húseigenda (mikill meiri- hluti í sérbýli), sömuleiðis 85% hjóna/para með yngri börn og 77% barnlausra. Um 60% einstæðra for- eldra á einnig eigið þak yfir höfuðið, en fjórðungur þeirra býr hjá foreldr- um eða ættingjum. Rúmurþriðjung- ur barnlausra einstaklinga er einnig kominn í hóp fasteignaeigenda, en sjálfsagt tilheyra margir þeirra yngsta aldurshópnum, hvar af stór hluti býr enn í foreldrahúsum. Og margir húseigendur um tvítugt Af 20-24 ára íslendingum er yfir fjórðungur (28%) þegar kominn f hóp húseigenda - eðlilega nær allir á síðustu árunum fyrir könnunina, þ.e. á árunum 1984-1988. Meðal- stærð íbúða þeirra er um 100 fer- metrar. Um 2/3 keyptu notaða íbúð og rúmlega helmingurinn í blokk. Af jafnöldrum þessa hóps (20-24 ára) sögðust meira en 2/3 ætla að kaupa sér húsnæði á næstu tveim árum, þótt aðeins sára lítill hluti þeirra ætti lánsumsókn hjá Hús- næðisstofnun. En verði þessar vænt- ingar að veruleika þýðir það að 78% þessa unga fólks ætlar sér að vera í hópi húseigenda fyrir 26 ára aldur. Athygli vekur að um 7. hver (13,3%) þessara yngstu húseigenda tóku ekki lán til kaupanna. Þeir sem tóku lán skulduðu að meðaltali um 1,7 millj. kr. (um helming íbúða- verðsins). Greiðslur (afborganir og kostnaður) af þeim lánum voru um 22 þúsund kr. á mánuði að meðaltali árið 1988, eða álíka upphæð og meðal húsaleiga var þá á almennum leigumarkaði, samkvæmt sömu könnun. Margt af þessu unga fólki virðist þó hafa færst of mikið í fang, því hátt í helmingurinn sagðist hafa lent í alvarlegum fjárhagserfiðleikum vegna kaupanna og hjá fimmta hverjum höfðu þau spillt fjölskyldu- friðnum. Mikill meirihluti (70%) heldur eldri húseigenda (25-30 ára) keyptu einnig á þessu sama árabili. Af þeim kaupendum töldu færri sig hafa lent í greiðsluerfiðleikum og aðeins 7% sögðu kaupin hafa spillt heimilisfriðnum. Á hinn bóginn er athygli vert að þrátt fyrir að aðeins 17% þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur hafi staðið í húsakaupum á „verðtrygg- ingaráratugnum“, þ.e. eftir 1979 kváðust 14% þeirra hafa lent í alvarlegum fjárhagserfiðleikum vegna íbúðakaupa og 8% að þau hafi valdið alvarlegum fjölskylduerf- iðleikum. Það bendir til þess, að annaðhvort hafi erfiðleikarnir ekki „fæðst“ með verðtryggingunni, ell- egar að meirihluti þeirra fáu úr þessum hópi sem staðið hafi í fjár- festingum á þessum áratug hafi kom- ið sér í vandræði vegna þeirra - þ.e. hlutfallslega miklu fleiri en í hópi yngstu húseigendanna. - HEI ORYGGISHJALMAR FRÁ YAMAHfl Hagstætt verð. BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Úrval varahluta á lager fyrir YAMAHA vélsleða. 3 Um áramótin laskkaöi allt lamóakjöt um 8%. SAMSTARFSHÓPUR i Sparaðu og kauptu lambakjöt. UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.