Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 22. febrúar 1990 Fimmtudagur 22. febrúar 1990 Tíminn 11 38. þing Noröurlandaráös hefst 27. febrúar: Þing Norðurlandaráðs verður sett næstkomandi þriðjudag27. febrúar í 38. sinn. Að þessu sinni verður þingið haldið í Reykjavík, en þar er það jafnan haldið á fimm ára fresti. Búist er við að rúmlega 850 manns taki á einn eða annan þátt í þinghaldinu, þar af um 180 erlendir blaðamenn. Nokkur óvissa er um þátt- töku Svía vegna stjórnarkreppu þar í landi. 47 mál liggja fyrir þinginu um ýmis efni. Búist er við að málefni Evrópu, umhverfismál og efnahagsmál verði meðal helstu umræðuefna þingsins. Páll Pétursson mun taka við embætti forseta Norðurlandaráðs. Um 850 manns taka þátt í þinginu. Óvissa um þátttöku Svía Reiknað er með að þátttakendur á þinginu verð a.m.k. 850 þar af um 150 frá íslandi. Þetta er heldur lægri tala en verið hefur á undanförnum þingum. Eiginlegir þingfulltrúar eru hins vegar ekki nema 87. Sjö eru frá íslandi en 20 fulltrúar frá öðrum Norðurlöndum. í dönsku sendinefndinni eru tveirfulltrúar frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi og í finnsku sendinefndinni eru tveir frá Álandseyjum. Auk þess eiga sæti í Norðurlandaráði ráðherrar landanna. Þeir sitja þar án atkvæðisréttar. Fjöldi ráðherra er nokkuð breytilegur frá ári til árs. Horfur eru á að að þessu sinni sitji um 60 ráðherrar þingið. Með þessum fulltrúum kemur fjöldi embættismanna m.a. frá forsætisnefnd- arskrifstofunni í Stokkhólmi, ráðherra- nefndarskrifstofunni í Kaupmannahöfn og frá landsdeildum Norðurlandaráðs. Þá koma um 180 fréttamenn til landsins vegna þingsins. Þeir hafa að öllum líkindum aldrei verið fleiri. Fulltrúar íslands í Norðurlandaráði eru Ólafur G. Einarsson, sem fer fyrir íslensku sendinefndinni, Páll Pétursson sem situr í félags- og umhverfisnefnd, Sighvatur Björgvinsson sem er formaður laganefndarinnar, Jón Kristjánsson sem situr í ráðinu sem varamaður Valgerðar Sverrisdóttur og er varaformaður menn- ingamálanefndar, Hjörleifur Guttorms- son og Þorsteinn Pálsson sem eiga sæti í efnahagsmálanefndinni og Hreggviður Jónsson sem situr í samgöngumálanefnd. Ólafur og Páll eru fulltrúar íslands í forsætisnefndinni, en hvert Norðurland- anna á tvo fulltrúa í nefndinni. Fyrsta mál á dagskrá þingsins er kosning forseta Norðurlandaráðs fyrir næsta starfsár. Það er Páll Pétursson þingflokksformaður Framsóknarflokks- ins sem verður kjörinn. Þetta verður í annað sinn sem Páll gegnir þessu emb- ætti, en hann var forseti ráðsins 1985. Nokkur óvissa hefur ríkt um þátttöku Svía í starfi þingsins, en í Svíþjóð er nú stjórnarkreppa eins og kunnugt er af fréttum. Ingvar Karlson, starfandi for- sætisráðherra, Svía hefur tilkynnt komu sína. hingað til landsins á þriðjudag. Óljóst er hins vegar hversu margir sænsk- ir þingmenn og ráðherrar koma með honum. Talið er víst að sænskir emb- ættismenn muni ekki láta sig vanta. Ólafur G. Einarsson segir afar slæmt ef að Svíar komast ekki á þingið og það muni óhjákvæmilega hafa áhrif á þing- haldið. Kostnaður við þinghaldið verður rúmlega 20 milljónir Þing Norðurlandaráðs verður að þessu sinni haldið í Háskólabíói, en fram að þessu hefur það verið haldið í Þjóð- leikhúsinu. Áf þessum sökum hefur orðið að fresta útskrift stúdenta frá Háskóla íslands um eina viku. í tengslum við þinghaldið verður tekið í notkun nýtt húsnæði við Háskólabíó. Ólafur G. Ein- arsson formaður íslensku sendinefndar- innar segir að búið verði mjög vel að þingfulltrúum í nýjum og glæsilegum húsakynnum Háskólabíós. Lagt hefur verið í nokkurn kostnað við innrétta Háskólabíó þannig að það verði boðlegt þingfulltrúum. Komið hef- ur verið fyrir borðum í aðalsal bíósins og nokkrar stólaraðir hafa verið fj arlægðar. Nokkur samskiptakerfi verða sett upp. Atkvæðagreiðslukerfi hefur verið tekið á leigu frá útlöndum, einnig tveggja rása talkerfi fyrir túlka. Sérstakt símakerfi hefur verið sett upp, 25 beinar línur, skiptiborð með 40 línum og telefax. Fjórir sjónvarpsskjáir verða settir upp til að hægt verði að fylgjast með umræðum utan þingsalar. Þeim hluta nýbyggingar Háskólabíós sem Landsbankinn á að fá hefur verið breytt í skrifstofusvæði, en því verður breytt að þinginu loknu. Sett verður upp sérstök prentvél í Háskólabíói til þess að prenta gögn þingsins. Áætlað er að prentaðar verði um 300 þúsund síður meðan þingið stendur yfir. Nokkrar rútur verða í förum á milli gististaða þingfulltrúa og þingstaðar, auk þess sem boðið verður upp á akstur frá þingstað í Borgarleikhúsið þegar bók- mennta- og tónlistarverðlaun Norður- landaráðs verða afhent. Áætlað er að kostnaðurinn vegna þingsins verði rúmlega 20 milljónir króna. íslendingar borga megnið af þeim kostnaði sjálfir. Breytingarnar í Evrópu, umhverfismál og efhahagsmál meðal umræðuefna Á dagskrá þingsins eru 36 þingmanna- tillögur og 11 tillögur frá ráðherranefnd- inni. Þá eru á þinginu lagðar fram skýrslur frá nefndum sem starfa milli þinga. Á þinginu verður lögð fram endur- skoðuð samstarfsáætlun vegna mengun- ar hafsins. Um þetta mál var haldin alþjóðleg ráðstefna í fyrra á vegum ráðsins. Einnig verður lögð fram ný áætlun um loftmengun. Þá verður lögð Frá vinstrí Jón Krístjánsson, Páll Pétursson væntanlegur forseti Norðurlandaráðs, Olafur G. Einarsson sem fer fyrir íslensku sendinefndinni, Sighvatur Björgvinsson og Hjörleifur Guttormsson. fram samstarfsáætlun á sviði menningar- mála. Laganefndin leggur m.a. fram tillögu um undirbúning að samræmingu á lögum um meðferð skotvopna á Norðurlöndun- um, en um þetta hafa gilt mismunandi reglur milli Norðurlandanna. Menninga- málanefnd leggur fram áætlun um að styrkja stöðu finnskunnar og íslenskunn- ar í norrænu samstarfi. Nefndin leggur einnig fram tillögu um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir fólk sem hefur lokið æðri menntun. Menningamálanefndin hefur fengið til umfjöllunar tillögur frá embættismanna- nefnd þar sem lagt er til að verkefni til menningarmála verði skorin niður um 10% og að lagðar verði niður nokkrar stofnanir á vegum Norðurlandaráðs. Tillögurnar eru enn á umræðustigi og verður engin afstaða tekin til þeirra á þinginu. Efnahagsmálanefndin gerir ráð fyrir að Norræni Fjárfestingabankinn muni í framtíðinni sinna meira Austur-Evrópu. Nefndin mælir með að sett verði á laggirnar umhverfisfélag sem tengist Fjárfestingabankanum. Félaginu er ætl- að að efla samstarf fyrirtækja á Norður- löndum og fyrirtækja í Austur-Evrópu til að takast á við mengun í Austur-Evr- ópu. Lögð verður fram á þinginu sérstök byggðaþróunaráætlun til ársins 1994. í henni er gert ráð fyrir stuðningi við sérstök svæði þar sem byggð stendur höllum fæti þar á meðal svæði á íslandi. Skipuð hefur verið nefnd til að endur- skoða skipulag og starfshætti Norður- landaráðs. Hún er undir forystu Bjarne M. Eidem fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra Noregs og fulltrúa í forsætisnefnd- inni. Ýmsar skoðanir eru uppi innan nefndarinnar um hvort og hvernig eigi að breyta skipulagi ráðsins. Aukin umræða um alþjóðamál á ffundum Norðuriandaráðs í upphafi var reynt að halda umræðum um utanríkismál fyrir utan Norður- landaráð. Það hefur ekki breyst, en engu að síður hefur sú þróun orðið innan ráðsins að aukin umræða hefur orðið um það sem er að gerast í alþjóðamálum. T.d. hefur allmikið verið rætt um málefni EB og EFTA auk framtíðar Austur-Evr- ópu. Ráðgert er að forsætisnefndin fari í mars til Strassburg eða Parísar til fundar við nefnd frá Evrópuþinginu. Reiknað er með að í almennum um- ræðum á þinginu verði mikið rætt um þróunina í Evrópu, þ.e. málefni EFTA og EB. Þetta mál hefur verið allnokkuð rætt á liðnum þingum. Sömuleiðis er búist við umræðum um samskiptin við Sovétríkin, en þau hafa verið mikið til umræðu meðal Norðurlandanna á síð- asta ári. í október síðastliðnum hélt Gorbat- sjov forseti Sovétríkjanna ræðu í Hels- inki í Finnlandi og bauð þá fulltrúum Norðurlandanna til Sovétríkjanna. Ákveðið hefur verið að sendinefnd á vegum Norðurlandaráðs heimsæki Moskvu og Eystrasaltsríkin á vormánuð- um. Þetta verður sjö manna nefnd sem í eiga sæti tveir Finnar, tveir Svíar, Dani, Norðmaður og íslendingur. Fulltrúi ís- lands í nefndinni verður Páll Pétursson. Tilgangurinn með ferðinni er að ræða sérstaklega menningarsamskipti, um- hverfismál, viðskiptamál og að koma á persónulegum samskiptum milli þing- manna þjóðanna. Mikið um að vera í Norræna húsinu í tengslum við þing Norðurlandaráðs Tímamynd Pjetur Þar verður m.a. bókmenntadagskrá í tilefni af afhendingu bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, en þau fær Tom- as Tranströmmer. Flutt verða hádegiser- indi frá þriðjudegi til föstudags. Hjörtur Pálsson flytur erindi um íslenskar bók- menntir, dr. Gylfi Þ. Gíslason flytur erindi um íslensk efnahagsmál á kross- götum, Haraldur Ólafsson flytur erindi um íslendinga og Ingibjörg Hafstað flytur erindi um stöðu konunnar í ís- lensku samfélagi. Þessi dagskrá er öllum opin. Þá munu ungliðahreyfingar stjórn- málaflokkanna halda fundi í tengslum við þin^ið. og fulltrúar þeirra hafa leyfi til að sitja fundi nefnda á vegum ráðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.