Tíminn - 22.03.1990, Side 10

Tíminn - 22.03.1990, Side 10
10 Tíminn r i i' /' > i •'..'i'T (' • í * • Fimmtudagur 22. mars 1990 Fimmtudagur 22. mars .1.990 ! I II Tímínn 11 Á sama tíma og nágrannaþjóðirnar setja aukið fjármagn í rannsóknir og þróun skera íslendingar niður fjármagn til þessara mála. Það er þó sannað mál að rannsóknir borga sig: Er bylting framundan í línuveiðum landsmanna? Sigurbjöm A. Jónsson, trésmiður og upp- finningamaður, hefur í nærri fimm ár unn- ið að því að þróa alsjálfvirkt línukerfi sem dregur línu úr sjó, skiptir um tauma, réttir öngla, beitir þá og gerir línuna klára fyrir næstu lögn. Mannshöndinni er ekki ætlað að koma nærri beitingunni. Ef það tekst sem stefnt er að, er hér á ferðinni bylting í línuveiðum. Rannsóknarsjóðurinn og íslenska jám- blendifélagið fjármagna smíði vélarinnar að stórum hluta. Þetta verkefni er eitt af mörgum sem Rannsóknarsjóðurinn hefur átt þátt í að ýta í ffamkvæmd í samvinnu við atvinnufyrirtæki. Er bylting framundan í línuveiðum? Nýja vélin á að gera það sem venjulegar beitingavélar hafa aldrei getað gert, þ.e.a.s. að skipta um tauma, bæta við öngl- um sem hafa losnað af, rétta þá sem hafa beyglast og síðast en ekki síst að beita. Skipið þarf ekki að fara með línuna í land til beitingar, en í því felst mikill spamaður því að þá er hægt að margnota línuna í sömu sjóferð. Beitingavélar sem hafa beitt á sjó hafa beitt um leið og línan er lögð. Það hefúr ekki gefist nægilega vel því að vélamar hafa ekki ráðið við álagið og al- gengt er að margir önglar fari útbyrðis óbeittir eða illa beittir. Sumar af þeim beit- ingavélum sem hafa verið á markaðinum hafa ekki verið nægilega góðar og engin þeirra er alsjálfvirk. Um áramót hóf íslenska jámblendifélag- ið að styrkja smíði vélarinnar. Það útveg- aði Sigurbimi húspláss, tæki og mannskap til að smíða vélina. Stefnt er að því að ljúka smíði hennar í vor þannig að hægt verði að reyna hana úti á sjó í sumar. Eftir að vélin hefúr verið reynd verður ný vél smíðuð og er ætlunin að sýna hana á al- þjóðlegri sjávarútvegssýningu í Laugar- dalshöll í september næstkomandi. Hluti vélarinnar var sýndur á alþjóðlegri sjávar- útvegssýningu hér á landi árið 1987. Sigurbjöm sagði Rannsóknarsjóðinn hafa stutt vel við bakið á sér og átt mjög mikinn þátt í að eitthvað varð úr ffamkvæmdum. Hann sagði jafnffamt að stuðningur Jám- blendifélagsins væri mjög mikilvægur og að það væri vel til þess að vita að forystu- menn í atvinnulíf á Islandi gera sér grein fyrir að það þarf að þróa hlutina og rann- saka. „Það er alltof lítið fé látið í rannsóknir og þróun hér á landi. Kvikmyndir og skák em vissulega af því góða, en við megum passa okkur á að kafna ekki úr menningu,“ sagði Sigurbjöm. Minna fé er varið til rannsókna í dag en fyrir þremur árum Fyrir skömmu vakti Rannsóknaráð ríkis- ins athygli á þeirri staðreynd að á síðustu ámm hefur dregið úr því fjármagni sem Is- lendingar verja til rannsókna og þróunar. Niðurstaða Rannsóknaráðs er að ffá árinu 1987 til fjárlaga 1990 hefúr samdráttur í fjármagni til rannsóknum í þágu atvinnu- veganna numið 480 milljónum króna eða 22% og er þá miðað við verðlag í ársbyij- un 1990. Af þessari upphæð má rekja 290 milljónir til samdráttar í beinum fjárveit- ingum og mörkuðum tekjustofnum sam- kvæmt fjárlögum. Afgangurinn er sam- dráttur í raunvirði sértekna hjá umræddum stofnunum. Rannsóknaráðið segist hafa fúllan skiln- ing á vanda fjárveitingarvaldsins við nú- verandi aðstæður í þjóðarbúskapnum og að ekki sé hægt að uppfýlla allar óskir sem ffam koma um fjárveitingar. Ráðið bendir hins vegar á að sú staða sé að verulegu leyti til komin vegna þess að ekki hefúr verið lögð nægilega rík áhersla á að beina efnahagsþróuninni inn á nýjar brautir og beita til þess vísinda- og tækniþekkingu með markvissum hætti. Mikil fjárfesting í Sigurbjörn vildi ekki leyfa Ijósmyndara Tímans mynda vélina, sagfti hana hernaðarleyndarmál. Sigurbjörn hefur aðstöðu sína í gríðarmiklum húsakynnum Járnblendifélagsins. nýjum greinum eins og fiskeldi hefúr t.d. ekki nýst sem skyldi m.a. vegna þess að þekking og reynsla byggða á rannsóknum skorti til að stofúa og reka slíkt eldi við hérlendar aðstæður. A þetta var m.a. bent í skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um „Þróun fiskeldis", sem send var ríkisstjóminni 1986. Mörg önnur dæmi em um það hvemig skortur á þekkingu hefúr leitt til stórfells tjóns. Það mun því enn auka á efnahagsvanda þjóðarinnar í ffamtíðinni og þá draga úr getu til að sinna hinum margvíslegu félagslegu óskum, ef stöðugt er haldið niðri eða, eins og horfir, dregið úr því sem varið er til grunnþátta nýsköpunar. Stjórnvöld sýndu framsýni þegar Rannsóknarsjóöurinn var stofnaöur áriö 1985, en... Þegar Rannsóknasjóður var stofnaður með sérstakri ákvörðun þáverandi ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar árið 1985 var 50 milljónum veitt í sjóðinn. A verðlagi í ársbyijun 1990 væri þetta 140 milljónir króna. Horfur em á að í ár verði 85 milljónum varið til sjóðsins. I nýsam- þykktum fjárlögum var gert ráð fyrir 95 milljón króna framlagi, en fyrir Alþingi liggur nú tillaga ffá ríkisstjóminni að skera ffamlagið niður um 10 milljónir. Framlag til sjóðsins hefúr þannig rýmað um 55 milljónir króna á verðlagi ársins 1990 eða nærri 40% Frestur til að sækja um styrk til Rann- sóknarsjóðs í ár rann út 1. mars síðastlið- inn. I þetta sinn bámst 147 umsóknir og hafa aldrei verið fleiri. Heildarapphæð umsókna er 325 milljónir króna en á móti bjóðast umsækjendur til að leggja fram 407 milljónir. Þannig er heildarumfang fyrirhugaðra verkefna 732 milljónir. Vem- legur hluti þessara mótffamlaga er ffá fyr- irtækjum en þau eiga aðild að 70% allra umsóknanna. Þetta ber þess merki að all- mikill hugur er í fyrirtækjum að leggja í rannsóknir, þrátt fyrir að ekki hefúr árað vel að undanfomu. Samkvæmt þessu þarf að hafna 3/4 umsóknanna og eða skera styrki niður vemlega ffá því sem beðið er um. Búið er að fara einu sinni í gegnum um- sóknimar og taka þær út sem taldar em styrkhæfar. Það em um helmingur af um- sóknunum að upphæð rúmar 150 milljónir króna. Fyrir utan þá upphæð em t.d. verk- efni sem lúta að samstarfi fyrirtækja og stofnanna í Evrópusamstarfi. Vilhjálmur Lúðvíksson, ffamkvæmda- stjóri Rannsóknaráðs ríkisins, er mjög harðorður í garð stjómvalda. Honum finnst stjómmálamenn sýna Rannsóknar- sjóðnum litla ræktarsemi. ,Jlannsóknarsjóðurinn hefúr haft mikil og góð áhrif á rannsóknir í landinu. Það var mikil ffamsýni og stórt skref ffam á við að stofúa sjóðinn. Hins vegar finnst manni það með ólíkindum að þetta skuli meðvitað látið drabbast niður. í nágranna- löndum okkar segja menn, við verðum að auka þessa undirstöðu starfsemi til að til- einka okkur nýja tækni og aðlaga atvinnu- lífið að nýjum aðstæðum. A Islandi segja menn þetta líka, en síðan gera menn alveg þveröfiigt,“ sagði Vilhjálmur. Svavar Gestsson menntamálaráðherra var spurður hveiju hann svaraði gagnrýni Vil- hjálms Lúðvíkssonar varðandi stefnu stjómvalda í rannsóknarstarfsemi. „Aðalatriðið er að menn snúi bökum saman í því augnamiði að búa til einhveija sóknaráætlun fyrir vísindi, rannsóknir og þróun í þessu landi. Niðurskurðurinn sem gerð er tillaga um í fjáraukalögunum sam- svarar um 0,2% af því fé sem varið er til rannsókna hér á landi. Miðað við það sem aðrir verða að þola í niðurskurði um þess- ar mundir er þetta í sjálfú sér engin ósköp.“ Atvinnulífið sýnir rannsókn- um og þróun vaxandi áhuga „Atvinnulífið hefur sýnt rannsóknum aukinn áhuga á síðari árum,“ sagði Vil- hjálmur Lúðvíksson. „Menn tala mikið um að það verði að draga úr opinberum fjár- veitingum til allra hluta og þar á meðal til rannsóknarstofnanna. Talað er um að gera þær sjálfstæðari og láta atvinnulífið borga fyrir þær. En þetta er eins og hvert annað bull. Hér á landi hafa stofnanimar í aukn- um mæli verið fjármagnaðar af sértekjum, reyndar meira heldur en víða erlendis. Hvergi í heiminum þekkist að ekki sé gert ráð fýrir opinberum stuðningi við áhættu- sama þróun og rannsóknir. Þetta á sérstak- lega við þar sem atvinnulífið er samsett eins og hér á landi. Menn tala um þessi mál oft af fúllkominni vanþekkingu. Það tala allir um að Rannsóknarsjóðurinn hafi skilað miklu og jákvæðu starfi. Rann- sóknir taka alltaf tíma og svona verkefni em lengi í gerjun. Styrkir úr sjóðnum hafa m.a. farið í langtímaverkefni eins og í rannsóknir í líftækni og upplýsingatækni. Núna leggjum við mjög mikla áherslu á verkefni sem skila sér í nýjum fýrirtækjum og nýjum vömm. Við trúum því að með því að tengja rann- sóknir atvinnulífinu verði meiri skilvirkni í rannsóknum. Fyrirtækin taka þá þátt í að ákveða hvemig á að gera hlutina, hvar áherslan á að vera og hvemig verkefnin eigi að líta út. Þegar fýrirtækin setja pen- inga í þetta bíða þau líka eftir niðurstöðun- um og hagnýta sér þær fýrr. Við höfúm lagt mikla áherslu á að byggja svona brýr á milli rannsóknarstofnanna og atvinnulífs- ins. Ahrifin á samskipti stofnananna innbyrð- is og samvinnunnar milli stofnanna og at- vinnulífs em kannski stærsti ávinningur- inn af starfi Rannsóknarsjóðsins,“ sagði Vilhjálmur að lokum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.