Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 15. febrúar 1992 Greinargerð auglýsingastofunnar um við- skiptin við fjármálaráðuneytið: Hvíta húsið með spilin á borðið Um 2.300 grunn- og framhaldsskólanemendur heimsóttu Granda í gærmorgun, en tilgangur Grandadagsins er að gefa nemendum og kennurum tækifæri tii að kynnast nútíma vinnslu á sjáv- arafurðum islendinga. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra af þeim 2.300 nemendum sem heim- sóttu Granda í gær viröa fyrir sér nokkra væna karfa. Tímamynd Ami Bjama Um klukkan 15.00 í gærdag varð harður árekstur á mótum Vesturlandsvegar og Hestháls. Kalla varö til tækjabíl til að ná bílstjóra annars bílsins út og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans. Eftir því sem Tíminn komst næst í gær slasaðist hann ekki alvarlega. Tímamynd Ami Bjama Vígna fyrirspumar á Alþingi í gær um samstarf auglýsingastof- unnar Hvíta hússins og fjármála- ráðuneytisins hefur Hvíta húsið sent frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu: „1. Hvíta húsið hefur unnið fyrir ríkisskattstjóra um margra ára skeið. Það samstarf hófst í fjár- málaráðherratíð Alberts Guð- mundssonar og hefur einkum tengst skattkerfisbreytingum vegna staðgreiðslukerfis skatta og síðan kynningarátaki vegna virð- isaukaskatts. Vinna Hvíta hússins á árunum 1990 og 1991 fyrir fjármálaráðu- neytið annars vegar og Alþýðu- bandalagið hins vegar er þeim við- skiptum óviðkomandi. Hvíta hús- ið hefur sökum trúnaðarskyldu sinnar ekki tök á að birta tölur úr samstarfi sínu við RSK en í hlut- arins eðli liggur að kynningarátak vegna t.d. upptöku virðisauka- skatts og dreifing margs konar skilaboða um skattkerfismál er stærsti hluti þeirra viðskipta sem til umfjöllunar eru um þessar mundir. 2. Réttar tölur um umfang vinnu Hvíta hússins, aðkeypta vinnu og efniskostnað fyrir fjármálaráðu- neytið á umræddu tímabili eru eftirgreindar: a. átak vegna notkunar sjóðsvéla, hvatning til heiðarlegra nótuvið- skipta o.s.frv. kr. 2.600.000,- b. Upplýsingar um ríkisfjármál, bækl. „I hvað fara skattarnir?" o.fl. 2.000.000,- c. Kynning á niðurfellingu vsk. af bókum. 100.000,- d. Kynning v/listaskóla kr. 100.000,- e. Ýmislegt aðkeypt, kr. 250.000,- Samtals án vsk kr 5.050.000,- Útseld vinna Hvíta hússins í of- angreindum tölum nemur um 3,3 milljónum króna. Til viðbótar þeim tekjum hefur Hvíta húsið 15% þjónustulaun af aðkeyptri vinnu og dreifingu auglýsinga sem það er í greiðsluábyrgð fyrir. Af ofangreindri heildartölu var um tveimur milljónum króna ráð- Forsjárhyggja ráðstjórnar? Þingmenn Pramsóknarflokksins hafa undanfamar vikur verið í fundaher- ferð í öllum kjördæmum landsins. Síðasti fundurinn verður haldinn í Reykjavík nk. þriðjudagskvöld 18. febrúar á Hótel Sögu undir heitinu „Stefnir í frjálshyggjuráðstjóm á ís- landiT* Frummælendur á fundinum verða Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Finnur Ing- ólfsson alþingismaður. Fundurinn, sem er öllum opinn, hefst kl. 20.30. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa að undanfömu verið á allmörgum vinnustaðafúndum víða um iand og verða slíkir fundir haldnir í Reykjavík á næstu dögum. —sá stafað á árinu 1991 en þremur milljónum króna árið 1990. 3. Helstu tölur um dreifingu aug- lýsinga til fjölmiðla á umræddu tímabili fyrir fjármálaráðuneytið eru: a. Morgunblaðið kr. 2.000.000,- b. DV kr. 1.500.000,- c. Þjóðviljinn kr. 650.000,- d. Tíminn kr. 650.000,- e. Pressan kr. 520.000,- f. Alþýðublaðið kr. 280.000,- g. Dagur kr. 550.000,- h. Landsmálablöð kr. 2.600.000,- i. RÚV, sjónv. og útv. kr. 2.200.000,- j. ísl útv.fél. útv og sjónv. kr. 900.000,- Samtals án vsk. kr. 11.850.000,- Ofangreint er allt umfang Hvíta hússins í kynningarstarfi fyrir fjármálaráðuneytið á tímabilinu 1. jan. 1990-30. apríl 1991.“ 31% OLÍUFÉLAGSINS SELT? „Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Ég verð aðeins að staðfesta það sem forstjóri Sambandsins sagði í blaðaviðtali í síðustu viku um að Sambandið væri að selja eignir með það að markmiði að greiða nið- ur skuldir. Við erum því miður ekki í aðstöðu til að ræða um einstök mál í þessu sambandi," sagði Sigurður Markússon, stjórnarformaður Sam- bands ísl. samvinnufélaga og stjóm- arformaður Olíufélagsins hf. Tíminn ræddi við Sigurð í gær í til- efni af fréttum um að Kuwait Petr- oleum í Danmörku hyggist kaupa hlutabréf Sambandsins í Olíufélag- inu hf. (Esso). Bréfin eru um 31% hlutabréfa í félaginu. í viðtali við Morgunblaðið í gær segir Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kuwait Petrole- um í Danmörku, að félagið íhugi kaup á hlut í Olíufélaginu hf. Ákvörðunar sé þó ekki að vænta al- veg á næstunni. —sá Umferðarslys á ísafirði: Einn á sjúkrahús Farþegi úr fólksbifreið var fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði eftir árekstur á Skutulsbraut kl. 17 í gær. Fólksbif- reiðin lenti þar í árekstri við jeppa- bifreið og mun fólksbíllinn vera ónýtur. Farþeginn mun hafa hlotið bakmeiðsli. -PS Sjávarútvegsstofnun Háskólans fjallar um fiskveiðiarðinn og skiptingu hans: Auðveldar veiðileyfagjald okkur að ganga inn í EB? Þorvaldur Gylfason prófessor sagði á ráðstefnu sem sjávarútvegsstofn- un Háskóla íslands hélt í gær að álagning veiðileyfagjalds gæti hugs- anlega gert okkur kleift að ganga í Evrópubandalagið. Þar með gætum við uppíyllt það skilyröi bandalags- ins fyrir inngöngu að bandalagsþjóð- ir fái aðgang að auðlindum okkar, fiskimiðunum. Þorvaldur telur eng- ar líkur á að aðrar þjóðir geti keypt hér veiðileyfi vegna þess að erlend sjávarútvegsfyrirtæki séu ekki sam- keppnisfær við íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki. .Álagning veiðigjalds gæti hugsan- lega styrkt samningsstöðu okkar gagnvart Evrópubandalaginu því að þá gætum við hugsanlega veitt bandalagsþjóðum formlegan aðgang að íslenskum aflakvótamarkaði eins og öðrum mörkuðum, með gagn- kvæmum réttindum og skyldum í samræmi við lög og reglur banda- lagsins, án þess að veita þeim ókeypis aðgang að auðlindinni, enda kemur það alls ekki til greina. Þess konar tilboð af okkar hálfu væri þó nánast formsatriði, að mínum dómi, þar eð framleiðni í íslenskum sjávarútvegi er svo miklu meiri en í öðrum bandalagslöndum, hugsan- lega að Spáni undanskildum, að fyr- irtæki þar væru yfirleitt alls ekki samkeppnisfær við íslensk útvegsfyr- irtæki á frjálsum aflakvótamarkaði. Og það sem á kynni að vanta að yfir- burðastaða okkar íslendinga á okkar eigin aflakvótamarkaði væri gild, gætum við áreiðanlega samið um við bandalagið. Þannig gætum við haldið fiskveiðum við landið í höndum okk- ar sjálfra án þess að bandalagið þyrfti að víkja frá settum grundvallarregl- um. Þennan möguleika tel ég að íslensk stjórnvöld ættu að kanna gaumgæfi- lega í stað þess að fljóta sofandi að hugsanlegri einangrun íslands frá þeim þjóðum sem við höfum haft nánust samskipti og mest viðskipti við frá stofnun lýðveldisins. Þar að auki værum við íslendingar í aðstöðu til að hafa áhrif á sameiginlega fisk- veiðistefnu bandalagsins innan frá í krafti reynslu okkar og sérþekkingar. Utan bandalagsins værum við áhrifa- Iaus,“ sagði Þorvaldur. í erindi sínu á ráðstefnunni mælti Þorvaldur eindregið með því að ís- lendingar tækju upp veiðileyfagjald við stjómun fiskveiðanna. Hann sagði að án slíkrar skattheimtu væri nánast útilokað að koma fjármálum ríkisins í gott horf. Með veiðileyfa- gjaldi yrði hægt að afnema tekju- skattinn og lækka virðisaukaskatt- inn. Þorvaldur nefndi tvær höfuðrök- semdir fyrir upptöku veiðileyfagjalds, hagkvæmni og réttlæti. Núverandi kerfi væri bæði óhagkvæmt og órétt- látt. Auður safnaðist á hendur örfárra manna. Birgir Þór Runólfsson lektor dró í erindi sínu fram röksemdir gegn veiðileyfagjaldi og fyrir aflakvótakerfi í ætt við það sem nú er notað við stjóm fiskveiða. Birgir sagði að tals- menn veiðileyfagjalds gengu út frá þeirri forsendu að ríkið færi betur með arðinn af fiskveiðunum en út- gerðarmennirnir. Reynslan ætti að hafa kennt mönnum að ríkið færi verr með peningana en einstakling- amir. Þar að auki væri líklegasta af- leiðing auðlindaskatts að aðrir skatt- stofnar yrðu ekki lækkaðir heldur myndi þetta auðvelda ríkisvaldinu að þenja sig út. Birgir sagði að eina skynsamlega leiðin við stjóm fiskveiða væri að veiðiheimildirnar yrðu viðurkennd- ar sem séreign þeirra sem útgerðina stunda og ríkið eða einhver annar aðili sjái um að stjóma kerfinu og hafa eftirlit með því. Hvort einhverj- ar sérreglur eigi að gilda um skatt- lagningu kvótans sé ekki aðalatriði málsins. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.