Tíminn - 15.02.1992, Síða 5

Tíminn - 15.02.1992, Síða 5
Laugardagur 15. febrúar 1992 Tíminn 5 EINKAVÆÐING - leið til framfara eða trúarbrögð? Jón Kristjánsson skrifar Sjálfstæðisbarátta íslendinga á síðustu öld, endurreisn Alþingis, ný stjórnarskrá og heimastjórn og síðan fullveldi árið 1918, leysti úr læðingi orku og afl sem bjó í lands- mönnum. Framfarahugurinn varð alls ráð- andi. Þjóðin var staðráðin í því að sækja fram til betra lífs. Aðferðin var að bindast samtökum. Það urðu til öflugar félagshreyfmgar, þar á með- al ungmennafélagshreyfingin og samvinnu- hreyfingin. Stjórnmálaflokkar festu sig í sessi. Það flokkakerfi, sem við búum við enn í dag, varð til, og ríkisvaldinu óx fiskur um hrygg. Þessi framfarasókn hefur staðið alla þessa öld og leitt af sér betri lífskjör. Einnig hefur orðið breyting á hugarfarinu. Hins vegar er lífsgæðunum enn misskipt, en þrátt fyrir það eru æ fleiri sem telja að best sé að koma sem minnst nálægt samtökum af öllu tagi og vera sjálfstæður og engum háður. Hlutverk ríkisvaldsins Það ber ekki að lasta sjálfsbjargarviðleitni, eða metnað til þess að standa á eigin fótum og vinna að málum á eigin spýtur. Það getur verið nauðsynlegur drifkraftur til framfara. Hins vegar eru samtök manna nauðsynleg, ef leysa á stórverkefni, og sterkt ríkisvald, sem myndar öryggisnet um þjóðfélagsþegn- ana og gefur þeim jafnframt svigrúm til at- hafna, er forsenda fyrir velferðarþjóðfélag- inu. Ríkisvaldið á að setja leikreglur og ann- ast þau verkefni, sem henta þykir, fyrir þjóð- félagsþegnana. Umræða um einkavæðingu í þjóðfélagi eins og því íslenska þar sem uppbygging hefur verið mjög hröð, hefur ríkisvaldið verið notað sem tæki til framfara, og með ríkisrekstri hefur verið og er fengist við ýmis verkefni sem einstaklingar réðu ekki við, eða aðstæður voru þannig að hent- ara þótti að ríkisrekstur kæmi til. Þannig hefur þetta verið víðar í vestrænum ríkjum. Hins vegar hefur einstaklingshyggju vaxið fiskur um hrygg með efnahagslegum fram- förum. Ein afleiðing af þessu er að umræða um einkavæðingu hefur komið upp af sívax- andi þunga, og með gjaldþroti kommúnism- ans í Austur-Evrópu hefur þessi umræða færst í aukana og orðið nokkurs konar lausnarorð hægri sinnaðra manna og ber umræðan keim af trúarbrögðum. Ríkisstjórnin hefur einkavæðingu á stefnu- skrá sinni og ýmislegt bendir til að marga í herbúðum stjórnarliða kitli í lófana að einkavæða hratt og án fyrir- hyggju, jafnvel að afhenda einkaaðilum eigur ríkisins fyrir lítið. Því er rík ástæða til þess að taka upp öfluga umræðu um stöðu þessara mála hérlendis. íslenskar aðstæður Ríkisvaldið hefur verið notað í ríkum mæli sem tæki til uppbyggingar á íslandi, og ríkis- rekstur er algengur. Uppbygging í sam- göngumálum, orkumálum, menntamálum og heilbrigðismálum er á vegum ríkisins. Við höfum öflugt ríkisútvarp, sem við ætlum stórt hlutverk í öryggismálum og í menn- ingarmálum. Á menningarsviðinu eru stærstu verkefnin Þjóðleikhúsið og Sinfón- íuhljómsveitin. í atvinnuvegunum er ríkið stór þátttakandi og nægir þar að nefna Se- mentsverksmiðjuna, Áburðarverksmiðjuna og Sfldarverksmiðjur ríkisins. Tveir stærstu bankamir, Búnaðarbankinn og Landsbank- inn, em ríkisbankar. Ríkið sér um áfengis- verslun landsmanna og nýtir hana sem tekjustofn. Hér em aðeins stærstu þættirnir nefndir. Allir hafa þeir þó verið inni í umræðunni þegar rætt er um einkavæðinguna af þeim sem hafa tekið þá trú. Afstaða stjómmála- flokkanna í öllum stjómmálaflokkum er blæmunur á afstöðu manna til einkavæðingar allt frá því að vilja ekki fara þessa leið, upp í það að trúa á hana í blindni. I Framsóknarflokknum á sú skoðun mejtan hljómgmnn að ekki beri að útiloka breytingu á rekstrarformi ríkisfyrir- tækja, en það eigi að vera að uppfýlltum ákveðnum skilyrðum, sem mikið vantar á að hafi verið uppfýllt. Það getur ekki verið markmið að ríkið reki at- vinnustarfsemi í samkeppni við einstakling, sam- vinnu eða al- menningshluta- félög nema sér- stök skilyrði séu fyrir hendi og ákveðinn til- gangur sé með þessum rekstri. Ég vil nefna dæmi um aðstæður, sem koma í veg fyrir einkavæðingu: • Það er fráleitt að einkavæða einokunarfyr- irtæki, nema tryggt sé að samkeppni ríki eft- ir breytingin er gerð. Það getur verið rétt- lætanlegt að breyta rekstrarforminu í hluta- félag í eigu ríkisins. Sala þeirra bréfa á al- mennum markaði verður þó að lúta ákveðnum skilyrðum. Það er fullkomlega óeðlilegt að ganga fram í einkavæðingu án þess að til séu nothæf lög um einokun og hringamyndun. • Vandséð er hvernig einkavæðing orku- geirans á að fara fram. Hvernig er hægt að koma við samkeppni í dreifingu orku við ís- lenskar aðstæður. Ef samkeppni er ekki fyrir hendi eftir einkavæðingu, hvað er þá unnið við hana? • Við íslendingar höfum hingað til viljað jafnrétti til náms og trygga heilbrigðisþjón- ustu fyrir alla. Einkavæðing í þessum grein- um samrýmist ekki þessum markmiðum velferðarþjóðfélagsins. Þess vegna höfum við framsóknarmenn verið andvígir einkavæð- ingu í skóla- og heilbrigðiskerfmu. Við lítum svo á að núverandi fyrirkomulag sé hluti af velferðarkerfinu. Sama er með ríkisútvarpið. Sú skylda að útvarpa til allra landsmanna hefur hvflt á ríkisútvarpinu ásamt öðrum skyldum, sem því hafa verið lagðar á herðar af ríkisvaldinu. • Áfengisverslun ríkisins er afsprengi áfeng- ismálastefnu okkar. Einkavæðing á þessu sviði mundi óhjákvæmilega þýða þá breyt- ingu að áfengi yrði til sölu í flestum verslun- um, sem kærðu sig um að hafa það á boð- stólum. Þetta er gjörbreyting á áfengismála- stefnunni, og það verða menn að gera sér ljóst þegar rætt er um málefni þessa fyrir- tækis. • Umræða um einkavæðingu ríkisbankanna er sérlega viðkvæm. Ríkisstjómin hefur viðrað hugmyndir um að vaða í þessa einka- væðingu og breyta Búnaðarbanka og Lands- banka í hlutafélög til að byrja með. Flan í þessum efnum getur stórskaðað þessar stofnanir, m.a.-vegna þess að ríkisábyrgð er á sparifé í ríkisbönkunum og allar breytingar og óvissa vekja óöryggi hjá sparifjáreigend- um. Það er vonandi að ríkisstjórnin sjái að sér og stofni ekki áliti bankanna í voða út á við og innanlands, til þess að þjóna þeim mönnum sem hafa þau trúarbrögð að einka- væða hratt í anda Margrétar Thatcher. Lög um einokun og hringamyndun Setning nýrrar löggjafar um einokun og hringamyndun ætti að vera forgangsverk- efni stjórnvalda, og öll áform um einkavæð- ingu ættu að bíða þangað til nothæf löggjöf er komin um þessi efni. Þau lög þurfa að innihalda ákvæði um hámark á eign ein- stakra aðila eða skyldra aðila í fyrirtækjum og reglur um það hvernig standa á að sölu hlutabréfa í eigu ríkissjóðs á almennum markaði. Offors í þessum efnum getur eyði- Iagt þann hlutabréfamarkað sem í þróun er hérlendis. Um setningu slíkrar löggjafar ætti að geta tekist víðtæk samstaða. Að þessum skilyrð- um uppfylltum er fyrst tímabært að ræða ís- lenska leið til einkavæðingar sem byggist á aðstæðum hérlendis. Ríkisrekstur á öllum sviðum eru ekki trúarbrögð í Framsóknar- flokknum, frekar en að nokkur þar hafi tekið trú á einkavæðinguna. Meðalhófið er best í þessu eins og svo oft áður. Hins vegar er lítið útlit á því að ríkisstjóm- in taki sönsum í þessum efnum. Þvert á móti er útlit fyrir að hún ætli að ganga lengra á braut einkavæðingar heldur en nokkum gat órað fyrir af tali stuðningsmanna hennar fyrir kosningar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.