Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA -MikhaílGorbat- sjof forseti Sovétríkjanna skip- aði Litháum að skila inn öllum vopnum og boðaði mjög hertar reglur um vegabréfsáritanir auk þess sem landamæra- varðsla verður hert í Litháen. Þetta er gert til þess að brjóta á bak aftur sjálfstæðistilburði Litháa. Þessar skipanir Gor- batsjof voru birtar tveimur dög- um eftir að leiðtogar Litháen neituðu að beygja sig undir vald sovésku ríkisstjórnarinn- ar. Fyrr um daginn hófust við- ræður í sovéska þinginu um frumvarp sem gerir ráð fyrir því að sovétlýðveldin geti sagt skil- ið við Sovétríkin. WINDHOEK - Háttsettur bandarískur embættismaður sem er í förunevti James Bak- ers utanríkisráóherra fullyrðir að flest Austur-Evrópuríkin séu meðmælt því að sameinað Þýskaland verði innan vé- banda Nato. Á sama tima segja vestur-þýskir jafnaðar- menn að óhugsandi sé, að Austur-Þýskaland verði með í Nato, nema stefnu Nato verði breytt í grundvallaratriðum og hvetja til þess að svo verði gert. Shimon Peres formaður Verkamannaflokksins fær stjc irnarumboð í ísrael: Fr iður við Pa lestínur nenn ei r i fo rsen da stj( órnarmy ndunai r Shimon Peres leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael reynir nú að mynda meirihlutastjórn með frið- arsamninga við Palestínu- menn að leiðarljósi. Um- boðið mun vera pólitískt fjöregg Peresar, því talið er öruggt að ef honum tekst ekki stjórnarmynd- unin séu dagar hans í ísra- elskum stjórnmálum taldir. Verkefni Peresar er ekki vanda- laust. Talið er að ríkisstjórn Verka- mannaflokksins eigi vísan stuðning sextíu þingmanna sem nægir þó ekki, því sextíu þingmenn eru á móti og myndu að líkindum vilja styðja ríkisstjórn Likudbandalagsins undir stjórn Yitzhaks Shamirs fráfarandi forsætisráðherra. Shamir neitaði snarlega boði Per- esar í gær um áframhaldandi stjórn- arsamstarf Verkamannaflokksins og Likudbandalagsins, en nú undir for- ystu Peresar og með friðarsamninga við Palestínumenn í huga. Þeir Shamir og Peres kepptust um að fá stjórnarmyndunarumboðið frá Cha- im Herzog forseta ísrael. Stuðningsmenn Peresar hafa hvatt hann til þess að ganga strax af fullum krafti í stjórnarmyndun og freista þess að mynda stjórn hið fyrsta, en ekki láta tímann líða þó stjórnar- myndunarumboðið renni ekki út fyrr en lO.apríl. Annars eru líkur á að Likudbandalagið telji smáflokka Shimon Peres formaður Verkamannaflokksins ræðir við Arabahöfðingja. Peres hefur nú umboð til stjórnarmyndunar í sínum höndum og mun hann hafa friðarviðræður við Palestínumenn að leiðarljósi við hina strembnu stjórnamyndun. strangtrúarmanna á að ganga í stjórn með sér. Likudbandalagið telur engar líkur á að Peresi takist að mynda ríkis- stjórn. - Peres mun reyna að mynda samsteypustjórn með naumum meirihluta með stuðningi smáflokka lengst til vinstri, flokka strangtrú- armanna og stuðningsmanna PLO og kommúnista. „Ég veit ekki hvort þetta er hægt“, sagði Avi Pazner talsmaður Yitzhak Shamirs, eftir að ljóst var að Peres hefði fengið stjórn- armyndunarumboðið. WINDHOEK - Namibía hlaut fullt sjálfstæði sitt eftir að hafa lotið nýlenduherrum á aðra öld. Tugir þúsunda manna héldu upp á sjálfstæðið með því að dansa á götum Windohek. Sam Nujomba fyrr- um skæruliðaforingi og leiðtogi Swapo tók formlega við for- setaembættinu. Hann falaðist eftir erlendu fjármagni til að ýta undirefnahgasþróun í landinu. ULAN BATOR - Þingið í Mongólíu kaus Punsalmaag- iyn Ochirbat sem gegnt hefur embætti utanríkisviðskiptaráð- herra sem forseta landins eftir að Zhambyn Batmunkh hafði sagt af sér. Ochirbat hefur verið í fararbroddi þeirra er viljað hafa opnað landið. SHARPVILLE - Hundruð þúsunda blökkumanna mættu ekki til vinnu til að minnast fjöldamorðanna í Sharpeville 1960. í stað þess héldu þeir í kröfugönqur, kröfðust friðar og afnámi aðskilnaðarstefnunnar. SANTÍAGO - Vinstrisinn- aðir skæruliðar skutu og særðu lífshættulega Gustavo Leigh fyrrum yfirmann flughersins í Chile sem átti stóran þátt [ blóðugri byltingu hersins fyrir 16 árum. LeeTeng-hui endurkjörinn forsetiTævan Lee Teng-hui var endurkjörinn forseti Tævan á fundi þingsins í Taipei í gær eftir dramatískan að- draganda undanfarnar vikur. Mun Lee því að öllu óbreyttu sitja í forsetastól næstu sex árin. Lee var einn í kjöri og hlaut hann 641 atkvæði af þeim 668 sem greidd voru, en alls eiga 752 fulltrúar sæti á þinginu. Undanfarnar vikur hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem ekki eru þó margir, krafist þess að forsetinn verði kjörinn í þjóðaratkvæða- greiðslu á Tævan, en ekki af þinginu. Ekki er langt umliðið frá því að óeirðalögreglumenn beittu þessa þingmenn harðræði og drógu þá frá skrifstofum forsetans eftir að Lee hafði neitað þeim áheyrn. Þeir hinir sömu fulltrúar hefur einnig verið meinað að sækja þingfundi þar sem þeir neita að sverja þingeiða sem kveða á um að þingið á Tævan sé þing Kína. Að auki véfengja þeir rétt öldunganna sem setið hafa á þinginu án kosninga frá því það jóðernissinnar flúðu Kína eftir að kommúnistar náðu þar völdum. Óeirðalögreglan umkringdi þing- húsið á meðan kosningunni stóð, en þúsundir mótmælenda biðu fyrir utan. Lee hefur heitið því að halda ráðstefnu þar sem rætt verði um stöðu Tævan, en þingið þar gerir enn tilkall til valda í Kína. Hins vegar fer andstaðan gegn þeirri stefnu Þjóð- ernissinnaflokksins sem flúði frá Kína á sínum tíma og fer með öll völd á Tævan, sífellt vaxandi. Til að mynda eru þúsundir stúdenta nú í setuverkfalli og fjörtíu þeirra í hung- urverkfalli til að krefjast aukins lýðræðis á Tævan. Rúmenski herinn gengur á milli Ungveria og Rúmena í Tirgu Mures: ÞRÍR LIGGJA í VALNUM EFTIR ÞJÓDERNISDEILUR Rúmenski herinn beitti skrið- drekum til að skilja að Ungverja og Rúmena í blóðugum þjóðernis- átökum í bænum Tirgu Mures í Transylavaníu í fyrrakvöld. Þar lágu eftir þrír fallnir og hátt á þriðja hundrað manns særðust. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bænum. Nokkrir skriðdrekar og fimni- hundruð hermenn og lögreglu- menn gættu miðbæjar Tirgu Mures í gær til að koma í veg fyrir að hópum Ungverja og Rúmena lysti saman að nýju, en þeir höfðu beitt eldsprengjum, kylfum og ljám í átökum sínum. Ekki bárust fréttir af mannfalli í gær, en þá stormuðu hópar Ung- verja um bæinn og báru eld að verslunum Rúmena. 10% þingmanna í Austur- Þýskalandi á vegum Stasi Líkur eru á að 10% þingmanna er kjörnir voru í fyrstu frjálsu kosning- unum í Austur-Þýskalandi tengist á einhvern hátt hinni illræmdu „Stasi“, öryggislögreglu sem leyst hefur verið upp. Munu allir 400 þingmenn Volkskammer, þings Austur-Þýska- lands, því þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir sérstakri þriggja manna nefnd sem skipuð var til þess að tryggja að endir yrði bundinn á starfsemi „Stasi“. Gottfried Forck biskup sem situr í nefndinni sem á að sjá um að öryggissveitirnar verði að fullu leyst- ar upp, sagði að rannsókn á því hvort þingmenn væru tengdir þeim yrði gerð áður en Volkskammer yrði kallað saman. Allar líkur eru á að þeir þingmenn sem tengdust sveitun- um muni segja af sér, þó ekkert banni setu þeirra á þingi. Fyrsti háttsetti stjórnmálamaður- inn sem varð að gjalda þess að hafa starfað með „Stasi“ var Wolfgang Schnur fyrrum formaður hægri flokksins Lýðræðislegrar vakningar, en hann sagði af sér embætti þremur dögum fyrir kosningar vegna tengsla sinna. Rainer Eppelmann eftirmað- ur Schnur sagði í gær að hann teldi að allt að 40 þingmenn sem kjörnir voru á sunnudaginn hafi tengst 'Stasi" á einn eða annan hátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.