Tíminn - 04.07.1992, Síða 17

Tíminn - 04.07.1992, Síða 17
Laugardagur 4. júlí 1992 Tíminn 17 Auglýsing eftir ábendingum um borgar- listamann 1992 Samkvæmt reglum sem samþykktar voru í borgarstjórn 3. maí 1990, er heimilt að veita árlega starfslaun til listamanns eða listamanna í allt að 12 mánuði. Menningarmálanefnd velur listamennina, sem starfslaun hljóta. Þeir einir koma til greina við úthlutun starfslauna, sem bú- settir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyr- ir úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki fast- launuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Menningarmálanefnd auglýsir hér með eftir rökstuddum ábendingum frá Reykvíkingum, einstaklingum, sem og samtökum listamanna, eða annarra um hverjir skuli hljóta starfslaunin. Menningarmálanefnd er þó ekki bundin af slík- um ábendingum. Ábendingar, sbr. ofanritað, sendast Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, Ráðhúsinu, fyrir 15. júlí 1992. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar Auglýsing um starfslaun listamanna til 3ja ára Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 1990 að veita þrí- vegis sérstök starfslaun til listamanna, en þau eru til 3ja ára. Þeir einir listamenn koma til greina við veitingu starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Skulu listamennirnir í umsókn skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfs- launanna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkur, hinn 18. ágúst, og hefst greiðsla þeirra 1. septembereftirtil- nefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila til Menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar, Ráðhúsinu, fyrir 1. ágúst n.k. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. maí er skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Þórsmörk Hin viðfræga og fjölsótta Þórsmerkurferð ungra framsóknarmanna verður farin dag- ana 3. til 5. júli n.k. Tjaldað verður í Langadal. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til SUF I síma 91-624480. - Athugið: Takmarkað sætaframboð Feróamálaráð SUF. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 10. júli n.k. Vel- unnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91-624480. Framsóknarflokkurinn Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði. simi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins. simi 91-624480. Framkvæmdastjórn L.F.K. Sumarferð framsóknarmanna Fariö verður Kjöl að Blönduvirkjun laugardaginn 8. ágúst. Nánar auglýst síðar. Fulltrúaráðlð. Madonna hefur hingaö til ekki verið feimin að sýna af sér ýmislegt sem blygðunarfullu fólki finnst ósæmilegt. Henni létti samt mikið þegar hún fékk aftur skilað myndum sem stolið hafði verið, kannski vegna þess að sumar þeirra eiga að birtast I bók. Madonna fær skilað stolnum klám- myndum FBI og sunnudagsslúðurblað hafa komið til skila til söngkonunnar Madonnu 44 ljósmyndum af henni, sem þykja vart sæmilegar og stolið hafði verið. Blaðinu hafði verið boðnar þær til kaups fyrir um 6 milljónir króna. Madonna hefur hingað til ekki þótt sérlega feimin við að sýna á sér ýmsar hliðar. Þessar myndir, sem sýna hana nakta og í djörfum stellingum, eru þó sagðar þær al- kæruleysislegustu sem hingað til hafa sést af henni. Og Madonna er ekki komin lengra á siðsemis- brautinni en það, að sagt er að margar hinna umtöluðu mynda eigi að birtast í væntanlegri bók, „Madonna’s Dreams“. Haft er eftir starfsmanni FBI, sem þátt tók í myndaleitinni, að Madonna sé ósköp fegin að mynd- irnar séu komnar til réttra aðila. „Djörfu myndirnar, sem stolið var, ollu Madonnu miklum áhyggj- um," segir hann. Ronald Biggs tók þátt I lestarráninu mikla í Bretlandi fyrir tæpum 30 árum. Hann hefur búið í Brasilíu undanfarin ár, þar af 17 þau síðustu meö Úrsúlu hinni argentínsku. Ronald Biggs lestarþjófur á á hættu að verða framseldur til Englands Um fátt var meira rætt árið 1963 en heljarmikið lestarrán, sem framið var í Englandi, þar sem ræningjarnir höfðu á brott með sér á þriðju milljón sterlingspunda. Alft rannsóknarkerfi Scotland Yard var sett í að upplýsa málið, þjófarn- ir náðust og fengu langa fangelsis- dóma. Einum þeirra, Ronald Biggs, tókst þó að strjúka úr steininum eftir að hafa afplánað 2 ár af þeim 30, sem honum var ætlað að sitja inni, og þrátt fyrir mikinn eltingaleik tókst breskum yfirvöldum ekki að hafa hendur í hári hans, ekki heldur eft- ir að hafðist upp á honum í Brasil- íu. Ronnie, sem nú er 62ja ára, hafði nefnilega tekist að geta son við nektardansmey nokkurri. Sá verður 18 ára 16. ágúst nk. og þá nær vernd brasilískra laga, sem kveða svo á að barn eigi rétt á að hafa föður sinn til 18 ára aldurs, ekki lengur til Ronnies. Enginn framsalsréttur er milli landanna. Undanfarin 17 ár hefur Ronnie búið í ástúðlegri sambúð með hinni argentínsku Úrsúlu. Ekki hefur líf Ronnies svo sem alltaf verið friðsælt þessi ár sem hann hefur verið á flóttanum. Árið 1981 rændu málaliðar honum og smygluðu honum til Barbados, en þaðan var ætlunin að framselja hann til Bretlands. Sonur hans, sem þá var 6 ára, kom þá fram í brasilísku sjónvarpi og bar fram hjartnæma ósk um að pabbi hans fengi frelsi á ný. Almenningur hreifst mjög af snáðanum, sem fékk óðar tilboð frá CBS auk þess sem pabba hans var sleppt. Nú er eftir að sjá hver örlög Ronnies Biggs verða eftir 16. ágúst, en bresk yfirvöld segjast enga ákvörðun hafa tekið. Hann segist taka því sem að höndum ber. TYúlega er ránsféð nú uppurið, því að sagt er að Ronnie hafi að undan- förnu þurft að lifa á syni sínum, sem er að koma fótunum undir sig sem skemmtikraftur í þeirri einu höfuðborg sem faðir hans vogar sér ekki að stíga fæti í — London. Reyndar hefur Ronnie ýmis jám í eldinum. Hann gaf skipuleggjend- um umhverfisráðstefnunnar í Rio góð ráð um hvernig best væri að komast hjá því að verða fómarlamb þjófa og misindismanna. Og nú stendur til að gera kvikmynd um viðburðaríkt líf hans. í spegli Timans

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.