Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 22. mars 1990 KAMMERMÚSIKKLÚBBURINN Sunnud. 25. mars verða fjórðu tónleik- ar Kammermúsíkklúttsins á starfsárinu 1989-1990 í Bústaðakirkju kl. 20:30. Á efnisskrá er: Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í G-dúr eftir Joseph Haydn og Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðíu í a-moll eftir Maurice Ravel. Eftir hlé er Kvintett eftir Johannes Brahms fyrir píanó, 2 fiðlur, lágfiðlu og knéfiðlu í f-moll op. 34. Flytjendur eru Tríó Reykjavíkur: Hall- dór Haraldsson, píanó, Guðný Guð- mundsdóttir, fíðla og Gunnar Kvaran, knéfiðla. Ennfremur eru í Kvintettinum: Petrí Sakari, fiðla og Helga Þórarinsdótt- ir, lágfiðla. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur hittist laugardagin 24. mars kl. 11:00 að Nóatúnu 17. Opið hús ( dag, fimmtudaginn 22. mars. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska. Kl. 21:00 er dansað. Aðalfundur Kvenfélags Kópawogs kvenfélag Kopavogs' heídUr áðalfund sinn-í kvöld; fimmtud. 22. mars, kl. 20:30 í Félagsheimilinu. Fundareini: Aðalfundarstörf. Sijómto Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmunds- dóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Har- aldsson Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Askriltartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar: TVEIRSELLÓKONSERTAR Fjögur tónverk verða flutt á 11. áskrift- artónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói í kvöld, fimmtud. 22. mars kl. 20:30. Verkin sem flutt verða eru: Náttreið og sólaruppkoma eftir Jean Sibelius.Seliókonsert í C-dúr eftir Jósef _ Haydn, Sellókonsert. • nr. 2 eftir AuJis'" Sallinen og Rhapsdy.Espagnol eftiríMáur-¦ ice Ravel. Einleikarfverður finnsfci selló- leikarinn -Arto Noras og hljómsveitar- stjóri er Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri. ¦7^-T TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu. Við höfum eínnig úrval af tölvupappír á lager. Reynið viðskiptin. iPRENTSMIÐJANi <a l'KI N 1 SMIDIAN —¦* Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Hrl I* <M ««< Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu flotþaks á miðlunargeymi á Háhrygg, sem er tæpa 2 km vestan Nesjavalla. Um er að ræða smiði á einingum úr ryðfríu stáli og samsetningu þeirra alls um 14tonn. Verkinu skal lokið 15. júni 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 5. apríl 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Háskólafyrirlestur um Don Quixote Dr. Karl-Ludwig Selig, fyrrum prófess- or í spænskum bókmenntum við Colum- bia-háskóla í Bandaríkjunum, flytur op- inberan fyrirlestur í boði Heimspekideild- ar Háskóla íslands fimmtudaginn 22. mars kl. 17:30 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: „Don Quixote and the Art of the Novel" og verður fluttur á ensku. Dr. Selig lét af starfi í fyrra vegna aldurs.' Hann hefur verið útgáfustjóri fjölmargra bókmenntatímarita í Banda- ríkjunum og er einkum kunnur fyrir fræðistörf og greinaskrif um verk Cer- vantes og García Lorca. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Málverkasyning í BÓKASAFNIKÓPAV0GS í Bókasafni Kópavogs stendur nú yfir sýning á olíumyndum ungs Thailendings, Kim (Tawatchai Wiriyolan). Myndirnar eru málaðar á síðustu vikum og er myndefni aðallega sótt til Islands en einnig til Thailands. Kim er búsettur í Kópavogi og hefur gert nokkuð að því að mála andlitsmyndir eftir ljósmyndum. Hann hefur búið hér á landi í tvö og hálft ár. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. Sýningin mun standa til páska. Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafni, mánudaga til föstudaga kl. 10:00-21:00, laugard. kl. 11:00-14:00. Öll- um er heimill ókeypis aðgangur. NýsýningíGALLERÍII Kristbergur Ó. Péhirsson opnar sýn- ingu föstudaginn 23. mars kl. 20:00 í GALLERÍ 11, Skólavörðustíg 4A. Þar sýnir hann málverk og teikningar. Opið er alla daga kl. 14:00-18:00 til 8. apríl. Félagsvist Húnvetningafélagsins Félagsvist verður laugard. 24. mars í Húnabúð, Skeifunni 17, og hefst kl. 14:00. Allir velkomnir. íslensk-sænska félagið í dag, fimmtud. 22. mars kl. 19:00 verður aðalfundur íslensk-sænska félags- ins í Norræna húsinu. Jöklar hf. flytja sjúkrabíla fyrir Bauða krossinn Undanfarin tvö áT hefur skipafélagið Jökiar hf., sem er dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvar hrnðfrystihúsanna, flutt til landsins alla nýja sjúkrabila fyrir Rauða kross íslands frá Bandaríkjunum á afar hagstæðu faimgjaldi. l'etta framlag Jökla hf til starfscmi RKÍ veidur umtalsverðri lækkun á innflutningsverði bílanna og er hér um verulegar fjárhæðir að ræða. Bílarnir hafa komið með Hofsjökli, en hann hefur það meginhlutverk að flytja í'rosnar sjávarafurðir frá aðildarhúsum SH á bandarískan neytendamarkað. JJofsjökull flytur margs konar varning á bakaleiðinni til 17 hafha umhverfis land- Hér má sjá þrjár sjúkrabifreiðar af 18, sem Jöklar hf hafa flutt inn fyrir Rauða kross íslands, á hafnarbakkan- um fyrir framan Hofsjökul ið fyrir innlenda innflytjendur. Hannes Hauksson, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands segir í fréttatalkynn- ingu: „Við erum þakklátir Jöklum hf fynr að tegfflastarfsemi RKÍ um land allt lið á þennan hátt. Þetta er mikilvægur þátrur, sem gerir það kleift að flytja inn mjög vel útbúna bíla, sem bætir aðstöðu hjúkr- unarfólks og eykur öryggi þeirra sem þurfa á slíkri þjónustu að halda". Als hefur Hofsjökull flutt 18 nýja sjúkrabíla til landsins fyrir RKI. Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg í kvöld, fimmtud. 22. mars kl. 20:30. Gestur fundarins verður Gunnbjörg Óladóttir guðfræðinemi. Kaffiveitingar. Að lokum verður helgistund. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veirð ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síniiiin er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. MINNING Guðrún Valdimarsdóttir Ljósmóðir Mérk kona og góð kvaddi þennan heim að kvöldi 13. mars á 93. aldurs- ári. . Guðrún Valdimarsdóttir var hin dæmigerða ísleriska Ijósmóðir af bestu gerð. Dugleg, hjartahlý og gjaf- mild, svipmótið traustvekjandi og virðulegt. Hún var heiðursfélagi í Ljósmæðrafélagi íslands. Árið 1984 þegar félagið gaf út rit- verkið Ljósmæður á íslandi var Guð- rúnu sem heiðursfélaga afhent 1. ein- takið af ritinu. I minningunni er það eitt af hinum gullnu augnablikum þegar hún, hlý og virðuleg, klædd ís- lenska þjóðbúningnum, þakkaði íyrir og bað ljósmæðrastéttinni blessunar. Guðrúnu dreymdi unga um það að verða ljósmóðir. Og draumurinn rættist, enda var henni lagið að rétta draumum sínum hjálparhönd á leið til veruleikans. Hún tók próf í ljós- móðurfræðum árið 1920 og tók þá þegar við Auðkúluhreppsumdæmi í Arnarfirði. Árið 1925 var Guðrúnu veitt Bol- ungarvíkurumdæmi og gegndi hún því til ársins 1933 og reyndist farsæl ljósmóðir, traustur vinur og hjálpar- hella langt út fyrir sitt starfssvið. Með fögrum orðum móður minnar um þessa góðu konu kom Guðrún Valdimarsdóttir inn í minn hugar- heim, þá var ég bam að aldri. Tíminn leið og kynni mín af Guðrúnu urðu síðar mikil og sönnuðu orð móður minnar. Guðrún hætti ljósmóður- störfum í Bolungarvík vegna veik- inda og um árabil lá leið hennar til allt annarra starfa. Hún gerðist stöðv- arstjóri Landsímans í Hveragerði ár- in 1934-1944. Hún fluttist þá til Reykjavíkur og hóf ljósmóðurstörf á ný- . Á þeim árum fóru fæðingar fram i heimahúsum, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Öryggisleysið og fátæktin var þá alls ráðandi á fjölda heimila. Þar kynntist Guðrún sársauka og fá- tækt sem skar í hjarta, eins og hún orðaði það sjálf. Kjarkur hennar og dugnaður brást heldur ekki og þess minnast án efa margir með þakklæti og virðingu í huga. Fæðingardeild Landspítalans var allt of lítil á þessum tíma og annaði engan veginn hlutverki sínu. Fólk stóð frammi fyrir því að þar varð að neita miskunnarlaust beiðni um pláss fyrir fæðandi konurhversu mikil sem neyðin var. Ég hef orðað það svo að manni sortni fyrir augum af tilhugs- uninni um þetta ástand. Frammi fyrir þessu neyðarástandi stóð ljósmóðirin Guðrún Valdimarsdóttir og þekkti manna best. En hún lét sér ekki bara sortna fyrir augum eða fórnaði hönd- um. Nei, ekki aldeilis, heldur tók hún til sinna ráða og setti á stofn eigið fæðingarheimili, fyrst í Barmahlíð og síðar að Stórholti 39 og rak það með myndarbrag í 15 ár eða allt til ársins 1961, en þá var Fæðingarheimili Reykjavíkur tekið til starfa. Þetta framtak Guðrúnar og öll sú hjálp sem það var reykvískum for- eldrum og börnum þeirra verður aldr- ei vegið eða metið, en mikil var hjálpin og upplifaðar örlagastundir. Grátur barns — grátur þess er minn. Hlátur barns — hlátur þess er minn. Hugur þess hlær í augum mér, hjarta þess slær í brjósti rnér. Eins og skáldkonan Jakobína Sig- urðardóttir kemst að orði. Vinna Guðrúnar á þessum árum er i mínum huga nær ofurmannleg, ekkert verk sem vinna þurfti vílaði hún fyrir sér. Handavinnan og út- saumurinn á sængurfötunum fyrir vöggubörnin, „englana" hennar eins og hún nefndi þau, er mér minnis- stæð. Alla tíð lék saumaskapur og hvers konar hannyrðir í höndum hennar og afköstin mikil. Ekki alls fyrir löngu lauk hún við 12. altaris- dúkinn sem hún saumaði og gaf í kirkjur landsins og kapellur. Mér er einkar ljúft að geta þess sérstaklega að hún gaf altarisdúk sem prýðir kap- ellu Kvennadeildar Landspítalans. 1 Ljósmæðrafélagi Islands var hún ávallt hinn góði og trausti félagi sem vildi hag þess og veg sem mest- an og nú kveður ljósmæðrastéttin þennan heiðursfélaga sinn með inni- legri þökk og virðingu. Guðrún giftist Kjartani Helgasyni árið 1922, en ári síðar fæddist þeim sonurinn Valdimar. Þó Guðrún væri gjörvileg og farsæl kona þá varð hún að takast á við óblíð örlög, maður hennar var sjómaður og drukknaði með vélbátnum Rask frá ísafirði og þá stóð hún ein með sorg sina og sól- argeislann þeirra beggja, soninn unga, aðeins árs gamlan. Hún þurfti einnig að takast á við mikil veikindi um dagana. Guðrún missti Valdimar son sinn á besta aldri. Hann var giftur hinni ágætustu konu, Christinu Gras- hoff, hollenskri að uppruna og hjúkr- unarkonu að mennt, og eignuðust þau fjögur börn. Eitt ljósubarnanna, Brynhildi Kristjánsdóttur, ól Guðrún upp sem sitt eigið barn. Ættingjum og aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Góðan vin og stéttarsystur, Guð- rúnu Valdimarsdóttur, kveð ég með hjartans þakklæti og djupri virðingu. Steinunn Finnbogadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.