Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn r I I I' t I ¦ ¦ • I Fimmtudagur 22. mars .1990 Á sama tíma og nágrannaþjóðirnar setjE skera íslendingar niður fjármagn til þessara mála. Sigurbjörn A. Jónsson, trésmiður og upp- fínningamaður, hefur í nærri fimm ár unn- ið að því að þróa alsjálfvirkt línukerfí sem dregur linu úr sjó, skiptir um tauma, réttir öngla, beitir þá og gerir línuna klára fyrir næstu lögn. Mannshöndinni er ekki ætlað að koma nærri beitingunni. Ef það tekst sem stefht er að, er hér á ferðinni bylting í línuveiðum. Rannsóknarsjóðurinn og Islenska járn- blendifélagið fjármagna smíði vélarinnar að stórum hluta. Þetta verkefhi er eitt af mörgum sem Rannsóknarsjóðurinn hefur átt þátt í að ýta í framkvæmd í samvinnu við arvinnufyrirtæki. Er bylting framundan í línuveiðum? Nýja vélin á að gera það sem venjulegar beitingavélar hafa aldrei getað gert, þ.e.a.s. að skipta um tauma, bæta við öngl- um sem hafa losnað af, rétta þá sem hafa beyglast og síðast en ekki síst að beita. Skipið þarf ekki að fara með línuna í land til beitingar, en í því felst mikill sparnaður því að þá er hægt að margnota línuna í sömu sjóferð. Beitingavélar sem hafa beitt á sjó hafa beitt um leið og línan er lögð. Það hefur ekki gefist nægilega vel því að vélamar hafa ekki ráðið við álagið og al- gengt er að margir önglar fari útbyrðis óbeittir eða illa beittir. Sumar af þeim beit- ingavélum sem hafa verið á markaðinum hafa ekki verið nægilega góðar og engin þeirra er alsjálfvirk. Um áramót hóf íslenska járnblendifélag- ið að styrkja smíði vélarinnar. Það útveg- aði Sigurbimi húspláss, tæki og mannskap til að smíða vélina. Stefht er að því að ljúka smiði hennar í vor þannig að hægt verði að reyna hana úti á sjó í sumar. Eftir að vélin hefur verið reynd verður ný vél smíðuð og er ætlunin að sýna hana á al- þjóðlegri sjávarútvegssýningu í Laugar- dalshöll í september næstkomandi. Hluti vélarinnar var sýndur á alþjóðlegri sjávar- útvegssýningu hér á landi árið 1987. Sigurbjörn sagði Rannsóknarsjóðinn hafa stutt vel við bakið á sér og átt mjög mikinn þátt í að eitthvað varð úr ffamkvæmdum. Hann sagði jafhffamt að sruðningur Jám- blendifélagsins væri mjög mikilvægur og að það væri vel til þess að vita að forystu- menn í atvinnulíf á íslandi gera sér grein fyrir að það þarf að þróa hlutina og rann- saka. „Það er alltof lítið fé látið í rannsóknir og þróun hér á landi. Kvikmyndir og skák eru vissulega af því góða, en við megum passa okkur á að kafha ekki úr menningu," sagði Sigurbjöm. Minna fé er vario til rannsókna í dag en fyrir þremur árum Fyrir skömmu vakti Rannsóknaráð ríkis- ins athygli á þeirri staðreynd að á síðustu árum hefur dregið úr því fjármagni sem Is- lendingar verja til rannsókna og þróunar. Niðurstaða Rannsóknaráðs er að frá árinu 1987 til fjárlaga 1990 hefur samdráttur í fjármagni til rannsóknum í þágu atvinnu- veganna numið 480 milljónum króna eða 22% og er þá miðað við verðlag í ársbyrj- un 1990. Af þessari upphæð má rekja 290 milljónir til samdráttar í beinum fjárveit- ingum og mörkuðum tekjustofhum sam- kvæmt fjárlögum. Afgangurinn er sam- dráttur i raunvirði sértekna hjá umræddum stofhunum. Rannsóknaráðið segist hafa fullan skiln- ing á vanda fjárveitingarvaldsins við nú- verandi aðstæður í þjóðarbúskapnum og að ekki sé hægt að uppfylla allar óskir sem ffam koma um fjárveitingar. Ráðið bendir hins vegar á að sú staða sé að verulegu leyti til komin vegna þess að ekki hefur verið lögð nægilega rík áhersla á að beina efnahagsþróuninni inn á nýjar brautir og beita til þess vísinda- og tækniþekkingu með markvissum hætti. Mikil fjárfesting í Sigurbjöm vildi ekki leyfa Ijósmyndara Tímans mynda vélina, sag&i hana hernaðarleynda nýjum greinum eins og fískeldi hefur t.d. ekki nýst sem skyldi m.a. vegna þess að þekking og reynsla byggða á rannsóknum skorti til að stofha og reka slíkt eldi við hérlendar aðstæður. Á þetta var m.a. bent í skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um „Þróun fískeldis", sem send var ríkisstjórninni 1986. Mörg önnur dæmi eru um það hvernig skortur á þekkingu hefur leitt til stórfells tjóns. Það mun því enn auka á efhahagsvanda þjóðarinnar í ffamtíðinni og þá draga úr getu til að sinna hinum margvíslegu félagslegu óskum, ef stöðugt er haldið niðri eða, eins og horfir, dregið úr því sem varið er til grunnþátta nýsköpunar. Stjórnvöld sýndu f ramsýni þegar Rannsóknarsjóðurinn var stofnaöur áriö 1985, en... Þegar Rannsóknasjóður var stofhaður með sérstakri ákvörðun þáverandi ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar árið 1985 var 50 milljónum veitt í sjóðinn. Á verðlagi í ársbyrjun 1990 væri þetta 140 milljónir króna. Horfur em á að í ár verði 85 milljónum varið til sjóðsins. I nýsam- þykktum fjárlögum var gert ráð fyrír 95 milljón króna ffamlagi, en fyrir Alþingi liggur nú tillaga ffá ríkisstjórninni að skera ffamlagið niður um 10 milljónir. Framlag til sjóðsins hefur þannig rýmað um 55 milljónir króna á verðlagi ársins 1990 eða nærri 40% Fresrur til að sækja um styrk til Rann- sóknarsjóðs í ár rann út 1. mars siðastlið- inn. í þetta sinn bámst 147 umsóknir og hafa aldrei verið fleiri. Heildampphæð umsókna er 325 milljónir króna en á móti bjóðast umsækjendur til að leggja ffam 407 milljónir. Þannig er heildarumfang fyrirhugaðra verkefha 732 milljónir. Vem- legur hluti þessara mótffamlaga er ffá fyr- irtækjum en þau eiga aðild að 70% allra umsóknanna. Þetta ber þess merki að all- mikill hugur er í fyrirtækjum að leggja í rannsóknir, þrátt fyrir að ekki hefur árað vel að undanfórnu. Samkvæmt þessu þarf að hafha 3/4 umsóknanna og eða skera styrki niður verulega ffá því sem beðið er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.