Tíminn - 22.02.1990, Page 2

Tíminn - 22.02.1990, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 22. febrúar 1990 Kvótafrumvarpið: Framsal veiðiheimilda er grundvallaratriði Hagkvæmni í fískiskipaflotanum næst ekki nema með því að veita víðtækar heimildir til að færa aflaheimildir varanlega milli skipa. Með því móti einu geta menn hagrætt og dregið úr sóknarkostnaði við veiðar. Þetta kom m.a. fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra á þingi þegar hann mælti fyrir frumvarpi til laga um stjórn fískveiða í efrideild. Halldór sagði í ræðu sinni að Ijóst væri að viðkvæm atriði væru í þessu máli og benti á að samkvæmt þeim yfirlýsingum sem fylgdu frumvarp- inu væru viðkvæmustu atriði þess framsal veiðiheimilda, sala skipa, útflutningur á óunnum fiski og hand- höfn veiðiheimilda. Sjávarútvegsráðherra sagði að með því að veita víðtækar heimildir til að færa aflaheimildir varanlega milli skipa, þá gæfist aflamönnum kostur á að njóta sín, því aflaheim- ildir myndu leita til þeirra í framtíð- inni, sem aflanum ná með minnstum tilkostnaði. „Það er jafnframt eina leiðin til að sameina aflaheimildir skipa, fækka fiskiskipum og minnka þar með afkastagetu flotans. Fram- seljanlegar veiðiheimildir eru því grundvallaratriði í þessum tillögum um fiskveiðistjórnun,“ sagði ráð- herra. Hann sagði að framsal veiði- heimilda væri sá aflvaki sem stuðlaði að aðlögun fiskiskipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna og þannig væri lögmál markaðskerfisins nýtt til að auka hagkvæmni veið- anna. Á það hefur verið bent að óheftur flutningur veiðiheimilda valdi rösk- un í fiskiskipaflotanum innbyrðis, t.d. milli báta og togara og getur jafnframt skapað staðbundin vanda- mál í byggðarlögum sem byggja alfarið á sjávarútvegi. Ráðherra sagði hvað síðara atriðið varðar að það væri í raun alls ekki bundið við framseljanleika veiðiheimilda. Þar væri sala skipa úr byggðarlagi eða stöðvun undirstöðufyrirtækja í sjáv- arútvegi vegna rekstrarerfiðleika raunar mun líklegra til að valda staðbundnum atvinnuvandamálum en framseljanleiki aflaheimilda. Ef gripið yrði til þess ráðs að hefta framsal aflaheimilda verulega og binda þær við tiltekin byggðarlög, þá væri hætt við að öll þróun og framvinda yrði stöðvuð og hag- kvæmni aflamarkskerfisins að engu gerð. Ráðherra sagði aðóhjákvæmi- legt væri að taka tillit til þeirra Halldór Ásgrímsson. byggðarlaga sem allt sitt eiga undir sjávarútvegi. í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinni bindingu afla- heimilda við byggðarlög eða land- svæði. Sjávarútvegsráðherra sagði að hins vegar væru sett inn ákvæði um tilkynningarskyldu þeirra aðila sem hyggjast selja fiskiskip eða hluta af sínum veiðiheimildum varanlega. Það er gert til að skapa umþóttunar- tíma í skipasölu og ekki síst til að gefa heimaaðilum færi á að bjóða í þau skip sem til sölu kunna að vera. Eins og Tíminn hefur áður greint frá felst einnig í þessu frumvarpi breyting á kvótaárinu, þá er og gert ráð fyrir að öll skip verði á aflamarki og sóknarmark lagt niður, svo fátt eitt sé nefnt. Lögð er áhersla á að afgreiðslu málins ljúki fyrir þinglok í vor, þó svo að þingstörfum ljúki nú í fyrra lagi. En með því móti gefst aðilum í sjávarútvegi tími til að laga rekstur fyrirtækja sinna að breyttum fors- endum. -ABÓ Tillaga til þingsályktunar um stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar: Björgunarþyrlur á Vest- og Austfirði Fyrir Alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um að kannaður verði möguleiki á stofnun al- þjóðlegrar björgunarsveitar með aðsetur á íslandi, sem sinni björgunarmálum á N - Atlants- hafi og verði leitað samstarfs við þær þjóðir er hafa hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þar er lagt til að komið verði upp björgunar- þyrlum bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. í greinargerð með tillögunni er vitnað til hafréttarsáttmálans frá 1958, þar sem kveðið er á um skyldur strandríkja í björgunarmál- um. Þar segir að „sérhvert strandríki skuli stuðla að stofnun, rekstri og viðhaldi fullnægjandi og virkrar leit- ar- og björgunarþjónustu vegna ör- yggis á og yfir hafinu og skal, ef aðstæður krefja, hafa samstarf við nágrannaríkin um sameiginlegar svæðisráðstafanir í þessu skyni.“ Miklar umræður hafa farið fram um kaup á stórri björgunarþyrlu fyrir landhelgisgæsluna og reiknaður út kostnaður við kaup og rekstur slíkrar þyrlu í framhaldi af því. Jón Kristjánssun alþingismaður vill að kannaður verði áhugi nágranna- þjóða okkar á stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar fyrir hafsvæðið umhverfis landið. Reiknað er með að í dag sé stofn- kostnaður vegna fullkominnar björgunarþyrlu um einn milljarður króna, en leiga fyrir slíkt tæki næmi um 100 milljónum árlega. Kaupum á einni þyrilvængju til björgunar- starfa hefur því ítrekað verið slegið á frest. Flutningsmenn tillögunnar eru þingmennirnir Jón Kristjánsson, Jóhann Einvarðsson og Guðni Ágústsson. Að sögn Jóns Kristjáns- sonar er ljóst að jafnvel þó að fjárfest yrði í einni björgunarþyrlu, nægði það ekki til að tryggja þann viðbragðsflýti sem nauðsynlegur er við björgunarstörf á hafsvæðinu um- hverfis Iandið. Ef vel ætti að vera þyrfti að bæta við tveimur björgun- arþyrlum, annarri staðsettri á Aust- urlandi og hinni staðsettri á vestur- ströndinni. „En þar sem við treystum okkur ekki til þess að standa straum af kostnaði við kaup og rekstur einnar þyrlu, held ég að það sé rétt og tímabært að kanna áhuga nágranna- þjóðanna á því að taka þátt í þessu með okkur,“ sagði Jón. Hann bætti því við að talið væri að björgunar- þyrla staðsett á Austurlandi hefði getað skipt sköpum, þegar flutninga- skipið Sineta strandaði við Skrúð og öll áhöfn þess fórst fyrir rúmu ári. - ÁG Eigendurnir Qórir í nýrri aðstöðu Bflaryðvarnar hf. að Bfldshöfða 5 í Reykjavík. Frá vinstri: Björn Jóhannesson, Lilja Guðmundsdóttir, Petra BaldursdÓttír Og JÓn Ragnarsson. Tímamynd Ámi Bjama Bílaryðvörn hf. flytur starfsemi sína að Bíldshöfða 5: Bjóða átta ára ryðvarnarábyrgð Eftir 19 ára farsælt starf hefur fyrirtækið Bílaryðvörn hf. flutt starf- semi sína úr Skeifunni upp á Ártúns- höfða, nánar tiltekið að píldshöfða 5. En það er ekki einasta að bílar séu ryðvarðir að Bíldshöfða 5. Þar skipta Kosningavinnan hafin á Dalvík Undlrbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningar á Dalvík á vori komanda eru nú komnar á fullan skrið. Ljóst er að þrír listar verða í framboði, Usti Framsóknarflokks, listi Sjálf- stæðisflokks og óháðra kjósenda, og Usti jafnaðarmanna en að honum standa Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur ásamt , fleirum. Þá er í gangi undirskriftasöfnun þeirra sem vilja fá áfengisútsölu á Dalvík og eru miklar Ukur á því að jafnhUða bæjarstjórnarkosningunum verði kosið um hvort opna skuli slíka verslun á Dalvík. Dalvíkingar virðast frábitnir próf- kjörum því uppröðun á listana verð- ur í öllum tilfellum gerð samkvæmt tillögum uppstillinganefnda. Óskar Pálmason sem sæti á í uppstillingar- nefnd Framsóknarflokksins sagði að þessa dagana væri verið að kanna hug manna og væntalega kæmi í ljós fljótlega hverjir kæmu til með að skipa lista flokksins í vor. Svanhildur Árnadóttir bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna og óháðra sagði að aftur yrði boðið fram undir þessu nafni og að ekki yrði um prófkjör að ræða. Uppstillingarnefnd mun gera tillögu að lista sem borin verður undir fund hjá Sjálfstæðisfélagi Dalvíkur og óháðum kjósendum til samþykktar. Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag hyggjast ganga í eina sæng og stofna jafnaðarmannafélag sem byði fram lista. Stofnfundur hins nýja jafnaðarmannafélags verður um næstu helgi, og sagði Halldór Guð- mundsson einn forsvarsmanna fram- boðsins að þá skýrðust málin frekar. Halldór sagðist reikna með að efnt yrði til skoðanakönnunar meðal fé- lagsmanna um val á listann og upp- stillingarnefnd myndi svo eiga loka- orðið. Alþýðuflokkur bauð ekki fram fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar á Dalvík, en Alþýðu- bandalag og aðrir vinstrimenn buðu fram sameiginlegan lista. Núverandi bæjarstjórn á Dalvík er þannig skip- uð að meirihluta mynda 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks og óháðra ásamt 2 fulltrúum Alþýðubandalags og ann- arra vinstri manna. í minnihluta eru 2 bæjarfulltrúar Framsóknarflokks. - HÍA - Akureyri þeir líka um eigendur og einnig er hægt að leigja bíla. Það eru athafnamennirnir Björn Jóhannesson og Jón „rallkóngur" Ragnarsson, ásamt eiginkonum sínum, þeim Lilju Guðmundsdóttur og Petru Baldursdóttur, sem komið hafa upp sannkallaðri bílahöll á Bíldshöfðanum. í raun er um að ræða þrjú fyrirtæki undir einu og sama þakinu; Bílaryðvörn hf. og Bílahöllin hf., bílaleiga og bílasala. Tíminn hitti á þá Björn og Jón fyrir skemmstu og leit á aðstöðuna. Bílaryðvörn hf. býður nú átta ára ryðvarnarábyrgð. En hvað þýðir það? Á ryðvörnin að duga í átta ár? Kannski, segja þeir, en bæta við að á tveggja ára fresti þurfa eigendur að færa bíla sína til skoðunar þar sem farið er yfir bílinn og hann endurryðvarinn ef með þarf. Jón hefur reiknað út hvernig átta ára dæmið lítur út á núvirði. „Þetta kostar á bilinu 34 til 36 þúsund. Þá reikna ég með ryðvörn í upphafi sem kostar um fimmtán þúsund krónur. Þá bæti ég við um tuttugu þúsund krónum sem er eðlilegt viðhald á tímabilinu," sagði Jón Ragnarsson. -ES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.