Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Iíminii MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrimur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Eignarhald banka Ekki verður með neinu móti séð hvaða nauður rekur viðskiptaráðherra til þess að rjúka nú upp með þá skoðun sína að breyta eigi ríkisbönkum í hlutafé- íög. Út af fyrir sig bannar enginn Jóni Sigurðssyni að hafa þessa skoðun á rekstrarformi bankastofnana. Hins vegar er hann eins og stendur ráðherra í margflokka ríkisstjórn, sem styðst við tiltekinn mál- efnasamning. í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er vissulega eitt og annað að finna um bankamál og fjármagns- markað. Par er m.a. ákvæði um að stefnt skuli að samruna og stækkun banka, m.a. með endurskipu- lagningu á viðskiptabönkum í eigu ríkisins. Markmið- ið með samruna banka, stækkun þeirra og endurskipu- lagningu er að ná fram aukinni hagkvæmni og rekstraröryggi í bankakerfinu, draga úr vaxtamun og tryggja eðlilega samkeppni viðskiptabanka og bæta þjónustu. í þessum orðum málefnasamningsins er ekki kveðið á um að breyta eigi ríkisbönkum í hlutafélög. Ef það væri stefna og markmið núverandi ríkisstjórnar hefði átt að taka það fram skýrum orðum. Ef túlka á orðið „endurskipulagning“ svo, að það merki að breyta skuli ríkisbönkum í hlutafélög, þá er það eins og hver önnur oftúlkun, sem ekkert samkomulag er um. Þegar svo stendur á er erfitt að skilja hvers vegna viðskipta- ráðherra leggur svo mikla áherslu á að kynna persónu- leg viðhorf sín um eignarhald á bönkum sem virðast vera svo afdráttarlaus að ekki komi annað eignarform til greina en hlutafélagsformið. Tíminn er ekki andvígur hlutafélagsbönkum á neinn hátt. Slíkir bankar eiga fullan rétt á sér, því að hlutafélagaformið er eitt þeirra rekstrarforma, sem vel gefst í íslensku þjóðfélagi og efnahagskerfi. Það merkir þó ekki að önnur rekstrarform og annað eignarhald fyrirtækja séu þar með afskrifuð. Síður en svo. Þjóðfélag frelsis og fjölhyggju stendur ekki undir nafni, ef það útilokar alla möguleika nema einn til þess að leysa félagsleg og efnahagsleg verkefni. Þó að íslenskir kratar taki þeim hamskiptum í pólitískri kreppu sinni að afneita ríkisrekstri jafnákaft og þeir tilbáðu þjóðnýtingu fram á síðustu ár, þá er skynsam- legt í stjórnarsamstarfi að hafa varann á um slík pólitísk rassaköst. Lofsöngur Alþýðublaðsins í gær um íslandsbanka hf. er í þessum nýja hamfarastíl margra krata, þar sem allt gengur út á að sýna heiminum fram á að þeir hafi endanlega gefið þjóðnýtingunni langt nef. Þess er ekki getið í lofsöngnum að íslandsbanki hf. er samsteypa fjögurra hlutafélagsbanka sem flestir voru komnir að fótum fram og sáu sér þann kost vænstan að leggja sjálfa sig niður og sameinast í einu stórbákni sem ríkisvaldið þurfti að greiða stórfé með og ekki minna en gefið hefur verið upp. Þá var gott að eiga ríkisvaldið og ríkiseignimar að. Nýkapitalistarnir fúlsuðu ekki við ríkisfyrirgreiðslunni í það skiptið - þeir hefðu þegið meira. íslensku ríkisbankarnir eru traustar stofnanir og njóta hvarvetna álits. Tal um að breyta þeim í hlutafélög hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Þar er eingöngu verið að þjóna forstokkuðum hugsunarhætti nýkapitalista sem félagshyggjumenn ættu fremur að hafa gát á en hlaða undir. Fimmtudagur 22. febrúar 1990 Flugþjálfun engla Menn eru stöðugt hressir í kvik- myndagerðinni, en Ijós heimsins ■ líki Hrafns Gunnlaugssonar vakir yfir vötnunum, þar sem allar dyr standa opnar fyrir hugmyndaríkum mönnum. Engu skiptir þótt hug- myndaauðgin leiði ekki til neins og allra síst til skila á íslenskum við- fangsefnum. Engíamynd þeirra Friðriks Þórs og Hrafns ber vitni um það. Henni hefur verið sæmi- lega tekið nema í kjaftaþættu í útvarpinu og spurningaþætti í Þjóðviljanum. Morgunblaðið og DV gerðu sér far um að skrifa um sjónvarpsmyndina á jákvæðan hátt, einkum sjónvarpsrýnir Morg- unblaðsins, sem bendir til að hann hafi fundið púðríð í myndinni og er það gott. Heimta þeir ráðuneyti Skömmu áður hafði kvikmyndin Á hjara veraldar veríð sýnd í sjónvarpinu, en með þeirri mynd fraus fyrir vitin á vorínu í íslenskrí kvikmyndagerð hvað almenning varðar. Áhuginn féll úr hundrað þúsund manna aðsókn á mynd niður í fjörutíu þúsund og hefur verið það síðan, eða jafnvel undir þeirrí tölu. Jafnframt eflist Félag kvikmyndagerðarmanna til stór- ræðanna og gefur nú út fréttatil- kynningar um allt milli himins og jarðar eins og meðal kvenfélag, eða þá Æskulýðsfylkingin aftur- gengin. Þeir hafa mikla löngun til að verða samviska þjóðarinnar; ekki í kvikmyndum þar sem þeir . láta eins og fifl, heldur í textum. Nú síðast hafa þeir samþykkt eitthvað um þýðingar á textum með erlendum kvikmyndum, þótt kvikmyndagerðarmenn séu menntaðir til að fara með snúrur, rafmagnskapla, Ijós og myndavélar en ekki íslenskt mál. Þessa stund- ina er beðið eftir því að þeir heimti ráðuneyti. Það rýkur úr buxnaklaufinni Englamorðin sem sýnd voru í sjónvarpinu er ein af mörgum ófuUgerðum hugmyndum Hrafns Gunnlaugssonar. Skjólstæðingur hans, Fríðrik Þór, tók myndina, enda Ijóst að Hrafn ræður enn mestu um úthlutanir úr Kvik- myndasjóði. Friðrik Þór er byssu- glaður maður. Honum hefði vegn- að vel í „viUta vestrinu“ við gerð B-mynda, og þannig vUI Hrafn að hann sé. Það var líka skotið úr byssu í englamorðunum. En i stað- inn fyrir þessar rosalegur hagla- byssur ætti Friðrík Þór að taka um nettari vopn, eins og skammbyss- ur. Þær hljóta að gera hveU hka. Skýrasta hugdetta Hrafns var að láta einn englamorðingjann míga á rafmagnskapal. Fríðrík Þór sá svo um að láta ijúka úr buxnaklauf- inni. Mjög fýndið, er það ekki? Maður sér þá félaga fyrír sér dáðst að hugverkinu með félag snúru og Ijósamanna á bak við sig að semja tiUögur um eitthvert þjóðþrífa- verkið. Að þjálfa engla Sumar hugmyndir geta verið svo góðar að þær bjargi heilum verkum. En það er ekki skynsam- Iegt að nota þær í miðjum myndum. Eflaust hafa þeir félagar talið að atvikið með rafmagns- kapalinn hafi farið langt með að bjarga englamorðunum sem mynd. Önnur hugmynd, sem augsýnilega er komin frá Hrafni, birtist í af- kynningu, þar sem tilkynnt er að ákveðinn maður, h'klega í félagi snúru og Ijósamanna, hafí annast flugþjálfun engla. Þetta er náttúr- lega afskaplega fyndið, og gott ef þeir sem hældu myndinni í Morg- unblaðinu og DV hafi ekki einmitt minnst á það. Svona Ieika kvikmyndagerðar- menn sér að hugmyndum sínum á miUi þess þeir bulla frá sér áUts- gerðum. Þeir eiga landið og miðin og aUt sem innan þcirra er, enda skUja þeir ekki af hverju Alþingi hækkar ekki framlög til Kvik- myndasjóðs. Það kostar skrifstofu- hald að senda frá sér ályktanir. Svo eru menn að reyna að skUja þá. t DV var gerð tilraun tU þessa skilnings, en hvemig sem reynt var, og það af góðum hug, varð skUningurinn heldur flatneskjuleg- ur. Það var ekki umsegjanda að kenna, sem er vel skynugur, heldur þeirri staðreynd, að inntak mynd- arinnar var ekki neitt og myndin sjálf með öUu óskUjanleg. Það eina sem eftir stendur eftir þetta fram- lag sjónvarpsins tíl menningarínnar og íslenskra kvikmynda, þvi eitt- hvað hefur Ijós heimsins og fyrrver- andi dagskrárstjóri fengið borgað, er sú staðreynd að í Reykjavík býr maður sem hefur þann starfa að þjálfa engla tíl flugs, að viðbættrí þeirri áréttingu, að það getur rokið úr buxnaklaufinni sé migið á raf- magnskapal. Garrí ■IHIIIIIIIIIII \/iTT cr>c^ rrfitt .............. Niðurdrepandi framfarir Margir ráku upp stór augu þegar í ljós kom að byggingavísitala hækkaði um heil tvö prósentustig um síðustu mánaðamót. Kemur sú hækkun þvert ofan í allar hug- myndir um verðlagsþróun í kjölfar nýgerðra kjarasamninga og skekk- ir þær viðmiðanir sem þar var gengið út frá. Að sögn stafar hækkunin af breyttu mati á tommu- stokk í uppmælingum og af tækni- breytingum!!! í byggingariðnaði er tækninýj- ungum svo farið að eftir því sem þær eru meiri og fullkomnari hækk- ar byggingarkostnaður og bygg- ingatími lengist. Fyrir mörgum árum skrifaði vandaður sérfræðingur í bygginga- tækni um kranana sem þykja óm- issandi við hverja nýbyggingu. Sýndi hann fram á með skýrum rökum að byggingakranar hækk- uðu allan kostnað í stað þess að lækka hann og væru notaðir á svo óhagkvæman hátt að sú tækni hefði betur aldrei haldið innreið sína í íslenskan byggingariðnað. Adrirborga Fyrirtæki og einstaka bygginga- meistarar offjárfestu í krönum, nýting þeirra var ekki í neinu samræmi við fjármagnskostnaðinn sem af þeim leiddi, þeir voru ofnotaðir við smá verkefni o.s.frv. Kostnaðurinn af allri dellunni lend- ir svo einfaldlega á húsakaupend- um, sem stynja þungan og borga. Mörg önnur tækniundur eru upp tekin við að smíða hús og gera þau nothæf, og í stað þess að tæknin stuðli að lækkuðum kostnaði, eins og allir tæknikratar og sölumenn „framtíðartækninnar" eru svo dug- legir að halda að fólki, hækkar byggingavísitalan enn upp úr ölíu valdi og er m.a. tækmþróun getin sem skýring á fyrirbærinu. Ef þetta er ekki öfugmæli, þá verður tæknin eingöngu til þess að gera verkefnin erfiðari og lífið önugra. Vinir okkar og nágrannar, Fær- eyingar, eru að fara á hvínandi hausinn vegna ofboðslegs flota yfirtæknivæddra fiskiskipa og fisk- vinnslustöðva sem eru svo tækni- lega fullkomnar og dýrar að eina vonin til að fiskiðnaðurinn lifi af er að loka sem flestum þeirra. í Færeyjum er farið að viður- kenna hvernig stendur á að efna- hagurinn er kominn í rúst. Mönn- um sást ekki fyrir í einhverju sem köiluð er uppbygging og létu sölu- menn tækniappirata plata sig upp úr skónum. Enn sem komið er kallast sama fyrirbærið á íslandi fjármagns- kostnaður. Núllið Framleiðniaukning á íslandi er á núllinu eftir mikinn sprett fram á við fyrir nokkrum árum. Samt er mikið unnið og á sínum tíma átti aukið vinnuframlag kvenna sinn stóra þátt í aukinni framleiðni og bættum lífskjörum. Nú þræla blessaðar konurnar rétt eins og karlarnir en framleiðnin er komin í stikk og sto. Rangar fjárfestingaákvarðanir og illa nýtt framleiðslutæki er ein höfuðorsök þess að kaupmáttur minnkar, sem þýðir ekkert annað en að lífskjörum hrakar. Samt er alltaf verið að hrúga nýrri og fullkomnari tækni í at- vinnulífið og og alltaf á allt þetta að standa til bóta, létta störfin, bæta afköstin, spara launagreiðslur og guð má vita hvað. Svo standa hagspekingar og sölumenn tækniundra bísperrtir og telja fólki trú um að nú verði heldur betur að fylgjast með tíman- um, kaupa nýrri og fullkomnari tæki en áður þekktust, sama hvað þau kosta, annars drögumst við aftur úr. Svo er hrúgað nýrri og nýrri, og fullkomnari og fullkomnari tækni inn í atvinnulífið, sem er að kikna undir fjármagnskostnaði og lætur telja sér trú um að vandræðunum verði aðeins mætt með enn flottari tækni en áður hefur þekkst. Hagsýnin hefur fyrir löngu vikið fyrir nýjungagirni, sem sumir halda að séu tæknilegar framfarir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.