Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 1 * ríkissRip NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 \ tÆjm SAMVINNUBANKINN 1 BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 637691 Múlakaffi ALLTAF 1 LEIÐINNI CÉ 37737 38737 Tíminn FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 Forsætisráðherra segir minnisblað krata um „fjárfestingabindindi“ óþarft og ekki komi til greina að ætla að gera bindandi samþykktir áður en ríkisstjórnin sé byrjuð að ræðafjárlög næsta árs: £j járfe stii igabindindi" kra itaei rsýi idarmennska Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að tillögur Alþýðuflokks, um að ríkið standi ekki að neinni útgjaldaaukningu meðan á gildistíma kjarasamninganna stendur, séu líkari sýndarmennsku heldur en öðru. Ríkissjóður sé þegar í því mesta fjárfestingabindindi sem hann hafi kynnst. Steingrímur segir það afar erfitt að draga línurnar eins og gert er ráð fyrir í tillögum þingflokks og ráðherra Alþýðuflokksins. Vitan- lega komi ekki til mála að binda öil útgjöld ríkissjóðs fram yfir næstu kosningar. Ef menn setji fram tillögur af þessu tagi væri eðlilegra að miða þær við það sem eftir lifði af þessu kjörtímabili. „Það er staðreynd að það koma alltaf upp einhver neyðartilfelli hjá öllum ríkisstjórnum sem verð- ur að taka á,“ sagði forsætisráð- herra í samtali við Tímann í gær. „t>ar að auki er ekki byrjað að ræða fjárlög næsta árs og óeðlilegt á þessu stigi að taka ákvarðanir um hvernig málum verði þar háttað." Steingrímur sagði að það sem af væri þessu ári, hefði verið beitt meira aðhaldi og niðurskurði en hann hefði áður kynnst í nokkru ríkisstjórnarsamstarfi. „Þessi ríkisstjórn hefur verið í meira útgjaldabindindi heldur en nokkur önnur sem ég hef kynnst og allt saman að beini skorið,“ sagði Steingrímur. „Ég held að svona tillöguflutningur sé alger- lega óþarfur. Ég hef lýst því yfir í ríkisstjórninni að engin frumvörp verði send til þingflokka, án þess að með fylgi ítarleg úttekt frá fjárlaga- og hagsýslustofnun á kostnaðarauka er þau hafi í för Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. með sér, eða staðfesting á því að þeim fylgi engin kostnaðarauki. Því miður verð ég að segja það eins og er, að mér finnst þessi tillöguflutningur vera kannski eitthvað meira sýndarmennska heldur en annað.“ Forsætisráðherra bar til baka frétt Alþýðublaðsins frá í gær, þar sem segir að tillögur krata um „fjárfestingabindindi“ hafi valdið nokkrum usla er þær komu fram á fundi ríkisstjórnarinnar. „Menn bara kváðu og spurðu við hvað væri átt,“ sagði Stein- grímur. - ÁG Ný móttökustöð Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins: Umhverfismengandi efni flutt úr landi í gær tók formlega til starfa mót- tökustöð fyrir umhverfismengandi efni á vegum Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins. Móttökustöðinni er ætlað að taka á móti efnaúrgangi, sem til fellur í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og ekki má urða né losa í sjó samkvæmt nýrri mengunarreglugerð. Svæði það sem tekið er á móti efnum frá nær frá Hafnarfirði til Kjalarness. Móttökustöðin verður fyrst um sinn í bráðabirgðahúsnæði við Dal- Nærri tvær vikur eru síðan að ferðaskrifstofurnar hófu kynningar á sumaráætlunum sínum. Mun meira hefur verið bókað í sólarlandaferðir en á sama tíma í fyrra og eru menn í „ferðabransanum“ mjög bjartsýnir og segja að mun léttara sé yfir viðskiptavinunum nú en í fyrra. Telja þeir helstu ástæðurnar vera loforð stjórnvalda í tengslum við veg 7 í Kópavogi eða þar til húsnæði undir starfsemina verður tilbúið í Gufunesi. f móttökustöðinni verður búið um efnin til flutnings úr landi. Danska fyrirtækið Kommunekemi a/s, sem er í eigu dönsku sveitarfé- laganna, tekur við þeim til eyðingar þar til íslendingar geta innt slíka starfsemi af hendi sjálfir. Á fréttamannafundi sem haldinn var í tilefni af opnun stöðvarinnar sagði Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpeyðingarinnar, nýgerða kjarasamninga, auk þess sé verðið mun hagstæðara. Sem fyrr segir bjóða ferðaskrif- stofurnar yfirleitt mun hagstæðara verð á ferðum. í mörgum tilfellum er verðið í krónum talið það sama og í fyrra og jafnvel lægra. Sé tekið mið af verðbólgu er verðlækkunin því veruleg. SSH að reiknað væri með að árlega komi um 100 tonn af umhverfismengandi efnum í stöðina. Þó væri búist við að á þessu ári verði tekið á móti allt að 150 tonnum þar sem umtalsvert magn af mengandi úrgangsefnum væri víða að finna. Búast mætti við að mest myndi berast af leysiefnum ýmiss konar og olíuúrgangi. Ögmundur sagði jafnframt að opnun stöðvarinnar væri nýr og merkur áfangi í framkvæmd um- hverfisverndar hér á landi. Hvatti hann alla landsmenn til að taka upp nýja og betri hætti varðandi förgun umhverfismengandi efna sem oft á tíðum væru í hlutum sem þættu hversdagslegir, eins og rafhlöður. I beinu framhaldi má geta þess að tæp þrjú tonn' af rafhlöðum eru nú í móttökustöðinni og hefur þetta magn safnast frá því sérstakt átak fór af stað varðandi söfnun ónýtra rafhlaðna í Reykjavík í júní sl. Rekstur jnótfökustöðvarinnar á að standa undir sér fjárhagslega. Verður gjald tekið fyrir þjónustuna en því verður í hóf stillt enda ekki markmiðið að stöðin skili hagnaði. Gefin verður út gjaldskrá og hún auglýst, svo og breytingar sem kunna að verða á henni. ítarlegar leiðbeiningar um frágang og merkingar efnanna verða á næst- unni sendar á vinnustaði á höfuð- borgarsvæðinu. SSH Bjartsýni á feröaskrifstofunum: Þegar byrjað að selja í sólina Umhverfísmengandi efnum er komið fyrir á þennan hátt áður en þau eru flutt úr landi. Efnið sem umlykur umbúðirnar er flutt inn frá Danmörku og er það sérlega drægt og óeldflmt. Tímamynd Ámi Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.