Tíminn - 22.02.1990, Síða 7
Fimmtudagur 22. febrúar 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Þorsteinn Daníelsson, Guttormshaga:
Höggur nú sá er hlífa skyldi
Hvort á Alþingi eða Hæstiréttur að setja lög í landinu?
Ég hélt að það væri þingsins en dómaranna að dæma eftir
þeim lögum sem í gildi eru. Hæstiréttur virðist á annarri
skoðun. Nú hefur Hæstiréttur hafið eins konar skæruverk-
föll eins og Sleipnismenn. Margir trúa því að þeir sem
sínum málum vilja koma fram á þann hátt hafl óhreint mél
í pokahorninu. Hverra vinda ganga hæstaréttardómarar
íslands, þegar þeir neita að dæma mál sem til þeirra hefur
verið sent að réttum íslenskum lögum? Sýslumaður
rannsakar meint sakamál þegar hann telur sig hafa
fullsannað málið dæmir hann og allt gengur sinn gang.
tJ'.i ;
Málið er sent Hæstarétti,, ein-
hver hefur ekki verið ánægður með
málið. Hæstiréttur sendir það til
baka af því að sá sem best veit af
eigin rannsókn um málið dæmir en
ekki einhver annar, sem í flestum
tilfellum veit minna um málið ef
hefði fínan titil og kannski undar-
legar flíkur til að fara í á meðan
dómurinn væri kveðinn upp.
Dómsmálaráðherra, Óli Þ. Guð-
bjartsson, setti bráðabirgðalög um
að 5 ný dómaraembætti væru
stofnuð. Þeir eiga að dæma í stað
sýslumanna. Þetta er gert til að
þóknast Hæstarétti sem fór í eins
konar samúðarverkfall með elli-
belgjum mannréttindadómstóls
Evrópu. Hefði ekki verið nær að
segja sig úr þeim furðulega félags-
skap sem þar situr? Hver var svo
glámskyggn að eiga sök á inngöngu
þar?
Fáa bílstjóra þekki ég sem ég
trúi að aldrei hafi ekið á ólöglegum
hraða. Einn og einn er tekinn að
sök sönnuð, sektardómur er kveð-
inn upp, að mestu fyrir siðasakir,
þegar ekkert óhapp hefur hlotist af
ógætninni. Furðufugl sem í því
lenti kærði til Hæstaréttar. Hann
fékk sér lögfræðing. Hæstiréttur
staðfesti dóminn að mestu. Lög-
fræðingur sá sem hér tapaði er af
mjög þekktri ætt þar sem keppnis-
skap ásamt góðum hæfileikum er
áberandi og hefur fleytt þcim hörð-
ustu upp á verðlaunapalla á stór-
mótum heimsins, en þótt þeir vinni
ekki alltaf bera þeir samt höfuðið
hátt og hugsa sér að gera betur
næst í heiðarlegri keppni. En við-
brögð lögfræðingsins, sem tapaði
máli hjólreiðakappans, minna mig
á þá manngerð sem hugsar sér að
svo skuli böl bæta að bíða annað
meira.
Hér skyldi þjóðfélagið tapa fyrst
hann vann ekki sitt mál. Sá sem
dæmdur var í sekt á málskostnað
fékk það allt endurgreitt og ég held
eitthvað nteira, en hvort Mannrétt-
indadómstóllinn hefur getað látið
Hæstarétt senda honum sakleysið
aftur veit ég ekki.
Matarskatturinn er illræmdasti
skattur sem hér hefur verið lagður
á. Hann er hugsjónamál Jóns B.
Hannibalssonar. Þá var Jón fjár-
málaráðherra og bak við bjó að
auka tckjur ríkissjóðs og að
klekkja á bændum sem hann telur
þjóðhættulegan ölmusulýð. Jón er
bara svona. En hvcrnig hann gat
teymt meirihluta framsóknar- og
sjálfstæðismanna á Alþingi á asna-
eyrunum til að samþykkja hann,
get ég aldrei skilið. Nú er þessi
santi Jón utanríkisráðherraog leik-
ur lausum hala um heiminn og
reynir að koma íslendingum í ein-
hver Evrópubandalög. Hvort þau
yrðu íslendingum einhver fjötur
um fót finnst Jóni víst nægur tími
til að athuga einhvern tíma seinna.
Það þarf sterk bein til að þola góða
daga. Steingrímur Hermannsson
þarf breitt bak til að axla þá ábyrgð
að láta Jónana í Alþýðutlokknum
eftirlitslitla við að semja við útlend-
inga um sjálfstæði íslendinga. Hætt
er við að íslendingar yrðu ekki
alltaf spurðir um hvernig þeirn
Hér skyldi þjóöfélagið
tapa fyrst hann vann
ekki sitt mál. Sá sem
dæmdur var í sekt og
málskostnað fékk það
allt endurgreitt og ég
held eitthvað meira, en
hvort Mannréttinda-
dómstóllinn hefur get-
að látið Hæstarétt
senda honum sakleys-
ið aftur, veit ég ekki.
litist á þau ráð sem ráðin yrðu, ef
Jón kæmi sínum málum fram. Og
ekki er víst að íslcndingar sætu
lengi einir að sinni landhelgi ef
Evrópubandalaginu er réttur litli
fingur hvað þá meira.
Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga:
Leiðin til staðreyndanna
Nýting auðlinda hafsins er undirstaða þjóðartilveru á
Islandi. Þangað sækir þjóðin mestallan gjaldeyri sinn.
Aflasveiflur hafa valdið misvægi í íslenskum þjóðarbúskap.
Með aflatakmörkum síðustu ára hefur skapast aukið
jafnvægi. Úthlutun aflaleyfa hefur leitt af sér verslun með
óveiddan fisk, þar er verið að versla með óskipta auðlind
þjóðarinnar.
Þjóðin verður að komast úr
þessari sjálfheldu annaðhvort með
beinni sölu veiðileyfa, þar sem allir
sitja við sama borð, eða að miða
úthlutun við hefðbundinn rétt sjáv-
arstaðanna umhverfis landið sem
allt eiga undir fiskveiðum. Aflatak-
markanir mega ekki leiða til þess
að menn hafi að verslunarvöru
ávísun á það sem þeir eiga ekki.
Meginmálið er að þær sjávar-
byggðir sem um áraraðir hafa byggt
afkomu sína á sjávarfangi verði
ekki sviptar möguleikum til sjálfs-
bjargar ef svo illa fer að útgerðir
verði gjaldþrota og þegar skip eru
seld í aðrar verstöðvar.
Ranggengisstefna síðustu miss-
era hefur fyrst og fremst bitnað á
fiskiðnaði. Sé haldið áfram á þess-
ari braut leggst fiskiðnaður niður
og útgerðin verður í auknum mæli
háð duttlungum erlendra uppboðs-
markaða. Þjóðin þokast þá aftur
niður á nýlendustigið og sérstak-
lega landsbyggðin. Búa verður svo
að fiskvinnslunni að hún geti verið
samkeppnisfær um að greiða við-
unandi fiskverð. Sjávarútvegurinn
og fiskiðnaðurinn verða að búa við
fjárhagslegt jafnræði við aðra at-
vinnustarfsemi í landinu. Þetta er
undirstaða þess að jafnvægi náist á
milli byggða og eðlileg nýting at-
vinnukosta eigi sér stað. Þrátt fyrir
breytta þjóðfélagsþætti eru ekki
miklar líkur til þess að aðrir at-
vinnuvegir leysi sjávarútveginn af
hólmi.
Nytjar lands á fslandi eru mjög
einhæfar, þar sem ekki er um nein
skilyrði til námuvinnslu verðmætra
jarðefna að ræða. Skilyrði til land-
búnaðar hljóta að miðast við
veðurfar og gróðurfar landsins.
Nauðsynlegt er að yfirvega þátt
landbúnaðar í þjóðarbúinu. Það er
fyrst til álita hvort þjóðarbúið hafi
möguleika til aukningar gjaldeyris-
tekna sem myndi svara til verðmæti
aðfluttra landbúnaðarafurða. í
öðru lagi hvort þjóðarbúið sé þess
umkomið að veita því vinnuafli
sem nú er við landbúnaðarstörf til
arðsamra starfa til að auka gjald-
eyristekjur þjóðarbúsins. í þriðja
lagi er þjóðaröryggi og sjálfstæði
þjóðarinnar með eigin matvælaöfl-
un ef samgöngur teppast.
Ekki er fyrir hendi nægilegt
þjóðarfylgi til þess að halda úti
iandbúnaðarframleiðslu sem þjón-
aði því markmiði einu að koma í
veg fyrir röskun dreifðu byggð-
anna. Spurningin er því sú hvernig
á að aðhæfa landbúnaðarfram-
leiðsluna þeirri landnýtingarstefnu
sem í senn treysti byggð í landinu
og auki á notagildi landsins sjálfs
sem meginui^dirstöðu dreifðrar
búsetu í landinu. Almenn hömlun
á landbúnaðarframleiðslu hefur
leitt til þess að ríkjandi er almenn
stöðnun í greininni, án tillits til
skynsamlegrar þróunar landbún-
aðarins í landinu.
Megingalli gildandi skömmtun-
arkerfis er sá að búin smækka, svo
þau verða tæplega lífvænleg. Þetta
er í eðli sínu röng landbúnaðar-
stefna sem verður atvinnugreininni
hættuleg um síðir. Auðvitað verð-
ur landbúnaður að þróast með
eðlilegum hætti þó að atvinnu-
greinin búi við framleiðslutak-
markanir. Það verður ekki hjá því
komist að greina byggðina eftir
legu sveita gagnvart þéttbýlisstöð-
um og eftir búskaparskilyrðum.
Svonefnd landnotasjónarmið
hljóta að ráða mestu um skiptingu
landsins í framleiðslusvæði.
Það er mikið hagsmunamál að
landbúnaðurinn geti á ný þróast
sem undirstöðuatvinnuvegur í
landinu og búeiningar nái hag-
kvæmri stærð, þrátt fyrir takmark-
anir og landverndarsjónarmið. Það
væri alvarleg skammsýni að leggja
landbúnað á íslandi að velli. Þetta
er atvinnugrein sem gegnir undir-
stöðuhlutverki í þjóðarbúinu.
Orkan er þriðja náttúruauðlind
þessa lands. í þessum efnum hefur
þjóðin lyft grettistaki með upp-
byggingu hitaveitna. Fossafl
landsins, ásamt háhitasvæðunum,
býr yfir miklum möguleikum á
sviði iðnaðar. Á þessum sviðum
verður ekki aftur snúið.
Hér þarf að vera á verði gagnvart
erlendum aðilum. Þetta má ekki
hræða okkur frá því að semja við
erlenda aðila um uppbyggingu iðn-
aðar í landinu.
Meginmálið er að þær
sjávarbyggðir, sem um
áraraðir hafa byggt af-
komu sína á sjávar-
fangi, verði ekki sviptar
möguleikum til sjálfs-
bjargaref svoillaferað
útgerðir verði gjald-
þrota og þegar skip eru
seld í aðrarverstöðvar.
Þrátt fyrir það að rekstrarum-
hverfi í sjávarútvegi oglandbúnaði
verði bætt er það köld staðreynd
að þessir atvinnuvegir munu búa
áfram við framleiðslutakmarkanir
sem setja munu þeim vaxtarskorð-
ur. Verðmæti sjávarafla má auka
með bættri nýtingu. Uppgangstím-
ar vegna aflaaukningar eru horfnir.
Ekki er að vænta uppsveiflu af
þessum sökum. Hins vegar verður
áfram sú hætta sem fylgir verð-
sveiflum ásjávarvörum. Þjóðfélag-
ið verður að draga úr áhrifum
þessarar sveiflu. Það verður gert
með því að byggja upp nýja at-
vinnuvegi.
Framundan er um tvo kosti að
ræða. Sá fyrri er að færa efnahags-
kerfið aftur til forsjárstefnu með
efnahagslegum aðgerðum sem með
skipulagskerfi nái til þjóðfélagsins
alls. Hin síðari er að aðlaga undir-
stöðuatvinnuvegina frelsi í við-
skiptum til jafnræðis við aðra þá
atvinnustarfsemi sem notið hefur
þess rckstursumhverfis.
Miðað við þær efnahagsaðstæð-
ur sem við blasa er Ijóst að forsjár-
leiðin er ekki í takt við tímann.
Framundan eru tímar samflota
efnahagsbandalaga með miklu
frjálsræði innan vébanda þeirra.
íslandi verður nauðugur einn
kostur að færa sig nær þessum
sjónarmiðum. Næsta sporið í þessa
átt er að þjóðin verður að búa við
gjaldgenga gengisskráningu, þar
sem íslenska krónan verður skráð
á ásamt öðrum myntum í heimin-
um.