Tíminn - 15.02.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 15.02.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 15. febrúar 1992 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYKDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I iausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Öngþveiti Miklar deilur standa um menntakerfið og niðurbrot þess. Um hitt er ekki deilt að opinberum aðilum ber að halda uppi almennri kennslu sem veitir öllum lágmarksmenntun. Hins vegar eru ekki allir á einu máli um hver lágmarksmenntun er. Þá er uppi sífelldur ágreiningur um hvar skilin milli opinberra skóla og einkaskóla eru og við hvaða nám eða prófgráður þau eigi að takmarkast. Seint verður skorið úr um þessi atriði svo öllum líki, né hitt hvaða greinar er eðlilegt að hið opinbera sjái um að kenna og hvaða kennslu einkaframtakið á að stunda. Ein er sú námsgrein sem ávallt er utanveltu allra kerfa og engin samhæfð kennsla fer fram í, nema að nafninu til. Það er ekki einu sinni til almennilegur skóli í greininni, en kennarar skipta hundruðum og leiðbeina þeir hver eftir sínu nefi. Ökukennsla og tilsögn í umferðarlögum er algjör- lega utanveltu í öllu íslenska menntakerfinu. Eftirlit með kennslunni er vægast sagt óviðunandi og próf- dómarar, sem ríkið leggur til, virðast miða störf sín við eitthvað annað en að tryggja að enginn fái öku- réttindi, sem ekki er fær um að stjórna ökutæki eða er ekki treystandi til að fara að umferðarlögum. Líkast til er allt eins við reglugerðir að sakast og einstaklinga, hvort sem þeir eru ökukennarar eða prófdómarar. Hvert metárið í umferðarslysum rekur annað og á síðasta ári fjölgaði þeim um nær þriðjung frá metár- inu þar á undan. Ungt fólk, sem nýkomið er frá handleiðslu ökukennara með vottorð um hæfni sína frá löggildum prófdómara, veldur flestum umferðar- slysum. Ökulagi íslendinga er svo oft lýst að óþarft er að endurtaka neitt af þeirri ringulreið allri. Þó má ljóst vera að þátttakendur í íslenskri umferð fara ekki eftir sömu leikreglum. Það er engu líkara en að margs konar umferðarlög séu í gildi samtímis. Löggæslan lítur svipuðum augum á umferðarlögin og aðrir ökumenn og er stundum allt leyfilegt, og í einstaka tilvikum fá ökumenn áminningu fyrir eitt- hvað sem þeir vita ekkert hvað er. Það er helst að matsmenn tryggingafélaga geri einhverjar kröfur um að farið sé að lögum. Eftir á. Samræming ökukennslu og skilningur á gildandi umferðarlögum er víðs fjarri í allri þeirri upplýsingu sem menntakerfin veita. Börnum í íyrstu bekkjum grunnskóla er veitt takmörkuð fræðsla um hvernig þau eiga að ganga yfír götu og passa sig á bfíunum. Þar við situr þar til ósamræmdur ökukennari sendir nemanda í hraðferð í gegnum einkaskóla sinn og út í umferðaröngþveitið. Samræmd ökukennsla í ökuskólum, einkareknum eða ríkisreknum eftir smekk, og alvöru próf í öku- leikni og þekkingu á umferðarlögum eru meira að- kallandi en margt af því sem mestum hávaða veldur í menntakerfinu. Mannlegar hörmungar og gífurlegt fjárhagstjón af völdum öngþveitisins í umferðinni sýnir og sannar að mál þessi verður að taka föstum tökum, ef stöðva á hræðilega þróun hvað varðar fjölgun umferðar- slysa. I fyrsta lagi hispursleysi • t • Við lifum nú tíma þegar persónur vekja meiri áhuga en málefni. Menn vita gjarna meira um t.d. mikla stjórnmálaforinga eða mikla leikara en málefnin, sem þeir eru fulltrúar fyrir, og inntak verkanna, sem þeir túlka með slíkum tilþrif- um. Samt skiptir þetta tvennt máli, en þá fyrst og fremst sem ákjósanlegur bakgrunnur fyrir manneskju sem lifir vel heppnuðu lífi og er þess vegna spennandi að fyi gjast með hvernig fer að því. Veikleikastrengur al- menningssálarinnar Einmitt þennan veikleikastreng almenningssálarinnar leika fjöl- miðlar á með listum og það skiptir oft litlu máli hvort hinar eftirtekt- arverðu persónur eru áfjáðar í at- hyglina eður ei. Væri Jón Sigurðs- son upp vakinn og sestur að við Östervold á ný, mundu menn panta við hann sjónvarpsviðtöl og blaðaviðtöl í skyndi — en ekki til að rekja úr honum garnirnar um ráðgátur úr sjálfstæðisbaráttunni. Fyrst mundu menn vilja vita um hjónalíf þeirra frú Ingibjargar og fá svarað getgátum um að hann hefði verið haldinn ónefndum sjúkdómi og hvort hann hefði drukkið óp- íum. Þá hefðu „sessalonarnir" og „chiffonerarnir" verið myndaðir og spáð í hvort forsetinn gripi ekki í uppvaskið og eldamennskuna. Frú Ingibjörg hefði orðið að upplýsa hvort bóndinn hefði átt til að koma á óvart með blómum og óvæntum dinner á Mjóna eða Hvít. Mikið hefði Jón Sigurðsson orðið hissa á þessu öllu saman. En kannske hefði einhver orðið til að segja honum að nú hugsuðu landar hans ekki lengur um fjárkláða, skreið og lýðfrelsi, heldur heimt- uðu þeir í fyrsta lagi hispursleysi, í öðru lagi hispursleysi og í þriðja lagi hipursleysi. Hispursleysisþorst- inn ítarlegast er hispursleysisþorst- anum nú um stundir svalað í Mannlífí, Heimsmynd og Nýju lífi. Þar er hulunni svipt af þjóðkunn- um einstaklingum og sannast þá að enginn veit hvað undir annars stakki býr. Digrir og svipharðir for- stjórar eða stjórnmálaskörungar láta mynda sig brosandi og nærri ósiðsamlega léttklædda við hver- skyns notalegt dundur innan heimilisveggjanna og eru þá með allt öðru yfirbragði en menn áður höfðu þekkt. Fallegt og vinsælt fólk, sem allir elska, reynist flest- um að óvörum vera þrúgað af hörmum, sjúkdómum eða missi sem enginn gat rennt grun í. Hat- aðir okrarar og fjármálasukkarar birtast lesandanum sem sárvið- kvæmt fólk, sem rétt hefur mörg- um hjálparhönd (þótt enginn vissi um það) og elska sérstaklega lág- værar etýður og fíngerðustu strengleika tónbókmenntanna. Þau hlusta þeir á um nætur, þegar vonska heimsins gerist þeim nærri ofraun. ■j 'M Tímans m > ®JI rás i — m Ófrægt fólk og hálf- frægt En ekki eru allir svo tilkomu- miklir vegna vinsælda sinna eða óvinsælda að Mannlíf, Heimsmynd og Nýtt líf taki þá upp á arma sína. En þeir kunna að vera frásögu- verðir fyrir það, og handa þeim er iíka vettvangur í íslenskri fjölmiðl- un. Á fimmtudögum kemur Press- an út og er skrautleg í besta lagi. Hún minnir á einsmannskabarett sem kemur í bæinn búinn blístr- um, bumbum, skrautlegum brjóstsykurpokum, ólyktarbom- bum, kínverjum og hrossabresti og með bleika rellu sem snýst uppi á kollinum. Á síðum Pressunnar hlaupa dálkar upp og niður síðurn- ar með sína ögnina af hverju um ófrægt fólk, hálffrægt og frægt. Sumt er satt, sumt gæti verið satt og svo er sumt ekki satt. Sumt skiptir máli, sumt gæti skipt máli og sumt skiptir engu máli. Sumir veröa glaðir, öðrum er sama og svo eru þeir sem verða reiðir. Þeir síð- asttöldu eru fólk sem ekki skilur að það lifir á öld hispursleysisins og er þar af Ieiðandi úti á þekju í nútímasamfélagi. Þeir ættu að þakka fyrir að minnst skuli vera á þá yfirleitt og hafa hugföst orð kerlingarinnar: „Það er um að gera að hafa orð á sér.“ Því margir eru þeir, sem ekki komast í „potpourri" kabarettsins í Pressunni og mega segja eins og skáldið: ,^llir eru að gera það gott nema ég.“ En sem betur fer verða trúlega fleiri glaðir en hryggir, sem öðlast nokkrar línur og hálfdálksmynd í Pressunni. Því athygli er ekki bara hégómamál, heldur líka peninga virði fyrir margan og skiptir ekki máli hvort um er að ræða mann sem dottinn er út af þingi og setur upp hárgreiðslustofu, eða kollega í blaðamannastétt sem startar ein- hverju prívat, t.d. bflablaði. Hvort tveggja er gott fyrir „bissniss" við- komandi. Tvíræðara er ef Pressan upplýsir að menn hafí féflett átt- rætt gamalmenni með bragðvísi. En slíkt getur einmitt orðið ávísun á þriggja opnu viðtal í Mannlífi, ef misgjörðin er nægilega stór og rétt er haldið á spöðunum. Margur hef- ur komið með pálmann í höndun- um út úr slíku. Hörgulvara Óumdeilanlega er hispursleysið mesta og besta söluvaran í fjöl- miðlun samtímans. En almenni- legt hispursleysi er hörgulvara, eins og alltaf gerist þegar eftir- spurn er mikil eftir einhverju. Það veldur tilhneigingu til ofnýtni og bestu og skemmtilegustu einstak- lingarnir, sem skjóta upp kolli, eru étnir upp til agna allt of fljótt. Hver kannast ekki við ungt hæfileika- fólk með heiðan og ferskan svip og framkomu, sem allt púðrið er úr áður en varir: Því er samstundis lyft í hæstu hæðir, búnir til um það sjónvarpsþættir, drifið upp á svið og það látið jaska sér út uns allir hætta að taka eftir að það er þarna. Af sjálfu leiðir að vesalings manneskjurnar reyna þá sitt besta til að verða „nýjar" aftur með því að gera enn betur — og gera það máske. En samt er því ómögulegt að standa undir þeim óljósu vænt- ingum sem almenningur gerði til þess, því almenningi var aldrei Ijóst hvaða væntingar það voru. Fjölmiðlarnir reynast hlaupnir af stað eftir nýjum hispursmeyjum, sem þeir bjóða að berhátta sig. Á þeim gömlu er hver rauf grann- skoðuð og þær ekki neitt yndisleg- ar lengur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.