Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. febrúar 1990 TOKYO - Verðbréfamark- aðurinn í Tókýó nötraði þegar japönsk hlutabréf féllu veru- lega í verði í kjölfar kosninga- úrslitanna í Japan um síðustu helgi. Telja sérfræðingar að verð taki ekki að stíga að nýju fyrr en eftir mánuð. Ein ástæáa þessa virðist vera sú að Toshki Kaifu forsætisráðherra náði ekki að sannfæra flokkseig- endafélögin um ágæti sitt sem forsætisráðherra. Gæti hann því neyðst til að segja af sér. BEIRUT - Þúsundir manna flúðu austurhluta Beirút, en bardagar stríðandi fylkinga kristinna manna lágu niðri í gær. Talið er að bardagar muni blossa upp að nýju, en að minnsta kosti 700 manns hafa fallið í átökum kristinna manna undanfarnar vikur. ISLAMABAD - Tveir afg- anskir skæruliðaforingjar mu- jahideen héldu frá Pakistan til Teheran til að gera úrslitatil- raun til þess að fá skæruliða- samtök þau sem njóta stuðn- ings írana til að ganga inn í útlagaríkisstjórn afganskra skæruliða. FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Háttsettur sov- éskur embættismaður hvatti til þess að völd Mikhaíl Gorbat- sjofs forseta Sovétríkjanna yrðu strax aukin til muna svo hann gæti komið í veg fyrir að Sovétríkin hryndu eins og spilaborg. JÓHANNESARBORG- Afríska þjóðarráðið sagðist harma þá ákvörðun Breta um að létta banni við fjárfestingum í Suður-Afríku. BONN - Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands sendi ráðamönnum í Moskvu róandi orðsendingu og sagði að gjald- eyrisbandalag þýsku ríkjanna og sameiningu þeirra yrði ekki komið á nema í samráði við stórveldin fjögur sem hafa hernámslið í Þýskalandi. BÚDAPEST - Gyula Horn utanríkisráðherra Ungverja- lands sagði að vel kæmi til greina í framtíðinni að Ung- verjar gengju úr Varsjárbanda- laginu og í Nato. BRUSSEL — Hópur sér- fræðinga frá Vestur-Evrópu segja allar líkur á að stjórnar- herinn í Angóla beiti efnavopn- um í baráttu sinni við skæruliða Unitahreyfinqarinnar og hafi gert í mörg ár. ÚTLÖND Daníel Ortega forseti Níkaragva á kosningaferðalagi. Skoðanakannanir sýna að Sandínistar með Ortega í fararbroddi muni sigra örugglega í kosningunum á sunnudaginn. Þá telur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna að lítil hætta sé á öðru en að kosningarnar verði fullkomlega frjálsar og lýðræðislegar. Eftirlitsnefnd SÞ í Níkaragva segir aö kosningarnar á sunnudaginn muni verða frjálsar og lýðræðislegar: Sandínistar með meirihlutafylgi í skoðanakönnun Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með kosn- ingunum í Níkaragva sem fram fara á sunnudaginn hefur komist að þeirri niðurstöðu að kosn- ingabaráttan í landinu hafi verið sanngjörn og að kjósendur hafi alla burði til að gera upp hug sinn á hlutlægan máta. Ekkert bendi til annars en að kosning- arnar verði fullkomlega frjálsar og lýðræðislegar. Elliot Richardson fyrrum dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, er í forsvari nefndarinnar sem skipuð var af Jivier de Cuellar aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til að fylgjast með kosningunum sem kunna að verða einar þær mikilvæg- ustu sem haidnar hafa verið í Mið- Ameríku. Sandínistar virðast ætla að ná hreinum meirihluta í kosningunum á sunnudaginn ef marka má skoð- anakönnun sem bandaríska ABC sjónvarpsstöðin hefur látið gera. 1 skoðanakönnuninni hljóta Sandín- istar með Daniel Ortega forseta Níkaragva í fararbroddi 48% at- kvæða, en stjórnarandstaðan sem leidd er af forsetaframbjóðandanum Violettu Chamorro hlýtur 32% at- kvæða. 52% kjósenda telja að Chamorro taki við fyrirskipunum frá banda- rískum stjórnvöldum sem styðja dyggilega við bak stjórnarandstöð- unnar. Ógurleg tíðindi af áhrifum geislavirkni frá kjarnorkuver- inu við Sellafield á Bretlandi: Verkafólki barneignum Enn fjölgar óhugnarlegum frétt- um af geislavirkni frá kjarnorkuver- inu í Sellafield. Lengi hefur verið ljóst að hvítblæði og ýmiss krabba- mein eru langtum algengari í ná- grenni Sellafield kjarnorkuversins en annars staðar og nú er svo komið að verkamönnum í Sellafield er ráðlagt að eignast ekki börn. Mönnum, sem vinna í Sellafield og vilja eignast börn, er ráðlagt að flytjast fyrst í burtu á svæði þar sem geislavirkni er lítil og láta nokkurn tíma líða áður en reynt er til við getnað. Nú þykir sannað að tengsl eru á milli hins háa hlutfalls hvítblæðis í börnum nærri Sellafield og þess að feður þeirra vinna í kjarnorkuver- inu. Er talið að börn manna sem vinna í Sellafield séu í sjö sinnum meiri hættu á að fá hvítblæði heldur en börn annars staðar á Bretlandi. Útgöngu- bann um nætur í Kosovo Júgóslavnesk stjórnvöld sem hafa gefið hernum þau fyrirmæli að brjóta á bak aftur öli mótmæli og kynþáttaátök í vandræðahér- aðinu Kosovo hafa nú fylgt þeirri skipan sinni eftir með því að setja á útgöngubann um nætur í hérað- inu. Útgöngubannið var sett á einungis einni klukkustund eftir að hermenn höfðu tekið sér stöðu í öllum þorpum og bæjum Kos- ovohéraðs þar sem að minnsta kosti 28 manns hafa fallið í kyn- þáttaátökum síðastliðinn mánuð. OFBELDIÐ í NEPAL HELDUR ENN ÁFRAM Jafnaðarmenn með meiri- hlutafylgi Jafnaðarmannaflokkurinn í Austur-Þýskalandi mun hljóta hreinan meirihluta í Voik- skammer, austurþýska þinginu, í kosningunum 18. mars ef marka má skoðanakönnun sem birtist í austur-þýska dagblaðinu Berliner Zeitung í gær. Samkvæmt skoðanakönnun- inni munu jafnaðarmenn hljóta 53% atkvæða. Kristilegir demó- kratar 13%, Kommúnistaflokk- urinn 12% og aðrir mun minna. Kommúnistinn Hans Modrow forsætisráðherra er hins vegar óumdeilanlega vinsælasti stjórn- málaleiðtogi landsins, en 52% þeirra er tóku þátt í skoðana- könnuninni segjast treysta hon- um best austur-þýskra stjórn- málamanna. Næstur kemur Wolf- gang Berghofer borgarstjóri í Dresden með 18% fylgi, en Berg- hofer sagði sig úr kommúnista- flokknum fyrir mánuði þar sem hann taldi umbótastefnu hans ekki ná nægilega langt. Þá fékk Ibrahim Boehme leiðtogi jafnað- armanna 15% fylgi. Bæði rfldsstjórnin og stjórnar- andstaðan í Nepal höfnuðu sáttatillögu sem Bandaríkja- menn lögðu fram til að reyna að sætta átök þessara aðila sem hafa kostað að minnsta kosti tíu manns lífið undanfama daga. Stjórnarandstaðan viU að tekið verði upp fjölflokkakerfi og lýð- ræði í vestrænni mynd, en Bir- endara konungur og ríkisstjórn hans vilja ekki gefa eftir þuml- ung af einræðisvaldi konungs- ins, sem ætíð hefur síðasta orðið í lagasetningum þjóðþings Nepal. -Hreyfingin mun ekki láta af bar- áttu sinni fyrr en kröfum okkar verður mætt - fjölflokkakerfi, frjáls- ar og heiðarlegar kosningar, og þar til þær verða haldnar, að bráða- birgðastjórn skipuð fulltrúum allra flokka stjórni landinu, sagði Ganesh Man Singh, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, en hann ræddi við blaðamenn í síma þar sem hann er í stofufangelsi. -Við höfum ætíð verið reiðubúnir til viðræðna innan héraðsstjórn- anna. En viðræður eru ekki mögu- legar þegar ofbeldið ríkir, sagði Radhe Shyam Bista talsmaður ríkis- stjórnar Nepal, þegar ljóst var að tilboði Bandaríkjastjórnar um við- ræður yrði hafnað. Bista sagði að tíu manns hefðu fallið í átökum undanfarna daga og að um 800 manns hafi verið hand- Það er ekki undarlegt að værð færist yfir ungabörn eftir að þeim hefur verið gefið brjóst. Sænskur prófessor skýrði frá því í gær að hann hafi greint efnasamband í móð- urmjólkinni sem líkist mjög efna- sasetningu valíums, sem er þek- ktasta róandi lyf í heimi. Þar kunni að leynast skýringin á því að unga- börn róist og falli oft í svefn eftir að teknir. Hins vegar halda mannrétt- indasamtök sem starfa í Nepal því fram að tuttugu manns að minnsta kosti hafi fallið og rúmlega 5000 stúdentar og andófsmenn hafi verið handteknir frá því á sunnudag. Þá segjast mannréttindasamtökin hafa sannanir fyrir því að stjórnvöld hafi beitt pyntingum. hafa fengið móðurmjólkursopann sinn. Prófessorinn Sven Dencker að nafni hefur gert tilraunir með ungar mæður sem hafa börn á brjósti. Hluti mæðranna tók róandi lyf, en hinn hlutinn ekki. Það skipti ekki nokkru máli, vottur af benozodiaz- epine, róandi efnasambandi, fannst í mjólk allra mæðranna. Ekki undarlegt aö brjóstagjöf rói börnin: Efni líkt valíum I móðurmjólkinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.