Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 22. febrúar 1990 AÐUTAN Bók eftir Boris Jeltsín: Ræist harkalega á Gorbatsjov og forréttindi forystumanna Mikhail Gorbatsjov er ógæfa Sovétríkjanna. Hann er ófær um að taka mikilvægar ákvarð- anir. Hann elskar að vera umkringdur mun- aði og forréttindum. í reyndinni er „glasnost“ og „perestrojka" lítið annað en gaspur. Þegar æðstu menn Sovétríkjanna safnast saman til fundarhalda, er það líkast skrípa- leik. Undirbúningurinn er lélegur, meðferð mála yfirborðsleg og Gorbatsjov dáist að sjálfum sér og ræðum sínum í þvílíkum mæli að hann hefur misst skilninginn á raunveruleikanum. Þetta eru aðeins örfáar af sprengj- unum sem sovéski stjórnmálamað- urinn Boris Jeltsín kastar fram í bók sem vakið hefur óhemju athygli. Þar er að finna lýsingu á aðstæðum í efstu valdalögum Sovétríkjanna sem almenningi blöskrar gersamlega að komast á snoðir um. Þar er Mikhail Gorbatsjov, líf hans og háttalag afhjúpað og gagnrýnt miskunnar- laust. Þarna er sögð sagan af rotnu pólitísku kerfi, þar sem lítið eða ekkert breytist til hins betra. Og það sem vekur allra mesta athygli er að bókina skrifar maður sem lætur hvað mest til sín taka á hinum pólitíska vettvangi í Sovétríkjunum. Og keppinautur Gorbatsjovs! í bókinni segir Jeltsín nægan tíma vera liðinn frá því Gorbatsjov kynnti hina frægu umbótastefnu sína, per- estrojku, fjögur ár sem samsvari einu kjörtímabili Bandaríkjafor- seta, til þess að árangur ætti að hafa náðst. En því fari víðs fjarri enda sýni Gorbatsjov hálfvelgju og vægi fyrir íhaldssömum afturhaldsseggj- um eins og Jegor Ligachev. Þá hafa ekki síður vakið athygli lýsingar Jeltsíns á forréttindum og hlunnindum yfirstéttarinnar í sovéska Kommúnistaflokknum, sem hreint ekkert hafi dregið úr með valdatöku Gorbatsjovs nema síður sé. Hér á eftir endursegjum við að nokkru úr The Sunday Times lýsing- ar og hugleiðingar Jeltsíns um þessi sérfríðindi og hver tilgangurinn sé með þeim. Forréttindin viðhalda flokkshollustunni Því hærra sem maður klifrar upp metorðastigann í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, því meiri þægindi býr maður við og því sársaukafyllra er að segja skilið við þau. Það leiðir því af sjálfu sér að viðkomandi heldur sér á mottunni, er hlýðinn og tryggur. Hér er komin orsök þess að greindur og sjálfstætt hugsandi meðlimur í miðstjórn flokksins er blanda af svo þverstæðukenndum orðum að tungan fer öll í hnút við að reyna að segja þau. Þrælslund og hlýðni eru svo endurgoldin nteð forréttindum s.s. aðgangi að sérstök- um sjúkrahúsum, sérstökum heilsu- hælum, hinni frábæru matstofu miðstjórnarinnar, hinni jafnfrábæru þjónustu með heimsendingu mat- væla og annarra vara, hinu lokaöa símkerfi um Kremlarlínuna og ókeypis flutningi milli staða. Allt hefur þetta verið vandlega skipulagt. Deildarstjóri hefur ekki einkabíl, en hann hefur réttinn til að panta bifreið úr bílaflota miðstjórn- arinnar fyrir sjálfan sig og nánustu samstarfsmenn. Aðstoðarráðuneyt- isstjóri hefur þegar fengið sinn eigin Volga-bíl, en yfirmaður hans ráðu- neytisstjórinn hefur annan og betri Volgu-bíl með bílsíma. En sá sem hefur klifrað alla leið á topp pýramída Kommúnistaflokks- ins nýtur „algers kommúnisma“. Það kemur í ljós að það var engin þörf fyrir marxiska heimsbyltingu til að komast í hið æðsta alsæla ástand fyrirmyndarríkisins eins og Karl Marx segir fyrir um. Frá hverjum samkvæmt getu til hvers í samræmi við þarfir var ekki slæm skilgreining á kommúnisma. Og það er einmitt það sem þeim sem efstir standa í flokkspýramídanum hefur tekist að ná. Geta þeirra er því miður ekki framúrskarandi, en þarfir þeirra eru svo miklar, enn sem komið er, að aðeins hefur tekist að skapa raun- verulegan kommúnisma fyrir innan við 30 manns. Snilldarleg hugmynd Kommúnismi er skapaður fyrir þessa menn af níundu framkvæmda- stjórn KGB. Þessi alvalda fram- kvæmdastjórn getur gert hvað sem er. Líf flokksleiðtogans er vaktað af sfvakandi, alsjáandi auga ogstjórnin fullnægir öllum kenjum hans, þ.á m. má telja „dacha" (sveitasetur) bak við háa græna girðingu umhverfis stórar lendur við Moskvuá, með garði, tennisvöllum og veiðilendum, lífverði við hvern glugga og viðvör- unarkerfi. Jafnvel stöðuþrepi mínu sem áheyrnarfulltrúi forsætisnefndarinn- ar fylgdi þjónustulið sem í var 3 kokkar, 3 framreiðslustúlkur, stofu- stúlka og garðyrkjumaður með að- stoðarmenn. Konan mín, fjölskylda mín og ég, sem höfðum alltaf vanist því að gera alla hluti með okkar eigin höndum, vissum einfaldlega ekki hvað við ættum að gera af okkur. Og þó að undarlegt megi telja gat allur þessi munaður ekki veitt okkur þægindi eða gert okkur lífið léttara. Hvaða hlýju er að finna í marmaraklæddu húsi? Það var því sem næst ógerlegt að hitta eða hafa samband við einn eða neinn á venjulegan, eðlilegan hátt. Ef okkur langaði til að fara í bíó, leikhús, á safn, satt best að segja hvaða opinberan stað sem er, var heill hópur þungaviktarmanna send- ur þangað fyrirfram til að kanna staðinn gaumgæfilega og girða allt svæðið af. Það var ekki fyrr en öllu þessu var lokið að við gátum farið á staðinn. En það var einkabíó á lóð sveitasetranna og þar voru alltaf sýningar á föstudögum, laugardög- um og sunnudögum. Þá kom sýning- armaður með úrval af kvikmyndum. Hvað varðar læknisþjónustu eru öll lyf og útbúnaður innflutt, allt af nýjasta tagi úr vísindarannsóknum og tækniþróun. Sjúkrastofurnar í „Kremlarsjúkrahúsinu" eru geysi- stórar íbúðir, og þar flæðir lúxusinn um allt, postulín, krystall, gólfteppi og kertastjakar. Einstakur læknir tekur aldrei neina ákvörðun af hræðslu við að taka á sig ábyrgð, og sjúkdómsgreining og meðferð er all- taf ákveðin af hópi 5-10 lækna, stundum eru meðal þeirra mjög virtir sérfræðingar. Þegar ég var flokksleiðtogi í Sverdlovsk var læknirinn minn venjulegur heimilis- læknir. Fyrir „Kremlarskammtinn", sem er sérstök úthlutun á varningi sem venjulega er ófáanlegur, greiða æðstu flokksgæðingarnir einungis hálft kostnaðarverð en þar er um að ræða hágæðamatvörur. í Moskvu eru það alls um 40.000 háttsettir flokksfélagar sem njóta þeirra for- réttinda að taka við þessum sér- skömmtum af mismunandi magn- og gæðastigum. Heilar deildir í Gum, hinu geysistóra verslunarhúsi við Rauða torg eru lokaðar almenningi og sérstaklega fráteknar fyrir æðstu menn flokksins. Síðan eru aðrar sérverslanir fyrir embættismenn einu eða tveim þrepum neðar í stiganum, o.s.frv. niður mannvirðingastigann, allar flokkaðar eftir metorðum. Allar eru deildirnar kallaðar „sér- stakar", „sérstök" verkstæði, „sér- stakar“ efnalaugar, „sérstakar" sjúkradeildir, „sérstakir" spítalar, “sérstök“ hús, „sérstök" þjónusta. í Sovétríkjunum hefur orðið „sérstak- ur“ ákveðna merkingu sem okkur er öllum óþarflega augljós. Orðinu er klínt á hinn ágæta mat sem búinn er til í „sérstökum" eldhúsum og verða að gangast undir „sérstakar" holl- ustuprófanir, á lyfin sem pakkað er inn í mörg lög af umbúðapappír og öryggi þeirra ábyrgst með undirritun margra lækna. Engin lyf án slíkrar ábyrgðartryggingar má gefa hæst- setta fólkinu í Kreml.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.