Tíminn - 06.04.1991, Qupperneq 12

Tíminn - 06.04.1991, Qupperneq 12
24 Tíminn Laugardagur 6. apríl 1991 A sölulista Traktorgrafa CASE 580 B. Lítið notuð 1100 v.st. á góðu verði. Nýinnréttað hús. Traktorgrafa Int. Harv. 6 cýl., mjög öflug, ek. 1800 v.st. á sanngjörnu verði. Panters vélsleði ‘87, eins og nýr, ek. 1100 (nýinnfl.), 72 hö. með yfirbr. Verð kr. 390 þús. Yamaha vélsleði ‘87, eins og nýr, ek. 1400 (nýinnfl.), með rafst. og yfirbr. Verð kr. 290 þús. Trail Cat vélsleði ‘79 (nýinnfl.), ek. 2200, líturvel út, með yfirbr. Verð 190 þús. Polaris 400 vélsleði ‘88 (nýinnfl.), ek. 1800, lítur vel út, með yfirbr. Verð 420 þús. Polaris RXL vélsleði ‘90 (nýinnfl.). Tölvust., bein innsp. Nýr sleði, 117 hö. Fjórhjól, Suzuki Quatrasport 230 (nýinnfl.), lítið notað árg. ‘87. Verð 160 þús. Fjórhjól, Yamaha YFM 350 Warrior (nýinnfl.), lítið notað, árg. ‘87. Verð 190 þús. Tækjamiðlun íslands Bíldshöfða 8,112 Rvk . Sími 91- 674727 frá 9-17, 91- 17678 frá 17-21 Verkamannafélagið Dagsbrún Oriofshús Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins í sumar frá og með mánudegin- um 8. apríl á skrifstofu félagsins að Lindargötu 9. Þeir sem ekki hafa dvalið áður í húsunum ganga fyrir með úthlutun til og með 12. apríl. Húsin eru: 2 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnsfirði 1 hús að Vatni í Skagafirði 2 íbúðir á Akureyri 1 hús á lllugastöðum 2 hús á Einarsstöðum 1 hús í Vík í Mýrdal 5 hús í Ölfusborgum Vikuleigan er krónur 7.000,00 nema að Vatni krónur 10.000,00 og greiðist við pöntun. Verkamannafélagið Dagsbrún. ljí HAFNARFJÖRÐUR JL - MIÐBÆR Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum í miðbænum. Um er að ræða nokkrar lóðir til byggingar at- vinnuhúsnæðis af ýmsu tagi. Umsóknarfrestur er til mánudags 15. apríl nk. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingur FRÁ FRÆÐSLUSKRIFSTOFU REYKJAVÍKURUMDÆMIS Nokkrar kennarastöður eru lausar við grunn- skóla Reykjavíkur. Meðal kennslugreina eru tón- mennt, heimilisfræði, myndmennt, eðlisfræði, byrjendakennsla og sérkennsla. Ennfremur eru lausar stöður við sérskóla ríkisins í Reykjavíkurumdæmi. Óskað er eftir kennurum með sérkennsluréttindi (2ja ára nám að minnsta kosti). Fræðslustjórinn í Reykjavík MINNING _ ___ _________ Jakob Indríðason kaupmaður Fæddur ll.nóvember 1918 Dáinn 29. mars 1991 Árið 1918, sem einna frægast er fyrir frostaveturinn mikia, fæddist drengur í Snússu í Hrunamanna- hreppi. Sonur hjónanna Gróu Magnúsdóttur og Indriða Grímsson- ar. Þau voru bláfátæk af veraldar gæðum en rík af gjörvulegum börn- um, tíu talsins. Þetta voru engin stórtíðindi nema í Snússu. Eflaust hefur gleðin verið blönduð áhyggj- um, því enn bættist við lítill munn- ur sem seðja varð. Og þrátt fyrir erf- ið kjör á stundum óx drengur úr grasi, var nefndur Jakob, og ólst upp á meðal systkina í Snússu, einkar fögrum reit undir Langholtsfjalli. Tíminn leið. Hann líður hratt nema þegar illa árar og kjör eru kröpp. Eftir á að hyggja líður ævi- stundin hratt, aðeins misjafnlega hratt. Þjóðfélagið tók stakkaskipt- um; fólkið flykktist úr sveitum í þéttbýli. Allt breyttist, jafnvel Snússa fékk virðulegra heiti, Ása- tún. Og Jakob fluttist til Keflavíkur þar sem hann kynntist Ingibjörgu sinni. Ingibjörg, dóttir Sigríðar Þórðar- dóttur og Ingimundar Jónssonar kaupmanns, varð lífsförunautur og styrkasta stoð Jakobs. Gæflyndi og dyggðir hennar féllu vel að skap- lyndi Jakobs. Svo samrýmd voru þau að dóttur mína Ingibjörgu kallaði hann ætíð nöfnu sína. Ingibjörg og Jakob eignuðust sjö börn. Eitt dó nýfætt, en hin eru öll uppkomin: Sigríður Gróa, Ingunn Kristín, Kristinn, Elín Jónína, Ingi- mundur og Helga. Og lánið hefur blessað barnabörnin sex. Kaupmennska varð aðalstarf Jak- obs Indriðasonar. Fyrst vann hann hjá tengdaföður sínum í Ingimund- arbúð og síðar verslaði hann í Brekkubúð. Hann varð „kaupmað- urinn á horninu". Hann leit á kaup- mennsku sem starf en ekki gróða- brall. Löngunin til að græða fé var víðsfjarri; nægjusemi var dyggð. Mér er hugsað til sveitadrengsins Jakobs, sveitadrengsins frá Snússu og afans og ætíð er hann sjálfum sér samkvæmur. Alltaf fann ég fyrir sveitinni og víðáttu fjallanna í fari Jakobs. Hann er einn þeirra sem tóku sveitina og fjöllin með sér á mölina og öll viðhorf fengu stoð frá liðnum tíma; voru rakin fram og til baka eftir vegi reynslu og þekkingar. Hann var alþýðumaður; grandvar til orðs og æðis, ræðinn, gamansamur og glettinn; viðkvæmur og um- hyggjusamur — og óvenjulegur vegna þess að þessir eiginleikar brugðust aldrei. í lífinu er fátt víst nema dauðinn. Hann býr með okkur allar stundir; situr sem fastast í samfélagi lifenda — og bíður. Samt kemur hann sí- fellt á óvart, jafnvel þótt við vitum að klukkan fari að kalla. Við söknum þess að hafa ekki átt fleiri giaðar samverustundir með indælum afa, glímt við hann með orðum, fengið að vita meira, sagt meira, tekist oft- ar í hendur... í morgun var sól og logn. Sól- skríkja kvað við raust. En nú blæs og gnauðar. Nepjuna leggur inn að beini og regnið lemur. Rammíslensk veðrátta. Sinustráin blakta. Þau eru frá því í fyrra. Engu að síður stóðust þau haustvinda og volk vetrarins. Þau hafa lifað og samt — samt skýla þau grasnálinni, nýgræðingnum. Enn lifa rætur þeirra og eins mun minningin um góðan dreng lifa og verma hugskot og sálir. Senn kemur vorið, sauðburður hefst og hestamenn fá í sig fiðring eins og blessaðar skepnurnar. Hlíðar Langholtsfjalls, Leiran, jafnvel móar Miðnesheiðar taka á sig nýjan bún- ing, líkt og í fýrra og hitteðfyrra og öll hin fyrri vor. Klakabönd bresta, ár og vötn leysast úr vetrarfjötrum. Sem og forðum kemur líka vor í ríki Kerlingarfjalla þar sem Jakob gætti sauða, ungur og frjáls. Ég sé hann fyrir mér núna frjálsan á ný á stjörnufáki í eilífum gróanda og í víðfeðmri hálendisdýrð. Guðmundur Páll Ólafsson Ragnar Kristinn Bjamason vélstjóri, Vestmannaeyjum Fæddur 9. apríl 1924 Dáinn 26. mars 1991 í dag er til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, Ragnar Kristinn Bjarnason, mágur okkar og vinur. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 26. mars síðastliðinn, eftir langa baráttu við mjög erfiðan sjúk- dóm. Foreldrar Ragnars voru Halldóra Jónsdóttir frá Gerðisstekk í Norð- firði og Bjarni Sigfússon frá Barðs- nesi í sömu sveit, þau bjuggu á Gerðisstekk og var Ragnar fæddur þar og uppalinn. Ragnar Bjarnason er okkur mjög minnisstæð persóna og á árunum 1942-1955 vorum við á vertíð úti í Eyjum eins og það var kallað í okkar heimabyggð. Þá kynntumst við oft austfirskum vertíðarmönnum, einn af þeim var Ragnar Bjarnason frá Noröfirði. Það var eftirtektarvert hvað Ragnar var alltaf glaður og hress og hafði góð áhrif á félaga sína, hann var hár, grannur og vasklegur í allri fram- komu. Á þessum árum stundaði hann sjó- mennsku en fór síðar í Vélstjóra- skólann og var lengst af vélstjóri á bátum frá Vestmannaeyjum, ávallt var hann á góðum bátum, sýnir það að hann var eftirsóttur og farsæll í sínu starfi. Ragnar var sú manngerð sem ávallt kom sér vel, hann vildi hafa hlutina í lagi. Samviskusemi, snyrti- mennska og vönduð vinnubrögð voru honum í blóð borin, hann var hógvær en glettinn og léttur í lund með vinum og kunningjum. Allt í fari hans gerði það að manni leið vel og það var gott að vera í ná- vist hans. í Vestmannaeyjum kynnt- ist Ragnar eftirlifandi konu sinni, Pálínu Jónsdóttur, f. 23.01.1923, frá Norðurhjáleigu í Álftaveri. Þau gengu í hjónaband á jóladag 1957. Höfðu þá stofnað heimili að Mið- stræti 9 í Vestmannaeyjum. Hjóna- band þeirra var til fyrirmyndar, þau voru samhent í að skapa sér hiýiegt og gott heimili, gestrisni og vinátta var þeirra aðalsmerki. Eins og fleiri Vestmannaeyingar fór Ragnar ekki varhluta af þeim hörm- ungum sem Heimaeyjargosið hafði í för með sér fyrir Eyjaskeggja. Hafði hann þá komið upp nýju og vönduðu húsi og búið í því skamman tíma, en það fór undir hraun eins og fleiri mannvirki í austurhluta bæjarins. Það var mikill örlagadagur fyrir alla Vestmannaeyinga að þurfa að flýja eyjarnar undan hrauninu sem rann óðfluga að byggðinni. En frá þeim hamförum komust þeir með sigri. Tryggðin við eyjarnar togaði þó aft- ur marga til síns heima, þótt að- koman hafi verið döpur eftir nátt- úruhamfarirnar. Ragnar og Palla voru samhent í því að endurreisa heimilið á nýjum stað á eyjunum. Ragnar heitinn vildi hvergi frekar vera. Vestmannaeyjar áttu hug hans, þar vildi hann eyða kröftum sínum og tíma til allra góðra verka. Ragnar og Pálína eignuðust tvær dætur, sem báðar eru uppkomnar og búnar að stofna heimili. Þórunn, sjúkraþjálfi, fædd 03.04.1957, búsett í Reykjavík, maður hennar er Matt- hías Magnússon og eiga þau tvö börn. Sigríður, fóstra, fædd 21.02.1960, búsett í Vestmannaeyj- um, maður hennar er Jón Oddsson, eiga þau tvö börn. Palla mín, það má öllum ljóst vera að erfiðleikar þeir sem á undan eru gengnir hafa verið þungbærir þér og fjölskyldu þinni. Minningin um góðan dreng mun geymast í hugum okkar, við biðjum góðan guð að fýlgja þér og fjölskyldu þinni allri um ókomin ár. Sigþór og Sigurður Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir bírtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar. AUGLÝSINGASÍMAR TÍMANS: 680001 & 686300

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.