Tíminn - 18.07.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 18.07.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Laugardagur 18. júlí 1992 Óvissa um þorskkvóta næsta fiskveiðiárs: Beðið eftir ákvörðun sjávarútvegsráðherra Þrýstingur er nú á Þorstein Pálsson sjávarútvegsráöherra frá ýmsum aðil- um um að hann leyfi töluvert meiri veiðar á þorski næsta fiskveiðiár, en fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa lagt til. Þessa mikilvægu ákvörðun verður ráðherra að taka fyrir 1. ágúst. Þorsteinn Pálsson hefur sagt að þótt hann einn beri lagalega ábyrgð á endanlegri ákvörðun muni hann leggja tillögur sínar fyrir ríkis- stjórnina. Ljóst er að ef tillaga hans verður undir 220 þúsund tonnum, þá verður þrýst á hann innan stjórn- arinnar. Samkvæmt heimildum Tímans var mikill meirihluti þing- manna Sjálfstæðisflokks á þing- flokksfundi í vikunni þeirrar skoð- unar að leyfa ætti í það minnsta 220 þúsund tonna þorskveiði á næsta fiskveiðiári. Þingflokksfundur Al- þýðuflokks var haldinn í gær og fyr- ir fundinn sagði Össur Skarphéðins- son, þingflokksformaður flokksins, í samtali við Tímann að hann teldi eðlilegt að ríkisstjórnin tæki öll ákvörðun um þetta mikilvæga mál. Einnig að ýmsir innan þingflokksins væru vantrúaðir á tillögur Hafrann- sóknastofnunar. Össur er lærður fiskilíffræðingur og vill ekki rengja niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar, en telur að gott árferði í sjónum undanfarin þrjú ár gefi tilefni til aukins afla úr öllum fiskistofnum nema grálúðu. En þrýstingurinn kemur úr fleiri áttum. Farmanna- og fiskimanna- sambandið hefur lagt til að þorsk- kvótinn á næsta ári verði 250 þús- und tonn og telur rök Hafrann- sóknastofnunar byggð á veikum grunni. Þá hafa smábátaeigendur deilt hart á Hafró undanfarið og telja þorskstofninn mun stærri en stofnunin áætlar. Eftir að Hafrannsóknastofnun birti dökka skýrslu sína um ástand þorsk- stofnsins fékk sjávarútvegsráðherra enska sérfræðinginn John Pope til að yfirfara reikniaðferðir stofnunar- innar. Hann skilaði áliti sínu til ráð- herra í gær. Þorsteinn Pálsson mun styðjast við það álit þegar að lokum verður tekin endanleg ákvörðun um heildarþorskveiði næsta fiskveiði- árs. -BS Félag leikstjóra á (s- landi 20 ára: Bara tvö stööu- gildi á landinu Félag leikstjóra á íslandi telur mikilvægt að fjölga stöðugild- um leikstjóra við atvinnuieik- hús í landinu en aðeins tvö cru nú til —- bæði við Þjóöleikhús- ið. Félagiö telur einnig brýnt að komið verði á leikstjóramennt- un við Leiklistarskóia íslands elns og reyndar er gert ráð fyrir í lögum um skúlann. í haust á félagiö 20 ára afmæli en það var stofnað þann 20. október 1972. Á þeim tíma hafði starfsheitið leikstjóri ekki hlotið viðurkenningu utan leik- hússins og fáir vissu um starfs- svið leikstjórans innan leik- hússins. Félagið var því stofnaö til að auka viröingu starfsins og vernda hagsmuni íslenskra leikstjóra bæði listrænt og fé- lagslega. •—GKG. Verslunarmannahelgin: Þjóðhátíð í uppsiglingu „Nú sé ég betri og bjartari tíð, er nálgast þjóðhátíð," segir í texta þjóð- hátíðarlags Vestmannaeyja þetta ár- ið. Það heitir Dagar og nætur og er eftir Geir Krístjánsson, en eins og venja er þá er þjóðhátíð haldin um verslunarmannnahelgina. Það er að þessu sinni íþróttafélagið Þór sem stendur fyrir hátíðinni og forráðamenn félagsins buðu blaða- mönnum til Eyja í síðustu viku til að litast um á svæðinu en undirbúning- ur hátíðarinnar stendur nú sem hæst. Verð aðgöngumiða á hátíðina er hið sama og í fyrra, 6.500 kr. en 6.000 í forsölu. í máli Þórsara kom fram að margt mætti fá fyrir þann eyri því dagskráin yrði fjölbreytt og skemmti- leg. Væri meðal annars búiö að ganga frá ráðningu hljómsveitanna Sálin hans Jóns míns og Todmobile, sem hefði sér til fulltingis söngvarana Pét- ur Kristjánsson og Geira Sæm. Þessar hljómsveitir Iéku á stærri hljómsveit- arpallinum í Herjólfsdal en á hinum minni Eyjahljómsveitin Prestó. Fjölmargir ferðamöguleikar eru til - *1 - . ■ ■ : -■ V ' -'-íkVJm Sigmar Georgsson, framkvæmdastjóri Þórs, Þór Vilhjálmsson, formaður félagsins, og Geir Reynisson, höfundur þjóðhatíðarlags- ins. Eyja um Verslunarmannahelgina. Flugleiðir fljúga frá Vestmannaeyjum og bjóða sérstök afsláttarkjör, Herjól- fur siglir fjölda ferða milli lands og Eyja og frá Bakka í Landeyjum flýgur Valur Andersen. Þaðan er aðeins 5 mínútna flug til Eyja yfir Eiðið. —SBS. Miðskólinn: Yngsta bekkjar- deildin að fyllast Áætlað er að Miðskólinn, nýjasti einkaskólinn, hefji starfsemi í haust í gamla Miðbæjarskólahús- inu. Skráning umsækjenda hefur staðiö þessa viku og þegar er yngsta bekkjardeildin að fyllast, að sögn Braga Jósepssonar forstððu- manns skólans. Eins og nafnið bendir tii tekur skólinn við nemendum á miðskóla- aldri, þ.e. 9-12 ára. Bragl segir að það sé ekki nein hasarumsókn um skólavist, en þó sé 9 ára bekkjar- deildin að fyllast. Aðsókn að eldri deiidnm er dræmarí. Nemcndur koma víða að úr borginni, allt frá Grafarvogl vestur í Hagahverft. Ætlunin er að hafa fjórar bekkjar- deiidir í fjórum kennslustofum með 20-25 nemendum í bekk. Um heitdagsskóla verður að ræða. Bragi Jósepsson segir að skóla- stefna Miðskólans sé mörkuð: „Við iítum svo á að skólinn sé þjónustu- stofnun fyrír foreldra, sem veiti þá þjónustu að kenna bömum al- mennar nárasgreinar. Hins vegar á skólinn ekki að yfirtaka nppeldis- hlutvcrk foreldranna og breyttar þjóðfélagsaðstæður elga ekkl aö láta skólann yfirtaka meira af upp- eldishlutverldnu. Við teljum að það sé ennþi meiri ástæöa U1 að undir- strika þetta hlutverk forcldranna í nútímasamfáiagi en nokkru sinni fyrr. Ef að bömin læri og nái ár- angri þá sé það megtnforsendan fyrir því að þau séu ánægð og ham- ingusöm." Þegar hafa 12 kennarar sótt um störf hjí skólanum og Bragl segist hafa úr mjög góðu liði að velja, en ekki er enn Ijóst hversu margir verða ráðnir. Skólagjöld fyrir nemenda á mán- uði er 15 þúsund. Þá segist Bregi eiga von á að fá rekstrersfyric frá borginni sambærilegan og Tjarn- arskóli hefur fengið. Launa- kostnaður verður greiddur af rik- inu. -BS GRIMSBÆR 1972- 1992 Verslunarmiðstöðin Grímsbær heldur uppá 20 ára afmæli sitt mánudaginn 20. júlí n.k. Frá kl. 13.00 til kl. 18.00 verða margskonar vörukynningar með afmælisafslætti Kl. 15.00 verður boðið upp á veitingar. •&•&•& Kl. 15.00 byrjar einnig Söngtríó Jarðþrúðar að skemmta með söng sínum og gítarspili. ★ ★ Kl. 16.00 heyrum við Hildigunni Halldórsdóttur leika á hið undurfagra hljóðfæri fiðluna. ★ ★ ★ Gríðarstór afmælisterta bíður eftir að hún verði borðuð. / Gjörið svo vel! Árni Sigfússon, formaður Skólamálaráðs Reykjavíkur: Einkaskólastyrkur um 20% af því sem grunnskólarnir fá Á síðasta ári greiddi Reykjavíkur- borg um 58 þúsund krónur fyrir hvem nemenda í rekstrarkostnað grunnskólanna. Að sögn Áma Sig- fússonar hefur komið til umræðu að styrkja einkaskólana sem svarar til um 20% af þeirri tölu. Reykjavíkurborg hefur styrkt einkaskóla með húsnæðisaðstoð, skólarnir hafa fengið húsnæði end- urgjaldslaust eins og allir grunn- skólar í borginni. Grunnskólarnir hafa síðan fengið fé til reksturs frá borginni, á síðasta ári um 58 þús. kr. á nemenda. Hugmyndin um að einkaskólar fengju 20% þeirrar upp- hæðar kom fram í skýrslu nefndar sem Skólamálaráð Reykjavíkur setti á laggirnar á síðasta ári. Nefndin lagði einnig til að einkaskólar fengu ekki rekstrarstyrk fyrr en þeir hafi starfað í a.m.k. tvö ár. Árni segir að borgin hafi enn ekki tekið afstöðu til þessara hugmynda. Á síðasta skólaári fékk Tjarnarskóli sem svarar til um 10% af rekstrar- kostnaði grunnskóla. Þá hafa aðrir einkaskólar verið studdir á einn og annan hátt af borginni, t.d. fékk ísaksskóli ákveðna upphæð til viðbyggingar, en skólarnir hafa fengið fremur lítið til reksturs, þannig að skólagjöld hafa verið not- uð til reksturs. Ríkið hefur síðan greitt kennara- laun einkaskóla, ákveðinn fjölda stöðugilda, en einkaskólarnir hafa síðan samið við kennara sína um laun og gert meira úr þeim með því að semja t.d. um fasta viðveru og greitt hluta launa með skólagjöld- um. -BS Ljósmyndir í Caf é 17 Valgeir Sigurðsson áhugaljós- myndari opnar Ijósmyndasýningu í Café 17 á Laugavegi (gegnt Stjömu- bíói) næstkomandi laugardag. 17 myndir verða á sýningunni og eru þær allar teknar á þessu ári. Flestar voru teknar á grísku eyjunni Simi sem er skammt undan strönd- um Tfyrklands. Sýningin stendur í þrjár vikur er opin á verslunartíma. —GKG. Ein af myndum Valgeirs frá eyjunni Simi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.