Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 20. mars 1990 FOLKi Pólitískum ferli Reagans lokið meþ vitnisburði hans í íran-kontra en leikhæfileikarnir samir og fyrr Langfrægasti ferill í Hollywood, sá sem náði allt frá „Love Is In The Air", löngu gleymdrí B-mynd frá Warner bræörum, til tveggja sigra í for- setakosningum, leið undir lok í dómsal í Los Angeles á dög- unum. Ronald Reagan kom þá fram í síð- asta sinn á breiðtjaldi í átta klukkustunda langri stórmynd undir titlinum „Það sem ég vissi ekki um íran- kontra málið". Vitnisburður forsetans fyrrver- andi i máli fyrrum þjóðaröryggis- ráðgjafa síns, Johns Poindexter, sem nú er rekið fyrir dómstólum, var tekinn upp á myndband. Poind- exter er kærður fyrir að hafa logið að þinginu um vopnasöluna til Ir- an, þar sem endurgjaldið átti að vera lausn gísla. Tveim vikum eftir 79 ára afmæl- isdaginn og meira en þrem árum eftir að blettur féll á stjórnina á síðara kjörtímabili hans þegar í ljós kom að hún hafði í leyni verið að selja eldflaugar til írans og standa straum af kontraskæruliðum í Nik- aragva með ágóðanum, sagði Re- agan í fyrsta sinn frá ævintýra- mennsku Ollie North i smáatrið- um. Hann sýndi gamla og góða takta, var óspar á töfrana, hnyttn- ina og að því er virtist vanþekking- una. Minnisleysið Leikurinn hófst með því að sak- sóknarinn spurði hann hvenær hann hefði verið kosinn forseti. „Ég var kosinn í nóvember 1989 (þögn), í nóvember 1980," svaraði Reagan. „Var svarinn í embættið 20., 19.eða21.janúarl981." í svipuðum dúr hélt söguþráður- inn áfram á 293 vélrituðum síðum. Frá bls. 27 til 39 sagði Reagan „Ég minnist þess ekki" 16 sinnum. En hápunkti náði vítnisburður hans þegar honum tókst að gleyma hver hefði haft yfirstjórn með innrásinni í Grenada 1983, og hver stjórnandi kontranna hefði verið. „Gætir þú skýrt út fyrir kviðdóm- endum hver Vessey hershöfðingi var?" spurði lögfræðingur Poind- exters. „Hamingjan sannasta, ég þyrfti að fá hjálp við þetta. Ég veit að ég kannast við nafnið," svaraði Reagan. John Vessey hershöfðingi var yfirmaður herráðsins, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna frá 1982 til 1985. Það var Reagan sem skipaði hann í starfið og átti með honum reglulega fundi. I miðjum vitnisburði Téttu lög- fræðingarnir Reagan ljósmynd og spurðu: „Kannastu við hver er á þessari mynd með North ofursta?" Reagan svaraði: „Ég kannast við þessa mynd en fjárinn hafi það að ég geti sett nafn á manninn." Lögfræðingurinn bætti við: „Leyfðu mér að sýna þér mynd sem þú hefur áritað og nafh hefur verið fest við. Gáðu hvort það hressir upp á minnið." Reagan svaraði: „Ó já, auðvitað gerir það það. Adolfo Calero. Hann var einn forystumanna kontranna." Hélt fast við uppruna- legu vömina Þeir sem leita sannleikans í Iran- kontra málinu fá fáar nýjar upplýs- ingar í vitnisburði Reagans. Hann sneri aftur til upprunalegu vamar- innar að hann hefði ekkert vitað um áætlanir Norths um að fjár- magna kontrana með peningum frá Iran. Reagan hélt því staðfastlega fram að hann hefði sagt North að hann skyldi halda sig innan lag- anna, sem bönnuðu beinar fjárveit- ingar til kontranna. Hins vegar staðfestu gagnspurn- ingar lögfræðinganna fjölmargar upplýsingar sem fram komu við réttarhöldin yfir North í fyrra. Re- agan viðurkenndi að hafa lagt blessun sína yfir vopnaflutninga til írana 1985, og hann gerði það ljóst að þetta hefði verið tilraun til að tryggja lausn níu bandarískra gísla í haldi í Líbanon. Það hefði verið afdrifaríkt áfall ef hann hefði játað það á síiiiini tíina. Forsetinn fyrrverandi sagðist líka hafa farið þess á leit við erlenda Ronald Reagan bar vitni á myndbandi um vitneskju sína um íran-kontra málið. Eins og fyrri daginn var minni hans gloppótt og engin skýr svör féngust leiðtoga, þ.á m. Margaret Thatcher, að þeir styddu kontrana eftir að bandaríska þingið tók fyrir hernað- . araðstoð til þeirra 1984. Er hann svona gleyminn... Myndbandið vakti enn upp gömlu gátuna um Reagan. Er hann eins gleyminn og hann virðist vera eða er hann að leika? í Hollywood er hann frægur fyrir óbrigðult minni. „Hann gleymdi aldrei því sem hann átti að segja eða gera. Þegar hann stóð á sviðinu var hann kom- inn í hlutverkið," sagði fyrrverandi leiklistarkennari hans. Það er erfitt að trúa því að leikar- inn gamalreyndi hafi ekki verið að leika skilningsleysið í lokahlut- verkinu. Lögfræðingar hans fengu spurningarnar í hendur fyrir mörg- um mánuðum og honum hafði ver- ið vandlega leikstýrt. Þó að hann verji sex klukkustundum á dag í ellihvíldinni við að vinna að endur- minningum sínum, sagðist hann varla muna eftir einum einasta fundi sem lögfræðingarnir færðu í tal. Öðru hverju gaf Reagan til kynna að hann vissi meira en hann léti uppi. Þegar hann var spurður um einhverja fyrstu vopnaflutningana svaraði hann: Eins og ég sagði ... ég heyrði að Frakkland hafi tengst slíku." Lögfræðingurinn spurði: „Hr. for- seti .. Eg held að þú hafi nefnt Frakkland." Reagan svaraði: „Ef ég hef gert það urðu mér á mi- smæli. Eg skil ekki hvernig Frakk- land slæddist inn." Eftir að Reagan hefur borið vitni er pólitiskur ferill hans svo sannar- lega á enda runninn. Umdeild smá- atriði í íran-kontra málinu heyra nú sögunni til og hann og Nancy verða látin í friði til að njóta efri áranna heima hjá sér í Bel Air. ... eða svona mikill leikari? Hann hóf kvikmyndaferil sinn fyr- ir 43 árum í „Love Is In The Air" sem fréttamaður í krossferð við að fletta ofan af mafíuhneyksli. Hann endaði ferilinn með því að leika á blaðamenn og vekja spurninguna: Hvernig gat aulabárðurinn sem lék félaga sjimpansa í „Háttatími Bonzos" orðið forseti Bandaríkj- anna.? A.m.k. hluti svarsins er að hann var — og er — mikill leik- ari. FISKELDI AF FÆREYSKU LAXELDI Á fulltrúaráðsfundi færeyskra fisk- eldismanna, sem haldinn var fyrir skömmu í Þórshöfn, sagði vísinda- maðurinn Andreas Reínert að ástand fiskeldismála í Færeyjum væri svip- að því að verið væri að byggja rað- hús og í öðrum enda þess logaði eld- ur glatt en í hinum endanum væru byggingarmenn að störfum án þess að hirða um að slökkva eldinn. Frá fundi þessum er skýrt í seinasta hefti Norsk Fiskeoppdrett, en þar er þess getið að Færeyjar séu þriðja mesta framleiðslulandið með Atl- antshafslax í eldi. Miklar umræður urðu á fundinum í Færeyjum um ástandið í fiskeldi og framtíðarhorf- ur í greininni. I Færeyjum hefur verið skortur á seiðum og talið að gæði þeirra sem sett eru í kvíar til áframhaldandi eld- is séu slök. Seiðaframleiðslan hefúr skilað hagnaði en matfiskaeldið hef- ur verið rekið með tapi. Undirboð Norðmanna á mörkuðum var rætt en borist hafði orðsending frá Skotum sem kvörtuðu mjög und- an þessum vinnubrögðum. Einnig létu Skotar í ljós óánægju sína með undirboð sem þeir töldu að Færey- ingar hefðu framkvæmt að undan- förnu með sölu á ódýrum eldislaxi til Hanstholm og Bremerhaven í Þýskalandi og sögðu í athugun málaferli á hendur þeim vegna þess. Talið er að staðsetning eldiskvía í Færeyjum sé ákaflega óhentug með tilliti til sjúkdómavarna og umhverf- isverndar. Mikið sé notað af lyfjum og að undanförnu hafa verið gerðar tilraunir með að finna leiðir til að bæta ástandið í þessum efnum og öðrum vanda sem menn standa frammi fyrir með fiskinn. Opinberir aðilar hafa reynt að íþyngja ekki fiskeldinu með gjöld- um. Fiskeldið hefur hingað til ekki skilað nettóhagnaði. Árin 1987 og 1988 var rekstur í jafnvægi með tekjur og gjöld. Lán til fiskeldisfyr- irtækja í Færeyjum hafa til þessa numið sem svarar til 6,5 milljarða íslenskra króna og fjárþörfin næstu árin er talin muni nema 1,9-3,7 milljörðum króna. Framleiðslán í Færeyjum á eldis- laxi var 1989 um 8.500 tonn og horfur fyrir 1992 eru 1.500 tonn. Laxeldið í Færeyjum er ákaflega mikilvægt þar sem það stendur undir 20-30% af útflutningstekjum lands- ins og er meira en 10% af brúttó þjóðartekjum Færeyja. eb.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.