Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. mars 1990 Tíminn 7 AÐ UTAN Umræöan um eyð- ingu ósonlagsins hefur verið heidur hljóðlátarí að undanfömu en var um skeið. Þár með er ekki sagt að hættunni hafi veríð bægt frá og sökum óvenju vinda- samrar veðráttu í Evr- ópu vetur — samfara óvenju miklum hlýind- um — hefur mönnum æ oftar dottið í hug að nú sé gróðurhúsaáhrifa farið að gæta á loftslag- ið. Ekki taka veðurfræð- ingar undir það en sjálf- sagt er að almenningur haldi vöku sinni og ýti á að þær pólitísku ákvarðanir verði teknar um allan heim sem dugi til að hindra frekari eyð- ingu ósonlagsins og viðhaldi þannig heið- hvolfinu sem ómenguð- ustu, en vitað er að mengun sem þangað berst eyðist ekki svo auðveldlega aftur og það er hún sem veldur gróðurhúsaáhrífunum á jörðu niðrí. Almenningur hefiir átt erfitt með að fylgjast með umræðunni, sem helst hefiir borist í sundurleitum frettaskrifum, og þar hafa upplýsingamar oft stangast á. Nýlega eru komnar út í Bandaríkjunum tvær bækur sem fjalla um þessi mál og er umræðan þar tekin fostum tökum. Þar kemur skýrt fram að sjaldgæft sé að vís- indamenn séu sammála um mál sem varða pláneturnar, en um gróðurhúsa- áhrifin séu þeir á einu máli. Gróðurhúsa- áhrifin eru staðreynd. Gripið er niður í rit- dóm um bækurnar í bókakálfi The New York Times. Uppgötvun Bretanna á Suðurskautinu 1981 1981 tóku breskir vísindamenn í ís- köldum, vindasömum bækistöðvum á Suðurheimskautslandinu eftir því að minnkun hafði orðið á samsafhi ósons í heiðhvolfinu en óson er tilbrigði af venju- legu súrefhi sem á sinn þátt í að verja plánetuna okkar frá skaðlegum útfjólu- bláum geislum. Hér var ekki um að ræða ofurlítið varla merkjanlegt frávik heldur hreint fall. Fyrsta hugsun Bretanna var sú að þetta gæti ekki verið rétt. Kannski væru tækin þeirra vitlaust stillt. Þegar allt kom til alls voru niðurstöður þeirra í al- gerri mótsögn við niðurstöður bandaríska gervitunglsins Núnbus sem hafði verið á brautsíðanl978. En það kom í ljós að Bretamir höfðu rétt fyrir sér en Nimbus skjátlaðist. Þegar kom fram á árið 1984 hafði ósonlagið minnkað um 30%. Það var risastórt og sí- stækkandi gat í lagið yfir Suðurskautinu. Þar sem Nimbus-vísindamennimir voru aðeins að gá að smáfrávikum í stöðl- uðu ósonmælingunum höfðu þeir forritað tölvumar sínar fil að horfa fram hjá svo fblskum frávikum frá því eðlilega sem næmu meira en örfáum prósentum. I reyndinni blinduðu þeir sjálfa sig gagn- vart ósongatinu og eftirlétu þannig Bret- unum, á jörðu niðri, þá vafasömu ánægju að komast að raun um tilvist þess. Þessa sögu má lesa sem lexíu í því hversu skeikul vísindin eru, þ.e. að þegar kemur að flóknum vísindalegum málum sem snerta jörðina væri vissast að trúa engum. En innan hins rúma samhengis sem finna má í bókum Davids E. Fisher (Fire & Ice) og Jonathans Weiner (The Next One Hundred Years) má líta á sög- una sem röksemd fyrir allt annarri niður- stöðu. Ef, eins og báðir höfundarnir sýna af ríkulega fram á, vísindi sem lúta að plánetum eru svo viðsjál, svo kveljandi háð fyrirfram viðtekinni hugmynd við gerð tölvulíkana, svo tætt af skoðana- Gróðurhúsaáhrifin eru staðreynd: Mannkyn grípi til skynsam- legra og hug- vitssamlegra aðgerða strax agreiningi, hvaða merkingu hefur það þá þegar vísindamenn eru því sem næst á einu máli? Vísindamenn á einu máli, aldrei þessu vant! Höfundarnir tveir fullvissa lesendur sína um að í þessu tilfelli séu vísinda- mennimir á einu máli, gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg. Það er að hitna á jörð- inni. Stjórn mannsins á jörðinni er ógnað. Gróðurhúsaáhrifin, metan, vatnsgufur og þó sérstaklega koltvísýringur safhast saman í andrúmsloffinu og mynda ein- angrunarlag umhverfis jörðina. Ef það lag þykknar vegna bruna á jarðefhaelds- neyti, s.s. olíu, kolum og gasi, og annarra þátta, helst jórðinni á meira af hitanum ffá sólinni. Afleiðingin? Hitnandi loftslag um alla jörðina. Hversu mikið má búast við að hitni? Á þessu sviði greinir vísindamennina á. Ef gripið verður til ákveðinna pólitískra að- gerða, samfara talsverðri heppni, getur farið svo að hitaaukningin verði ekki meira en kannski þrjár gráður á Fahren- heit, sem hefði í for með sér vægar loft- lagsbreytingar sem við gætum aðlagast án of mikillar fyrirhafhar. En það er allt eins líklegt, að áliti margra vísindamanna, að hitaaukningin nemi 10,15 eðajafhvel 20 gráðum — sem vaai nóg til þess að jökulhettur heimskautanna bráðnuðu, fjöruborð hækkaði og færði í kaf láglendi ffá Bangladesh fil New York, loftslag breyttist tilfinnanlega og hefði í fbr með sér efhahagslega og pólitíska ringulreið þegar milljarðar hungraðra og þyrstra berjast við að halda lífi í upplausninni. Höfundamir eru á merkilega líkum slóðum í bókum sínum. Báðir segja þeir okkur af hverju gróðurhúsaáhrifin stafa, hvemig fyrst voru færðar sönnur á þau (með kerfisbundnum mælingum eins vís- indamanns á koltvísýringi i andrúmsloft- inu), hvemig eyðing regnskóga Amazon á sinn þátt í þeim, hvers vegna það er svo erfitt að spá nákvasmlega hversu mikil hitaaukningin verður, hvenær hún hefjist og hversu hratt hún verði. Og hvernig skaðleg efhi sem notuð eru í úðabrúsum og kæliefhið freon eta upp ósonlagið. David E. Fisher, prófessor við háskólann i Miami stækkar sjónar- horn sitt nógu mikið til að ná til al- heimskjarnorkuvetrar, sem trúlega myndi fylgja í kjölfar meiriháttar kjarnorkustríðs. I þeirri mynd myndi sót og reykur frá hundrað eyðilögðum stórborgum mynda loftslagsábreiðu yfir jörðinni, sem kældi hana og kynni jafhvel að kæfa mest allt lif þar. Jonathan Weiner sýnir að öfugt við lægri lög andrúmsloftsins losn- ar heiðhvolfið ekki svo auðveld- lega við mengunarvalda. Hann skrifar: „Það er eins óg auga án tára". Myndræn lýsing á einangrunaráhrifun- um Til að sýna hvernig gróðurhúsa- áhrifin hafa ekki eingöngu í for með sér að andrúmsloft jarðarinnar hitnar heldur kólnar IDca í efri loft- lögum skýrir hann út að ef verið er úti í stórhríð í þunnri skyrtu bráðna snjókomin sem á henni lenda. Ef hins vegar maðúrinn er í nokkrum þykkum peysum, lenda snjókornin á ytra borði þeirrar ystu, sem nú er einangruð frá líkamshitanum. Þau haldast áfram frosin. „Jörðin svífur um í ískulda geimsins og andrúms- loftið eru einu hlífðarfotin hennar. Þegar gróðurhúsalofttegundum er bætt við loftið er það svipað því að klæðast fleiri og fleiri ullarflíkum." Fisher á það til að taka óvænta útúrdúra til að hamra á hugmynd. „Að lifa í þessum heimi er ekki ólíkt því að horfa á Alfred Hitchcock kvikmynd. Rétt um það leyti sem við höldum að við höfum fundið út endalokin, láta hann — og náttúran — dynja á okkur annað áfall. Munið eftir „Psycho?" segir hann. En „í þessu tilfelli reynist hnífastunguvitleysingurinn vera baktería sem leynist í loftinu," sem tekur sér bólstað í sumum maurum, nærist á felldum trjám úr regnskóg- um Amazon og dælir frá sér metan, gróðurhúsagasi. Mannkynið þarf að bregðast skynsam- lega og hugvitssam- lega við Á öðrum stað tekur Fisher að láni myndbreytingu frá Richard Feynman eðlisfræðingi, þar sem borið er saman að það sé álíka erfitt að skilja plánetuna og uppgötva reglurnar í skák með því að virða fyrir sér mannganginn á einhverju litlu horni taflborðsins. Það má þakka fyrir að hvorugur höfundanna fellur í örvæntingu við að skrifa um svona ömurlegt efhi. Báðir halda að mannkynið geti brugðist skynsamlega og hugvits- samlega við og komið í veg fyrir endalok sín. Amsterdam er reyndar byggt á hafsbotni þar sem Norður- sjónum er haldið í skefjum með flóðgörðum. Og olíuverðshækkan- irnar snemma á áttunda árafugnum hrintu Bandaríkjamönnum út í að ffamleiða og kaupa sparneytna bíla sem hafa hægt á koltvísýringsút- spýtingunni. 1988 samþykkt flestar þjóðir heimsins að draga úr notkun ósoneyðandi efha í úðabrúsum, kælikerfum o.fl. um helming innan næsta áratugar. Höfundarnir trúa því að svipaðar aðgerðir, sem brýn hætta rekur á eftir, gætu dregið úr hitunaráhrifunum, og þeir leggja fram eigin lista yfir ráðstafanir til vemdar umhverfinu. Fátt af því sem fram kemur er nýtt. Við höfum lifað með alheims- hitun, ósongatinu og líkunum á kjamorkuvetri um þó nokkurn tima. Þetta er orðið hluti af daglegu máli fólks. Reyndar er það einmitt vandamálið sem báðir höfundamir verða að takast á við. Lesendur þeirra hafa fengið yfir sig svo mik- ið af blaðamannaflugeldasýningum sem varða þessi mál, svo mikið flóð af að því er virðist andstæðum fyr- irsögnum í blöðunum, að enginn veit hverju á að trúa lengur. Báðir þesir höfundar berjast gegn sjóvg- andi áhrifum svo mglingslegra upplýsinga. Og það tekst þeim báðum, af ástríðuhita og trúverðugleika. Hvomga bókina er hægt að lesa og komast að neinni annarri niður- stöðu en þeirri, að ef þjóðum heimsins tekst ekki að grípa til að- gerða, eða svíkjast um að grípa til aðgerða sem fyrst, em það ekki að- eins fjarlægir niðjar okkar sem súpa seyðið heldur okkar eigin böm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.