Tíminn - 09.05.1992, Qupperneq 16

Tíminn - 09.05.1992, Qupperneq 16
16 Tíminn Laugardagur 9. maí 1992 Tvö lík fundust á floti í ánni við smábæinn Peru í Indiana. Ekki gat lögreglan fundið nokkra ástæðu fyrir því hvers vegna morðin höfðu verið framin, og var ráðalaus þar til maður gaf sig fram sem vissi hvað gerst hafði. Lík Nanette Scott fannst á floti skammt frá þeim staö sem Jason Brown fannst. Föstudaginn 23. nóvember 1990 var haft samband við lögreglu í smábænum Peru í Indiana og til- kynnt um að lík væri á floti í Eelánni. Það voru tveir veiðimenn, sem höfðu rekist á lfkið á floti. Fyrsta uppástungan var að maðurinn hefði annaðhvort hent sér útí eða honum verið hrint fram af brúnni yfír ána. En þar sem líkið var fyrir ofan brúna en ekki neðan, féll sú tilgáta um sjálfa sig. Þegar líkinu hafði verið náð upp úr ánni, kom í ljós að það hafði þrjú skotsár á bringunni. Rúmum mánuði áður hafði lög- reglunni verið tilkynnt hvarf 17 ára pilts, Jasons Brown. Pilturinn hafði skilið eftir miða þar sem hann gaf í skyn að hann hefði sjálfsmorð í hyggju. Lýsingin á piltinum kom heim og saman við líkið í ánni. Réttarlæknirinn sagði að ekki kæmi til greina að líkið hefði verið í vatninu í heilan mánuð. Að vísu væri vatnið kalt og það seinkaði rotnun, en líkið hefði samt ekki getað verið lengur í ánni en viku til tíu daga. Á meðan verið var að ræða þessi mál og ganga frá líkinu, kom maður hlaupandi og æpandi til þeirra. Hann kvaðst hafa fundið konulík á floti ofar í ánni. Lögreglan hraðaði sér á staðinn og fann fullklætt lík ungrar konu. Enginn viðstaddra kannaðist við konuna. Tvöfalt sjálfsmorð — eða morð „Kannski þau hafi ákveðið að stytta sér aldur í sameiningu," varð einum lögreglumannanna að orði. Þar sem Jason Brown hafði hótað sjálfmorði, kom til greina að konan hefði skotið hann fyrst og beint síðan byssunni að sjálfri sér. En réttarlæknirinn var ekki lengi að kollvarpa þessari kenningu og benti lögreglumönnunum á að á brjósti líksins voru nokkur skotsár. Sjálfsmorð var því ekki inni í myndinni. Hvar og hvenær morðin hefðu verið framin og hvar líkunum hefði verið hent í ána voru spurn- ingar sem þurfti að svara. En fyrsta verkið var að komast að því af hverjum líkin væru. Haft var samband við ættingja Ja- sons Brown, sem kom og sagði að lík karlmannsins væri örugglega af honum og að konan væri Janice Scott. Jason og Janice Scott höfðu kynnst þegar hann var í skóla. Ættingjar hans höfðu verið á móti því að hann væri í tygjum við sér mun eldri fráskilda konu, og reynt hvað hægt var til að binda enda á sambandið. Þegar Janice Scott var könnuð nánar, kom í ljós að hið rétta nafn hennar var Nanette Scott. Hún var 23 ára og nýskilin við flugmann í hernum. Þrátt fyrir að ættingjar Jasons hefðu gert sitt besta til að skilja þau að, höfðu þau haldið samband- inu áfram. Það seinasta, sem ætt- ingjar Jasons höfðu haft af honum að segja, var mánudagsmorguninn 1. október, þegar þeir fundu bréfið frá honum þar sem hann hótaði sjálfsmorði. Par í felum Athugun leiddi í ljós að Nanette Scott hafði verið við störf sín á veitingahúsi þann sama morgun, farið úr vinnu um tvöleytið og síð- an hafði ekkert til hennar sést. Hún hafði ekki einu sinni sótt launin sín. Lögreglan var nú sannfærð um að sjálfsmorðshótunin hefði verið skrifuð í þeim tilgangi einum að villa fyrir ættingjum Jasons, svo ekki væri farið að leita að honum og Nanette saman. En hvers vegna höfðu þau farið í slíkum flýti, að Nanette hafði ekki einu sinni sótt launin sín? Og hvar höfðu þau verið frá 1. október til 23. nóvember? Jason hafði ekki átt mikla pen- inga og Nanette hafði ekki sótt launin sín. Ennfremur komst lög- reglan að því að Nanette hefði ver- ið í „óæskilegum félagsskap". Þessar upplýsingar urðu til þess að farið var að velta því fyrir sér hvort þau hefðu verið viðriðin eiturlyfja- verslun. Niðurstöður krufningar sýndu að bæði Jason og Nanette höfðu látist af skotsárum á brjósti. Notuð hafði verið .22 kalibera byssa við morð- in. Próf sýndu að hvorugt þeirra hafði verið undir áhrifum fíkni- efna eða áfengis er þau létust. Na- nette hafði ekki orðið fórnarlamb kynferðislegs ofbeldis. „Ástæðan hefur ekki verið rán, ekki nauðgun, ekki afbrýðisemi. Hvað er þá eiginlega eftir?" spurði einn lögreglumaðurinn. „Eiturlyf?" var uppástunga eins starfsfélaga hans. Ástæðan var langsótt Þetta var nú kannað nánar, en ekkert kom í Ijós sem tengdi þau á nokkurn hátt við eiturlyfjasölu. Nöfn þeirra höfðu aldrei svo mikið fiflTA Wll' Tóö/sl £iNN • —• 'Sv** SV£R SfÁ/vW JyRr PVtkl ■FÓO 0 LfitJCT I bURTt/ UÐUR\ r k - ' 'j TU&L- iLOl- VID íjjj STcK ■RÖO J t —C7K 7r/M 1 VtlKí SVfLR OftOf ^ J\\ ^ \ Kovp UPPI ík ÞH9 il/o ? WK 11 6, > * ÓÍKÝRT /ml' V/npoR WL(\ F/S* £Sf- trVDOR Hg SNÆP- lR wy/VA'í VBRSL- ut/ mc>/\ %YRT\ jjur/D flloT L fU&L- AR S UÐ ftORG 9 .• FflLM V/ T- LftUS K<JSK BORPÍpj t h F«Rl rucT URTfi Nvr /1 fLSÓT £KKI mr 1 boMNi >4F1 -röR N ÆRfi dL PRop S'fiUR B£IT fi NftFhl £Ta// MVN O KEYf? 9 Nftffil PREKK /OOO hM ÓNoT. A-P/) R.I/ÍK f\Nfi * Töttm EINS 5 fi F(\ Kona mn // Sá R- Hi-S. str'a ► UftfN /2 T<oVI- Bi TÚTTfi Fto* 6UTL/L n> WftfUR mu 8 iTRfl -T06 - ftÐl 6RIP TofRfiH lb Ll HDl FLJÓT- UR '1 F/iR/R HJt.NI r fí ÍYÐIR V/tGGft 7oHN £tNN tlIUR EINS ruéf TfíUTft 6VV WK1 55 um /0 NBS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.