Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagyr 22. rpars .1.990 nii ' '+r JlI' ' i _ ' » * ' - ' "tíminn íi a aukið fjármagn í rannsóknir og þróun . Það er þó sannað mál að rannsóknir borga sig: Idarmál. Sigurbjörn hefur aðstöðu sína í gríðarmiklum húsakynnum Járnblendifélagsins. um. Búið er að fara einu sinni í gegnum um- sóknirnar og taka þær út sem taldar eru styrkhæfar. Það eru um helmingur af um- sóknunum að upphæð rúmar 150 milljónir króna. Fyrir utan þá upphæð eru t.d. verk- efhi sem lúta að samstarfi fyrirtækja og stofnanna í Evrópusamstarfi. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins, er mjög harðorður í garð stjórnvalda. Honum finnst stjórnmálamenn sýna Rannsóknar- sjóðnum litla ræktarsemi. „Rannsóknarsjóðurinn hefur haft mikil og góð áhrif á rannsóknir í landinu. Það var mikil framsýni og stórt skref fram á við að stofna sjóðinn. Hins vegar finnst manni það með ólíkindum að þetta skuli meðvitað látið drabbast niður. í nágranna- löndum okkar segja menn, við verðum að auka þessa undirstöðu starfsemi til að til- einka okkur nýja tækni og aðlaga atvinnu- lifið að nýjum aðstæðum. Á íslandi segja menn þetta líka, en síðan gera menn alveg þveröfugt," sagði Vilhjálmur. Svavar Gestsson menntamálaráðherra var spurður hverju hann svaraði gagnrýni Vil- hjálms Lúðvíkssonar varðandi stefhu stjórnvalda í rannsóknarstarfsemi. „Aðalatriðið er að menn snúi bökum saman í því augnamiði að búa til einhverja sóknaráætlun fyrir visindi, rannsóknir og þróun í þessu landi. Niðurskurðurinn sem gerð er tillaga um í fjáraukalögunum sam- svarar um 0,2% af því fé sem varið er til rannsókna hér á landi. Miðað við það sem aðrir verða að þola í niðurskurði um þess- ar mundir er þetta í sjálfu sér engin ósköp." Atvinnulífiö sýnir rannsókn- um og þróun vaxandi áhuga „Atvinnulífið hefur sýnt rannsóknum aukinn áhuga á síðari árum," sagði Vil- hjálmur Lúðvíksson. „Menn tala mikið um að það verði að draga úr opinberum fjár- veitingum til allra hluta og þar á meðal til rannsóknarstofnanna. Talað er um að gera þær sjálfstæðari og láta atvinnulífíð borga fyrir þær. En þetta er eins og hvert annað bull. Hér á landi hafa stofhanirnar í aukn- um mæli verið fjármagnaðar af sértekjum, reyndar meira heldur en víða erlendis. Hvergi í heiminum þekkist að ekki sé gert ráð fyrir opinberum stuðningi við áhættu- sama þróun og rannsóknir. Þetta á sérstak- lega við þar sem atvinnulífið er samsett eins og hér á landi. Menn tala um þessi mál oft af fullkominni vanþekkingu. Það tala allir um að Rannsóknarsjóðurinn hafi skilað miklu og jákvæðu starfi. Rann- sóknir taka alltaf tíma og svona verkefhi Tlmamynd Pjetur eru lengi í gerjun. Styrkir úr sjóðnum hafa m.a. farið í langtímaverkefni eins og í rannsóknir í líftækni og upplýsingatækni. Núna leggjum við mjög mikla áherslu á verkefni sem skila sér í nýjum fyrirtækjum og nýjum vörum. Við trúum því að með því að tengja rann- sóknir atvinnulífinu verði meiri skilvirkni í rannsóknum. Fyrirtækin taka þá þátt í að ákveða hvernig á að gera hlutina, hvar áherslan á að vera og hvernig verkefnin eigi að líta út. Þegar fyrirtækin setja pen- inga í þetta bíða þau líka eftir niðurstöðun- um og hagnýta sér þær fyrr. Við höfum lagt mikla áherslu á að byggja svona brýr á ínilli rannsóknarstofnanna og atvinnulífs- ins. Áhrifin á samskipti stofhananna innbyrð- is og samvinnunnar milli stofhanna og at- vinnulífs eru kannski stærsti ávinningur- inn af starfi Rannsóknarsjóðsins," sagði Vilhjálmur að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.