Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. febrúar 1990 Tíminn 9 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll AÐ UTAN Forréttindi yfirstéttarinnar eru á ýmsum sviðum. Zil- límósína fylgir æðstu emb- ættum, sérstakar deiidir í stórversluninni Gum eru fráteknar fyrir háttsetta. Og „dacha“ broddanna er ekki af lélegra taginu. Hér slakar Brésnjef á í einni þeirra. Þegar þetta úrvalsfólk vill fara í sumarfrí getur það valið svo gott sem hvaða stað sem er í suðurhluta Sovétríkjanna þar sem loftslagið er hlýtt og notalegt. Það er svo gott sem öruggt að þar sé „dacha". Aðra hluta ársins standa þessir bústaðir auðir. Það gefast aðrir möguleikar líka á því að fara í frí vegna þess að auk sumarleyfisins er líka tveggja vikna langt vetrarfrí. Það er frábær íþróttaaðstaða í Lenínhæðum t.d., aðeins til „sérstakra" nota. Þar eru innan- og utanhúss tennisvellir, stór sundlaug og sánabað. Svo eru það ferðirnar í einkaflug- vélinni. Hún kann að vera IL-62 eða TU-134, og með henni ferðast mið- stjórnarritari, áheyrnarfulltrúi eða fullgildur meðlimur forsætisnefndar- innar einsamall, auk nokkurra líf- varða og áhafnarinnar. Brandarinn er að ekkert af þessu öllu tilheyrir þeim sem njóta þessara forréttinda. Allir þ'essir undursam- legu hlutir - „dacha“, Kremlar- skammtar, afgirt strönd sem al- Boris Jeltsin: EINFARINN í KREML Boris Jeltsín er umdeildasti stjóm- málamaður Sovétríkjanna. Sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í Moskvu átti hann sæti í valdamiðju í Kreml, var meðlimur miðstjómar flokksins og í forsætisnefndinni þeg- ar Mikhail Gorbatsjov hóf heiferð sína fyrir endurbótum. En áður en tvö ár vom liðin var Jeltsín kominn út í kuldann, úthrópaður af Gorba- tsjov fyrir tilraunir hans til að knýja fram hraðari umbætur og sakaður um að vilja að brjóta niður völd sovésku flokksmaskínunnar. í ný- útkominni endurminningabók sinni segir hann sögu upphefðar sinnar og falls - og endurkomu á flóðbylgju giasnost. Boris Nikolayevich Jeltsín fæddist 1. febrúar 1931 í Sverdlovsk-héraði í Úral. Hann er af bændum kominn en í kjölfar samyrkjubúastefnu Stal- íns yfirgaf faðir hans jörðina og gerðist byggingaverkamaður í grannhéraðinu Perm. Jeltsín var góður námsmaður en var hegnt fyrir agabrot og fluttur aftur til Sverdlovsk til að ljúka námi. Hann fékk hæstu einkunnir í öllum fögum nema tveim og fór í háskóla- nám í verkfræði við verkfræðistofn- unina í Úral, sem hann lauk 1955. Hann varði einu ári við störf í öllum undirstöðugreinum byggingariðnað- arins áður en við tóku verkstjóra- störf og að lokum var hann gerður yfirverkfræðingur. Eftir að hafa starfað af kappi við flokksstörf í tómstundum í 14 ár var hann skipað- ur í héraðsstjóm flokksins í Sverdlovsk. 1976 varð hann aðalrit- ari og leiðtogi Kommúnistaflokksins í héraðinu. Velgengni Jeltsíns í Sverdlovsk hlaut viðurkenningu 1985 þegar hon- um var stefnt til Moskvu til að taka að sér stjórn byggingadeildar mið- nefndar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Síðar sama ár var hann skipaður yfirmaður flokksins í Moskvu, sem leiddi til þess að 1986 varð hann áheymarfulltrúi í forsætis- nefndinni og þar með kominn í innsta kjarna valdakerfis Sovétríkj- anna. Þetta var á hinum höfgu dögum glasnost og perestrojku, en andúð íhaldsmanna, t.d. Jegors Ligachevs, og hægagangurinn á breytingunum fór í taugarnar á Jeltsín og, eftir að hann hafði farið fram á að fá Iausn úr stöðu sinni, var hann rekinn í október 1987. Jeltsín notfærði sér nýja lýðræðis- þróun og var kosinn fulltrúi fólksins í hverfi nr. 1 í Moskvu í mars 1989. Vegna þessarar valdastöðu á hinu nýja ,,þingi“ Sovétríkjanna hefur hann orðið forystumaður hreyfing- arinnar sem berst fyrir róttækum umbótum. menningur á engan aðgang að - eru eign sovéska kerfisins. Og rétt eins og kerfið hefur veitt þá getur það tekið þá aftur til baka. Hugmyndin er hreint snilldarleg. Ekkert tilheyrir einstaklingnum, kerfið á allt. Stalín gekk m.a.s. svo langt að fella eiginkonur undir þessa skilgreiningu og fangelsaði t.d. eig- inkonur Kalinins (formann æðsta ráðsins) og Molotovs (utanríkisráð- herra) og hvorugur þeirra vogaði sér að æmta eða skræmta. KGB borgar Boris Jeltsín lýsir í smáatriðum íburðinum í „dacha“bústöðum flokksgæðinganna sem eftir lýsing- um að dæma er hreint ótrúíegur. Viðhafnarbílar þeirra hæst settu fá líka sína umfjöllun. Og síðan veltir hann fyrir sér hvers vegna hafi verið álitið nauðsynlegt að útmála vonir og drauma úrvalsdeildar flokksins um eignir, skemmtanir og stór- mennskubrjálæði efnislega í svo fár- ánlega stórkostlegum stíl. „Enginn, ekki einu sinni sá sem mest myndi vilja berast á nú á dögum, gæti með nokkru móti fundið þörf fyrir svona mörg herbergi, baðherbergi og sjón- varpstæki, öll á sama tíma. Og hver borgar fyrir þetta allt? Níunda fram- kvæmdastjórn KGB. Það væri reyndar áhugavert að komast að því hvernig allur þessi kostnaður er bókfærður og undir hvaða lið fjár- hagsáætlunar KGB. Barátta gegn njósnurum? Mútur til að fá útlend- inga til liðs við málstaðinn? Eða kannski undir rómantískari yfirskrift s.s. geimhnattanjósnir?“ Hvers vegna hefur Gorbatsjov mistekist? Álit mitt kann að vera umdeilan- legt, en ég held að perestrojka hefði ekki stöðvast, þrátt fyrir taktísku mistökin sem gerð hafa verið, ef Gorbatsjov hefði getað fengið sig til að takast á við hlunnindi forystu- mannanna, ef hann hefði sjálfur fordæmt öll þessi algerlega gagns- lausu en ánægjulegu hefðbundnu forréttindi. Ef hann hefði ekki byggt handa sjálfum sér nýtt hús í Lenínhæðum og nýja „dacha" rétt utan við Moskvu, hefði ekki látið endur- byggja „dachana" sína í Pitsunda og byggt hánýtískulega „dacha" í Thor- osin á Krímskaga. Og í ofanálag tilkynnir hann á fulltrúaþinginu eins og hann sé að biðja um samúð, að hann hafi enga „dacha" eingöngu til persónulegra afnota. Gerði hann sér ekki grein fyrir hvað það hljómaði hræsnisfullt? Þá kynni allt að hafa farið öðru vísi, vegna þess að trú almennings á slagorðin hans og áskoranirnar hefði ekki glatast. En þegar almenningur veit um hið hrikalega þjóðfélagslega misrétti sem enn viðhelst og sér að leiðtoginn gerir ekkert til að leið- rétta blygðunarlausa úthlutun á munaði til forystunnar, sem greitt er fyrir úr vasa almennings, gufa upp síðustu leifar tiltrúarinnar sem fólk kann að hafa haft. Hvers vegna hefur Gorbatsjov ekki tekist þetta? Ég held að skýring- una sé að finna í skapgerð hans. Honum Iíkar vel að lifa góðu lífi við þægindi og munað. Raisa kona hans er sömu gerðar. Hún gerir sér því miður ekki grein fyrir af hvílíkri nákvæmni og afbrýðisemi milljónir Sovétborgara fylgjast með fram- komu hennar í fjöhniðlum. Hún vill vera sjáanleg, taka eftirtektarverðan þátt í því sem gerist í landinu. Enginn vafi leikur á því að í auðugu, blómlegu og ánægðu þjóðfélagi væri litið á það sem eðlilegt og venjulegt - en ekki í okkar landi, a.m.k. ekki á þessum tíma. Gorbatsjov er líka um að kenna vegna þess að hann skynjar ekki viðbrögð fólksins. En hvers vegna ætti hann að geta það þegar hann er ekki í neinum beinum og gagnkvæm- um tengslum við almenning? Fund- imir sem hann á opinberlega með verkamönnum eru ekkert annað en látalæti, nokkrar manneskjur standa og tala við Gorbatsjov meðan allt umhverfis það er órjúfanlegur vegg- ur lífvarða. Fólkið sem valið er til að leika hlutverk „almennings" hefur verið vandlega valið og er flutt á staðinn í sérstökum rútubílum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.