Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. mars 1990 Tíminn 3 Veðurdagurinn 23. mars Athygli beint að voöavömum Alþjóða veðurfræðistofhunin hefur val- ið föstudaginn 23. mars nk. sem baráttu- dag fyrir viðfangsefhum veðurfræðinn- ar. Á föstudag eru rétt 40 ár frá því að samtök þessi voru stofhuð. Alþjóða veð- urfræðistofhunin velur sér ákveðinn málaflokk og að þessu sinni er dagurinn helgaður því verkefhi að liðsinna og leiðbeina í viðnámi geng náttúruham- forum. Gerð hefur verið samantekt um nátt- úruhamfarir í heiminum, þar sem fram kemur manntjón í mismunandi flokkum náttúruhamfara á tímabilinu frá 1947 til 1980. í töflunni kemuf fram að 499 þús- und manns fórust á þessu tímabili af völdum fellibylja, sem jafhgildir 25 á hverja 250 þúsund íbúa jarðar, sem er núverandi mannfjöldi á Islandi. 450 þúsund manns létust í jarðskjálftum á tímabilinu, eða 23 af hverjum 250 þús- und. Vegna flóða létust 194 þúsund manns, eða 10 af hverjum 250 íbúum jarðar. 29 þúsund létust í þrumuveðrum og skýstrokkum, eða 1,5 af hverjum 250 þúsund. Vegna vetrarhríða létust 10 þús- und manns á timabilinu, sem jafhgildir 0,5 manns á hverja 250 þúsund íbúa, 9000 manns létust vegna eldgosa eða 0,45 manns á hverja 250 þúsund íbúa. Ofsahitar urðu 7000 manns að bana, eða 0,35 á hverja 250 þúsund íbúa. Þá létust 5000 manns af hverju eftirtalinna, af völdum snjóflóða, skriðufalla og sjávar- flóða vegna jarðskálfta. Þetta þýðir í hverju tílfella, 0,25 manns á hverja 250 þúsund íbúum jarðar. Ef tölur fyrir Island em skoðaðar kem- ur eftirfarandi í ljós. Þó fellibyljir í eigúv legri merkingu komi varla fýrir á Is- landi, þá kom hér stórviðri sem orðið hafa gífurlega mannskæð einkum meðal sjómanna. Um 700 banaslys urðu á sjó á ofangreindu tímabili, þó ekki sé alltaf hægt að rekja þau til veðurs. Það er mat veðurstofunnar að hér á landi þurfi veð- urfregnir að vera eins tíðar og nákvæm- ar og mögulegt er. Til glöggvunar má geta þess að á góðum júlídegi í fyrra, voru 830 skip og bátar á sjó í kring um landið. Af þessu má sjá hversu mikil nauðsyn það er fyrir sjófarendur að geta teyst á veðurfregnir. Af völdum jarðskjálfla er talið að um 100 manns hafí látið lífið hér á landi frá upphafí íslandsbyggðar. Það samsvarar til um 3 á 34 ára tímabili, til samanburð- ar við 23 sem getíð var um hér að ofan. Spár um jarðskjálfta eru á byrjunarstigi hér á landi og hefur verið komið upp þéttriðnu mælinganeti á Suðurlandi. Vetrarhríðar eru algengastar og tiltölu- lega mannskæðar hér á landi. Á timabil- inu 1947 til 1980 urðu 35 manns útí, flestir í skammdeginu. Það er um 70 sinnum meira en að jafhaði í öðrum löndum. Öruggari veðurspár ættu að koma að liði hvað þennan þátt varðar. Þá hafa snjóflóð einnig verið mjög mann- skæð hér á landi. A hverjum þriðjungi aldar síðustu 100 ár má ætla að hér hafi Stjórn Þjóð- hátíðarsjóðs Gengið hefur verið frá skipun nýrr- ar stjórnar Þjóðhátíðarsjóðs. Af Al- þingi voru kosnir Björn Björnsson aðstoðarritstjóri, Björn Teitsson skólastjóri og Gunnlaugur Halldórs- son þjóðháttafræðingur. Varamenn voru kosnir Gísli Jónsson mennta- skólakennari, Jónas Jónsson búnað- armálastjóri og Árni Bjömsson þjóð- háttafræðingur. Magnús Torfi Ólafsson fyrrverandi ráðherra var tilnefhdur af ríkisstjórn Islands. Varamaður hans er Þór Magnússon þjóðminjavörður. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri var tilnefhdur af Seðlabanka íslands. Varamaður hans er Tómas Arnason seðlabankastjóri. Forsætisráðherra hefur endurskipað Magnús Torfa Ólafsson formann sjóðsstjórnar. • farist 50 manns, 200 sinnum fleiri en tíðkast í að tiltölu í öðrum löndum. Veð- urstofan hefur lagt nokkuð af mörkum til að draga megi úr manntjóni af völd- um snjóflóða, með því að vara við snjó- flóðum og rannsaka snjóflóðahættu í byggðarlögum. Á sama timabili olli veður á landinu um 120 dauðaslysum í flugi. Hvað þetta varðar segir Veðurstofan að allir hlutaðeigandi þurfi að leggjast á eitt, með bættri veðurþjónustu svo og öðr- um ráðum. —ABÓ Frá kynnlngu á „Veðurdeginum", tallft frá vinstri: Þ6r Jakobsson, Borgþór Jónsson, Magnús Már Magnússon, Flosí Hrafn Sigurösson, Páll Bcrgþórsson veóurstofus^óri og Ragnar Stefánsson. Tfmamynd Pjatur 25% yerðlækkun rá áramótum á besta lambakjötinu / einumpoka aflambakjöU á Uigmarksverði er beilt Ueri, 6-7'rif, frampartsbiiar og , bálfur bryggur (i l.flokki) eða 12-14 kótilettur (i úrvals flokki). Einstakir bitar sem nýtast þér ilia eruJJarUegðir. •+ Hann Runólfur er í sjöunda himni þessa dagana því lambakjöt á lágmarksveröi hefur lækkað í verði um 25% frá áramótum. Hann hefur sífellt komið fjölskyldunni á óvart með gómsætum og smellnum lambakjötsréttum sem allir hafa hitt í mark. Hann hefur einfaldlega keypt poka af lambakjöti á lágmarksverði og sparað -^ sér drjúgan skilding. ^ Wk*r Sex kQóa poki með kjöti úr úrvalsflokki kostar 437 kr. kg eða 2.622 kr. Sex kílóa poki með kjöti úr 1. flokki kostar 417 kr. kg eða 2.502 kr. í úrvalsflokki færðu hrygginn sneiddan í kótilettur en í 1. flokki er hann heill. I pokunum er eingöngu kjöt úr bestu gæðaflokkunum. Það er snyrt og sneitt af kostgæfni og einstakir bitar sem nýtast illa eru fjarlægðir. Þetta veit Runólfur og þúsundir annarra íslendinga. Gerðu hagstæðustu matar- innkaupin strax í dag og kauptu lambakjöt á lágmarksverði. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.