Tíminn - 09.05.1992, Side 12

Tíminn - 09.05.1992, Side 12
12 Tíminn Laugardagur 9. maí 1992 Fílharmonía flytur meistaraverk Rossinis „Messe Solenn- elle“ flutt í Langholtskirkju kl. 17 á morg- un,sunnudag, ásamt kvartett þekktra ein- söngvara og undirleikara Á morgun, sunnudag 10. maí, er að vænta ágæts tónlistarviðburðar í Langholtskirkju, er Söngsveitin Fflharmonía flytur þar „Messe So- lennelle" eftir G. Rossini undir stjórn Úlriks Ólasonar. Þekktir einsöngvarar munu taka þátt í flutningi verksins ásamt söng- sveitinni og eru söngvararnir þau Elísabet Erlingsdóttir sópran, AI- ina Dubik alt, Ólafur Árni Bjarna- son tenór og Viðar Gunnarsson bassi. Hér er um frægt og marglofað kórverk að ræða. Sagði tónskáldið Meyerbeer, er hlýddi á frumflutn- ing þess, að kórfúgan „Cum sancto spiritu" væri besta tónlist sem samin hefði verið sinnar teg- undar. Verkið samdi Rossini (1792-1868) seint á ferli sínum, er hann löngu hafði hætt óperutón- smíðum sem hann nú er kunnast- ur fyrir. Nefndi hann messu þessa, sem fullu nafni heitir „La Petite Messe Solennelle", raunar „síð- ustu syndina í elli minni“. En sú synd var betur drýgð en ódrýgð, því eins og segir í kynningu Söng- sveitarinnar Fílharmoníu á verk- inu er messan „eitt innblásnasta og athyglisverðasta verk Rossinis og má öllum vera ljós fegurð þess, hugmyndaauðgi og dýpt“. Fílharmonía var stofnuð þann 24. aprfl 1959 og var fyrsti stjórn- andi hennar dr. Róbert Abraham Ottósson. Tónleikarnir verða á morgun, sunnudag, sem áður seg- ir og hefjast þeir klukkan 17. Er að vænta að tónlistarunnendur bíði þeirra með tilhlökkun. Að- sókn hefur verið mikil þegar Ffl- harmonía hefur flutt ýmis hin bestu kórverk, svo sem í mars 1989 er Requiem Mozarts var flutt þrívegis fyrir fullu húsi í Krists- kirkju. „Messe Solennelle" er í fjórtán köflum og er hlé eftir sjöunda kaflann, en hann er einmitt „Cum santo spiritu", sem Meyerbeer lét svo fögur orð um falla og getið er hér að ofan. AM . . ' ■ BÉil í 'í” . • ÍÍÍII í , - *** : Viöar Gunnarsson bíöur á milli kafla eftir aö rööin komi aö sér. (Ljósm. O.Ó.) Úlafur Árni Bjarnason tenór. Meira um flytjendur Messan er samin fyrir kór, ein- söngvarakvartett (sjá nöfn söngv- aranna hér að ofan), píanó og harmoníum. Hljóðfæraleikararnir eru þau Hrefna Unnur Gunnars- dóttir píanóleikari og Ferenc Ut- assy á harmoníum. Auk þátttöku sinnar í sjálfum flutningnum hef- ur Elísabet Erlingsdóttir annast raddþjálfun á æfingum, en Hrefna Unnur undirleik. Stjórnandinn, Úlrik Ólason, er fæddur 1952 og stundaði hann framhaldsnám í tónlist í Regens- burg í Þýskalandi með orgelleik sem aðalnámsgrein, ásamt kór- og hljómsveitarstjórn. Hann starfaði lengi á Húsavík, en starfar nú sem organisti og kennir orgelleik og kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkj- unnar. Sl. vetur æfði hann Requi- em Verdis með íslandsdeild „Heimskórsins", sem tók þátt í flutningi verksins í Svíþjóð í aprfl sl. þar sem fram kom m.a. Luciano Pavarotti. Úlrik hefur verið stjórn- andi Söngsveitarinnar Fílharmon- fu frá hausti 1988 og er Messe So- lenelle fjórða stórverkið, sem hann stjórnar á sjálfstæðum tón- leikum Fílharmoníu. Þar á meðal má nefna Þýska sálumessu Brahms, er flutt var á 30 ára af- mæli Söngsveitarinnar í apríl 1990. • ' • .. . •... - ;•■•: ■■ . • ■•' ■'• Á „generalprufunni". i kvartettnum eru, taliö frá vinstri: Elísabet Erlingsdóttir sópran, Alina Dubik alt, Ólafur Árni Bjarnas

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.