Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINCASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, 8 28822 SAMVINNUBANKINN j BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 lOlf'-^t, ÞROSTUR 68 5060 VANIR MENN Tvær , júmbóþotur" fultar af farþegum sluppu naumlega frá árekstri sunnan við íslandi: Bresk Boeing 747 farþegaþota á Keflavíkurflugvelli árið 1984, þar sem hún var kyrrsett vegna sprengjuleytar. Þetta er samskonar vél og tókst naumlega að afstýra frá árekstri við fsraelska Boeing 747 farþegaþotu, sem flug í veg fyrir hana um 37 sjómílur suðaustur af landinu þann 13. febrúar s.l. Lá við einu mesta lugslysi sögunnar Það munaöi ekki nema hársbreidd að eitt mesta flugslys sögunnar ætti sér stað um það bil 37 sjómilur suður af Keflavíkurflugvelli, þriðjudaginn 13. febrúar s.l., þegar flugmönnum Boeing 747 farþegaþotu frá breska flugfélaginu British Airways tókst með naumindum að afstýra árekstri við þotu sömu tegundar frá ísraelska f lugfélaginu El Al. Báðar voru þoturnar fullskipaðar farþegum. Þessar upplýsingar komu fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Það var ísraelska flug- vélin sem var í órétti ef svo má að orði komast, en hún flaug þvert í veg fyrir þotu British Airways um áttatíu mílur utan við heimilaða flugleið. Ljóst er að ekki mátti neinu muna að stórslys hlytist af, því þegar flugmenn bresku vélar- innar sáu þotu El Al voru innan við 200 metrar á milli vélanna, sem voru í 33.000 feta hæð á 800 kílómetra hraða. Guðmundur Matthíasson, blaðafulltrúi Flugmálastjórnar, sagði í samtali við Tímann í gær- kveldi að svo virtist sem þetta atvik hefði átt sér þannig stað, að Israelsmennirnir hafi flogið á sjálf- virku flugleiðsögukerfi sem ekki hafi verið rétt stillt. Leiðsögukerf- ið hafi þá líklega verið rangt stillt frá upphafi ferðar og vélin þess vegna borið af leið. Málið er í rannsókn, en sterkar Iíkur benda til þess að hér sé um vítavert gáleysi að ræða hjá flugmönnum ísraelsku þotunnar. Boeing þoturnar voru báðar á leiðinni frá meginlandi Evrópu á leið vestur um haf til Bandaríkj- anna. Breska þotan var skammt undan suðurströnd íslands, sam- kvæmt flugheimild frá flugstjórn- armiðstöðinni, þegar flugstjóri hennar tilkynnti að legið hefði við árekstri við ísraelska breiðþotu frá flugfélaginu El Al. ísraelska þotan flaug óvænt í veg fyrir þá bresku, frá hægri til vinstri í 33.000 feta hæð og í innan við 200 metra fjarlægð frá henni. Breska þotan beygði í skyndingu undan til vinstri, þegar ljóst var í hvað stefndi og forðuðu þar með árek- stri. ísraelska þotan átti að vera um 60 sjómílum sunnar en sú breska samkvæmt heimild flugstjórnar- miðstöðvar. Flugstjóri El Al vél- arinnar gaf þá skýringu er flug- málastjórn náði sambandi við hann, að hann hefði átt í erfiðleik- um með flugleiðsögukerfi vélar- innar. Flugmálastjórn vinnur nú að rannsókn málsins. - ÁG Tíminn FIMMTUDAGUR 21. MARS1990 Þorlákshöfn: Bjargað úr brim- garðinum Þrem björgunarsveitarmönnum úr Slysavarnadeildinni Mannbjörg í Þorlákshöfn var bjargað um 10.30 í gærmorgun af skipverjum á varð- skipinu Óðni, skömmu áður en bátur þeirra fór upp í fjöru skammt frá innsiglingunni í Þorlákshöfn. Stýrimaðurinn á varðskipinu Óðni, Arni Jónasson sagði í samtali við Tímann að þeir á Óðni hafi verið að koma til hafnar í Þorlákshöfn með nemendur stýrimannaskólans, þegar björgunarsveitarmennirnir kölluðu til þeirra og óskuðu eftir aðstoð, þar sem vélin hafi bilað í bátnum. Veður var gott en mjög þungur sjór og ölduhæðin töluverð. Bátur björgunarsveitarmannanna, sem er yfirbyggður björgunarbátur, hafði rekið alveg að brimgarðinum, en þeir höfðu sett út ankeri og hélt það bátnum þegar varðskipsmenn komu að. Settur var út bátur frá Óðni og fór Árni ásamt tveim hásetum, mönnunum þrem til bjargar. „Við náðum að setja spotta í hann og drógum hann að Óðni, þar sem hann var síðan tekinn upp," sagði Árai. Hann sagði að fjaran þarna væri ansi stórgrýtt og því vont að lenda í henni. -ABÓ Stórir hluthafar Samvinnubankans seldu hlutabréf sín: Landsbanki með völdin Landsbanki íslands hefur nú eign- ast u.þ.b. 3/4 af hlutafé Samvinnu- bankans samkvæmt tilkynningu sem Landsbankinn sendi frá sér í gær. Þar segir að þeir stóru hluthafar sem Landsbankinn gerði tilboð um kaup á hlutabréfum í Samvinnubankanum hafí samþykkt tilboð bankans. Landsbankinn hefur þar með eignast það stóran hlut í Samvinnu- bankanum að nægir honum til þess að geta ákveðið samruna þessara banka, þ.e. að fengnu tilskyldu leyfi viðskiptaráðherra. i Páskabjórinn f r Sanitas á markað Færri titlar á myndbandaleigum en fleiri eintök af nýjum stórmyndum. il Dregur úr klámf ramboði í dag verður sett á markaðinn ný bjórtegund frá Sanitas á Akureyri, svonefndur „Páskabjór". Páskabjór- inn mun þó ekki hafa langa viðdvöl á markaðnum, því hann verður ein- ungis á boðstólum næstu fjórar vik- urnar. Upplagið er takmarkað, ríf- lega 45oo kassar, eða 110 þúsund flöskur. Páskabjórinn er 5.6% að^ styrkleika, og kostar það sama og dökkur Viking bjór frá Sanitas. Tilurð Páskabjórsins er sú að „yfirgerlar" Sanitas vildu kanna hvort ekki væri hægt að koma á einhverslags hefðum í bjórneyslu hérlendis, t.d. í sambandi við árstíð- ir. Víða erlendis er bruggað sérstakt öl fyrir ýmsar hátíðir og uppákomur, og gjarnan haft sterkara en venjuleg- ur bjór. íslensk löggjöf heimilar ekki sterkara öl en 5.6% þ.a. ekki er alfarið hægt að feta í fótspor er- lendra. Þvf var ákveðið að bjóða upp á Páskabjór til reynslu, og hafa sama styrkleika og venjulegan bjór. Magnús Þorsteinsson framkvæmda- stjóri Sanitas sagði að svona hátíðaöl yrði að vera öðruvísi en venjulegur bjór. Bruggunin tekur mun lengri tíma, sem gerir það að verkum að bjórinn verður mildari og bragð- betri. Iiiá-akureyri. „Ég býst við að milli 10-15% af myndbandaleigunum hafi verið með svokallaðar klámmyndir á bak við hjá sér. í kjölfar umræðunnar á dögunum þá skilst mér að flestir þeirra hafa nú tekið þær niður og hætt viðskiptum með þær," sagði Barði Valdimarsson formaður Samtaka íslenskra myndbanda- leiga. Barði sagði að talsverð lægð hafi verið um nokkurt skeið í rekstri myndbandaleiga. Ástæður þess teldi hann vera almennt peninga- leysi fremur en umræðan um klám- myndir að undanförnu. Þó væri því ekki að neita að umræðan um myndbandaleigur almennt væri að hans áliti í neikvæðara lagi. Barði sagði að úrvalið á mynd- bandaleigum væri talsvert og mest væri um svokallaðar b-myndir. Þar kæmi eftirfarandi einkum til: Gerð svokallaðra stórmynda hefði fækk- að undanfarin ár og kvikmyndafé- lögin keyptu og önnuðust í auknum mæli dreifingu mynda frá smærri aðilum í kvikmyndagerð. Mynd- bandaleigurnar hafa auk þess hneigst meir og meir til þess að taka færri nýja titla en hins vegar þeim mun fleiri eintök af myndum sém líklegar eru til vinsælda. Að sögn Barða þá hefur ríkt nánast stríðsástand á myndbanda- markaðnum undanfarið vegna þess að einn rétthafi kvikmynda; um- boðsaðili Warner Brothers og CBS-Fox hefði ákveðið að hætta viðskiptum við myndbandaleigurn- ar en hefja þess í stað að reka eigin leigur. í kjölfar þessa hafa komið upp kærumál vegna meints inn- flutnings á efni sem fyrrnefndur umboðsaðili hefur einkarétt hér á landi. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.