Tíminn - 09.05.1992, Síða 11
Laugardagur 9. maí 1992
Tíminn 11
Llk flutt á kviktrjám áriö 1898.
Dauöans gátu menn vænst
hvenær sem vera skyldi, og
hvert ráö til aö tefja komu
hans um stund var gripiö feg-
ins hendi aö vonum.
skeggjar í hinu undarlega landi, sem í
lögun líktist ókennilegu dýri, er liggur
fram á lappir sínar, bæru þó skyldleika
með hinu synduga fólki, sem lifði á
suðlægari gráðum, þar sem vínþrúgur
spruttu í dölum og hátt í hlíðum. Því
var það, að doktor Bela, París, 6 Place
de la Nation, meðlimur ýmissa vís-
indafélaga, bað Reykjavíkurblöðin íyr-
ir eftirfarandi orðsendingu:
„Leynilegir sjúkdómar
læknast gersamlega með minni að-
ferð, sem byggð er á nýjum vísindaleg-
um rannsóknum, án þess að störfum
líffæranna sé í neinu raskað, og þó að
veikin sé mjög slæm. Sömuleiðis
lækna ég hinar óþægilegu afleiðingar
af æskusyndum, taugasjúkdóma og
holdlegan vanmátL
Þagmælsku ábyrgist ég. Gjörið svo
vel.“
Þó að ekki beri að fortaka, að árið
1883 bæru einhveijir íslendingar
leynilegar afleiðingar af æskusyndum,
fara ekki sögur af því, að neinn tæki í
framrétta hönd doktors Bela. Hann
varð ekki heldur ffægur á eylandinu
fyrir að viðrétta náttúruna, að minnsta
kosti vitnaði enginn opinberlega um
að hafa öðlast holdlegan mátt fyrir
hans tilstuðlan. Og er hann þar með
úr sögunni.
Um svipað leyti kom önnur orðsend-
ing frá París, svohljóðandi:
„Áríðandi.
Flogaveiki, sinadráttur, bamakrampi
og taugasjúkdómar læknast gersam-
lega, ef fylgt er minni aðferð. Lækn-
ingalaun þarf eigi að borga, fyrr en
batnað er.
Læknishjálpina má fá bréflega.
Prófessor dr. Albert
6, Place du TVöne, 6, París.“
Ekki fara heldur neinar sagnir af því,
að menn vitnuðu um ágæti doktors
Alberts prófessors.
En í kjölfar Kínverjans með glasið
áttu efdr að fylgja ýmis meðöl fleiri en
að ofán eru greind, og ollu læknum
landsins áhyggjum og stríði við að
kveða niður hégiljutrú manna. En hið
merkilega er að alltaf hafa „töftalyfin",
þau sem eru eins og komin úr dul-
heimum utanhjá viðurkenndum vís-
indastofnunum og löggiltum apótek-
urum, sitt aðdráttarafl. Svo er enn á
okkar tímum. Þannig hefur manneðl-
ið lítið breyst frá því er Kínveijinn með
glasið kvaddi hér fyrst dyra.
(Frdsögn Gurmars M. Magnúss)
U 0|Cf 1f I þessum mánuöi fá nemendur
u O U í grunnskólum Reykjavíkur
í hendur bækling meö upplýsingum um framboö á frístunda-
og sumarstarfi félagsmiöstööva, borgarstofnana og
íþrótta- og æskulýösfélaga í Reykjavík.
Foreldrar eru hvattir til að skoöa bæklinginn með
börnum sínum og leiöbeina þeim í vali á frístunda- og
sumarstarfi sem bjóöast
á hinum ýmsu sviöum.
ÍÞRÓTTA- OG
TÓMSTUNDARÁÐ
Sooarstarf