Tíminn - 22.02.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. febrúar 1990
Tíminn 5
Frá fundi fjármálaráðherra í gær.
Tímamynd Pjetur
Hagur ríkissjóðs á síðasta ári skárri en aðstæður gáfu tilefni til. Dregið úr halla ríkissjóðs. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra:
Leiðin liggur upp á við
„Botninum er nú náð og við getum hægt og bítandi farið
að stefna upp á við á þessu ári. Það er mjög mikilvægt að
haldið verði áfram að minnka halla ríkissjóðs stig af stigi og
þess gætt að falla ekki í þá sömu gryfju sem ríkisstjórnir og
yfirvöld duttu hér í á árunum 1985-1987 þegar hallinn á
ríkisfjármálunum fékk að aukast all verulega þrátt fyrír
efnahagslega uppsveiflu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra í gær þegar kynntar voru bráðabirgðaniður-
stöður um afkomu ríkissjóðs á síðasta árí.
Fjármálaráðherra ræddi nokkuð
um efnahagsstjórn undanfarinna ára
og sagði m.a. að árið 1987 þegar
útflutningstekjur þjóðarinnar náðu
hámarki í uppsveiflunni þá varð
verulegur halli á viðskiptajöfnuðin-
um þegar hann hefði í raun átt að
vera verulega jákvæður. Petta er að
sögn fjármálaráðherra ein af ástæð-
um þess að erfiðleikarnir hafa verið
heldur meiri undanfarin tvö ár en
Deilan um aflamiðlun:
Lausnin í
sjónmáli
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra segist telja að augljós
lausn sé í sjónmáli í deilunni um
hver eigi að stjórna þeirri aflamiðlun
sem nú stendur til að koma á fót. í
hverju sú lausn felst kvaðst Stein-
grímur ekki geta greint frá á þessu
sigi málsins.
„Við getum ekki, eins og Þor-
steinn Pálsson, blásið á athugasemd-
ir Verkamannasambandsins. þeir
eru að okkar mati mjög mikilvægur
aðili að þessu samkomulagi, þó að
þeir séu hins vegar ekki í verðlags-
ráði sjávarútvegsins. Þess vegna
verður að ná sáttum milli þeirra og
þeirra aðiia sem þarsitja. Við höfum
verið að því í dag og ég tel að lausnin
sé nú í sjónmáli," sagði forsætisráð-
herra við Tímann í gær. - ÁG
Skerðing
óheimil
Vegna upplýsinga sem fyrir liggja
um að kvótakaup loðnuskipa séu
dregin af áhafnarhlut sjómanna hafa
Farmanna- og fiskimannasamband
fslands, Sjómannasamband íslands,
Vélstjórafélag fslands og Skipstjóra-
og stýrimannaféiagið Aldan sent frá
sér yfirlýsingu þar sem segir að
skerðing á aflahlut sjómanna sé með
öllu óheimil.
Vísað er til kjarasamninga aðila
um sölu aflans og verð, þar sem segir
að alltaf skuli greiða hæsta gangverð
fyrir aflann og aldrei lægra en út-
gerðarmaður fær.
Harðlega er mótmælt óheiðarleg-
um vinnubrögðum þeirra útgerð-
armanna sem málið varðar. -ABÓ
þeir hefðu orðið ef efnahagsstjórnin
hefði verið styrkari í góðærinu.
Á árunum frá 1980 til 1989 var
viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður öll
árin að undanteknu árinu 1986 þegar
hann varð jákvæður um 0,4%.
Ástæða þess var sú að sögn Bolla
Héðinssonar hagfræðings að heims-
markaðsverð á olíu féll verulega.
Samkvæmt bráðabirgðaniður-
stöðunum voru tekjur ríkissjóðs um
80 milljarðar króna í fyrra en útgjöld
um 86 milljónir þannig að halli á
ríkissjóði varð um 6 milljarðar. Árið
1988 var hallinn meiri, eða rúmir 8,5
milljarðar þannig að staðan hefur
batnað um 2,5 milljarða milli ára.
Gert var ráð fyrir því í fjárlögum
ársins 1989 að ríkissjóður yrði rekinn
réttum megin við núllið sem næmi
636 milljónum en niðurstaðan er
sem sé önnur: Fjármálaráðherra
sagði að baksvið fjárlaganna fyrir
„Petta þýðir það að flotinn hefur
viðunandi verkefni það sem eftir er
vertíðar,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í samtali við
Tímann. f gær úthlutaði sjávarút-
vegsráðuneytið 67 þúsund tonna við-
bótarkvóta til loðnuskipanna og
verður því heildarloðnukvóti ís-
lensku skipanna því 760 þúsund
tonn á vertíðinni. Halldór sagði að
hluti loðnuskipanna hafi verið í
þann veginn að ljúka sínum afla-
heimildum, en önnur ættu meira
eftir og gætu þau þá framselt til
hinna skipanna. „Pað sem eftir er af
vertíðinni mun ráðast verulega af
því hver afkastagetan verður í landi.
Það er allt meira og minna fullt hjá
verksmiðjunum," sagði ráðherra.
Hann sagðist telja að flestir væru
bærilega sáttir við þessi málalok.
Samkvæmt úthlutun sjávarútvegs-
ráðuneytisins í gær fá íslensku skipin
að veiða það sem Grænlendingar og
Norðmenn nýta sér ekki. Við upphaf
vertíðar var kvótinn ákveðinn 900
þúsund tonn, íslendingar fengu 662
þúsund tonn, Norðmenn 139 þúsund
tonn og Grænlendingar 99 þúsund
tonn. Grænlendingar framseldu af
1989 hefði verið afturkippurinn í
efnahagslífinu sem hófst síðla árs
1988 og hafði í för með sér óvissu um
gengi og kaupmátt.
Helstu ástæður þess að markmið
fjárlaga ársins 1989 um hallalausan
rekstur ríkissjóðs náðust ekki voru
þær tekjur ríkissjóðs lækkuðu vegna
samdráttarins, ríkissjóður þurfti að
taka á sig ýmsar aukakvaðir vegna
kjarasamninganna vorið 1989 og
bæði Alþingi og ríkisstjórn ákváðu
ýmis viðbótarútgjöld eftir að fjárlög
höfðu verið afgreidd. Vegna þessa
varð það ljóst síðari hluta ársins að
til að mæta þessu yrði að draga enn
frekar úr útgjöldum ríkissjóðs.
Jafnframt því var lögð þung
áhersla á að styrkja tekjuhlið ríkis-
sjóðs með ýmsum aðgerðum, m.a.
með skattahækkunum, hertri skatt-
heimtu og niðurskurði í ríkisrekstri.
Fjármálaráðherra sagði að jafnframt
hefði verið nauðsynlegt að draga úr
erlendum lántökum ríkissjóðs og að
reyna eftir mætti að fjármagna halla
ríkissjóðs með innlendri lántöku en
ekki erlendri eins og illu heilli hefði
tíðkast undanfarin ár.
í bráðabirgðauppgjörinu kemur
fram að umskipti hafa orðið að
þessu leyti því að í fyrra var halli
ríkissjóðs fjármagnaður að 80%
með innlendum lánum en áður var
algengt að fjármagna hann að sömu
sínum kvóta 31 þúsund lestir til
íslenskra útvegsmanna.
Mokveiði hefur verið á loðnumið-
unum að undanförnu og sagði Ást-
ráður Ingvarsson hjá loðnunefnd að
menn hafi aldrei kynnst öðru eins. í
gær var búið að landa um 500
þúsund tonnum af loðnu, það sem af
er vertíðar. Bátarnir hafa verið út af
Reykjanesi, á Meðallandsbugt og
við Alviðru. Loðnan út af Reykja-
nesi er mun stærri en bátarnir eru að
veiða fyrir sunnan land og^er hún
veidd til frystingar.
Jakob Jakobsson forstjóri Haf-
rannsóknarstofnunar sagði í samtali
við Tímann að líklegast sé loðnan
við Reykjanes sú sem var við Vest-
mannaeyjar fyrir rúmri viku og
týndist. Síðar á að athuga hvort
senda á rannsóknarskip til að kanna
hvort einhver ganga komi með Vest-
urlandi.
Jón Reynir Magnússon fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins sagði í samtali við Tímann
að eftirspurnin eftir loðnumjöli hafi
verið frekar dræm og verð farið
niður, en væri nú heldur að færast
upp á við á ný, þó svo menn væru
hundraðstölu með erlendum lánum.
„Það hefur náðst meiri árangur við
innlenda lánsfjáröflun en nokkru
sinni áður. Þetta er mjög mikilvægt
atriði og er ein meginstoð þess
stöðugleika sem verið er nú að skapa
í efnahagsmálum þar sem komið er
í veg fyrir það að erlendu fjármagni
sé dælt inn í hagkerfið gegn um halla
ríkissjóðs,“ sagði ráðherra.
Hann sagði að jafnframt því að
fjármagna halla ríkissjóðs innan-
lands hefði tekist að draga úr rekstr-
arútgjöldum ríkisins um 600 milljón-
ir og þar með að stöðva stöðuga
þenslu þeirra um áratugaskeið. Jafn-
framt hefði störfum hjá ríkinu fækk-
að um 1 %.
Þá leiddu hertar innheimtuað-
gerðir til þess að um hálfur milljarð-
ur króna skilaði sér í ríkissjóð um-
fram tekjuáætlun fjárlaga sem að
sögn ráðherra hefði vart skilað sér
annars.
Þegar á heildina er litið er að mati
fjármálaráðherra einna mikilvægast
í efnahagsstjórn síðasta árs að þrátt
fyrir verulega efnahagslega lægð
náðist sá sjaldgæfi árangur í fyrsta
sinn síðan árið 1952 að minnka halla
ríkissjóðs á samdráttartímum, draga
úr viðskiptahallanum og koma við-
skiptajöfnuði í 2% af landsfram-
Ieiðslu. Þá tókst að rétta af 0,2%
vöruskiptahalla og koma honum
ekki orðnir alveg nógu ánægðir
ennþá. Sama má segja um lýsið. Á
þvf hefur verðið verið fremur lágt,
en hins vegar hefur ekki reynst erfitt
að selja það. Annað og erfiðara mál
að glíma við er að fá skip til
flutninga. „Það virðist vera lítið um
skip til að sinna flutningum, óvenju
erfitt á þessum árstíma. Það hefur
stundum verið erfitt að fá skip í
janúar, en eitthvað áframhald virðist
hafa orðið á því,“ sagði Jón Reynir.
Aðspurður sagði hann að íslensku
skipafélögin væru á fullu við að anna
útflutningnum, en erfitt væri að fá
leiguskip sem oft þyrfti að grípa til
þegar magnið væri svo mikið.
Hvað með horfurnar framundan,
komið þið til með að geta selt allt?
„Já, en það tekur einhvern tíma,“
sagði Jón Reynir. Hann sagði að
eðlilegt væri að salan gengi hægt, þar
sem búið var að gera sárafáa fyrir-
framsamninga í haust, sem segja má
að hafi verið afleiðing af loðnuleys-
inu fyrir jól. Hann sagði að engin
stórvandræði væru framundan og
búið væri að selja talsvert mikið
magn.
Jón Magnús Kristjánsson hjá SH,
2,6% upp fyrir núllið - gera hann
hagstæðan um tæpa átta milljarða.
Þá batnaði staðan gagnvart Seðla-
bankanum um 3,7 milljarða en hafði
versnað um svipaða upphæð árið
áður.
Beinar skattatekjur jukust um 1%
að raungildi árið 1989. Innheimta
beinna skatta jókst um fimmtung frá
árinu áður og er þar átt við bæði
tekjuskatta og eignaskatta. Hins
vegar drógust óbeinir skattar saman
um 2,5% og munar þar mest um
lækkaðar söluskattstekjur. Þegar á
heildina er litið jókst skattbyrðin
milli ára um 1,5% af vergri þjóðar-
framleiðslu.
Það hlýtur einnig að vekja athygli
að í bráðabirgðauppgjöri fjármála-
ráðuneytisins kemur fram að tekjur
af áfengissölu urðu minni en gert
hafði verið ráð fyrir. Þar kemur
tvennt til:
Annars vegar urðu tekjur af sölu
áfengs bjórs minni en reiknað hafði
verið með þótt söluáætlanir stæðust
nokkuð í lítrum talið. Ástæða þess
er sú að meira seldist af innlendum
bjór en innfluttum en ríkið hagnast
meir á innfluttum bjór þar sem
innkaupsverð hins íslenska er hærra.
Hins vegar dró nokkuð úr sölu
annars áfengis en bjórs og tóbaks.
-sá
sagði að þeir væru með samninga
upp á 2500 tonn af frystri loðnu. Af
þessu geta þeir selt 1800 tonn af
loðnu sem er 55 stk. í kílói og færri
og 700 til 800 tonn af frystri loðnu
sem í kílói eru 56 stk. og fleiri.
Vandinn liggur í því að meginhluti
okkar loðnu fellur undir 56 til 60 stk.
í kílói, sem erfiðara er að selja.
Búið er að frysta um 600 tonn af
loðnu í hvorum flokki hjá SH, eða
samtals 1200 tonn og fer þetta allt til
Japans. „Það sem við höfum áhyggj-
ur af er að ná að framleiða 1800 tonn
af loðnunni í stærri flokknum. Þessi
loðna sem nú er að skila sér í þann
flokk er langt komin að hrygningu
og því er spurning um nokkra daga
hvenær sú loðna fer að hrygna og
dettur út í veiðinni,“ sagði Jón
Magnús. Hann sagði að þeir yrðu að
vona að upp kæmi ganga sem ekki
væri vitað um núna, sem í væri stór
loðna. „Það hefur gerst áður og ekki
öll von úti enn, en miðað við stöðuna
í dag hljótum við að vera svolítið
svartsýnir," sagði Jón Magnús.
-ABÓ
67 þúsund tonna viðbótarkvóta úthlutað til loðnuskipanna:
Flotinn hefur viðunandi
verkefni til vertíðarloka