Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 22. febrúar 1990 rkvr\i\^u i Hnr Fjárhagsáætlun 1990 Bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason, mun leiða umræður um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans á opnum fundi í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Mikilvægt að menn í nefndum og stjórnum á vegum flokksins mæti. Bæjarfulltrúarnir Perestrojka Fimmtudaginn 1. mars, kl. 20:30, mun Vadim V. Vasiliev, siðameistari sendiráðs Sovétríkj- anna, flytja erindi á íslensku um þróun og framtíð perestrojkunnar í Sovétríkjunum. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Kristján H. Kristjánsson mun sýna litskyggn- ur sem hann hefur tekið í Sovétríkjunum. Fundurinn verður haldinn á efri hæð veitinga- hússins Punktur og Pasta að Amtmannsstíg 1, Reykjavík. Allir velkomnir. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík (FUF). Vadim V. Vasiliev Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur Hádegisverðarfundinum, sem halda átti með Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanni á Glóðinni, er frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Björk félag framsóknarkvenna i Keflavfk og nágrenni. Guðmundur G. Þórarinsson Framsóknarfélag Öifuss og Þorlákshafnar Félagsfundur verður haldinn í kaffistofu Glettings sunnudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Kosningarnar í vor. Önnur mál. Stjórnin. Borgarnes - Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbæ, Borgarbraut 4, Borgarnesi, föstudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness Keflavík Prófkjör Framsóknarflokksins í Keflavík vegna bæjarstjórnarkosning- anna í vor, fer fram í Félagsheimilinu Hafnargötu 62, sunnudaginn 25. febrúar, frá kl. 11.00-22.00. Uppstillingarnefnd. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Almennur félagsfundur verður haldinn í Hlégarði, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Áríðandi fundur vegna breyttrar stöðu í framboðsmálum. Fjölmennið. Stjórnin Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, simi 36757. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. llllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Jón Eiríkur Jóhansson í hlutverki Gosa og Guðmundur Claxton, sem Itikur Flökku-Jóa. Skagaleíkftokkurinn sýnir nGosa“ Föstudaginn 23. febrúar kl. 20.30frum- sýnir Skagaleikflokkurinn barnaleikritið „Gosa“ eftir Brynju Benediktsdóttur með tónlist eftir Sigurð Rúnar Jónsson og söngtexta eftir Þórarin Eldjárn. Leik- stjóri er Emil Gunnar Guðmundsson. Fjöldi áhugaleikara kemur fram í sýn- ingunni og eru sumir að stíga sín fyrstu skref á fjölunum en í aðalhlutverkum eru Jón Eiríkur Jóhannsson, Guðmundur Claxton, Garðar Geir Sigurgeirsson, Anna Halldórsdóttir, Sigríður Amadótt- ir, Kolbrún Björnsdóttir, Júlíus Þórarins- son, Júlíana Ómarsdóttir og Þórbergur Viðarsson. Umsjón með smíði á sviði hefur Mariella Thayer. „Gosi“ er fimmta barnaleikritið sem Skagaleikflokkurinn setur upp á 15 ára starfsferli. Áður hefur flokkurinn sýnt Línu langsokk, Litla Kláus og Stóra Kláus, Dýrin í Hálsaskógi og Gúmmí- Tarzan. Núverandi formaður er Svala Bragadóttir. Hrói höttur og Marion skipa auðvitað stórt rúm í sýningunni um Hróa hött og félaga. Hér æfa þau bogfimi. Leikfélag Hafnarfjarðar: Hrói höttur og félagar í Bæjarbíói Laugardaginn 24. febrúar nk. kl. 20.00 frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar leikrit um Hróa hött og félaga í Bæjarbíói í Hafnarfirði. I tengslum við uppsetningu leikritsins var efnt til teiknisamkeppni um Hróa hött og ævintýri hans sem leikfélagið og Legó stóðu saman að. í lok frumsýningar verða verðlaunahafar tilkynntir og þeim afhent verðlaun. Áhorfendum gefst kostur á að sjá allar þær 1042 myndir sem bárust í keppnina en þær verða til sýnis í Bæjar- bíói meðan á sýningum stendur. Upplýsingar um sýningar, miðaverð og fleira ásamt móttöku miðapantana eru í síma 50184 allan sólarhringinn. Sólustaðir minningarkorta HJARTAVERNDAR Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755 (Gíró) Reykjavíkur Apótek, Austurstr. 16 Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Aþótek, Sogavegi 108 Bókabúðin Embla, Völvufelli 21 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102A Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74 Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27 Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11 Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandg. 31 Sparisjóður Hafnarfjarðar Keflavík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 Apótek Keflavíkur, Suðurg. 2 Akranes: Bókabúð Andrésar Níelssonar, Skóla- braut 2 Borgarnes: Verslunin ísbjörninn Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurg. 36 ísafjörður; Póstur og sími, Aðalstræti 18 Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhreppi Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97 Bókaval, Kaupvangsstræti 4 Húsavik: Blómabúðin Björk, Héðinsbr. 1 Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5 Egilsstaðir: Hannyrðaverslunin Agla, Selási 13 Eskifjörður: Póstur og sími, Strandgötu 55 Siglufjörður: Verslunin Ögn, Aðalgötu 20 Vestmannaeyjar: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16 Selfoss: Selfoss Apótek, Austurvegi 44. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga - Eftirtaldir staðir hafa minningarkortin til sölu. Reykjavik: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744, Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti og I3ókabúð Vest- urbæjar, Víðimel. Seltjarnarnes: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri Kópavogur: Veda bókaverslanir Hamraborg 5 og Engihjalla 4 Hafnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurvegi 64 Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44 Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5 Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3 ísafjörður: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3 Ámeshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finnbogastöðum Blönduös: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12 Sauðárkrökur: Margrét Sigurðardóttir, Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8 og Bókabúðirnar á Akureyri Húsavík: Bókaverslun Þórarins Ste- fánssonar, Garðarsbraut 9 Egilsstaðir: Steinþór Erlendsson, Laufási 5 Höfn, Homafirði: Erla Ásgeirsdóttir, Miðtúni 3 Vestmannaeyjar: Axel ó Lárusson skóverslun, Vestmannabraut 23 Sandgerði: Póstafgreiðslan, Suðurgötu 2-4 Keflavík: Bókabúð Keflavíkur, Sól- vallagötu 2 Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins: Ef eldur kemur upp í tækinu kann að vera eina björgunarvonin að stökkva út. Ef tækið snertir enn háspennulínu verður að varast að snerta samtímis tækið og jörðu. Geðhjálp Fyrirlestur verður haldinn fimmtudag- inn 22. febrúar kl. 20.30 í kennslustofu á þriðju hæð Geðdeildar Landspítalans. Efni: Er aðstoðar að vænta? Félags- þjónusta og geðsjúkir. Fyrirlesari: Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. Kvenfélag Kópavogs Mætum allar á fund fimmtudaginn 22. febrúar í Félagsheimilinu kl. 8.30. Erindi flytur Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur um sjálfsstyrkingu fyrir konur. Gestir velkomnir. Húnvetningafélagið Félagsvist nk. laugardag, 24. febrúar kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Smfóníuhljómsveit fslands: Býður áskrifendum á afmælistónleika Senn eru liðin 40 ár frá því Sinfóníu- hljómsveit íslands hélt sína fyrstu tón- leika. Á afmælisdaginn, þann 9. mars nk., er ráðgert að halda afmælistónleika og verða þeir í Háskólabíói og hefjast að þessu sinni kl. 19.30. Stjórnandi á tónleikunum verður Petri Sakari og á efnisskrá er Sellókonsert eftir Jón Nordal, einleikari Erling Blöndal Bengtsson, og Sinfónía nr. 2 eftir Gustav Mahler. Einsöngvarar eru Signý Sæ- mundsdóttir og Rannveig Bragadóttir. Kór íslensku óperunnar tekur einnig þátt í flutningnum. Stjórn hljómsveitarinnar hefur ákveðið að bjóða öllum áskrifendum hljómsveit- arinnar á þessa afmælistónleika og þurfa þeir sem ætla að þekkjast boðið að sækja aðgöngumiða á skrifstofu hljómsveitar- innar fyrir 1. mars. Þeir miðar sem eftir verða, verða seldir öðrum eftir 1. mars. Hljómsveitina skipa á þessum tónleik- um 104 hljóðfæraleikarar og kórinn 70 manns. Samkomur á vegum kristilegra félaga: Guð! Hvar eriu? Vikuna 18.-24. febrúar eru haldnar í Bústaðakirkju samkomur á vegum nokk- urra leikmannahreyfinga innan íslensku þjóðkirkjunnar. Að samkomunum standa: Kristilegt félag ungra manna (KFUM), Kristilegt félag ungra kvenna (KFUK), Kristilegt stúdentafélag (KSF), Kristileg skólasamtök (KSS), Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) og Ungt fólk með hlutverk (UFMH). Samkomurnar í Bústaðakirkju hefjast allar klukkan 20:30 og eru öll kvöld vikunnar nema miðvikudagskvöldið 21. febrúar. Yfirskrift vikunnar verður hin foma spuming mannsins: „Guð! Hvar ertu?“ og verður reynt að nálgast svarið í Ijósi kristinnar trúar á samkomunum. Sérstakur gestur og aðalræðumaður á samkomunum er Ulrich Parzany fram- kvæmdastjóri KFUM í Vestur-Þýska- landi. f kvöld, miðvikudag kl. 20.30 talar hann á samkomu í húsnæði KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyrí. Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veirð ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Aðvörunfrá Rafmagnseftirliti ríkisins: Braðabirgðalausnir Hafið því alltaf rétta stærð af ,bræðivörum við hendina. Prófið lek- astraumsrofann öðru hverju, ef totiubúnaðurinn er af þeirri gerð, því bráðabirgðalausn er aðeins frest- un á óhappi. Kannast ekki einhver við að hafa aðeins átt 20 ampera öryggi eða bræðivara þegar 10 ampera öryggi bráðnaði - og sett það í til bráða- birgða? Svona bráðabirgðalausnir geta verið hættulegar, vegna þess að þær vilja gleymast, og rifjast oft ekki upp fyrr en þær minna á sig með bruna eða slysi. HÁSPENNA - LÍFSHÆTTA! Rafmagnseftirlit ríkisins sendir frá sér eftirfarandi viðvörun: ★ Óhöppum og tjónum af völdum háspennu fer fjölgandi. Flest slík óhöpp verða fyrir vangá eða hugsunarleysi. ★ ÖKUMENN: Hafið gát á háspennulínum ef þið eruð með hátt loftnet eða með háfermi á bílnum. Reisið ekki bílpall upp í Iínur, eins og mörg dæmi eru um við vegagerð og aðrar framkvæmdir. ★ GRÖFU- OG KRANASTJÓRAR: Fylgist vandlega meðöllum hreyfingum ' tækjanna og farið með sérstakri gát, ef þið eruð að störfum í nánd við háspennu- línur. Ef ökutæki eða vinnuvél snertir há- spennulínu er sjálfsagt að reyna strax að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.