Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. febrúar 1990 Tíminn 3 Gigtarsjúklingar mótmæla hækkunum Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík: Ágreiningur um 10. sætið Uppstillinganefnd Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hef- ur nú komist að niðurstöðu um skipan lista flokksins í borgarstjóm- arkosningunum í vor. Samkvæmt upplýsingum Tímans munu eftirfar- andi aðilar skipa listann í þessari röð: 1. Davíð Oddsson 2. Magnús L. Sveinsson 3. Katrín Fjeldsted 4. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 5. Anna K. Jónsdóttir 6. Árni Sigfússon 7. Júlíus Hafstein 8. Páll Gíslason 9. Guðrún Zoéga 10. Sveinn Andri Sveinsson 11. Jóna Gróa Sigurðardóttir 12. Hilmar Guðlaugsson 13. Hulda Valtýsdóttir 14. Guðmundur Hallvarðsson Þessi uppröðun mun verða borin undir atkvæði í Fulltrúaráðinu í dag og er jafnvel búist við að athuga- semdir komi fram við hann. Upp- stillinganefndin klofnaði í afstöðu sinni til þess að skipa Svein Andra Sveinsson í 10. sætið, en sá ágrein- ingur tengist klofningi innan Heim- dallar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Sveinn Andri féll í formannskosningu í Heimdalli sl. haust og nýtur ekki óskipts stuðn- ings ungra sjálfstæðismanna, hvorki í Heimdalli né í Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta í Háskólan- um, en þar var Sveinn formaður. Uppstillingamefnd efur túlkað það svo að 9. eða 10. sæti listans skiptu verulegu máli vegna þess að þau mætti flokka sem baráttusæti. Menntamálaráöuneytið: Nýr skrif- stofustjóri settur Svavar Gestsson menntamálaráð- herra hefur sett Kristínu Jónsdóttur námsstjóra, skrifstofustjóra al- mennrar skrifstofu menntamála- ráðuneytisins. Kristín er settur skrif- stofustjóri um eins árs skeið frá 1. mars nk að telja. Verður fastráðið í stöðuna að þeim tíma loknum. Um er að ræða nýja stöðu sem var sett á laggirnar í tengslum við endur- skoðun á skipulagi og starfsháttum menntamálaráðuneytisins. Al- mennu skrifstofu ráðuneytisins er ætlað að sinna verkefnum er varða rekstur ráðuneytisins og ýmsa sam- eiginlega þjónustu. Umsóknarfrest- ur varðandi skrifstofustjórastöðuna rann út 2. febrúar sl. en alls bárust 17 umsóknir um stöðuna. Leiðrétting við opið bréf í opnu bréfi Tómasar Gunnars- sonar hrl. til ráðuneytisstjóra, sem birtist í blaðinu sl. föstudag féll niður í inngangi til hvaða ráðuneytis- stjóra bréfið var skrifað og til hvers það var skrifað. Bréfið er stílað á Þorstein Geirsson, ráðuneyetis- stjóra í dómsmálaráðuneytinu og um tilgang þess segir: „Opið bréf - Óskað svars um tilurð opinbers skjals í Fjármálaráðuneytinu 9.4. 1984.“ Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Eining var hins vegar um Guðrúnu Zoéga í 9. sætið. Jóna Gróa og Hilmar Guðlaugs- son eru ekki lengur í einu af 10 efstu sætunum og einnig fellur Páil Gísla- son niður um fjögur sæti, en lengi var talið að uppstillinganefndin myndi ekki gera tillögu um að hafa hann á listanum. Stjóm Gigtarfélags ísiands hefur sent heilbrigðisráðherra bréf þar sem hækkunum á greiðslum sjúkl- inga fyrir sérfræðilæknishjálp og rannsóknir er harðlega mótmælt. í bréfinu segir að þessi hækkun hafi í för með sér 100% hækkun fyrir læknisþjónustu sem gigtarsjúkling- ar þurfa á að halda. Bent er á að slíkir sjúklingar þurfi að jafnaði að koma mánaðarlega í meðferð og eftirlit. Um 50 þúsund Islendingar eru haldnir einhverjum gigtarsjúk- dómi, þar af eru um 10 þúsund með króniska liðagigt og illvfga bandvefssjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar meðferðar árum saman. Aðeins lítill hluti þessara sjúklinga em öryrkjar og ellilífeyr- isþegar. Þessar upplýsingar koma fram í bréfi Gigtarfélagsins. Stjórn Gigtarfélags íslands segist ekki trúa því að slík aðför að sjúklingum sé gerð með vitund og vilja aðila vinnumarkaðarins. Stjórnin segir að með reglugerð- arbreytingu heilbrigðisráðuneytis- ins sé öllum almenningi gefinn kostur á ókeypis læknisþjónustu í heilsugæslustöðvum og hjá heimil- islæknum. Krafa stjómar Gigtar- félagsins er að gigtsjúkir sem þurfa á sérfræðilæknishjálp að halda sitji við sama borð og aðrir þegnar. ru þau kóngur og drottning í ríki iu sitja í Ijómandi fallegum stól- t kallaðir eru hásæti. Og þau eru ;a hamingjusöm. Ilt var þetta því að þakka, að limm var svo góð og þæg stúlka. Ævintýrið um Dimmaiimm er ein fallegasta barnasaga sem samin hefur verið á íslenska tungu. Málarinn Muggur (Guðmundur Thorsteinsson, Í89Í-1924) skrifaði Dimma- litnm og myndskreytti um borð í saltskipi á leið til Ítalíu. Sagan var gjöf hans til lítillar frœnku sinnar í Barcelona. Myndin er af 6. útgáfu bókarinnar sem kom út hjá Helgafelli 1982. ISLENDINGAR LÆRA UNGIR AÐ META GOÐAR BÆKUR LANDSBOK er scitmarlega góð bók fyrir unga sem aldtta. Landsbók er ný verðtryggð 15 mánaða bók sem ber 5,75% vexti og tryggirþví mjöggóða raunávöxtun sparifjár. Allir íslendingar œttu að eignast Landsbók. Pvífyrr, því betra. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.