Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. mars 1990 Tíminn 5 Lækkun verðbólgunnar í 6% eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir bankakerfið: Skapar lítil verðbólga bönkunum stóran vanda? Er stöðugt verðlag hið versta mál fyrir bankakerfið? Að mati töluglöggra manna setur sú lækkun útlánsvaxta sem nú þykir blasa við (þó ekki fyrr en 1. apríl) í kjölfar mikillar lækkunar á verðbólgu, bankakerfið í töluverðann vanda. Því þeirrí lækkun verður ekki auðveldlega mætt með samsvarandi lækkun inn- lánsvaxta. Nafnvextir hlaupareikninga eru nú þegar niður undir núlli og aðeins um 4% á almennum sparísjóðsbókum. Jafnvel þótt þessir vextir færu niður i núll dugar það tæpast til að mæta lækkun útlánsvaxta m.v. 6% til 7% verðbólgu eða þaðan af minni. Þykir því ljóst að bankamir verði að minnka töluvert vaxtamun inn- og út- lána, þ.e. sína eigin þóknun fyrir pen- ingaumsýsluna. Núllið skapar bönkunumvanda Þessi mál voru borin undir Ingva Öm Guðmundsson deildarstjóra Pen- ingamáladeildar Seðlabankans. „Óneitanlega era þessi takmörk — núllið — fyrir hendi og getur skapað bönkunum visst vandamál". Ingvi Öm telur nokkuð fyrirsjáanlegt að vaxtamunur komi til með að minnka miðað við samsetningu innlána/út- lána eins og hún var um síðustu ára- mót. Á móti bendir hann á að vaxta- munur hafi þá verið óvenjulega mik- ill. Þar á móti komi hins vegar að vera- leg hagræðing hafi þegar átt sér stað innan bankakerfisins. Áhrif þeirra ráðstafana sem gerðar hafi verið á síðasta ári til að draga úr rekstrar- kostnaði bankanna muni koma að fullu fram á þessu ári. Stórfækkun bankamanna Þessa hagræðingu segir hann m.a. felast í stórfækkun bankastarfs- manna, eða um allt að 700 manns ffá því þeir vora flestir, 1988. Jafnvel 400 til 500 manna fækkun verði að teljast mikil því hún þýði um eða yfir 10% fækkun á mannafla bankanna. Heilmikið hafi því þegar verið gert til að draga úr rekstrarkostnaði í banka- kerfinu. Þá segir Ingvi Öm að hafa verði í huga að rekstrarlíkön banka miðast jafnan við samsetningu út- og inn- lána eins og hún var/er áður en nýjar aðstæður skapast. Þau taki því ekki með í reikninginn þá hagræðingu sem beinlínis kunni að leiða af hinum breytu aðstæðum. Nefndin „flækt“ í vandanum? Þá hefur heyrst að innan bankanna séu uppi hugmyndir um að mæta minni tekjum, þ.e. minnkandi vaxta- mun, að nokkru með þvi að hækka hin ýmsu þjónustugjöld bankanna. Tíminn spurði Val Amþórsson bankastjóra Landsbankans hvað hæft væri í þessu. Valur sagði slíkt ekki sérstaklega til umræðu núna. Nefnd sú sem viðskiptabankar og sparisjóðir, Seðlabanki og ríkisvald settu upp til þess að ræða vanda bankakerfisins og hvemig mætt yrði áhrifum af vaxtalækkunum, hefði átt að ljúka störfum fyrir lok febrúar, en sú vinna hafi dregist. Enn sé því óljóst hver vandi viðskiptabanka- kerfisins verður í kjölfar vaxtalækk- ana, ef hann verður einhver og þá hvemig honum verði mætt. í nefhdinni era að sögn Vals m.a. til umræðu ýmis atriði sem bent hafi verið á, á sínum tíma svo sem: Hækkun vaxta á bundnu innistæðufé banka og sparisjóða hjá Seðlabank- anum. Lækkun eða afnám skatts til rikisins af gjaldeyrisviðskiptum bankanna. Og breyting á reglum um tekjuskatt bankanna. Að sögn Vals binda menn vonir við Byggingarvísitalan lækkaði frá febrúar til mars: Lánskjaravísitalan mælir 6% verðbólgu Lánskjaravisitalan fyrir apríl (2859) er aðeins 0,53% hærri heldur en vísi- tala marsmánaðar, sem efalítið þykja góðar fréttir hjá þeim er skulda verð- tryggð lán. Umreiknað til eins árs svarar það til 6,5% verðbólgu. Svo hófleg hækkun nú virðist hafa komið ýmsum á óvart, enda mun hún nokkra minni heldur en áætlað var við gerð kjarasamninganna í byijun ársins. Þykir þetta gefa góðar vonir um verðlagshækkanir verði innan þeira marka sem „rauða strikið" í maí n.k. er stillt á. Sá sjaldgæfi atburður gerðist að vísitala byggingarkostnaðar lækkaði um 0,5% milli febrúar og mars, sam- kvæmt útreikningum Hagstofunnar. Af þeim þremur vísitölum sem mynda grann lánskjaravísitölunnar var það launavísitalan sem hækkaði mest að þessu sinni eða 1,2%, en framfærsluvísitalan hins vegar um 0,8% á sama tíma. Benda má á að „gamla lánskjaravísitalan" hefði því að þessu sinni hækkað enn minna en sú nýja. Lækkun byggingarvísitölunnar staf- ar ekki hvað síst af þeirri ákvörðun Verðlagsráðs frá 22. febrúar s.l. að hækkun á taxta útseldrar vinnu iðn- aðarmanna og verkamanna í bygg- ingariðnaði, frá þvi sem þeir vora um áramót, væri óheimil. Sú ákvörðun leiðir til 0,5% lækkunar á vísitölunni. I annan stað lækkar leiga á bygging- armótum með upptöku virðisauka- skattsins, þar sem innskattur dregst nú frá útskatti. Það leiddi til 0,4% lækkunar byggingarvísitölunnar og kom á móti 0,4% meðalhækkun sem varð á vöra- og þjónustuliðum vísi- tölunnar. Siðustu 3 mánuði hefur lánskjara- vísitalan hækkað um 3,2% sem svar- ar til 13,3% verðbólgu á heilu ári. Hækkun hennar síðustu 12 mánuði er hins vegar 19,4%. Flest þykir nú benda til þess að verðbólguspá fyrir næstu tvo mánuði verði innan þeirra marka sem gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninganna í byijun ársins. Bíða menn nú eftir því að vextir bankanna lækki í takt við lækkun verðbólgunnar. - HEI að styttast fari í niðurstöður nefhdar- innar, enda verði þá fyrst hægt að meta hvert útlitið er með rekstrar- stöðu viðskiptabankanna. Upplýsingar um verðlagsþróunina sagði hann raunar ekki hafa komið ffarn fyrr en á þriðjudag. Viðskipta- bankamir eigi eftir að taka sínar ákvarðanir um vexti frá næstu mán- aðamótum. Hvað kemur út úr vinnu nefhdarinnar geti að sjálfsögðu haft áhrif á þær vaxtaákvarðanir. Allt bíður til 1. apríl Aðeins smávægilegar breytingar urðu á vöxtum bankanna í gær. Al- mennra vaxtabreytinga í kjölfar breyttra verðlagsforsendna er því ekki að vænta fyrr en 1. apríl sem er næsti vaxtaákvörðunardagur. Að nafnvextir veltuinnlána fari þá niður í 0% var af Ingva Emi ekki talið ólík- legt. Raunar segir hann í sjálfu sér ekkert óhugsandi að veltureikningar gætu borið neikvæða nafhvexti, enda ekki óþekkt fyrirbæri í öðram lönd- um. - HEI Tómas Árnason Seðlabankastjóri telur eðlilegt að nafnvextir lækki verulega um mánaðarmótin: Alagið lækki til samræmis við nafnvexti „Mér finnst eðlilegt að það haldist samræmi milli nafnvaxta og vaxta- álags,“ sagði Tómas Ámason banka- stjóri Seðlabankans í samtali við Tímann, aðspurður hvort hann teldi eðlilegt að vaxtaálag lækkaði í takt við nafhvaxtalækkun. Hann sagði það ekki eðlilegt að álagið væri jafn mörg prósentustig, þegar vextir væra kannski komnir niður í 14% í stað þess að vera 40%. Tómas sagði að vaxtaálagið ætti að vera samkvæmt ákveðnum reglum og bundnar við afkomu fyrirtækja og eignir þeirra. Þannig ættu þeir sem f besta flokknum era að hafa lægst vaxtaálag og þeim sem væra verr settir byðust lakari kjör, og væri þar miðað við áhættu bankans hveiju sinni. Vaxtaálag er álag sem tekið hefur verið upp við skuldbreytingar fyrir- tækja og einstaklinga, sem lengi hafa verið í vanskilum. Valur Valsson bankastjóri Islandsbanka sagði að dregið hafi úr því í seinni tíð að vaxtaálag hafi verið notað. Þá sagði hann þetta hugtak, vaxtaálag, einnig notað í þeim skilningi þegar verið væri að endurlána fé, erlendis ffá, eða af innlendum lánamarkaði. Aðspurður sagðist Valur ekki vilja tjá sig um hvort hann teldi eðlilegt að vaxtaálag lækkaði samhliða nafh- vaxtalækkun, en sagði að vextir lækkuðu almennt og þar með van- skilavextir. Tómas Ámason sagðist ekki vilja segja til um hvað hann teldi eðlilega nafnvaxtalækkun. „Ég mundi telja að nafnvextir ættu að lækka veralega, en vil ekki nefna neinar tölur í því sam- bandi,“ sagði Tómas. Seðlabankinn mun funda í dag með viðskiptabönkunum þar sem farið verður yfir verðbólgumálin og gerð grein fyrir spám Seðlabanka í þeim efhum. Viðskiptabankamir munu síðan taka sínar ákvarðanir um lækk- un vaxta fyrir næstu mánaðamót. ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.